Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 2003 13 RÁÐSTEFNA um menningararfinn og gagn- virka margmiðlun fer fram í Ráðhúsi Reykja- víkur laugardaginn 6. september nk. Ráð- stefnan er styrkt af UNESCO og er Vigdís Finnbogadóttir sérlegur verndari hennar. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er enska fræði- og listakonan Maureen Thomas sem fjalla mun um margmiðlunarverkið sitt, Rúnaspá Völu. En í verkinu notast hún við nýja miðla til þess að endurvekja munnmæla- hefðina. Að sögn skipuleggjenda gefst hér einstakt tækifæri til að kynnast sumu af því nýjasta sem er að gerast í Bretlandi og á Norðurlönd- unum í gagnvirkri margmiðlun og tölvulist. Meðal þess sem verður á dagskrá má nefna að Pia Vigh, aðalráðgjafi Norrænu ráðherra- nefndarinnar á sviði margmiðlunarverka, verður með stutt innlegg um þróun mála. Auk þess verður boðið upp á pallborðs- umræður þar sem fram koma fræðimenn og listafólk sem unnið hefur við gerð gagn- virkra verka. Annars vegar verður fjallað um jaðartungumál og menninguna og hvernig tölvutæknin hefur opnað nýjar leiðir. Stjórn- andi þeirra umræðna er Mika Tuomola en þátt taka Vigdís Finnbogadóttir, Maria Ryt- ter, Guðný Sigurðardóttir og Geska Helena Andersson. Hins vegar verður fjallað um það hvernig konur hafa nýtt sér nýjustu tækni í list- sköpun sinni. Þeim umræðum stýrir Helen McGregor, en þátt taka Lily Diaz, Birgitta Cappelen, Hlynur Helgason og Maureen Thomas. Ráðstefnugestum gefst kostur á að skoða Rúnaspá Völu og láta völuna spá fyrir sér. Sýningin stendur til 21. september en verður opnuð 6. september með tónleikunum Söngvar Völu þar sem litháíska tónlist- arkonan Karina Gretera flytur frumsamda tónlist sína úr Rúnaspá Völu ásamt íslenskri hljómsveit. Þátttökugjald er 8 þúsund, en 5 þúsund fyrir námsfólk og eldri borgara. Í því er inni- falið námstefnan, tónleikar og léttur hádeg- isverður. Ráðstefnan er öllum opin, en skráning stendur yfir til 3. september. Hægt er að fá eyðublöð send með því að skrifa til info@- runecast.net en einnig er tekið við skrán- ingum í síma 587 6024. Ráðstefna um menningu og margmiðlun Á RÁÐSTEFNUNNI sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í byrjun september verður sjón- um sérstaklega beint að því hvernig nútímatækn- in getur nýst til miðlunar á menningararfinum. Enska fræði- og listakonan Maureen Thom- as mun flytja fyrirlestur um rannsóknar- vinnuna að baki gagnvirkri DVD-mynd sinni Rúnaspá Völu þar sem hún endurvekur munnmælahefð með notkun nýrra miðla. En í Rúnaspá Völu nálgast Thomas Völuspá, Hávamál og Snorra Eddu á nýjan og frum- legan hátt. „Áhorfandinn velur sjálfur rúnastafina og fær síðan Völu til að kasta rúnunum fyrir sig,“ segir Maureen Thomas aðspurð um mynd sína. „Auðvitað fer allt samkvæmt ákveðinni forskrift, en að sögn forritarans sem vann að myndinni eru stjarnfræðilega litlar líkur á að sömu niðurstöður komi upp þannig að sérhvert kast virðist í raun ein- stakt. En rúnastafirnir tuttugu og tveir virka líka eins og nokkurs konar dyr inn í landslag, þar sem finna má sögur, vísdóms- orð og kvæði í bland við landslagsmyndir. Sérhvert landslag tilheyrir einni ákveðinni hetju eða