Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 2003 Þ RJÁR einkasýningar verða opn- aðar í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni í dag, laugardag- inn 13. september. Í austursal opnar Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son sýninguna „Skraut/Kjörað- stæður“, í vestursal Katrín Þorvaldsdóttir sýninguna „Borðhald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var“ og á neðri hæð opnar Olga Bergmann sýninguna „Náttúrugripa- safn“ í samstarfi við stofnun Dr. B. Á sýningu Helga eru skúlptúr og ljós- myndir og er hún sú fimmta í röð sýninga listamannsins sem allar hafa undirtitilinn Kjöraðstæður. Þegar hann er spurður hvað hann meini með „kjöraðstæður“ segir hann: „Grunnhugmyndin er sú að allar aðstæður séu kjöraðstæður, eins og segir í þróunar- kenningunni. Ef þær eru ekki þínar kjör- aðstæður eru þær kjöraðstæður einhvers annars. Síðan þróast maður í þeim aðstæðum sem maður er í og verður hæfari.“ Það kennir ýmissa grasa á sýningu Helga. Þar eru ljósmyndir, klukkur án gangverks og salernisrúlluhaldarar þótt hæpið sé að koma rúllum upp á þær. En sýningin er meira og minna úr viði. „Já,“ segir Helgi, „það eru allir hlutirnir úr timbri eða skyldum efnum. Ljósmyndirnar tengjast klukkunum sem eru ekki kláraðar heldur fastar í einhverjum tíma. Þetta eru ljósmyndir af mannvirkjum sem hafa verið yfirgefin og hafa engan tilgang lengur. Það er sambærileg tómleikatilfinning og í klukk- unum. Hins vegar hafa húsin haft tilgang, en ekki klukkurnar.“ Óþreyjufullur karlmaður Þegar betur er að gáð er nú fleira hér en klukkur. „Já, þetta er formfræðipæling í kringum hringi, þríhyrninga og ferhyrninga – sem eru settir saman á ýmsan hátt og líta út eins og nytjahlutir, en eru það ekki. Í grundvallar- atriðum er myndlist alltaf leikur að litum og formi.“ Þú ert með gríðarmikla og einkennilega kistu hérna … „Þetta heitir tengdamamma. Það er í lag- inu eins og plastkassarnir sem við sjáum fólk stundum keyra um með á bíltoppum. Í sýn- ingum mínum reyni ég alltaf að búa til eitt- hvert nýtt element sem ég finn í sjálfum mér. Í þessari sýningu er það hinn óþreyjufulli karlmaður sem er alltaf að smíða eitthvað en klárar aldrei neitt. Hann vill skreyta í kringum sig. Þegar iðnaðarmaðurinn sér til dæmis plastbox uppi á bíltoppum segir hann gjarnan: „Þetta get ég smíðað úr viði.“ Svo vill hann vera góður í öllu, koma allri fjöl- skyldunni fyrir í bílnum og þá er nú gott að geta sett tengdamömmu upp á toppinn til þess að þurfa ekki að hlusta á hana. Það er mikið karlmennskutákn að vilja koma öllum fyrir í bílnum.“ Að hlaupa úr einu í annað Hvað með alla smáhlutina sem hér eru, sal- ernisrúlluhaldara og annað? „Þessir hlutir eru allir á einhverju vinnslu- stigi en þeir eru ekki kláraðir og verða það aldrei. Það er alltaf verið að hlaupa úr einu í annað. Það er sú tilfinning sem mig langaði til að búa til. Klósettrúlluhaldararnir eru formfræði sem ég er að leika mér að – en út frá hlutum sem hafa notagildi. Í fyrstu sýn- ingunni minni lék ég mér á sama hátt með ryksafnara. En auk formfræðinnar eru tíma- element í klósettrúlluhöldurunum, vegna þess að klósettrúllur eyðast. Hins vegar tók ég aldrei mál af klósettrúllu, svo ég veit ekki hvort þessir haldarar virka.“ Borðhald í himnaríki og helvíti Um sýningu sína, sem er innsetning með grímum, segir Katrín Þorvaldsdóttir: „Þér er boðið til veislu. Fyrstir koma, fyrstir fá. Sum- ir standa, aðrir sitja og enn aðrir á leið út um leið og þú kemur inn. Njóttu með þeim sem hafa nóg eða horfðu upp á þá sem ekkert fá.“ En hvað er hún að meina? „Upphaflega hugmyndin, sem ég fékk fyrir löngu, var dæmisaga um muninn á himnaríki og helvíti,“ segir Katrín. Hvað áttu við? „Það var einu sinni mikið borðhald í himna- ríki og helvíti á sama tíma. Borð voru upp- dekkuð og kræsingar bornar fram. Á báðum stöðum voru svo löng hnífapör að enginn gat stungið þeim upp í sig. Eftir máltíðina voru allir í himnaríkir glaðir og kátir. Þeir voru mettir og sungu. En í helvíti voru allir glor- hungraðir; höfðu ekki fengið matarbita. Það var vegna þess að í himnaríki var fundin lausn á þessum vanda. Þar mataði hver annan. Mér fannst sagan fjalla um elsku og virð- ingu gagnvart náunganum og lagði af stað með hana. En svo er það nú svo að þegar maður fer að vinna þróast hugmyndir áfram.