Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003
S
aga hljóðritunartækninnar er
rakin til ársins 1877, en þá fann
bandaríski uppfinningamaður-
inn Thomas Alva Edison (1847–
1931) upp hljóðritann sem á
ensku var nefndur „phono-
graph“. Sú tækni var síðan þró-
uð frekar og leiddi til þess að
smíðuð voru hljóðritunartæki þar sem notaðir
voru vaxhólkar til upptöku og afspilunar. Þegar
nær leið aldamótunum 1900 var hafin fjölda-
framleiðsla á hljóðritunartækjum byggðum á
vaxhólkatækninni, fyrst í Ameríku og síðar í
Evrópu. Þessi tæki voru þannig gerð að einfald-
ur vélbúnaður var knúinn áfram með upp-
trekktri stálfjöður, hún dreif áfram sigurverk
með tannhjólum sem sneru sívalningi ofan á
tækinu. Upp á sívalninginn var smeygt allþykk-
um hólki úr hörðu, vaxkenndu efni. Meðan hólk-
urinn snerist á tilteknum, jöfnum hraða, var nál
látin strjúkast við vaxhólkinn og um leið dregin
hægt til hliðar með skrúfugangsverki. Við nál-
ina var tengd hljóðtrekt sem talað var inn í eða
sungið. Hljóðbylgjurnar komu hreyfingu á nál-
ina sem skar fíngerða hljóðrás í yfirborð hólks-
ins. Að hljóðritun lokinni, var farið til baka að
upphafi hólksins, stillingu tækisins breytt í af-
spilun og nálin látin lesa hljóðrásina af hólkinum
sem aftur snerist með sama hraða. Tækið sá nú
um að breyta hreyfingu nálarinnar aftur yfir í
tal eða tónlist og flytja með hljóðbylgjum út um
trektina að eyrum hlustenda.
Orð og hugtök, sem tengjast hljóðritunar-
tækni, finnast fyrst í íslensku ritmáli skömmu
eftir að hún kemur til sögunnar í Ameríku. Í ís-
lenskum blaða- og tímaritagreinum komu
snemma fram bæði erlend orð og íslensk nýyrði
um þetta nýtilkomna tæknisvið. Upplýsingar
um slíkt eru nú auðfundnar í ritmálsskrá Orða-
bókar Háskólans. Um hljóðritunartækin voru
notuð erlend orð svo sem fónógraf, grafófónn
eða diktafónn en á íslensku orðin málvél, talvél,
hljóðvél, hljómritunarvél, hljóðgeymir, hljóm-
riti eða hljóðriti. Gripurinn, þar sem upptakan
var varðveitt, var á erlendum málum nefndur
fónógram, en á íslensku hljóðrit. Um þann sí-
vala vaxgrip, sem erlendis nefndist cylinder,
voru á íslensku höfð ýmis lýsandi orð, svo sem
sívalningur, kefli, rúlla, vals eða hólkur. Úr
elstu skrifum á íslensku um hljóðritunartækni,
er hér valin frétt sem birtist í Þjóðólfi 15. febr-
úar 1879, um tveimur árum eftir að Edison fann
upp hljóðritann:
Nýar uppgötvanir
Sá, sem nú er frægastur allra ýngri hugvitsmanna er E d
i s o n, maður miðaldra í Bandaríkjunum. Á fáum árum
hefir hann uppgötvað ótal undra-vélar. Meðal þeirra eru
merkastar: telefóninn, fónografinn og míkrofóninn. Tele-
fóninn er málþráður, sem ekki einungis flytur milli
tveggja staða hristinginn, svo vélin, sem tekur við, rispi
orðin, heldur hljóðið sjálft. Á þennan hátt geta menn nú