goði úr goðafræðunum sem fyrir kemur í Völuspá. Vala sjálf er leikin af bresku leikkonunni Helen McGregor, en hún mun einmitt taka þátt í ráðstefnunni og fjalla um reynslu sína af gerð verkefnisins,“ segir Thomas. Leikrænn texti Rúnaspá Völu er fyrsta kvikmyndin sem Maureen Thomas leikstýrir en á umliðnum árum hefur hún bæði skrifað leikrit og unn- ið við gerð kvikmyndahandrita, m.a. fyrir Útlagann, kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar eftir Gísla sögu Súrssonar. Um árabil kenndi hún við kvikmyndaskóla í London og er núna m.a. listrænn stjórnandi (Creative director) hjá Cambridge University Moving Image Studio og prófessor í frásagnar- og margmiðlunarfræðum við Norska kvik- myndaháskólann. „Ég hef mikinn áhuga á að miðla menningararfinum til nútímafólks, sérstaklega þar sem mér finnst svo mikil speki fólgin í þessum gamla texta sem nýst geti nútímafólki. Í raun hlakka ég til að heyra hvað ykkur Íslendingum finnst um verkið og vinnu mína með menningararfinn ykkar,“ segir Thomas og brosir. Aðspurð um áhuga sinn á íslenskum forn- bókmenntum segist Thomas ekki gera sér grein fyrir nákvæmlega hvenær hann hafi kviknað. „Ég byrjaði að lesa Íslendingasög- ur og eddukvæði í háskóla og fékk strax áhuga á Völuspá, af því þetta er svo sér- stakt efni. Á áttunda áratugnum bjó ég á Ís- landi um tíma og var þá að rannsaka tilgátu þess efnis að eddukvæðin hefðu mögulega verið flutt á leikrænan hátt. Það er í raun afar einkennandi fyrir margar Íslendinga- sögurnar hve mikið fer fram í samtölum. Í eddukvæðunum er t.d. lítið um epíska frá- sögn einhvers ónafngreinds sögumanns heldur fer allt fram í samtölum og yfirleitt er það einhver sem sjálfur hefur upplifað at- burðina sem segir frá. Þannig að í eðli sínu er textinn afar leikrænn eða dramatískur, sem er fremur óvenjulegt sé miðað almennt við rithefð miðalda.“ Þegar haldin var norræn leiklistarhátíð á Íslandi árið 1986 segir Thomas að sér hafi gefist tækifæri til þess að vinna sýningu upp úr Völuspá með leikurum frá flestum Norðurlandanna. „Þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því að ólínuleg uppbygging Völu- spár gengur algjörlega upp á leiksviði og í framhaldinu fór ég að vinna meira með text- ann og skrifaði meðal annars verk fyrir breska útvarpið. Með tilkomu nýrra miðla gat ég svo loks haft efnið gagnvirkt og látið Völu tala beint til áhorfenda sem gætu aftur stjórnað ferðinni. Í raun má segja að efnið hafi beinlínis kallað á þennan nýja miðil. Og ef ég get lagt mitt af mörkum til þess að koma efninu á framfæri við fólk, sem myndi kannski ekki lesa eddukvæði í bók, með því að notast við svona töfratækni þá er ég afar ánægð.“ List augnabliksins Að mati Thomas stendur nútímatæknin í raun forfeðrum okkar mun nær þar sem þeir miðluðu sagnahefðinni munnlega en ekki á prenti. „Í Völuspá er mjög áberandi að frásögnin er ekki línuleg, eins og gildir um flesta prentaða texta, heldur marglaga. Að því leyti minnir verkið meira á netskáld- skap eða fljótandi nettexta.