“ Tólf brúður Hvernig útfærirðu hugmyndina? „Hver brúða er gríma, það er að segja kar- akter. Ekki bara andlit, heldur gríma frá toppi til táar. En mig langaði ekki til þess að hafa þetta klippt og skorið, heldur skapa um leið raunverulegan heim sem þó felur í sér ævintýrið, fantasíuna. Ein brúðan er frönsk, önnur spænsk, ein er shaman frá norðurslóð- um, svo er kynskiptingur … Þetta eru tólf grímur – en eins og við vitum getum við sjálf brugðið upp ýmsum grímum eftir þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir. Kannski eru brúðurnar bara tólf ólíkir þættir í sömu persónunni. Þess vegna geta áhorf- endur speglað sig í hverjum karakterþætti.“ Áttu við að við séum sjálf einhvers konar brúður? „Já, og í sífellt meira mæli. Það er eins og okkur sé stjórnað með ósýnilegum strengjum. Mér finnst stundum eins og við séum að afmennskast. Allt í kringum okkur sjáum við skefjalaust virðingarleysi, skort á umburðarlyndi og fordóma gagnvart öðrum menningarheimum, öðrum trúarbrögðum. Okkur er farið að vanta skilning.“ Þú vinnur líka í þara. „Það er vegna þess að þarinn er lifandi efni og hluti af okkur. Þegar ég var að leita að íslensku efni til að vinna með fann ég þarann. Ég nota hann til þess að búa til heim sem kallast á við heim brúðunnar. Um leið og þessir tveir heimar eru ólíkir eru þeir hluti hvor af öðrum.“ Óþrjótandi möguleikar Á Náttúrugripasýningu Olgu Bergmann er að finna hluti og höggmyndir af ýmsum toga, teikningar, klippimyndir, myndband og eins og hún segir míníatúr-náttúrugripi. „Ég er að velta því fyrir mér hvernig slík söfn geta litið út í framtíðinni. Sýningin er einhvers konar möguleikasýning og tengist röð af sýningum sem ég hef haldið undan- farin ár og kalla Dr. B. Mér finnst öll sú nýja tækni sem rutt hefur sér til rúms síðustu áratugi mjög spennandi; möguleikarnir eru óþrjótandi. Og þetta er ekki lengur spurning um þróun, heldur er hún nú þegar farin að hafa gríðarleg áhrif á okkar daglega líf. Og þetta er rétt að byrja. Síðan hef ég mikinn áhuga á söfnum, aðal- lega náttúrugripasöfnum. Það veit enginn hvernig þau koma til með að líta út eftir hundað ár og hvernig slík söfn verða sett saman með þeim tækninýjungum sem enn eiga eftir að eiga sér stað. Inn í þessi áhuga- svið fléttast öll sú umræða sem hér hefur átt sér stað um hálendið. Sú umræða hefur haft mikil áhrif á mig.“ Í nafni viðskipta og vísinda „Það er verið að eyðileggja eitthvað sem fólk á eftir að uppgötva. Náttúran okkar er svo fágæt. Siðfræðingur sem var hér staddur á dögunum sagði að við ættum að líta á hana sem þjóðargersemi. En við erum alltaf að manipúlera náttúruna – skammarlaust – til dæmis í nafni viðskipta og vísinda og það er áhugavert að velta því fyrir sér hvar við verðum stödd eftir hundrað ár. Hvaða áhrif hafa þessar manipúlasjónir á afkomu okkar, möguleika og líf? Og þetta er ekki bara spurning um jörðina. Það hafa fjölmargar tegundir spendýra verið klónaðar í tilrauna- skyni og það er spurning hvenær klónun verður bara talið eðlilegt fyrirbæri. Um leið og ég er heilluð af þessum mögu- leikum finnst mér þeir óhugnanlegir.“ Er sýningin mótsagnakennd? „Já, svolítið, en verkin verða að vera áhugaverð í sjálfu sér. Möguleikarnir sem ég er að tala um tengjast ævintýrinu og hroll- vekjunni en ég held að ég vinni meira með ævintýrið en hrollvekjuna í þessari sýningu.“ KJÖRAÐSTÆÐUR, KARAKTERAR, ÆVINTÝRIÐ OG HROLLVEKJAN Í Gerðarsafni verða opnaðar þrjár einkasýningar í dag kl. 15. Þar sýna listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyj- ólfsson, Katrín Þorvaldsdóttir og Olga Bergmann. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við þau um inni- hald sýninganna sem setja í rauninni allar spurning- armerki við þá stefnu sem við virðumst vera að taka. Morgunblaðið/Kristinn Helgi Hjaltalín Eyjólfsson: „Skraut/Kjöraðstæður“. Morgunblaðið/Kristinn Olga Bergmann: „Náttúrugripasafn“ í samstarfi við stofnun Dr. B. Morgunblaðið/Kristinn Katrín Þorvaldsdóttir: „Borðhald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.