heyrt hver annars málróm, þó sinn sé í hvoru héraði. Fó-
nografinn er ekki rafvél, heldur einskonar hljóðvél, sem
talað er í, og sem tekur við orðunum og gefur þau aptur
eins og skýrt bergmál, en þó ólík klettunum að því, að
hún getur geymt bergmálið, ef „dregið er fyrir“, þó menn
vildu í þúsund ár. Ef þá er dregið frá, hleypur sama
hljóðið eptir sama tónstiga út úr vélinni aptur talandi
sömu orð og í sama rómi sem áður var talað inn. List
þessi er byggð á næmri hljóðhimnu í vélinni, sem má
hreifa og stöðva eptir vild þess er á hana. Míkrófóninn
eykur hljóðið (heyrnina) á sinn hátt eins og stækkunar-
glerið stækkar mynd hlutanna fyrir auganu. Gangur
melflugunnar eptir gleri heyrist gegnum þá vél eins
skýrt og gangur hests á grjóti. Báðar hinar síðarnefndu
vélar eru að sögn bæði einfaldar og ódýrar. …
Vaxhólkatæki Þorgils Jónssonar
og Vilhjálms Hákonarsonar
Eitt fyrsta hljóðritunartæki, sem vitað er um
með nokkurri vissu hér á landi, virðist hafa verið
í eigu tveggja manna á Suðurnesjum nokkru
fyrir aldamótin 1900. Samkvæmt bréfi í skjala-
safni sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, hefur Þorgils Jónsson (f. 1866), þá lausa-
maður á Kalmannstjörn í Kirkjuvogssókn, árið
1898 selt Vilhjálmi Hákonarsyni á Stafnesi,
hljóðritunartæki sem nefnt er „graphophone“.
Um fyrri eigandann, Þorgils Jónsson, er lítið
vitað eða af hvaða ástæðu hann eignaðist grafó-
fón, líklega fyrstur manna á Íslandi. Auðveldara
er að finna heimildir um Vilhjálm Kristin Há-
konarson (1881–1956) því hann kom seinna
nokkuð við sögu framfaramála á Suðurnesjum.
Hann var um skeið kaupmaður í Keflavík en
fékkst einnig við búskap og bjó á Stafnesi. Ung-
ur að árum átti hann þess kost að ferðast til út-
landa og dveljast erlendis, bæði austan hafs og
vestan. Í Bandaríkjunum komst Vilhjálmur í
kynni við lúðrasveitartónlist og beitti sér fyrir
því árið 1910 að stofnuð var lúðrasveit sem
nefnd var „Hornleikarafélag Keflavíkur“. Eina
heimildin um kaup Vilhjálms á hljóðritanum, er
fyrrnefnt bréf hans til sýslumanns og hljóðar
svo:
Stafnesi. Þann 6/1 – 98.
Háttvirti herra sýslumaður!
Hjer með vil jeg leita yðar leyfis um að meiga ferðast um
þessa sýslu að sýna og leyfa þeim mönnum er þess æskja
fyrir þóknun þ.e.a.s. 25 aura hver 3 lög (sívalninga) að
hlýða á málvjel – „Graphophon“, þann er jeg hefi í dag
keypt. Jeg vonast til að þjer veitið mjer leyfi þetta, því
Þorgils Jónsson á Kalmannstjörn, er seldi mjer hann,
ferðaðist með hann í sumar víðsvegar um landið og fjekk
viðstöðulaust leyfi allra sýslumanna í þeim byggð-
arlögum er hann umferðaðist, að sýna á þann hátt og fyr-
ir þann greiða er hjer segjir.
Virðingarfyllst.
Vilhjálmur Cr. Hákonarson
Svar yðar um þetta óska jeg að fá sem fyrst.
