Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003
Í
Guðsgjafaþulu eftir Halldór Laxness
segir bolsévikinn við sögumann: „Hvílík
eymd að vera smáþjóðarmaður, segir
Engels á einum stað, mig minnir í bréfi
frá London. Til að mynda hitti ég um
daginn Íslending og sagði hann mér að
unaðslegustu æskuminningar sínar
væru bundnar lyktinni af úldnum grút í
fjörunni og maurétnum þorskhausum sem
lágu til þurrks upp á görðum.“
Íslendingar geta hrósað happi yfir að hafa
ekki þurft að reisa minnisvarða af Þjóðverj-
anum Friedrich Engels innan um maurétna
þorskhausa og úldinn grút í fjöru hins brim-
kalda lífs og það mætti nefna fleiri sendingar
frá Þjóðverjum og öðrum voldugum þjóðum
sem betra hefur verið að vera án.
Á hinn bóginn fer ekki á milli mála að eina af
rótum sjálfstæðisbaráttunnar er að finna í
þýsku rómantíkinni. Skáldin sem að mörgu
leyti lögðu grunninn að sjálfsvitund okkar á
nítjándu öld voru undir sterkum áhrifum frá
Heinrich Heine og öðrum þýskum skáldum.
Franska byltingin, þýska rómantíkin, það
var þetta sem þurfti, og síðan minning um eig-
in gullöld og eflaust margt fleira, þetta var
bensínið, alla vega hálfur tankur.
Nei, það er sko ekki aumt að vera mótaður
af rómantískum skáldum sem líka áttu sinn
þátt í að endurreisa tungumálið, sem bjuggu
til ný orð um himintungl og stjörnur.
Hugsið ykkur aumingja Færeyingana sem
þurfa að heyja sína sjálfstæðisbaráttu á ein-
hverju embættismannamáli. Í því dæmi, að
minnsta kosti, bera drykkfelld skáld höfuð og
herðar yfir spillta bókara.
Félagsskapur okkar manna hét Fjölnir,
einsog íþróttafélagið í Grafarvoginum. Ung-
lingarnir í Grafarvoginum eru Fjölnismenn.
Hinir fullorðnu geta séð Fjölnismenn leika fót-
bolta, sótt íþróttamót og samkomur.
Það er Fjölnismönnum nítjándu aldar að
þakka að ungu Fjölnismennirnir í dag tala
gullaldarmál, að vísu með slettum og slangri
og alls kyns unglingatöktum, sumt er ýkt fokk-
ing böggað geðveikt, annað algjörlega steikt,
en þannig á tungumálið að vera, hörku knatt-
spyrna, átök nýjunga og hefða, flott mál sem
meitlast og þróast, Megas og Jónas.
Tungumálið snýst ekki bara um málfræði-
reglur heldur líka þjóðfélagsveruleika. Aðal-
atriðið er að menn hafi eitthvað að segja, að líf-
ið sé skemmtilegt.
…
„Ég er afkomandi hraustra, bláeygra vík-
inga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sig-
ursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn
mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall.
nei nei.“
Þannig hefst skáldsagan Tómas Jónsson
Metsölubók eftir Guðberg Bergsson, eitt af
tímamótaverkum íslenskra nútímabókmennta.
Ég las Tómas Jónsson upp til agna þegar ég
var unglingur og get alltaf blaðað í henni aftur
og aftur.
Ef einhver sagði eitthvað við mann var svar-
ið: „Þú ert bara einsog Tómas Jónsson,“ eða
maður sneri því við og sagði: „Sko, einsog
Tómas Jónsson sagði …“
Hann gat bjargað manni úr ótrúlegustu að-
stæðum, þessi elliæri skrifstofumaður sem
rifjar upp ævi sína. Einhverju sinni er hann að
útbúa vegabréf í huga sér og skráir í reitinn
fyrir starfsheiti: playboy. Tómas bregður sér
sem sé í ótal gervi, oftast í huganum.
Eitt sumarið vann ég hjá Rafmagnsveitunni.
Flokkurinn sem ég var í vann við að rétta
ljósastaura. Við keyrðum um borgina í appels-
ínugulum bæjarstarfsmannabíl, slógum halla-
máli á ljósastaurana og ef þeir voru skakkir
hófumst við handa við að rétta þá.