“ Thomas segist sérstaklega hafa haft það að markmiði að hver einasta upplifun af verki hennar væri einstök og óafturkallanleg. „Það sem mér leiðist sjálfri alltaf mest við tölvuspil og gagnvirka miðlun er að allt virðist stöðugt endurtaka sig. Auk þess tekur það þig oft bara fimm mínútur að ýta á sérhvern takka og prófa alla möguleikana. Oftast þegar þú spilar tölvuleik og deyrð þá þarftu að byrja aftur frá byrjun og fara í gegnum nákvæm- lega það sama aftur til þess að komast á sama stað. Að mínu mati vinnur það gegn því sem maður vill fá út úr listaverki. Maður vill ekki alltaf vera að endurtaka sig. Ég vildi því búa til einhvers konar leiksýningu sem er miklu nær spuna. Vala endurtekur sig aldrei og þú getur ekki fengið sama myndskeiðið upp aftur. Þannig að ef þú ferð allt of hratt í gegnum verkið þá eru hlut- irnir einfaldlega farnir og aldrei verður hægt að upplifa þá aftur. Þannig að þú verð- ur að taka þér tíma og njóta augnabliksins.“ Konur og tölvur Að sögn Thomas hafði hún mikinn hug á að vinna myndina þannig að hún gæti höfð- að sérstaklega til kvenna, sem ef til vill hefðu fremur lítinn áhuga á tækni. „Þær geta notið myndarinnar sem listaverks. Rúnaspá Völu hefur nú þegar verið sýnd á hátíðum bæði í Svíþjóð, Danmörku, Frakk- landi og Bretlandi og hlotið góðar viðtökur. Ég hef tekið eftir því að konur virðast hafa einstaklega gaman af myndinni. En oft eru konur fremur feimnar við tölvutæknina þar sem þær hafa ekki uppgötvað að tölvan get- ur verið þeim til ánægju- og yndisauka,“ segir Thomas og hlær. „Tæknilega er mjög einfalt að skoða myndina. Þú notar einfaldlega kúlu til að kanna tjaldið og smella á þá möguleika sem þú vilt velja á skjánum. Eins og stendur getur bara einn talað við Völu í einu, en mín reynsla er að oft fara aðrir að fylgjast með viðkomandi. Á hátíðum erlendis hef ég veitt því eftirtekt að oft fara, sérstaklega konur, sem ekkert þekkjast fyrirfram að fylgjast með hver hjá annarri og hjálpast að. Svo sitja þær iðulega og tala um innstu leynd- armál sín því Vala er frekar persónuleg og reynir að ná beinu sambandi við viðmæl- endur sína. Og eftir að hafa setið saman kannski í hálftíma fara konurnar að tala t.d. um heimspeki lífsins og það finnst mér mjög skemmtilegt því þetta eru aukaáhrif sem ég sjálf sá aldrei fyrir þegar ég var að vinna að myndinni.“ Ráðstefnugestum gefst kostur á að skoða Rúnaspá Völu í Ráðhúsinu og leyfa Völu bæði að spá fyrir sér og miðla úr visku- brunni fortíðar. Verkið verður sýnt í sviðs- mynd sem listakonan Katrín Þorvaldsdóttir hannar. Um kvöldið mun litháíska tónlist- arkonan Karina Gretera, ásamt sex íslensk- um hljóðfæraleikurum, flytja frumsamda tónlist sína við myndina. Áhugasömum er enn fremur bent á að hægt verður að skoða Rúnaspá Völu fram til 21. september nk. silja@mbl.is MUNNMÆLAHEFÐ ENDUR- VAKIN MEÐ NÚTÍMATÆKNI Á ráðstefnu sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur 6. september nk. verður fjallað um gagnvirka marg- miðlun með hliðsjón af nýju verki ensku fræði- og listakonunnar Maureen Thomas. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR fékk listakonuna til þess að segja sér hvernig hún endurvekur munnmælahefðina með notkun nýrra miðla. Úr margmiðlunarverkinu Rúnaspá Völu. Morgunblaðið/Jim Smart Maureen Thomas

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.