Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 2003 Þ AÐ eru sannarlega tíðindi að öll 22 leikrit Guðmundar Steins- sonar skuli vera gefin út í heild- arútgáfu þar sem einungis fimm leikritanna hafa hvort tveggja verið sviðsett og birt á prenti, þar af birtust tvö í tímaritinu Lystræninginn, (1977 og 1981), sjö leikrit hafa aldrei komið á prent en verið sviðsett og níu leikrit hafa hvorki verið prent- uð né sviðsett. Það eru því alls nítján leikrit sem koma á bók í fyrsta sinn með þessari útgáfu og þarf ekki að hafa mörg orð um hversu einstakur viðburður útgáfan er. Umsjón með útgáfunni hafði Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðingur og forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, og ritar hann ítar- legan inngang með umfjöllun um leikrit Guð- mundar og feril hans sem rithöfundar. Vildi gjarnan fá leikritin prentuð „Aðdragandinn að þessari útgáfu var eig- inlega hálftilviljunarkenndur,“ segir Jón Viðar. „Árið 1995 var ég viðriðinn þáttinn Dagsljós í Ríkissjónvarpinu og þá var ákveðið í tengslum við frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á Stakkaskiptum, síðasta leikriti Guðmundar, að gera eins konar úttekt á ferli hans sem leik- skálds. Þetta varð svo að litlum viðtalsþætti við Guðmund en kynni okkar þarna urðu til þess að hann vakti máls á því að hann vildi gjarnan koma leikritum sínum á prent. Hann var þá orðinn mjög veikur og vissi sjálfsagt að hverju stefndi, en hann lést í júní 1996. Þrjú leikrita Guðmundar höfðu þá birst á prenti og tvö þeirra voru prentuð í annarri gerð en endan- legri frá hans hendi. Hann vildi bæta úr þessu. Eftir að hann lést varð nokkurt hlé á þessu en ekkja Guðmundar, Kristbjörg Kjeld, leitaði síðan til útgefanda en áhuginn var lítill. Það var ekki fyrr en Gísli Már Gíslason hjá Orms- tungu tók útgáfuna að sér að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru.“ Almennt má segja að íslensk leikritaútgáfa hafi ávallt verið fremur tilviljanakennd og útgefendur séð lítinn hag í því að gefa út leik- rit. „Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt,“ segir Jón Viðar. „Útgefendur þurfa að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til að geta sinnt leikrita- útgáfu og spurning hvort ætlast verði til að einkafyrirtæki geti gert það svo vel sé. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs gaf út leikrit á árunum milli 1950 og 1970 svo ekki varð alger eyða í útgáfunni á þeim árum. Þá verður nokkur vakning í leikritaútgáfu og var nokkuð gefið út í kiljubroti á árunum upp úr 1970 og eitthvað fram yfir 1980, en síðan hefur heldur slegið í bakseglin með þetta, finnst manni. Þó er ástæða til að nefna viðleitni Hafliða Arngríms- sonar hjá leikhúsi Frú Emilíu sem gaf út öll leikrit sem leikhúsið sýndi. Hafliði hélt því áfram eftir að hann varð leiklistarráðunautur Borgarleikhússins en því var því miður hætt fyrir tveimur árum. Einhvern veginn hefði maður átt von á sterkari viðbrögðum við því frá leikhúsheiminum. Þjóðleikhúsið hefur einnig gefið út íslensk leikrit sem frumflutt hafa verið á þess vegum en þó hefur ekki verið samfella í þeirri útgáfu. Eitt og eitt leikrit hef- ur síðan komið út hjá bókaforlögunum en fjöl- mörg leikrit frá síðustu áratugum eru einungis til í misjafnlega aðgengilegum handritum.“ Fékk ekki svör Vandvirkni Guðmundar í vinnubrögðum og umhirðusemi um handrit og uppköst að leik- ritum sínum var viðbrugðið. „Hann lagði öll uppköst til hliðar og gekk frá þeim til geymslu þegar hann hafði lokið við leikritið. Þessi gögn hefur Kristbjörg Kjeld nú fært Landsbóka- safninu – Háskólabókasafni til eignar og varð- veislu. Þetta er allt mjög skipulagt og vel frá þessu gengið þó að nákvæm og fræðileg flokkun sé eftir. Þau leikrita hans sem voru flutt á sviði gengu auðvitað í gegnum ýmsar breytingar og það er mjög líklegt að þau leikrit sem ekki hafa verið flutt hefðu tekið ein- hverjum breytingum ef hann hefði haft tök á að fylgja þeim eftir upp á leiksvið. Auðvitað er eðlileg spurning hvers vegna svo mörg af leikritum Guðmundar voru aldrei leikin. Þar verður þó að hafa í huga að það hefur verið alltof mikil lenska hjá leikhúsunum að svara ekki höfundum formlega. Ég hef t.d. hvergi séð nein rökstudd svarbréf frá íslensku leikhúsi um flutning á leikritum hans – hvorki með eða móti – í fórum Guðmundar. Auðvitað á höfundur, sem tekur list sína alvarlega, rétt á því að leikhúsin svari honum, en vafalaust hafa samskipti hans við leikhússtjóra oft verið óformleg og ákvarðanir teknar munnlega.“ Fyrstu verk Guðmundar voru raunsæisleg og segir Jón Viðar það hafa komið sér á óvart hversu hefðbundin þau eru. „Þau minna helst á hið svokallaða „well-made“ leikrit frá 19. öld- inni sem einnig var fyrirmynd Ibsens við leik- ritagerð hans. Mín tilgáta er að Guðmundur hafi viljað tileinka sér handverkið áður en hann réðst í uppskurð á forminu og hóf sína per- sónulegu leikritasköpun. Það kæmi a.m.k. vel heim við vandvirkni hans á öllum sviðum, hann afneitaði ekki hefðinni án þess að ná tökum á henni. Þetta form fullnægði honum þó ekki fremur en mörgum öðrum. Á þessum árum, 6. og 7. áratug síðustu aldar, er mikil gerjun í evrópskri leikritun, absúrdisminn að koma fram, en einkum eru það þó kenningar og leik- ritun Bertholts Brecht sem hrífur Guðmund. Leikrit hans frá þessum tíma, seinni hluta 6. áratugarins og fram á þann 7., eru þjóðfélags- leg ádeiluverk, satírur, sem bera sterkan keim af kenningum Brechts þó að trúlega örli einnig á áhrifum frá absúrdistum. Svo er Sartre far- inn að boða existensíalismann þó að ég sjái Stundarfriður. Sigurður Sigurjónsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason. Þjóðleikhúsið 1979. LEIKRITIN EIGA ENN ERINDI VIÐ OKKUR Heildarútgáfa á leikritum Guðmundar Steinssonar er komin út, alls 22 leikrit í þremur bindum. Aðeins þrjú þeirra hafa áður birst á bók. Níu þeirra hafa aldrei áður birst, hvorki á bók né á sviði. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Jón Viðar Jónsson sem hefur haft umsjón með útgáfunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.