Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 5
in á Yamaha er einnig sú stífasta og fékk hjólið mínus í kladdann fyrir að þreyta okkur alla óþarflega mik- ið í vinstri hendinni. WR er ekki þyngsta hjólið í kílóum talið en þar sem þyngdarpunktur hjólsins er fremur ofarlega fer hvert kíló að gera meira vart við sig, sérstaklega í beygjum. Hjólið er fremur hátt og stórt og hentar sérstaklega vel fyrir hávaxna ökumenn. Fjöðrunin vinn- ur miðlungsvel úr þungum og hæg- um höggum, (s.s. í djúpum sandi á lítilli ferð), en þegar hraðinn eykst er Jamminn kominn á heimavöll og étur upp þær hindranir sem á vegi hans verða. Hjólið fæst hjá Arctic Trucks/Yamaha og kostar 911.000 kr. (www.yamaha.is). Ef líkja ætti Yamaha WR við hest teldist það seint góður barna- hestur. Til þess er það of stórgert og gróft. Aftur á móti er hjólið stór- skemmtileg blanda af vinnu- og veðhlaupahesti. Hægt er að þeytast á því allt árið án þess að það slái feilpúst. Ef þér skyldi svo detta í hug að keppa á hjólinu þarf ekkert til nema bensín á tankinn og góða skapið. TM450 TM á meira sameiginlegt með motocrosshjóli en hinu dæmigerða enduro-hjóli. Þetta er fjórgengishjól með snerpu tvígengishjóls og hent- ar því langbest sem keppnistæki. Hinn dæmigerði ökumaður sem sér fyrir sér rólega sunnudagsrúnta ætti ekki að hugsa um TM. Til eru önnur hjól sem skila sínu miklu bet- ur við slíkar aðstæður. Mótorinn á TM er hraðgengur og aflið kemur inn með miklum látum. En það á ekki að koma á óvart, hjólið er jú eftir allt smíðað með keppni í huga. Þeir okkar sem sóttust eftir „kikk- inu“ fundu það svo sannarlega á þessu hjóli. Það er líka gaman að horfa á TM-ið. Hjólið er skemmti- lega smíðað og hlaðið frábærum búnaði, s.s. Öhlins-fjöðrun, fallegum bláum gjörðum og fleiru. Fyrri dag- inn ókum við í braut sem á um margt skylt við motocrossbraut og hjólið bar af í þessum aðstæðum. Mikið rosalega var gaman að sprengja sig út úr djúpum sand- beygjum á þessum fola með spól- strókinn á eftir sér. Fjöðrun hjóls- ins fékk einnig mikið lof allra enda ekki við öðru að búast frá Öhlins og hún bar það einnig með sér að með lítilsháttar vinnu í stillingum megi stilla fjöðrunina hárfínt fyrir hvaða aðstæður sem er. Lögun hjólsins er einnig til þess gerð að auðvelda færslu líkamsþyngdar fram og aftur á hjólinu eins og á motocrosshjólum enda hjólið grannt og flatt ásetu. Sætið var dáldið hart fyrir mjúka bossa en varla hægt að setja út á það þar sem hjólinu var ekki ætlað að vera þægilegt. Titringur frá mót- or upp í stýri var töluvert grein- anlegur og hávaðinn í hjólinu mikill og sver sig í ætt við lætin í WR 450. TM kostar 999.000 kr. og fæst hjá JHM sport (www.jhmsport.com) og er hægt að fá Öhlins framdempara á hjólið fyrir 60.000 kr. aukalega. TM er villikötturinn í hópnum. Það kemur út úr umboðinu tilbúið í keppni. Hjólinu fylgir lítill púki sem situr á öxlinni á þér og hvíslar að þér hraðar, hraðar, hraðar. VOR VOR 450 er án efa fallegasta hjólið í hópnum en um leið það hjól sem framkallaði hvað ólíkust við- brögð. Annaðhvort hatarðu það eða elskar. Eiginlega ekkert þarna á milli. Það sem allir voru þó sam- mála um er að þetta hjól er ólíkt öllu öðru sem er í boði á mark- aðnum í dag. Mótorinn er eins og ódrepandi traktorsmótor, með alla vinnsluna