Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 LJÓSMYNDABÓK þýska sagn- fræðingsins Jörg Friedrich Brandstätten, eða Places of Fire eins og ensk útgáfa henn- ar heitir, sýnir ljósmyndir frá Þýskalandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, og hefur bókin vakið töluvert umtal í heimalandi Friedrichs, Þýska- landi. Meðal þeirra mynda sem gagnrýni hafa vakið eru ljós- myndir af Berlín frá tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar, en ef ekki væri fyrir textana sem myndunum fylgja væri nær ómögulegt að staðsetja flest myndefnanna. Friedrich sjálfur hefur verið þögull sem gröfin varðandi uppruna myndanna, en að hans sögn vill hann með útgáfunni beina athyglinni að þeim vanrækta og umdeilda hluta hernaðarsögunnar er snýr að þjáningum Þjóðverja sjálfra í stríðinu. Kína tapað CHIANG Kai-shek, einn helsti andstæðingur Maós er við- fangsefni ævisögu Jonathans Fenby Gener- alissimo – Chiang Kai- shek and the China He Lost. Í bók sinni bendir Fenby m.a. réttilega á að sögn Guard- ian á að Chiang og Maó hafi átt meira sameig- inlegt en stuðningsmenn þeirra og áróðursmeistarar hafi nokk- urn tíma viljað viðurkenna, en í upphafi átti pólitísk hug- myndafræði þeirra sameig- inlegan grundvöll, þó þeir hafi stóran hluta tuttugust aldar verið harðir andstæðingar sem börðust um áhrif og völd í Kína. Gyðingar í húsinu SMÁSAGNASAFN hinnar rúss- nesku Lara Vapnyar There Are Jews In My House, eða Það eru gyðingar í húsi mínu, þykir lofa góðu um framhaldið hjá þessum unga rithöfundi. Smásögurnar þykja heillandi en meðal viðfangsefna Vapnyar er titilsagan sem segir frá rússneskri konu og dóttur hennar sem skjóta skjólshúsi yfir gyðingakonu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Meðal annarra sögupersóna Vapnyar er átta ára rússneskur drengur sem hún lætur lýsa á einkar sannfærandi hátt fyrstu kynn- um sínum af Bandaríkjunum, er hann flytur til Brooklyn, og þeim ólíku aðstæðum sem skilja milli hans gömlu heim- kynna og hinna nýju. Truflaðir hugar BRESKI glæpasagnahöfund- urinn Minette Walters sendi nýlega frá sér skáldsöguna Disordered Minds, sem útleggja mætti sem Truflaðir hugar. Bókin, sem er tíunda spennusaga Walters, er látin gerast sumarið 2003, og eru Íraks- stríðið og lát dr. Davids Kellys meðal þeirra atburða sem setja svip á bakgrunn hennar. Í for- grunni segir Walters hins veg- ar frá rithöfundinum Jonathan Hughes sem hefur sérhæft sig í sönnum glæpafrásögnum og rannsókn hans á 30 ára gömlu morðmáli. ERLENDAR BÆKUR Logandi minjar Chiang Kai-shek Minette Walters V ið búum í fréttasjúku samfélagi. Sjónvarp, útvarp, dagblöð og netmiðlar flytja okkur mynd- skreyttar sögur úr samtíman- um og oftast virðist fréttagildi sagnanna aðeins ráðast af því hvort atburðurinn hefur verið festur á filmu. Frétt án mynd- skreytingar hefur nánast ekkert gildi í sjónvarpi. Af þessum sökum eru vinsældir skyggnilýsinga- þátta í fljótu bragði óskiljanlegar. Ég var stadd- ur í Kaupmannahöfn nú fyrir skömmu og upp- götvaði mér til undrunar að slíkir þættir eru ekki séríslenskt fyrirbæri. Þeir eru sýndir á sjón- varpsstöðvum á flestöllum Norðurlöndunum og á Discovery-rásinni reyndi einn frægasti miðill Bretlandseyja að