Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 Þ ú hefur þýtt talsvert af bókum á undanförnum árum: Vansæmd eftir Coetzee, Ljós í ágúst eftir Faulkner, Túlk tregans eftir Jumpha Lahiri, Fröken Pea- body hlotnast arfur eftir Eliza- beth Jolley, Leik hlæjandi láns eftir Amy Tan, Ísherrann eftir Jennifer Niven, Vertu sæll, Kólumbus eftir Philip Roth og á þessu ári Hina feigu skepnu eftir sama höfund og Friðþægingu eftir Ian McEwan. Hvers vegna þýðir þú? Er þetta ekki frekar lýjandi vinna, illa launuð og lítið metin? „Jú, allt í senn,“ svarar Rúnar Helgi og hlær. „En þetta er einhver ástríða sem ég ræð ekki við. Ég hef einhverja þörf fyrir að koma þessum verkum á framfæri hér á landi. Svo hef ég alltaf haft mjög gaman af að glíma við tungumál. Áhugi minn á erlendum bókmennt- um eða heimsbókmenntum hefur einnig áhrif en þar er í rauninni á ferðinni almennur áhugi á því sem hugsað er í veröldinni. Ég tek hinni bókmenntalegu sjálfsánægju okkar Íslend- inga með fyrirvara og hef lengi verið tor- trygginn á þá staðhæfingu að íslenskan eigi orð yfir allt sem hugsað er á jörðu. Mér finnst felast óþarflega mikil þjóðremba í þeim hugs- unarhætti, auk þess sem ég hef oft rekið mig á vegg, til dæmis við þýðingu á bókum Philips Roth sem skrifar á köflum talsvert lærðan stíl, fullan af orðfæri alþjóðlegra mennta- manna sem er varla til í íslensku. Ég heillaðist fljótlega af bandarískum bók- menntum því í þeim er einhver hressandi frumherjatónn. Þegar ég lauk námi og fór að hafa tíma til að lesa meira af erlendum sam- tímabókmenntum, uppgötvaði ég bandstriks- höfundana, sem ég kalla svo, bandaríska inn- flytjendahöfunda sem skrifa á ensku en eru upprunnir á öðrum menningarsvæðum. Upp úr því komst ég í kynni við eftirlendubók- menntir, nánar tiltekið þegar ég fylgdi kon- unni minni til Ástralíu og tók að lesa verk þar- lendra höfunda. Kannski þýði ég þessi verk í og með vegna þess að við eigum svo fáar íslenskar bækur sem standast samanburð við það besta sem skrifað er í heiminum. Það er næg ástæða til þess að koma öndvegisverkum bókmenntanna á íslenska tungu.“ Gæti ein af ástæðum þess að íslenskar bók- menntir standast sjaldnast samanburð við það besta sem skrifað er í heiminum verið sú að það sé ekki nægilega mikið þýtt af erlendum úrvalsbókmenntum á íslensku, að íslenskir höfundar séu með öðrum orðum ekki í nægi- lega mikilli snertingu við heimsbókmenntirn- ar? „Ég hef reyndar verið að hugleiða það hvort íslenskir höfundar lesi hreinlega ekki nógu mikið af erlendum bókmenntum og skorti þess vegna viðmið, samanburð sem hvetur þá til dáða. Auðvitað þýðum við ekki nema brot af því sem evrópsku stórþjóðirnar þýða og það kann að hafa sitt að segja. Það kann líka að spila inn í að annar mælikvarði virðist vera lagður á íslenskar bókmenntir, eins og þær séu á einhverri undanþágu.“ Þýði bækur sem ég heillast af Hvernig velur þú bækurnar sem þú þýðir? Þær eru ólíkar en eiga það þó sameiginlegt að teljast til hinna svokölluðu samtímabók- mennta og vera samdar á enska tungu þótt höfundarnir séu víða að. „Ég hef notið þeirra einstöku kjara að fá að þýða bækur sem ég heillast af, bækur eftir höfunda sem hafa skipt mig máli. Þessar bæk- ur hafa komið til mín eftir ýmsum leiðum, bæði í gegnum nám mitt og langdvalir erlend- is. Ég byrjaði á Philip Roth sem ég kynntist rétt rúmlega tvítugur. Vertu sæll, Kólumbus er fyrsta bókin sem ég las eftir hann, ég fékk hana senda frá bandarískum vini og heillaðist strax. Í verkum hans má sjá ýmislegt sem hvergi er að finna í íslenskum bókmenntum. Hann er lærður höfundur, ef svo má segja, skarpskyggn með afbrigðum, stílsnillingur