Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. ÁGÚST 2003 S ÍÐASTLIÐIN 49 ár hefur verið sett upp leiksýning um Ólaf helga Noregskonung á Stikla- stöðum þar sem hann var felld- ur árið 1030. Þetta er gríðarmik- il sýning með 450 þátttakend- um. Atvinnuleikarar eru í aðalhlutverkum en einnig kem- ur fram fjöldi áhugamanna í aukahlutverkum, þar á meðal 130 börn og 130 hermenn. Hljóm- sveit og kór taka einnig þátt í sýningunni sem fer fram undir beru lofti fyrir framan áhorf- endabekki sem taka um 6.000 manns í sæti. Sýn- ingarnar eru fjórar á ári hverju, haldnar í tengslum við afmæli Stiklastaðaorrustu sem tal- in er hafa farið fram 29. júlí árið 1030 og kirkju og menningarhátíðina Ólafsdaga sem haldin er árlega í Þrándheimi. Um tuttugu þúsund manns sáu sýninguna á síðasta ári en aðeins einni sýn- ingu hefur þurft að fresta í þessi 49 ár vegna veðurs. Þykir það teikn um að Ólafur helgi vaki yfir sýningunni. Þegar undirritaður sá sýn- inguna 26. júlí síðastliðinn braust sólin fram úr skýjunum á örlagaríkustu stundum verksins eins og til að staðfesta nærveru dýrlingsins. En þrátt fyrir hana voru sumir Þrændir á báðum áttum um nýja uppfærslu á verkinu. Það er Tyra Tønnessen sem leikstýrir verkinu nú og er hún fyrsta konan sem hlýtur heiðurinn en leik- ritið er eftir Olav Gullvåg og er hið sama og fyrir 49 árum. Átök konungs og bænda Leikritið gerist á bænum Súlu í Þrándheimi í Noregi. Bærinn stendur skammt frá landamær- um Svíþjóðar. Eins og víðar í Noregi er deilt um það á bænum hvort fylgja eigi Ólafi konungi að málum eða bændahernum sem berst gegn kon- ungsveldinu og vill halda í gömul gildi hinnar heiðnu trúar og heimsmyndar. Þorgeir flekkur bóndi er konungsmaður en kona hans, Guðríð- ur, vill styðja bændaherinn. Árekstur heiðni og kristni birtist skýrast í Guðrúnu dóttur Þorgeirs og Guðríðar sem hef- ur gengið af vitinu vegna þess að hún bar út van- skapað barn sitt. Samkvæmt heiðnum sið var leyfilegt að bera út börn en kristin siðferðisvit- und segir Guðrúnu að hún hafi drýgt mikla synd. Þormóður kolbrúnarskáld kemur til bæjarins og boðar komu Ólafs konungs ásamt her sínum frá Svíþjóð. Fréttir berast um að bændur safni liði til að berjast við konunginn. Á Súlu er hins vegar lítill ræningahópur frá Svíþjóð sem vill fá að berjast fyrir kónginn. Ólafur segir að ókristnir menn berjist ekki fyrir sig. Gangast ræningjarnir við því og taka skírn enda fylgjast þeir með Ólafi vinna kraftaverk þar sem hann reisir við fallinn kornakur bóndans á Súlu. Þor- LIFANDI LEIKHÚS AÐ STIK „Öll starfsemin ber þess vott að reynt er að gera þá sögu sem staðurinn á aðgengilega almenningi. Og það tekst með miklum ágætum. Staðurinn er all- ur eins og lifandi leik- hús,“ segir ÞRÖSTUR HELGASON um Stikla- staði þar sem hann sá meðal annars nýja upp- færslu á leikriti um Ólaf helga Noregskonung sem sýnt hefur verið þar ár- lega síðan 1954. Hermenn konungs liggja í valnum og Þormóður Kolbrúnarskáld flytur sitt síðasta kvæði. Morgunblaðið/Þröstur Helgason Ólafur helgi kominn til bæjar Þorgeirs flekks ásamt herliði sínu. Menningarmiðstöðin að Stiklastöðum hýsir veitingastað, sýninga- og tónleikasal og fleira. Kirkja Ólafs helga á Stiklastöðum, reist fyrst stuttu eftir orrustuna 1030.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.