Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. ÁGÚST 2003 3 H VAÐ er einfaldara en skrúfa frá krana og láta vatnið buna í vask þar til það er nógu kalt og drykkjarhæft? Eða skrúfa frá baðkarskrana og láta buna endalaust úr ótæmandi lindum sem endurnýja sig stanslaust í dásamlegri rigningunni? Í ýmsum löndum er varað stórlega við því að drekka vatn beint úr krana og sums staðar í Evrópu er fólki bent á að sía vatn í sérstökum könnum. Í Tyne-dalnum í Englandi státa menn sig af því að bjóða upp á eitthvert tærasta kranavatn sem fáanlegt er í Bretlandi. Samt þykir okkur Íslendingunum hálfgert fúabragð af því og leitum að flöskuvatni – sem sumt hvað getur vel verið sama vatn- ið! Eitt af því sem setur óbragð í munninn er einmitt að horfa á fljótið okkar renna niður dalinn og skutlast á flúðum og laxa- stigum. Á því flýtur hvít froða og hún er fremur brún-gulleit á litinn þó svo hressir laxar sjáist skjótast upp stigana. Að vísu er heitara hér og það lengur en víða á Íslandi og því meira líf í elfunni. Fólk kælir sig í fljótinu enda vatnið búið að ná um það bil 15 gráða hita. Ískaldar árnar heima eru meðal annars tærari vegna þess hve kaldar þær eru þannig að lífríki þeirra er öðruvísi. En vatnið sem sér okkur á Íslandi fyrir rafmagni, hressingu og hreinlæti er ekki ótæmandi og því alls ekki skynsamlegt að láta það buna úr krananum linnulaust. „Ertu að láta náttúruauðlindina renna á haf út?“ var ég einu sinni spurður hér heima. Mér fannst spurningin skrýtin uns ég frétti það að í fjallahéruðum Valensíu á Spáni væri sérstök vatnslögregla sem gætti þess að bændur tækju ekki meira vatn til sín en þeir ættu rétt á. En það er ekki einstakt því víða um heim hverfur vatnið hraðar en tekst að drekka það. Í Bangla Desh er talið að um 100 milljónir manna muni verða vatnslausar eða vatns- litlar ef Indverjar hrinda í framkvæmd áætlunum um að breyta nýtingu 53 fljóta til að tryggja þegnum sínum nægjanlegt vatn. Þar er talið að grunnvatn Delhi hverfi á næstu 15 árum og því liggur mikið við hjá þeim líka. Eitt af deilumálum Ísraela og Palest- ínumanna snýst einmitt um þetta sama. Palestínumenn búa á rýrari svæðum og Ísraelar nýta vatnið á undan þeim þannig að dæmi eru um að á vissum árstíðum þorni fljót upp áður en þau ná til ósa. Á sama tíma hafa Ísraelar í hótunum við Líb- ana vegna þess að þeir nýta svo mikið af Wazzani-fljóti áður en það kemst til Ísraels og Galíleuvatns. Saddam Hussein níddist einmitt á svo- kölluðum Mýra-aröbum sem snérust gegn honum 1992. Hann þurrkaði upp lönd þeirra og skildi eftir saltar eyðimerkur í staðinn. Á þurrustu tímum ársins þornar móðir kínverskrar siðmenningar upp og verður vatnslítil og full af leir. Átt er við Gulafljót sem hefur um árþúsundir verið nýtt sem samgönguæð, áveituvatn og fleira en núna ræður fljótið ekki við meira og þornar nær upp við árósana með óendanlegum áhrifum á lífríkið – manna sem annarra dýra. Þurrkar í Ástralíu hafa orðið til þess að vínframleiðsla þar hefur minnkað. Það gæti haft áhrif á verðlag á Vesturlöndum. Ofan á þetta bætast svo veðurfarsleg áhrif sem geta verið árstíðabundin. Sviss er að ganga í gegnum heitasta sumarið í 200 ár, Frakkar mestu þurrka síðustu hundrað ára og Rómverjar horfa á mestu hitabylgju í heila öld. Pó-fljót hefur ekki orðið vatns- minna og í einstaka héruðum hefur ekki rignt frá því í janúar. Í Bandaríkjunum eru staðir í suðvesturríkjunum sem ekki ná að hemja skógarelda vegna vatnsskorts. En sá er þó munurinn að á Vest- urlöndum deyja menn ekki úr þorsta með- an þeir geta keypt sér vatn eða aðra drykki. Það geta láglaunamenn í öðrum heimshlutum ekki gert. Myndir frá Írak og Afganistan hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst að vatnið þar er varla nothæft nema á akra. Vatnið sem þeir nota til að elda upp úr þarf að sækja í nærliggjandi fúapytti. Sama gildir um vatnið til að baða sig úr og bursta í sér tennur. Við skulum svo ímynda okkur vatnið sem læknar þrífa sig úr áður en þeir sinna sjúklingum sínum og svo framvegis. Barnadauði eykst, uppskera minnkar, vannæring og magakveisa eru óumflýj- anlegar afleiðingar þessarar stöðu. Stríð vegna vatns eru yfirvofandi að sögn Sameinuðu þjóðanna og því þarf að miðla vatninu frá þeim stöðum þar sem nóg vatn er að finna til hinna. En það er þraut að gera slíkt án þess að raska lífríki, því hvort á að flytja vatnið eða fólkið? Í Suður-Ameríku sem heild er að finna um fjórðung af vatnsbirgðum heimsins en um sex prósent mannaflsins. Því ætti