sem skrifar undursamleg samtöl og hefur á valdi sínu að fjalla bæði um vitsmunaleg efni og tilfinningar. Ég bara varð að reyna að koma honum á framfæri við Íslendinga. Bók Amyar Tan, Leik hlæjandi láns, upp- götvaði ég á reglulegu bókabúðavappi í Chic- ago-borg þar sem ég átti heima um tíma. Hún er dæmi um bandstrikshöfund, er af kínversk- um uppruna. Jumpha Lahiri kom til mín í gegnum Guðrúnu, konuna mína, sem sá viðtal við hana í Time. Lahiri er líka bandstrikshöf- undur, er af indversku bergi brotin, og bókin hennar er smásagnasveigur eins og Leikur hlæjandi láns, afar spennandi form. Coetzee uppgötvaði ég þegar hann fékk Booker-verð- launin fyrir Vansæmd; hann er suður-afrísk- ur. Þegar ég dvaldi í Ástralíu las ég eins mikið og ég komst yfir af áströlskum bókmenntum og fékk að sitja í tímum við Curtin-háskóla í Perth. Prófessorinn leyfði mér að ganga í bókasafnið sitt og kynnti mig fyrir Elizabeth Jolley sem ég þýddi svo heila bók eftir. Þýð- ingarnar spegla því afar ólíka menningar- heima þótt verkin séu öll samin á ensku. Flestar bókanna eru frá síðustu árum en Ljós í ágúst eftir Faulkner er þarna líka, þá bók las ég í framhaldsnámi mínu í Bandaríkjunum og það er einhver magnaðasta lestrarreynsla sem ég hef orðið fyrir. Þegar maður lendir í slíku langar mann ósjálfrátt að miðla því til sinna nánustu, til Íslendinga. Val mitt á bók- um til þýðingar helgast því af ást minni á þeim og löngun til að miðla framandlegum menningarheimum og nýstárlegri sýn með löndum mínum. Ég var svo heppinn að komast snemma í samband við Snæbjörn Arngrímsson útgef- anda hjá Bjarti en hann hefur gefið út flestar þessara bóka. Við höfum svipaðan smekk og svipaða sýn. Snæbjörn er ekki að víla það fyr- ir sér þótt bækur hafi ekki endilega mikla sölumöguleika ef hann langar á annað borð til að koma þeim á framfæri. Það var til dæmis fyrirséð að Ljós í ágúst myndi ekki seljast í bílförmum. Ég kom til Snæbjörns einn des- emberdag árið 1997 og sagði honum að mig langaði til að þýða þetta verk, hvort hann hefði áhuga á að gefa hana út. Og hann sagði bara sisona: Já, ég er til í það. Flóknara var það ekki. Það er mikið lán fyrir litla þjóð að til skuli vera menn nú á tímum skjótfengins gróða sem hafa þessa sýn. Þeir leggja hagn- aðinn af sölubókunum í að gefa út bækur sem ekki eru söluvænlegar en eru lífsnauðsyn- legar fyrir íslenskt menningarlíf.“ Helgimynda- brjóturinn Roth Þær tvær bækur sem þú hefur þýtt á árinu eru meðal áhugaverðustu skáldsagna síðustu ára. Philip Roth skrifar enn eitt snilldarverkið í Hinni feigu skepnu sem kom út á frummál- inu árið 2001. „Já, ég hef nú þýtt sitthvorn endann á höf- undarverki Roths, þá elstu og þá nýjustu. Hin feiga skepna fjallar um menningarvita á sjö- tugsaldri, David Kepesh, sem hefur komið við sögu í tveimur öðrum bókum Roths, The Breast (1972) og The Professor of Desire (1977). Í The Breast hefur hann ummyndast í risastórt konubrjóst en í Hinni feigu skepnu hefur hann kastað þeim ham af sér. Hann er farinn að eldast en hefur enn brennandi áhuga á kvenkyninu. Hann hefur lengi verið talsmaður frjálsra ásta og telur að ást og hjónabönd séu bara fyrir veiklynda karla. En nú kemst hann í kynni við 24 ára stúlku af kúbverskum ættum sem hann fellur kylliflat- ur fyrir. Þótt sjóaður sé í kvennamálum veld- ur þetta samband algerri upplausn í lífi hans.