Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 7
Spánný sérðu albúmin, sem spiladós er í
þau spila allan þremilinn, — já gaman er að því;
þar er líka grafófón, sem kúnstir allar kann,
kærustunni’ á jólunum þú gefa ættir hann.“
…
Hljóðritasafn Jóns Pálssonar,
1903–1912
Elstu hljóðritanir hér á landi, sem vitað er til
að varðveist hafi allt fram til okkar daga, voru
gerðar árið 1903. Það ár hóf Jón Pálsson merki-
legt brautryðjendastarf við að hljóðrita á vax-
hólka ýmiss konar efni sem hann taldi til menn-
ingarverðmæta og þess virði að varðveitast
fyrir komandi kynslóðir.
Jón Pálsson (1865–1946) var Stokkseyringur
að ætt og uppruna, fæddur í Syðra-Seli í
Stokkseyrarhreppi. Hann var af Bergsætt, sem
landskunn er fyrir söng- og tónlistargáfur,
bróðir Bjarna Pálssonar (föður Friðriks Bjarna-
sonar tónskálds) og Ísólfs tónskálds Pálssonar
(sem var faðir Páls Ísólfssonar dómorganista og
tónskálds). Jón Pálsson lærði ungur að leika á
harmóníum og fór snemma að fást við störf sem
tengdust hans helsta áhugamáli, tónlistinni.
Hann starfaði um langt skeið sem organisti,
fyrst í Stokkseyrarkirkju, síðan í Eyrarbakka-
kirkju og síðast í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Einnig fékkst hann við innflutning og sölu á
hljóðfærum, bæði harmóníum og píanóum.
Lengst af vann Jón fyrir sér sem verslunarmað-
ur, bókhaldari og síðast um mörg ár sem banka-
gjaldkeri í Landsbanka Íslands. Hann var alla
tíð áhugasamur um söfnun og varðveislu þjóð-
menningar og þjóðlegra fræða, m.a. gaf hann út
ritið Austantórur I-II, með þjóðlegum fróðleik
og ýmsu efni sem hann safnaði og skráði, eink-
um frá æskustöðvum sínum á Stokkseyri og
Eyrarbakka. Handrit Jóns með efni af marg-
víslegu tagi eru nú varðveitt í Landsbókasafni
Íslands-Háskólabókasafni.
Árið 1903, eða þó væntanlega nokkru fyrr,
eignaðist Jón Pálsson hljóðritunartæki af þeirri
gerð sem á þeim tíma voru nefnd „fónógraf“ og
„diktafónn“. Með slíkum tækjum hljóðritaði
hann margvíslegt efni á vaxhólka á árunum
1903–1912. Hólkarnir voru upphaflega 111 tals-
ins, hver um 2 mínútur að lengd, þannig að sam-
tals var í safninu nokkuð á fjórðu klukkustund
af hljóðrituðu efni. Að miklum hluta eru þar
varðveitt íslensk þjóðlög, einkum gömul íslensk
sálmalög en einnig er þar nokkuð af töluðu máli,
sömuleiðis bregður fyrir rímnakveðskap og ís-
lenskum tvísöng.
Einn helsti heimildarmaður að gömlu ís-
lensku sálmalögunum í hljóðritasafni Jóns Páls-
sonar var Guðmundur Ingimundarson (1827–
1913), lengi forsöngvari í Borgarkirkju á Mýr-
um. Guðmundur kom oftar en einu sinni suður
til Reykjavíkur þeirra erinda að syngja gömlu
lögin inn á vaxhólka fyrir Jón Pálsson. Í einni
slíkri ferð hélt Guðmundur tónleika í Reykjavík
og var frá þeim sagt í blaðinu Ingólfi þann 21.