að vera nóg vatn að finna þar. En það þarf að flytja það hingað og þangað með tilheyrandi kostnaði í þjóðfélögum þar sem árslaun eru talin í tíköllum. Á móti kemur að um 60% íbúa jarðar búa í Asíu en þar finnast 36% vatnsbirgða heimsins. Hvað þá heldur stærri ríkin. Rio Grande er fljót sem rennur í Mexíkóflóa milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Á síðasta ári þornaði það upp við ósana í fyrsta sinn í 50 ár. Af þessu urðu átök og orðahnippingar milli bænda og sveitarstjórnarmanna á svæðinu. Kannski var það eins gott fyrir Mexíkó að alríkið bandaríska var of upp- tekið af öðrum ógnum á þessum tíma. Stríð vegna vatnsins gætu því brostið á og innanlandsátök brjótast út nú þegar víða enda fátt að gera ef vatnið þrýtur eða ef það er svo eitrað að ógn stendur af. Þó skyldi maður ætla að nóg væri af vatninu. 70% yfirborðs jarðar eru þakin vatni. Einungis tæp 3% þess vatns eru hrein og strax nothæf til neyslu. Náttúran sér okkur ekki fyrir meiru. Tveir þriðju þessa ferska vatns eru bundnir í jöklum og varanlegri snjóþekju jarðar og hún er alla jafna ekki þar sem þegnarnir eru. Mikið af henni er til dæmis í Vatnajökli og Græn- landsjökli. Það er að mörgu að hyggja í þessu efni og eins víst að átök verði um vatnið eins og margar aðrar auðlindir áður en jafnræði næst. Nú er verið að gera út um olíumálin í Írak. Í dag erum við upptekin af því að finna lausn á auðlindavandanum og því hvernig við viðhöldum auðlindum. Bretar og Norð- menn eru t.d. uppteknir af því að olíulindir þeirra tæmist innan fárra áratuga. Olíu- auður Hollendinga er að hverfa. Við höfum áhyggjur af fiskinum í sjónum, hvort sem hann er innan okkar lögsögu eða ekki. Í litlu fjallahéraði í Indlandi er þorp sem heitir Uttaranchal. Þar bjuggu menn við hjalandi læki og mikla náttúrufegurð. Stórar breiður hrísgrjónaakra teygðu sig upp um stallana og ferðamenn komu til héraðsins til að leita náttúrukyrrðar og friðar. Til að miðla vatni um landið byggði rík- isvaldið uppistöðulón. Það fleytir vatni víða til nærliggjandi svæða og tæmist fjóra mánuði á ári. Þá þurfa íbúarnir að fara lið- lega þriggja kílómetra leið eftir vatni sem alls ekki er hreint. Vesturlandabúar hafa sjálfsagt ekki áhyggjur af þessu fyrr en að þeim sverfur sjálfum. Við erum ekki vön að gera slíkt. En hvað gerist ef Rússar, Nató eða Banda- ríkin telja vatnsmiðlun ógna heims- friðnum? Þá skiptir máli að SÞ og viðlíka aðilar verði búnir að kortleggja vandann og koma með skynsamlegar lausnir. (Heimildir m.a. SÞ og The Guardian.) VATN RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N maggi@flensborg.is FORSÍÐUMYNDIN er sett saman úr myndum teknum á menningarnótt í Reykjavík síðustu ár. Ýmsir ljósmyndarar. Draumur á menn- ingarnótt nefnist myndasaga eftir Bjarna Hinriks- son sem hann hefur samið í tilefni af menningarnótt. Nikíta Krústsjoff var leiðtogi Sovétríkjanna á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar og þótti æði skrautlegur sem slíkur. Jón Þ. Þór hefur lesið nýja ævisögu um Krústsjoff og rekur sögu hans. Umbúðaleikhús á umbúðaöld nefnist grein eftir Guðmund Brynjólfsson sem heldur því fram að íslenskt leikhús hafi oft lagt meiri áherslu á útlit en innihald í uppfærslum sínum síðustu ár. Stiklastaðir eru leiksvið sögulegra viðburða á Norð- urlöndum en þar var Ólafur helgi Nor- egskonungur veginn árið 1030. Þröstur Helgason heimsótti staðinn og sá þar meðal annars leiksýningu um Ólaf þennan sem verið hefur á „fjölunum“ þar í bráðum hálfa öld. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI ÞORMÓÐUR KOLBRÚNARSKÁLD BJARKAMÁL HIN FORNU Dagr er upp kominn, dynja hanafjaðrar, mál er vílmögum að vinna erfiði. Vaki æ og vaki vina höfuð, allir hinir æðstu Aðils um sinnar. Hár hinn harðgreipi, Hrólfr skjótandi, ættum góðir menn, þeir er ekki flýja. Vekka eg yðr að víni né að vífs rúnum, heldr vek eg yðr að hörðum Hildar leiki. Þormóður Kolbrúnarskáld kvað Bjarkamál fyrir Ólaf helga Noregskonung og her hans fyrir Stiklastaðaorrustu. Kvæðið var einnig kallað Húskarlakvöt. Konungur þakk- aði skáldi sínu kvæðið með gullhring er stóð hálfa mörk. Kvæðið dregur nafn sitt af Böðvari bjarka, einum kappa Hrólfs kraka, enda er það samtal hans, konu hans og Hjalta hins hugprúða. Samtalið fer fram um leið og Hrólfur og kappar hans heyja síð- ustu orrustu sína og segir frá henni. Kvæðið er varðveitt í heilu lagi í Danasögu Saxa hins málspaka en þessar tvær vísur eru úr Heimskringlu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.