“ Bókin er í raun uppgjör við kynlífsbyltingu og kynlífsdýrkun Vesturlanda síðustu áratugi. Og þar er Roth að fást við svipaða hluti og í fyrri verkum sínum. „Í bókinni rekur hann í stuttu máli viðhorf Bandaríkjamanna til kynlífs og sambúðar í gegnum tíðina og notar þennan brjóstum- kennanlega kvennabósa til að sýna þá sögu í hnotskurn. Roth hefur verið helgimyndabrjót- ur í bandarísku samfélagi alveg frá fyrstu bók og enn þorir hann því hér bætir hann við nýju bannefni: kynlífi aldraðra. Roth er gyðingur og hefur ekki síst valdið miklu uppnámi í því samfélagi. Rabbíar skrifuðu honum lítt dulbú- in hótunarbréf eftir útkomu Vertu sæll, Kól- umbus. Hann hefur skoðað mörkin milli menningarheims gyðinga og hins almenna ameríska borgara. Sjálfur stendur hann á mörkum þessara heima og má því segja að hann sjái þá með gestsauga. Að því leyti er hann í svipaðri stöðu og innflytjendahöfundur. Það sem hefur ekki síst farið fyrir brjóstið á gyðingum er að Roth skoðar þessa ólíku menningarheima út frá hvatalífinu. Hann varð frægur að endemum fyrir skáldsöguna Portnoy’s Complaint (1969) sem var bönnuð víða um heim, ekki síst út af frægum lýs- ingum á sjálfsfróun söguhetjunnar en þannig reynir hún að brjótast undan boðum og bönn- um gyðingdómsins. Roth glímir við mennsk- una í bókum sínum og spyr ágengra spurn- inga eins og hvar mörk manns og dýrs liggja. Í bókunum um David Kepesh spyr hann líka hvar mörkin milli flagarans og fræðimannsins liggja. Hann veltir fyrir sér hvernig karlmað- urinn getur litið framan í sjálfan sig verandi svona dýrslegur í aðra röndina og fást um leið við hámenningarleg viðfangsefni. Annað grunnstef í sögum Roths er sam- band lífs og listar. Frægastar eru bækurnar um Nathan Zuckerman, þríleikurinn The Ghost Writer, Zuckerman Unbound og The Anatomy Lesson, sem komu út á áttunda og níunda áratugnum, og annar þríleikur frá tí- unda áratugnum, American Pastoral, I Marr- ied a Communist og The Human Stain. Zuck- erman ber allar bækurnar uppi en hann er mjög líkur Roth, hefur skrifað bók sem hefur vakið mikla hneykslan, er á svipuðum aldri og með svipaðan bakgrunn. Roth hefur síðan einnig skrifað bækur þar sem sögumaðurinn er Philip Roth. Lengst gengur hann með þessa tilraun í bókinni Operation Shylock þar sem sögupersónan Philip Roth á sér tvífara. Lengra held ég að verði vart komist með skörun lífs og listar í skáldskap. Í lok þeirrar bókar veit lesandinn ekki lengur hvað er satt og hvað logið og spurningar um eðli frásagn- arlistar hljóta að vakna.“ Veruleikinn lesinn í gegnum skáldskap Má ekki segja að þetta þema um skörun lífs og listar sé tekið upp í Friðþægingu eftir Ian McEwan? Bókin fjallar öðrum þræði um það hvernig maður les veruleikann í gegnum skáldskap. „Já, og það kemur svo sem ekki á óvart vegna þess að McEwan lýsti því yfir á bresku bókmenntaþingi sem haldið var hérlendis fyr- ir rúmu ári að hann yrði fyrstur manna til þess að fara í biðröð eftir nýrri bók frá Philip Roth. Fyrsta orð bókarinnar er einmitt „leik- rit“ en aðalsöguhetjan, hin þrettán ára gamla Briony Tallis, hefur skrifað leikrit sem heitir Raunir Arabellu og vill setja það upp með frændsystkinum sínum sem eru að koma í heimsókn. Briony hefur rithöfundadrauma og hrærist í dramatískum ævintýrum og ástar- sögum af ýmsu tagi. Hún á eldri systur, Cecil- iu, sem verður ástfangin að ungum manni. Lýst er samdrætti þeirra sem Briony verður að hluta til vitni að. Það sem hún sér „les“ hún á forsendum þeirra ungæðislegu ástarsagna og leikrita sem hún hefur verið að lesa og skrifa, og sá lestur eða mislestur á veruleika hinna fullorðnu hrindir af stað atburðarás sem hefur ótrúlega harmleiki í för með sér. Briony tekst aldrei að setja upp leikritið sitt um Arabellu en í staðinn er sett upp leikrit í raunveruleikanum sem kallast á við mesta harmleik tuttugustu aldarinnar, heimsstyrj- öldina síðari, þar sem öll hugsun