apríl árið 1907 með þessum orðum:
„ „Gömlu lögin.“ Guðmundur Ingimundarson á Ölvalds-
stöðum á Mýrum boðaði til samkomu í Bárubúð hjer í
Reykjavík á föstudags kveldið og söng þar grallaralögin
gömlu fyrir fólkið. Þangað kom margt manna til þess að
hlýða á þessa nýstárlegu skemmtun og fróðlegu. Guð-
mundur verður áttræður sumardaginn fyrsta og var
hann forsöngvari á Borg um fimm tigu vetra. Hann kann
nær tveim hundruðum fornra sálmalaga og fer vel með
að þeirra tíma hætti, hefir afarmikla rödd og sterka og
þolna, svo að undrum sætir um svo aldraðan mann. Hann
kom suður hingað til þess að syngja nokkur hinna fornu
laga í hljóðgeymi Edisons og firra þau svo gleymsku.“
Jón Pálsson var merkur brautryðjandi. Hann
varð fyrstur til þess hér á landi að beita hljóðrit-
unartækni, sem þá var nýtilkomin, í þeim til-
gangi að safna skipulega þjóðfræðilegu efni úr
munnlegri geymd og varðveita það með þeim
hætti til komandi tíma. Hljóðritunartæki Jóns
og vaxhólkasafn hans er nú varðveitt í Þjóð-
minjasafni Íslands. Fyrir forgöngu Músík og
sögu ehf. hafa upptökurnar í þessu elsta hljóð-
ritasafni okkar Íslendinga nú verið gerðar að-
gengilegar á vefsíðunni Ísmús (musik.is/ismus).
Rímnalagasöfn Hjálmars Lárussonar
og Jónbjörns Gíslasonar
Eftir hljóðritanir Jóns Pálssonar 1903–1912,
varð hlé á vaxhólkaupptökum hér á landi í um
það bil áratug. Um og eftir 1920 var þráðurinn
tekinn upp að nýju og þá af tveimur kvæða-
mönnum. Þetta voru þeir Hjálmar Lárusson
trésmiður og útskurðarmeistari og góðvinur
hans, Jónbjörn Gíslason bóndi og síðar múrari.
Báðir voru þeir bornir og barnfæddir Austur-
Húnvetningar og kynntust þegar þeir voru
samtíða á Blönduósi um og eftir 1910. Þeir voru
góðir kvæðamenn og einlægir áhugamenn um
iðkun og varðveislu rímnakveðskaparins. Báðir
fluttust þeir suður til Reykjavíkur um 1920 og
nokkru seinna eignuðust þeir hvor sitt vax-
hólkatækið sem þeir notuðu síðan til þess að
hljóðrita rímnastemmur og kvæðalög. Í hljóð-
ritasöfnum þeirra eru um 120 vaxhólkar með
samtals um 4 klukkustundum af rímnakveð-
skap. Á þessum upptökum kveða þeir báðir og
þá langoftast saman en sjaldan hvor í sínu lagi.
Auk þess fengu þeir til liðs við sig börn Hjálm-
ars svo og ýmsa góða kvæðamenn og kvæða-
konur þess tíma.
Hjálmar Lárusson (1868–1927) var dóttur-
sonur Bólu-Hjálmars og fékk, eins og fleiri af-
komendur skáldsins, í arf bæði listfengi, hagleik
og hagmælsku. Einnig var hann góður kvæða-
maður, hafði mikla og fallega rödd og kunni fjöl-
margar rímnastemmur. Þessa fjölgáfaða manns
naut ekki lengi við, því á besta aldri veiktist
hann og lést árið 1927, tæplega fimmtugur að
aldri. Vegna hljóðritasafnsins hafa rímna-
stemmurnar og kveðskapur Hjálmars eigi að
síður haft umtalsverð áhrif á síðari kynslóðir
kvæðamanna því eiginkona hans, Anna H.
Bjarnadóttir og börn þeirra, Sigríður, Ríkarður,
Margrét og Kjartan urðu öll kunn fyrir kveð-
skap sinn. Hafa þau átt drjúgan þátt í að byggja
upp og móta kveðskaparhefð hér á landi á tutt-
ugustu öldinni, einkum með dugmikilli og áber-
andi þátttöku í starfsemi Kvæðamannafélagsins
Iðunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar.
Stemmurnar á vaxhólkunum frá 3. áratugnum
hafa verið mikilvægur þekkingarbrunnur og
kjölfesta í kveðskap þessa fólks og margra
kvæðamanna sem af því lærðu.