færa sjónvarpsáhorfendur heim sanninn um líf eftir dauðann. Þessir þættir eiga það allir sammerkt að vera vont sjónvarp í þeim skilningi að þeir eru án krassandi mynd- skreytinga. Lífsaugað með Þórhalli Guðmunds- syni er hér engin undantekning. Þetta er út- varpsþáttur sem er tekinn upp í sjónvarpssal. Reynslunni er miðlað með orðum, við heyrum sannindin en sjáum þau ekki (nema hugsanlega í svipbrigðum áhorfenda). Miðillinn er eins og maður sem situr uppi á vegg og segir öðrum hvað er að gerast hinum megin. Orðum hans til stað- festingar sjáum við sem heima sitjum – vegginn. Reyndar er krassandi sjónvarpsefni stundum tekið upp í sjónvarpssal „frammi fyrir lifandi áhorfendum“. Við heyrum áhugaverðar mann- lífssögur, verðum vitni að tilfinningaþrunginni reynslu, hittum fyrir fólk sem er á einhvern hátt einstakt eða bara skrýtið. Nú mætti ætla að fátt væri áhugaverðara en að fá framliðna Íslendinga í heimsókn, jafnvel þó að sívökular sjónvarps- myndavélarnar sjái þá ekki. Við getum örugg- lega lært ýmislegt af þeim sem haldið hafa út yfir gröf og dauða, eru á reiki í handanheimum eða dvelja í himinríki við fótskör skaparans sjálfs? Þó reynist það svolítið eins og að tala við leið- inlega manneskju í síma með hjálp þriðja aðila. Andaverurnar eru nefnilega oftar en ekki jarð- bundnari en flestir sem eru á ferli í þessu lífi. Hjörtu okkar hrópa: „Hver er tilgangur lífsins?“ og gamall skipstjóri kemur á línuna og biður dóttur sína að trassa ekki að þvo gluggatjöldin í stofunni. Við spyrjum: „Er dauðinn endanleg- ur?“ – „Ofninn í svefnherberginu er að gefa sig“ svarar einhver og svo rofnar sambandið. Það eina sem virðist víst er að skyggnilýsingasjón- varpið varpar ljósi á eymd mannskepnunnar frammi fyrir óvissu endalokanna. Þörfin fyrir að gefa tilvistinni tilgang sættir okkur jafnvel við vont sjónvarpsefni. Í 5. Mósebók erum við vöruð við því að leita frétta af framliðnum. Sál konungur braut þessi lög þegar hann spurði særingakonuna í Endór um framtíð sína. Líkt og Sál hef ég fundað með spákerlingum þótt ég hafi mætt örlögum mínum í Skipholtinu. Af fundi þessarar konu, sem ég kalla Fjólu, gengu vinir mínir krýndir stórher- toganafnbótum, þeir voru landkönnuðir, ballett- dansarar og skáld. Líf þeirra fór fram í mik- ilfenglegum röðum og þeirra beið loks alsæla á astralsviðinu eftir stutt lokastopp hérna megin. „Svona Guðni, þetta verður frábært“, sögðu þeir og vildu deila með mér gleðinni. Fjóla fundaði með mér í herbergi sem minnti á tannlæknabiðstofu. Meðan sálir okkar voru að koma sér fyrir sagði Fjóla mér frá þeim geimver- um, draugum, steinþursum og huldufólki, sem enginn talar við en eru oftast í kallfæri. Við báð- um síðan saman fyrir þeim blómálfum, búálfum, ljósálfum og hrímálfum sem eiga um sárt að binda. Þegar ró hafði færst yfir sviðið braust íhugull tónn úr iðrum Fjólu og fyllti herbergið. Skyndilega dró hún augað svo fast saman í pung að ég var þess fullviss að vöðvarnir allt umhverf- is myndu falla ofan í augntóftina. Á sama tíma slaknaði á hinu auganu, það opnaðist frekar og loks starði hún í óheftri vídd undan sífellt hop- andi augnalokinu. Það var dreymandi spurn í þessu mikla auga sem greindi svo margt sem ég fékk ekki skilið og mér fannst sál mín standa berstrípuð frammi fyrir þessari manneskju. „Þú hefur lifað til einskis,“ sagði hún. „Öllum þínum lífum hefur verið kastað á glæ.