um sekt og sakleysi verður afstæð. Og allt gerist þetta svo auðvitað innan ramma skáldaðrar frá- sagnar sem rithöfundurinn Briony, sköpunar- verk McEwans, á að hafa lokið við á gamals aldri. Öðrum þræði er bókin því um lestur á skáldskap og hvaða áhrif sá lestur hefur á túlkun okkar á veruleikanum. Hinum þræð- inum er þetta bók um siðfræði og sektar- kennd, en handritið er hugsað sem friðþæging Brionyar fyrir að hafa valdið harmleiknum sem lýst er í sögunni. Í lokin stendur lesand- inn eftir með spurningar um mörk skáldskap- ar og veruleika líkt og í mörgum verka Roths. Nærtækt virðist að ætla að skáldskapurinn, frásögnin, sé eins konar veruleiki sem hafi mikil áhrif á líf okkar. Friðþæging er óvenjuleg bók í byggingu, hún er í nokkrum lögum og dýpkar með hverju lagi. Eftir að hafa lifað náið með þess- ari bók í heilt ár er ég sannfærður um að hér sé meistaraverk á ferð og vona að mér hafi tekist að sýna því þá virðingu sem það á skil- ið.“ Eins og Þorskafjarðar- heiðin að vori Hvernig er þýðingarferlið hjá þér? Það hefst væntanlega á talsverðri yfirlegu yfir bókinni, nákvæmum lestri og túlkun. „Já, fyrst er að lesa verkið vandlega enda er þýðing túlkun. Maður er að túlka í hverri einustu setningu því eins og fræðimenn hafa bent á er merkingin óstöðug. Og það á ekki síst við um tungumál eins og ensku sem býr að langri bókmennta- og menningarhefð. Hverju orði fylgir mikill farangur. Mjög oft stendur maður þar af leiðandi frammi fyrir því að þurfa að velja eina merkingu orðs frek- ar en aðra og þá er maður að túlka, leggja sinn skilning í textann. Maður velur síðan eina merkinguna með hliðsjón af samhenginu eða túlkun á bókinni í heild sinni. Rangtúlkun á einu orði getur skemmt gríðarlega mikið og jafnvel lokað fyrir heilt merkingarsvið. Menntun mín sem bókmenntafræðingur nýt- ist mér því býsna vel í þessu starfi. Ég reyni líka að fyrirbyggja mistök með því að lesa eins mikið og ég get um verkið sem ég er að þýða hverju sinni. Netið hefur auðveldað þá vinnu verulega. Það er þó mismikið til af efni um verkin. Um Ljós í ágúst hafa verið skrif- aðar heilu bækurnar og auk þess orðasafn þar sem ýmis torskilin orð og setningar í bókinni eru skýrð. Það hjálpaði töluvert.“ Hvernig vinnur þú textann sjálfan? Þýðir þú bókina í heild sinni í fyrstu umferð? „Já, ég þýði verkið í gegn. Stundum reikna ég út hversu mikið ég þurfi að þýða á hverjum degi til þess að geta klárað hana í tíma fyrir prentun. Ef ég vinn hálfan daginn næ ég yf- irleitt þremur til sjö síðum en stundum ekki nema einni, það fer eftir því hversu þungur textinn er. Hin feiga skepna var til dæmis gríðarlega erfið þar sem Roth er hvað lærð- astur í orðfæri, stundum hélt ég hreinlega að mér mundi ekki takast að þýða bókina. Eins og ég nefndi áðan stöndum við frammi fyrir því að eiga ekki tungutak af þessu tagi í ís- lensku máli nema að litlu leyti og svo þarf maður að varast að hafa textann á of sér- hæfðu máli. Á meðan ég er að þýða verkið í heild sinni renni ég yfir kafla og kafla úr þýðingunni og laga til. En þegar frumtextinn er kominn í NÚMER EITT, TVÖ OG ÞRJÚ ER AÐ NÁ ANDBLÆ BÓKARINNAR „Kannski þýði ég þessi verk í og með vegna þess að við eigum svo fáar íslenskar bækur sem standast sam- anburð við það besta sem skrifað er í heiminum. Það er næg ástæða til þess að koma öndvegisverkum bókmenntanna á íslenska tungu,“ segir Rúnar Helgi Vignisson í samtali við ÞRÖST HELGASON en Rúnar Helgi hefur á þessu ári þýtt tvær af athyglisverðustu skáldsögum síðustu ára, Hina feigu skepnu eftir Philip Roth og Friðþægingu eftir Ian McEwan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.