á einum stað, alveg neðst. Það er ekki hægt að kæfa mótorinn, hann mallar bara og mallar og svo snýrðu upp á bensíngjöfina, ferð í gegnum gírana og hraðinn eykst en samt er eins og hjólið sé alltaf á sama lágsnúningnum. Þetta er það hjól sem finnur grip alstaðar og þegar önnur hjól fara að spóla bítur VOR sig fast við jörðina. Annað sér- kenni þessa hjóls er framendinn. Það er eins og framhjólið hafi gert samning við náttúruöflin um að toga sig niður með margföldu þyngdarafli, hjólið steinliggur að framan eins og ekkert annað sem þú hefur kynnst áður. Hjólinu hlaust einnig sá vafasami heiður að vera þyngsta hjólið í hópnum í kíló- um talið og þessir áðurnefndu eig- inleikar hjólsins (traktorsmótor og þungur framendi) gera það að verk- um að maður verður töluvert var við allan þennan massa sem maður hefur í höndunum. Það sem vegur á móti þessari miklu þyngd er Öhlins- fjöðrunin, og einnig það að þyngd- arpunktur hjólsins er fremur neð- arlega. Frágangur hjólsins er í heildina góður og smíðin virkar vönduð. Startsveif hjólsins er frá- brugðin öllum öðrum hjólum því hún gengur fram en ekki aftur þeg- ar maður stígur á hana. VOR er á kynningartilboði þessa dagana á 859.000 kr. og má fá allar upplýs- ingar um hjólið og umboðsaðila þess á Íslandi á www.vor.it. VOR gerði þennan reynsluakstur eftirminnilegan. Hjólið virkar, a.m.k. fyrir suma og um það bera alþjóðlegir meistaratitlar vitni. Hvað er best? Að útnefna eitt hjól sem afger- andi sigurvegara er ekki hægt með góðu móti. Hér er þetta orðið spurning um að hver og einn vegi kosti og galla hvers hjóls í samræmi við óskir sínar. GasGas er líklega það hjól sem hvað flestir yrðu ánægðir með, eða ylli hvað fæstum vonbrigðum eftir því hvernig menn líta á þetta. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 C 5 bílar ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT Mikið úrval af notuðum dekkjum 13 - 14 - 15 - 16 - 17 og 18 tommu. Eigum einnig nýja og notaða sólaða hjólbarða Eldshöfða 6 s. 567-6860 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s BÍLAR GUÐBERGUR Guðbergsson, lands- þekktur akstursíþróttamaður, var sýningarstjóri á Sportbílasýningunni íLaugardalshöll um síðustu helgi. Hann hleypur í skarðið fyrir Ragnar Halldórsson sem Sverrir Þórodds- son skoraði á í síðustu viku. Listi Guðbergs yfir þau tíu farartæki sem hann kysi helst í sinn bílskúr er af fjölbreyttara taginu. Þar má sjá þotu, þyrlu og ofursportbíla en líka mótorhjól af sverustu gerð. „Fyrst myndi ég velja Lamborg- hini Gallardo. Ég er ekki farinn að keyra svona bíl en hann er ansi hreint fallegur. Ég þori ekki að nefna Ferrari Enzo því það er eiginlega ekki hægt að keyra hann hérna. En það er meiri möguleiki að geta keyrt og keypt Lamborghini Gallardo,“ segir Guðbergur. Hann nefnir líka Porsche 911 Turbo, en sjálfur á Guðbergur eina þrjá Porsche bíla í sínum bílskúr. „Hann er mjög vel hægt að nota á Ís- landi og ég færi á honum um allt land. Ég hef farið nokkrum sinnum á Carrera 4 til Akureyrar og einu sinni fór ég í kappakstur á Porsche Turbo. Ég og Jón heitinn Halldórsson fórum átveimur Turbo-bílum frá Hvolsvelli í bæinn fyrir mörgum árum um miðja nótt. Við vorum 29 mínútur á leið- inni, en þetta er fyrnt,“ segir Guð- bergur. Þá var Porsche Turbo með 300 hestafla vél