“ Í frásögn Fjólu minnti tilvist mín á þessari jarðkringlu á síendurtekið, hljóðlátt og dapurlegt stef, sem er fáum til ama af því að það heyrist varla. Eina ástæða þess að ég hafði ekki endurholdgast sem kvikindi af þeirri gerð sem elur líf sitt undir steini var sú að spákonan aðhylltist ekki slíkar kennisetningar. „Þannig er nú það, Torfi minn,“ sagði Fjóla og starði fast á mig með auganu sínu. Þessi kona, sem sá líf mín rísa og falla eins og loftbólur í leirbaði, hafði gleymt nafninu mínu. Ég stóð henni eflaust of nærri í vídd og tíma til þess að hún sæi það lengur greinilega, rétt eins og það getur verið erfitt að lesa á bók sem er haldið upp við nefið á manni, eða þegar rýnt er í sjónauka á hlut sem er innan seilingar. Horfurnar eru ekki góðar. Löngu eftir að flestir landar mínir verða horfnir yfir á æðri svið mun ég gaufast áfram í hérlífinu. Þá vona ég að einhver hugsi fallega til mín og komi mér til hjálpar þegar mikið liggur við: „Hengdu upp ljósmyndina af henni ömmu þinni“ snarkar á lín- unni. FJÖLMIÐLAR HVER ER Á LÍNUNNI? Það eina sem virðist víst er að skyggnilýsingasjónvarpið varpar ljósi á eymd mann- skepnunnar frammi fyrir óvissu endalokanna. G U Ð N I E L Í S S O N HVAÐ er svona merkilegt við bækur? Hvers vegna er það í verkahring hins opinbera að leigja áhugasömum les- endum bækur – er það of flókið verkefni fyrir einkaaðila? Er einkaaðilum bara treystandi til að leigja myndbands- spólur? Auðvitað er enginn eðlismunur á bók- um og myndbandsspólum, eða annars konar afþreyingu og menningu. Við höf- um hins vegar alist upp við það að einkaaðilar reka myndbandaleigur víðs vegar um landið en það hefur verið hlut- verk sveitarfélaganna að reka bókasöfn. Bókasafnsrekstur er ekkert frábrugðinn öðrum rekstri og því hlýtur að vera kom- inn tími til þess að íhuga þann kost að hleypa einkaaðilum að. Hugmyndin hef- ur raunar nú þegar verið reifuð í borg- arstjórn, en í umræðum um menningar- mál í fjárhagsáætlun borgarinnar í desember í fyrra ræddi Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, um hugsanlegan einkarekstur bókasafna. Taldi hún rétt að skoða hvort nýir tímar kölluðu hugsanlega á nýja möguleika í rekstri bókasafna. [...] Samkvæmt lögum um almennings- bókasöfn frá árinu 1997 er öllum sveit- arfélögum skylt að standa að þjónustu almenningsbókasafna. Vel er hægt að hugsa sér að einkaaðilum verði treyst fyrir rekstri slíkra safna. Jafnframt má þó nefna að samkvæmt lögunum er heimilt að sameina almenningsbókasafn og bókasafn grunnskóla. Hugsanlegt er að með slíkri sameiningu geti sveitarfélög uppfyllt lagalega skyldu sína með því að reka bókasöfn í grunnskólum og þannig skapist svigrúm fyrir einkaaðila til að stofna og reka önnur bókasöfn að því marki sem eftirspurn er fyrir hendi – í samræmi við lögmál markaðarins. Ragnar Jónasson Frelsi www.frelsi.is Morgunblaðið/Ásdís Í jólalandi. EINKAVÆDD BÓKASÖFN IOg auk þess að vera um sjálfan hann þá fjallar bókhöfundarins auðvitað um kynlíf og ríkjandi ástand, samtímann með kostum sínum og