Ég man vel eftir þessu sumri, ekki síst
vegna þess að þá fór ég að sjá veruleikann fyr-
ir mér sem texta. Ég fór hreinlega í vímu þeg-
ar orðin röðust skemmtilega saman.
Mig fór að langa að skrifa þetta niður, ekki
síst það sem kom til mín í gegnum gluggann á
appelsínugula bæjarstarfsmannabílnum, en
þetta bara flaut um í höfðinu og fór aldrei nið-
ur á blað. Kannski var þetta óttalegt bull, en
samt.
Strákurinn á loftpressunni hét Frímann.
Hann braut stéttirnar í kringum staurana þeg-
ar við vorum að rétta þá. Næstum því allir
ljósastaurar í borginni voru skakkir. Frímann
var með sítt liðað hár, hlustaði á þungarokk og
hafði góða kímnigáfu.
Eitt sinn bárust bókmenntir í tal í bæjar-
starfsmannabílnum okkar. Sigurjón, eldri
maður, sem sumir sögðu að ætti sér dularfulla
sögu, hóf raust sína til að hneykslast á ungu
skáldunum sem leyfðu sér jafnvel að spauga
með Halldór Laxness.
Þá sneri Frímann, sem sat í framsætinu, sér
við og sagði við Sigurjón: „Lest þú bara Tómas
Jónsson og haltu kjafti.“
…
Nú er það svo að allar þjóðir velta því fyrir
sér hverjar þær eru og horfa á heiminn af
þeim hóli sem þær sjálfar standa á. Ég var eitt
sinn að lesa úr verkum mínum í Englandi, nán-
ar tiltekið á bókmenntahátíð í borginni Chel-
tenham.
Þegar upplestri lauk og umræður hófust
sagði ein konan í salnum: „You seem to have a
very English sense of humor.“
Konan var að hrósa mér, en orð hennar eru
líka til marks um það hvernig hrokinn er
stundum vaxinn inn í tungumálið, þegar hin
fornu stórveldi telja jafnvel kímnigáfuna sér-
eign sína.
Þannig hefur sagan prentast inn í huga
þeirra, en líklega er þó hlegið í öllum löndum
og oft að mjög svipuðum hlutum. Ég hef lesið
upp fyrir indverska jóga og Zulu menn í Afr-
íku, en Zulu mennirnir sögðu ekki að ég hefði
„Zulu sense of humor“, þótt þeim þætti ég
frekar spaugilegur náungi.
Lítill strákur sá fána í hálfa stöng. Hann
spurði pabba sinn af hverju fáninn væri svona.
Pabbi hans sagði að það væri af því að einhver
hefði dáið.
„Nú, hann hefur þá ekki náð að hífa hann
alla leið,“ sagði strákurinn.
…
„Ég er afkomandi hraustra, bláeygra vík-
inga.“
Já kannski er lítill Tómas Jónsson í okkur
öllum, eða að minnsta kosti í mér, því í annað
sinn var ég staddur í London og hafði með-
ferðis fyrstu skáldsögu mína Riddarar hring-
stigans í handriti á ensku.
Ég hringdi í útgefanda úr símaklefa við
Leicester Square og spurði hvort ég mætti
ræða við hann um verk mín. Útgefandinn
spurði mig fyrir hvað ég stæði. Ég sagði að
það væri ný gerð af raunsæi, svonefnt ísbjarn-
arraunsæi. Hann bað mig koma rétt fyrir lok-
un.
Ég gaf mér góðan tíma til að finna aðsetur
hans, fór síðan á næstu krá og hressti mig ör-
lítið með hverfisbúum, en var mættur á um-
sömdum tíma.
Þegar ég heilsa útgefandanum og kynni mig
segir hann: „Má ég spyrja, hví komið þér alla
þessa leið með handrit yðar, af hverju hag-
nýtið þér yður ekki póstþjónustuna?“
Ég var svo hissa á spurningu mannsins að
ég vissi ekki fyrr til en ég hafði sagt: „For-
feður mínir, víkingarnir, sigldu sólarhringum
saman yfir hafið, bara til að lesa eitt ljóð fyrir
kónginn.“
…
Ekki tala um
stórar þjóðir og litlar þjóðir,
útkjálka, heimshorn og jaðra.