en núna er hann 450 hestöfl og undir fjórum sekúndum í hundraðið. Harley Davidson V-Rod og Yamaha WR450F 2Trac Guðbergur er mikill hjólamaður og hann vill Harley Davidson V-Rod í sinn bílskúr. „Mér finnst þetta bara svo fallegt hjól. Ég hef lengi leitað að svona hjóli og reynt að bjóða í það á Netinu. Ég á alltaf hippa og þetta er draumahjólið í þeirri deildinni. Það er mjög flott hönnun á hjólinu og það er loftkælt og með Porsche-hannaðri vél. Já, Porsche kemur oft við í mínu lífi. Ég átti meira að segja einu sinni lyftara sem hannaður var af Porsche. Þetta er eini lyftarinn sem ég hef átt um ævina,“ segir Guð- bergur. Í bílskúrnum verður annað hjól; af- ar merkilegt. Þetta er Yamaha WR450F 2Trac, sem er fyrsta mót- orhjólið með drifi á báðum hjólum. Guðbergur þarf reyndar ekki að láta sig dreyma um það því hann hefur þegar keypt það og komið því fyrir í bílskúrnum sínum. Hjólið er í raun ekki ennþá komið á markað og er Guðbergur með fyrstu mönnum að fá slíkt hjól í hendurnar. Farartækjaáhuginn ríður ekki við einteyming hjá Guðbergi. Hann vill líka þyrlu í bílskúrinn. Hann flýgur mikið og á flugvél og er að smíða aðra. Hughes 500 heitir þyrlan og er framleidd í Bandaríkj- unum. Þyrlan kostar milli 60–70 þúsund dollara og með því að leggja spaðana niður kæmist hún fyrir í skúrnum. Bayliner er sex manna sportbátur úr trefjaplasti. „Það er gaman að fara á svona bát í Breiðafjörð og víð- ar. Það er hægt að fá svona báta ódýrt frá Bandaríkjunum og það er ekki nema 10% vörugjald á þá en Siglingamálastofnun vill ekki leyfa innflutning á þeim. Ástæðan er sú að þeir þurfa að vera CE-merktir og þannig fást þeir ekki þar. Það er hægt að flytja inn bíla þótt þeir séu ekki CE-merktir.“ Svifnökkvi og tvídrifshjól ásamt BT-10 þotu Morgunblaðið/ÞÖK Guðbergur Guðbergsson við einn af nokkrum Porsche-bílum sínum. Þota og svifnökkvi BT-10 þota er „kit-vél“ sem Guð- berg langar mikið til að eignast. „Ég hef lengi haft hug á því að eignast slíkan grip en hann kostar bara dálít- ið mikið, eða 130 þúsund dollara ósamansettur. Þetta er þota sem flýgur á hraða ljóssins. Hún tekur tvo og skemmtilegt að skutlast á henni til Evrópu.“ Guðbergur vill líka svif- nökkva. Hann hefur prófað slíkt tæki og þykir það mjög sniðugt. „Þetta er tæki til þess að nota á sjó og vötnum en ég vildi helst prófa hann á ám. Það er líka hægt að fara á honum yfir sanda og snjó. Það er hægt að fá þetta notað á Netinu frá Bretlandi á 500.000 til eina milljón. Bretarnir keppa mikið á svifnökkvum.“ Í lokin vildi Guðbergur hafa einn góðan rallbíl í bílskúrnum sínum og þá yrði fyrir valinu Peugeot 307 WRC. „Þetta er rándýr bílskúr og mig dreymir um þetta þótt ég sjái ekki fram á að eignast það allt sam- an. En eitthvað af þessu kem ég til með að eignast og eitthvað af þessu áég nú þegar,“ segir Guðbergur, sem skorar á Loga Bergmann Eiðsson fréttamann. Hann segir að Logi sé bíladellugaur þótt hann segist sjálfur ekki hafa mikið vit á bílum. Bílskúr Guðbergs lítur svona út: 1. Lamborghini Gallardo 2. Porsche 911 Turbo 3. Harley-Davidsson V-Rod 4. Yamaha WR450F 2Trac 5. Huges 500 þyrla 6. Bayliner hraðbátur 7. BT-10 þota 8. Paraplane 9. Svifnökkvi 10. Peugoet 307 WRC 10 farartæki í bílskúr Guðbergs Guðbergssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.