göllum, neyslunni, frjálslyndinu, hraðanum, þversögnunum, tvístr- ingnum. Sögumaður tekur þátt í leik á Netinu. IIHópur fólks skráir heimilisfang sitt á lista. Hóp-urinn samanstendur af fimmtíu manns hvaðan- æva, körlum og konum. Á ákveðnu tímabili fara þátttakendur í heimsókn hver til annars og hafa sam- farir. Eftir hverja heimsókn gefur gesturinn gestgjaf- anum einkunn frá núll og upp í tíu. Í einkunnagjöf er tekið tillit til aðbúnaðar á vettvangi, fimi gestgjaf- ans og áhuga. Komi eitthvað þægilega á óvart skal tekið tillit til þess. Einu hömlurnar sem þátttak- endum eru settar er að varast tilfinningar. Í upphafi leiks setja þátttakendur tilfinningastuðla til að kom- ast hjá óþægilegum uppákomum. Stuðlarnir eru misháir og gefa til kynna hvernig þátttakendum má líða og hvað þeim ber að varast. Ástríðustuðullinn er þannig mjög lágur og sömuleiðis öryggisstuðullinn, hatursstuðullinn, vonarstuðullinn, munúðarstuðull- inn, andúðarstuðullinn, söknuðarstuðullinn og ör- væntingarstuðullinn. Vanlíðunarstuðullinn má aft- ur á móti vera ansi hár og einnig vellíðunarstuðullinn þó að þar beri að fara varlega í sakirnar. Í því tilliti er rétt að gera skýran grein- armun á líkamlegri líðan og andlegri. Eina tilfinn- ingin sem alls ekki má vera með í spilinu er ástin. Þetta er ekki ástarleikur. Honum fylgja engar skuld- bindingar. Engir eftirmálar. Hver þátttakandi tekur ábyrgð á sér. Sá vinnur leikinn sem stendur uppi með hæstu meðaleinkunn þegar allir þátttakendur hafa heimsótt hver annan. IIIOpinberunin verður algjör. Höfundurinn á jafn-vel erfitt með að lesa sinn eigin texta. Hann velt- ir því fyrir sér hvort þetta sé ekki vís leið til þess að selja ógrynni bóka, vekja gríðarlega athygli. Hvernig er hægt að standast allt þetta: Persónulega afhjúpun, kynlíf, samfélagsádeilu, samtímarýni? Er þetta ekki bókin sem beðið er eftir? IVBókin heitir Botnlangar og hún hefst svona:Botnlangabólga er eins og barnsfæðing. Ég man bara að þegar ég var lítill (um það bil 8–10) þá hélt ég að ég væri kominn með það sem fullorðið fólk kallaði botnlangabólgu eða botnlangakast. Ég var með mikinn verk og mamma var alveg viss og hringdi fyrst á sjúkrahúsið og svo í heimilislækninn sem skoðaði mig en hann var ekki viss og dró frekar úr en hitt og ég fór heim og beið milli heims og helju að mér fannst með verkinn í kviðnum. Og á þeim tíma var sem mörg ár liðu, meðan ég var átta og al- veg þangað til ég varð tíu, og verkurinn var alltaf þarna í kviðnum og ég alltaf með hugann við botn- langann sem mér var sagt að væri lítill og óþarfur, eiginlega hálfgerður aðskotahlutur, og ég skildi ekki hvers vegna mætti þá bara ekki fjarlægja hann svo ég gæti hætt með verkinn og hætt að hugsa um botn- langann en enginn vildi gera neitt og ég beið og beið og tímarnir liðu og æskan fór hjá og ungdómsárin í einu hrikalegu kasti og svo komu mörg óljós ár, mikil bólgutímabil sem ég kann ekki að skýra og nú, já nú þegar allt ætti að vera liðið hjá þá sit ég í þessum botnlanga og kemst hvergi fyrr en ég hef fundið lyk- ilorðið. Kannski. Ég veit það ekki. Hvernig losnar maður við botnlanga(upp)kast? Hvernig verður maður verklaus? NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.