Samkvæmt bréfabók sýslumanns fékk Vil-
hjálmur jákvætt svar dagsett 25. janúar 1898 og
segir þar orðrétt:
„Samkvæmt beiðni yðar í brjefi, dags. 6. þ.m.,
veitist yður hjer með leyfi til að sýna mönnum
hjer í sýslu „Graphophon“ fyrir borgun.“
Vaxhólkatæki Sigfúsar Eymundssonar
Annar framfarasinnaður athafnamaður hefur
að öllum líkindum eignast hljóðrita af svipaðri
gerð. Það var Sigfús Eymundsson (1837–1911),
þekktastur nú á tímum fyrir störf sín sem ljós-
myndari og bóksali. Heimild um að slíkt tæki
hafi verið í eigu Sigfúsar, er ritsmíð eftir Bene-
dikt Gröndal, Reykjavík um aldamótin 1900,
fyrst birt sem tímaritsgrein í Eimreiðinni alda-
mótaárið 1900. Þar er meðal annars lýsing á því
því hvernig umhorfs var í húsi Sigfúsar Ey-
mundssonar, reisulegu, tvílyftu húsi sem enn
stendur á horni Lækjargötu og Austurstrætis.
Um herbergjaskipan í húsinu á þeim tíma segir
svo:
„ …þar er ljósmyndahús uppi og þar myndaði
Fúsi lengi múg og margmenni, og þótti enginn
með mönnum teljandi nema hann væri mynd-
aður af Fúsa; gekk þetta lengi, þangað til Fúsa
leiddist, og tók þá Daníel mágur hans við; en í
neðri herbergjunum er bókaverzlun allmikil;
þar er „Nýja sálmabókin“, þar sem sextíu og sjö
sálmar byrja á „Ó“ og átján á „Jeg“. Þar í einu
herbergi hafði Fúsi „Graphófóninn“, sem hann
kom hingað með fyrstur manna og lét syngja á
hann og leika lög og orð með göldrum. …“
Eftir er að ganga frekar úr skugga um það
hvort fyrr nefndir grafófónar Vilhjálms Há-
konarsonar og Sigfúsar Eymundssonar hafa
varðveist og hvar þau tæki kynnu nú að vera
niður komin. Ef lesendur gætu veitt upplýsing-
ar um þau eða afdrif þeirra, væru slíkar ábend-
ingar vel þegnar.
Auglýsing frá versluninni
Edinborg, 1901
Líklegt má telja að hljóðritarnir tveir, sem
hér var lýst, hafi verið keyptir erlendis, en slík
tæki virðast fyrst hafa komið í verslanir í
Reykjavík skömmu eftir aldamótin 1900. Ein
fyrsta auglýsing um þau birtist í bundnu máli í
vikublaðinu Fjallkonan 21. desember 1901, sem
jólaauglýsing frá stórversluninni Edinborg í
Hafnarstræti. Upphafserindi auglýsingarinnar
eru þessi:
„Kauptu í „Edinborg“.
Flýttu’ þér niðrí Edinborg, þar færðu margt að sjá,
farðu beint upp stigann og opin[n] verður þá
Bazar harla mikill, sá bezti’ er landið á,
en buddunni upp úr vasanum ei gleymdu strax að ná.
ALDARAFMÆLI HLJÓÐ-
RITUNAR Á ÍSLANDI
Jón Leifs hljóðritar með vaxhólkatæki tvísöng kvæðamannanna Björns Friðrikssonar og Jóseps Húnfjörð sumarið 1934.
Jón Pálsson (1865–1946), merkur brautryðj-
andi hljóðritunartækninnar á Íslandi.
E F T I R N J Á L S I G U R Ð S S O N
Undir lok 19. aldar kom til sögunnar ný tækni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á menningu og daglegt líf
um heim allan. Sú tækni, hljóðritunartæknin, barst hingað til lands skömmu fyrir aldamótin 1900,
en heimild er um fyrsta hljóðritann ásamt vaxhólkum til afspilunar árið 1898. Elstu varðveitt hljóðrit,
sem gerð voru hér á landi, eru frá árinu 1903 og því réttra 100 ára gömul. Í tilefni af því aldarafmæli
er hér gerð grein fyrir tilkomu hljóðritunartækninnar og fjallað um upphaf hennar á Íslandi.