Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 C 3 bílar HIN framúrstefnulega hönnun á Renault Megané II virðist hafa hitt í mark hjá Evrópubúum. Aðeins eru liðnir 20 mánuðir frá frumsýningu bílsins og nú þegar hafa yfir milljón bílar selst. Í frétt sem Renault hefur sent frá sér í tilefni af þessum tímamót- um kemur fram að Megané hafi far- ið fram úr væntingum strax í fyrra og náð þeirri stöðu, sem hann hefur haldið æ síðan, að vera mest seldi bíll í Evrópu. Renault þótti taka talsverða áhættu að gefa hönnuðum sínum frjálsar hendur með næstu kynslóð Megane línunnar sem selst hafði í 4,7 milljónum eintaka á sjö árum. Það kom þó fljótt í ljós að áhættan borgaði sig og að evrópskum kaup- endum líkaði nýstárleg en rennileg hönnunin sem hinn útstæði aftur- endi stallbaksins varð að tákni fyrir. Megané II var valinn bíll ársins árið 2003 og hefur nú sett ný viðmið í hröðum og góðum viðtökum bíls á markaði. Milljón Megané II seldir  ÞÓTT Ísland, Noregur og Finnland séu sér á báti hvað varðar háa mark- aðshlutdeild Toyota er mikill upp- gangur hjá fyrirtækinu annars staðar í Evrópu. Af þessum sökum hefur Toyota nú aukið framleiðslugetuna til þess að stytta afgreiðslufrestinn á nýjum bílum. Toyota setti sér það markmið að selja 1,2 milljónir bíla í Evrópu árið 2010 og strax á þessu ári verður sal- an um 915.000 bílar en var 834.000 bílar í fyrra. Í mörg ár var megnið af sölunni hérlendis Corolla-bílar en núna er salan jöfn og þétt í a.m.k. fimm gerðum, þ.e.a.s. Land Cruiser, RAV 4, Avensis, Corolla og Yaris. Toyota framleiðir 60% af bílunum sem seljast innan Evrópu í verk- smiðjum í Bretlandi, Frakklandi og Tyrklandi. Fyrr á árinu tilkynnti Toyota að framleiðsla á Yaris í Frakklandi yrði aukin úr 184.000 bílum í 240.000 bíla á ári. Núna er fyr- irtækið að leggja 50 milljónir sterl- ingspunda í verksmiðjur sínar í Bret- landi til þess að ná fram framleiðsluaukningu á Corolla og Avensis, úr 220.000 bílum á ári í 285.000 bíla. Toyota framleiðir 150.000 bíla í verksmiðju sinni í Tyrk- landi þannig að heildarfram- leiðslugetan í þessum þremur löndum er 645.000 bílar á ári þegar stækk- unin er gengin í gegn. Í Tékklandi opnar Toyota nýja verk- smiðju í samstarfi við PSA (Peugeot- Citroen), árið 2005 og þar á að setja saman til viðbótar 100.000 Toyota- bíla. Á þessu ári ráðgerir Toyota að framleiða 565.000 bíla, 466.000 vél- ar og 198.000 gírkassa í Evrópu. Toyota eykur framleiðsluna í langbaksgerð. Á árinu 2006 er ráðgert að bjóða bílinn í svipaðri útfærslu og Audi Allroad, þ.e.a.s. í langbaksgerð og með 4Motion-fjórhjóladrifi. Nýr Passat verður mun stærri en nú- verandi gerð. Hjólhafið verður 5 cm lengra og afturendinn sömuleiðis til þess að auka farangursrýmið, sem stækkar úr 475 lítrum í 485 lítra sem þar með verður það mesta í þessum flokki bíla. Bíllinn verður sömuleiðis rúm- betri að innan en áður með meira fóta- og axlarrými en áður. Þá verður bensíntankurinn 70 lítra í stað 62 lítra núna. Bíllinn verður boðinn með nýj- ustu vélum VW, þ.á m. 1,6 lítra FSI, 2,0 lítra FSI og nokkrum gerðum af 2,0 lítra dísilvélinni. Flaggskipið fær líklega W8-bensínvél eins og í núverandi gerð og fjórhjóladrif að auki. Einnig er talið líklegt að hann verði boðinn með 3,2 lítra, V6 vél. Allar gerðir verða með sex gíra handskiptingu en DSG-raðskiptur gírkassi verður valbúnaður með stærri vélunum. Engin hefðbundin sjálfskipting verður í boði, ef marka má fréttaflutning erlendis. NÝ KYNSLÓÐ Volkswagen Passat kemur á markað á næsta ári í ger- breyttri mynd. Ljóst er að bílnum er ætlaður annar staður á mark- aðnum en hingað til enda verður höfðað meira til þeirra sem sótt hafa í lúxusbílana en áður. Eins og myndirnar sýna er bíllinn allt öðru- vísi útlits að framan en núverandi kynslóð og þar setja kannski mest- an svip nýjar framlugtir ásamt breytingu á grillinu. Að aftan sækir hann útlit sitt að miklu leyti til lúx- usbílsins VW Phaeton. Í fyrstu verður bíllinn eingöngu boðinn sem fernra dyra stallbakur en síðar meir Nýr Passat fínni en áður Nýr VW Passat á markað á næsta ári. Nýr Passat minnir á Phaeton að aftan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.