Jónbjörn Gíslason (1879–1969) festi kaup á
vaxhólkatæki, líklega árið 1921, eftir að hann sá
það til sýnis í glugga verslunarinnar Edinborg í
Hafnarstræti. Með því hljóðritaði hann síðan
mikið af rímnakveðskap, meðal annars stemm-
ur sem hann kvað sjálfur með Hjálmari vini sín-
um Lárussyni. Hann leitaði einnig uppi fleiri
kvæðamenn, karla og konur sem hann fékk til
að kveða inn á vaxhólka. Árið 1924 fór Jónbjörn
með hljóðritann norður í land og hljóðritaði
kveðskap á Blönduósi. Þá heimsótti hann Ólöfu
skáldkonu frá Hlöðum og tók upp stemmur sem
hún kvað við eigin ljóð, þótti honum mikill feng-
ur að þeirri hljóðritun. Árið 1925 fluttist Jón-
björn til Kanada, settist að í Winnipeg og fékkst
þar við múrverk. Vestra hélt hann áfram söfn-
unarstarfinu og hljóðritaði rímnakveðskap með-
al frænda og vina sem flust höfðu vestur um haf
að norðan. Hann fór margar ferðir norður í
byggðir Íslendinga og ferðaðist með lestum svo
sem hægt var en hélt síðan áfram fótgangandi.
Batt hann þá saman með leðurólum hljóðritann
og kassann með vaxhólkasafninu og bar sem
klyfjar á öxlum sér þessar þungu byrðar til þess
að landar hans vestra gætu hlustað á kveðskap
að heiman. Á gamals aldri flutti Jónbjörn aftur
til Íslands og hafði þá með sér hljóðritann og
vaxhólkasafnið. Komst hvort tveggja heilu og
höldnu aftur heim á ættlandið og er nú varðveitt
í Stofnun Árna Magnússonar. Þar er einnig vax-
hólkasafn Hjálmars Lárussonar en tæki hans
hafði áður verið afhent Þjóðminjasafni Íslands.
Þjóðlagasafn Jóns Leifs tónskálds
Síðastur frumkvöðla við hljóðritanir á vax-
hólka og þeirra langþekktastur, var Jón Leifs
tónskáld (1899–1968). Hann var lengi búsettur í
Þýskalandi en kom á þeim tíma nokkrum sinn-
um heim til Íslands í þeim tilgangi meðal annars
að safna íslenskum þjóðlögum. Í þremur ferðum
hafði hann meðferðis hljóðritunartæki og tók
upp á vaxhólka þjóðlög og rímnakveðskap á ár-
unum 1926, 1928 og síðast á fjórða áratugnum,
líklega 1934. Í safni Jóns Leifs eru samtals 76
vaxhólkar. Á þeim er varðveitt fjölbreytt og
mjög merkilegt efni, meðal annars fágætar
hljóðritanir með íslenskum tvísöngslögum og
tvísöngsstemmum sem Jón hljóðritaði eftir
skagfirskum og húnvetnskum söngmönnum og
kvæðamönnum. Jón Leifs rannsakaði íslensku
þjóðlögin, gaf þau út á prenti og skrifaði um þau
margar greinar í þýsk og íslensk tímarit. Jafn-
framt notaði hann íslensk þjóðlög og stefjaefni
úr þeim á margvíslegan hátt í tónsmíðum sín-
um. Hljóðritasafn Jóns Leifs er varðveitt á
tveimur stöðum. Frumrit vaxhólkanna, einnig
málmafsteypur þeirra (einskonar negatív mót
úr málmi) og afrit af þeim, eru varðveitt í Mus-
eum für Völkerkunde í Berlín. Annað afrit vax-
hólkanna gaf Jón Leifs til varðveislu í Þjóð-
minjasafninu, þar eru einnig plötuafrit af
síðustu 10 vaxhólkunum sem hljóðritaðir voru á
4. áratugnum. Um þetta merkilega hljóðritasafn
og sögu þess hefur Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur skrifað grein sem birt er á sérstökum
vef um Jón Leifs (http://www.jonleifs.is/
ab_grein.html). Allar vaxhólkaupptökur Jóns
eru nú aðgengilegar á fyrrnefndri vefsíðu Mús-
ík og sögu, Ísmús (musik.is/ismus).
Lokaorð
Upphaf hljóðritunartækninnar hér á landi
markast af tímaskeiði vaxhólkatækjanna.
Tæknilega voru þau frumstæð og tóngæði
þeirra takmörkuð samanborið við það sem síðar
varð á því tæknisviði. Eigi að síður er á vaxhólk-
unum varðveitt fjölbreytilegt efni og athyglis-
vert fyrir margra hluta sakir. Forsjálir frum-
kvöðlar á þessu sviði unnu afar merkilegt
brautryðjendastarf með þeim upptökum sem
þeir gerðu á fyrstu áratugum 20. aldarinnar.
Þeim verður seint fullþakkað.
Þegar líða tók á 20. öldina viku vaxhólkatækin
fyrir grammófónum og hljómplötum, sem
leystu þau af hólmi vegna meiri tóngæða og
betri endingar. Tímabil vaxhólkatækjanna náði
þó fram yfir 1940, jafnvel til 1950 eða lengur.
Vitað er um fleiri vaxhólkatæki svipaðrar gerð-
ar, t.d. hjá Ríkisútvarpinu og víðar, sem meðal
annars voru notuð við forvinnu bréfaskrifta og
við vinnslu auglýsinga. Gagnlegar ábendingar
frá lesendum um þessi efni væru vel þegnar.
Ráðgert er að aldarafmælis hljóðritunar á Ís-
landi verði minnst með viðeigandi hætti síðar
meir og verður tilkynnt um það á öðrum vett-
vangi.
Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson
Hljóðriti – Fónógraf. Frá upphafi 20. aldar. Vaxhólkatæki úr eigu Jóns Pálssonar, nú í ÞÍ.
Höfundur er tónlistarmaður og starfar á
Stofnun Árna Magnússonar.
T
rúin lifir enn í hjörtum mann-
anna“, sagði presturinn við
sjálfan sig þegar hann sá að
húsfyllir var í kirkjunni hans.
Verkamennirnir úr fátækustu
hverfum Rio de Janeiro höfðu
safnast saman þetta kvöld;
jólamessan var það markmið
er sameinaði þá.
Hann var glaður. Hátíðlegur í fasi gekk
hann að altarinu.
Þá heyrði hann rödd segja:
– A, B, C, D...
Hún hljómaði eins og barnsrödd, og hún
spillti hátíðleika athafnarinnar. Viðstaddir
litu aftur fyrir sig, eins og þetta kæmi illa
við þá. En röddin hélt áfram:
– A, B, C, D...
– Hættu þessu strax, sagði presturinn.
Barnið virtist vakna upp af leiðslu. Með
óttaslegnu augnaráði leit það á fólkið allt
um kring, og roðnaði síðan.
– Hvað ertu að hugsa? Sérðu ekki að þú
truflar bænir okkar?
Barnið laut höfði og tárin tóku að
streyma niður kinnar þess.
– Hvar er móðir þín? hélt presturinn
áfram. Kenndi hún þér ekki að fylgjast
með messunni?
Barnið svaraði, enn niðurlútt:
– Mér þykir fyrir því, prestur, en ég hef
aldrei lært að fara með bænir. Ég ólst upp
á götunni, án föður eða móður. Í dag er
aðfangadagskvöld og mig langaði til að
tala við Guð. En ég kann ekki það tungu-
mál sem hann skilur, og þess vegna þyl ég
þá stafi sem ég kann. Mér datt í hug að
hann, þarna uppi, gæti raðað stöfunum
saman í orð og setningar sem þóknuðust
honum.
Barnið stóð upp.
– Ég ætla að fara núna, sagði það. Ég vil
ekki trufla fólk sem kann að tala við Guð á
réttan hátt.
– Komdu hérna, svaraði presturinn.
Hann leiddi barnið við hönd sér upp að
altarinu. Síðan ávarpaði hann hina trúuðu.
– Áður en messan hefst í kvöld ætlum
við að fara með óvenjulega bæn. Við ætl-
um að leyfa Guði að skrifa það sem hann
óskar að heyra. Hver bókstafur mun sam-
svara augnabliki á árinu þar sem okkur
tekst að vinna góðverk, berjast af hug-
rekki til að láta draum rætast eða fara
með bæn án orða. Og við munum biðja
hann að raða rétt saman bókstöfum lífs
okkar. Biðjum þess af öllu hjarta að þessir
stafir geri honum kleift að skapa þau orð
og þær setningar sem honum þóknast.
Presturinn lagði augun þétt aftur og hóf
að fara með stafrófið. Og, allur söfnuður-
inn hafði eftir honum:
A, B, C, D...
Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.
A,B,C,D…
FORN HEBRESK SAGA, FÆRÐ Í NÝJAN BÚNING AF PAULO COELHO
LISTASAFN KÓPAVOGS
gerðarsafn, hamraborg 4
12. desember - 22. febrúar
opnunartímar:
alla daga nema mánudaga
kl. 11 - 17
leiðsögn:
miðvikud. og fimmtud. kl. 12
laugard. og sunnud. kl. 15
www.carnegieartaward.com
Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken
c a r n e g i e
a r t
awa r d
2 0 0 4