Þetta er hnöttur; miðjan
hvílir undir iljum þínum
og færist úr stað og eltir
þig hvert sem þú ferð.
En Íslendingar, hverjir erum við? Kóngar
sem ekki vildu lúta neinum kóngi? Því viljum
við sjálfir trúa. Einhver spaugari sagði mér að
þegar fyrstu skattalögin voru kunngerð í Nor-
egi þá flýðu allir sem kunnu að lesa til Íslands.
Almennt er þó álitið að við séum Norðmenn
sem blandast hafi Írum. Hið norræna og kelt-
neska rennur saman í okkar sígildu bókmennt-
um. Sumarið 2003 var haldin keppni á Akra-
nesi um það hver væri rauðhærðastur á
Íslandi og fékk vinningshafinn flugmiða til Ír-
lands.
En hljóta ekki 280.000 manns á eyju norður í
höfum að vera sérvitringar, enda eru til kenn-
ingar sem segja að landnámsmennirnir sem
fyrstir komu til Íslands hafi verið á leiðinni
eitthvað allt annað en orðið strandaglópar.
Þeir munu hafa lagt skipum sínum og gengið
á land en skipin voru horfin þegar þeir komu
tilbaka. Þá voru engir flugvellir, ekkert Saga
Class í tilverunni, einsog viðskiptafarrýmið
hjá Flugleiðum heitir. Landnám Íslands tók
sextíu ár, en menn hefðu verið snöggir að
þessu ef flugvélar hefur verið komnar til sög-
unnar. Þá hefðu landnámsmennirnir setið á
Saga Class, en Írarnir aftur í.
En af því að við erum eyjaskeggjar erum við
á stöðugu flakki. Eyjabúinn horfir á hafið og
veltir fyrir sér ævintýrunum handan þess. En
þegar hann er kominn burt uppgötvar hann að
ævintýrin voru allan tímann í kringum hann.
Þá snýr hann við en tekur áhrifin að utan með
sér. Á þann hátt erum við alltaf í viðræðum við
heiminn. Ég er ég af því að ég læri af öðrum.
Og kannski er heimurinn ekkert mikið
stærri en við. Ég meina, það er hugsanlegt að
það séu bara 280.000 manns í heiminum og
hinir séu ljósrit af okkur, sem þýðir að hér á
klettaeynni sé eitt eintak af hverjum.
Með öðrum orðum: Þegar þjóðir eru fá-
mennar skiptir hver einstaklingur miklu máli.
…
Oscar Wilde sagði að það hefði verið heppni
norrænu víkinganna sem fundu Ameríku
löngu á undan Kólumbusi að týna henni aftur.
Það er í raun alveg sama hvaða Íslending við
tökum sem dæmi. Hann endar alltaf með ein-
um eða öðrum hætti í fortíðinni: við hlið blá-
eygra víkinga, hirðskálda og konunga, einsog
Tómas gamli Jónsson.
Þetta gerir okkur auðvitað dálítið rembings-
leg með köflum, en losar okkur líka undan
minnimáttarkennd af ýmsum toga. Við erum
smáþjóð en lítum á okkur sem stórveldi. Það
hefur verið sagt að aðrar þjóðir geti þakkað
fyrir hve fámenn við erum. Á seinni hluta tutt-
ugustu aldar háðum við tvö stríð um fiskimiðin
við Breta og unnum þau bæði.
Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson var eitt
sinn spurður að því á norrænni rithöfundaráð-
stefnu í frekar niðrandi tóni hve margir
byggju í Reykjavík. Merkingin undir yfirborði
spurningarinnar var hvort eitthvað merkilegt
gæti komið úr svo fámennum stað. Thor svar-
aði því til að í Reykjavík byggju álíka margir
og í Flórens á tímum Dantes.
…
Ég: Óli hefurðu tekið eftir því hvað dúfurnar
eru með litla hausa? Heldurðu að þær séu ekki
með neinn heila?
ÉG, TÓMAS JÓNS-
SON, FJÖLNIS-
MENN OG FLEIRI
E F T I R E I N A R M Á G U Ð M U N D S S O N
Í þessari grein er fjallað um menningarlega sjálfsmynd þjóðarinnar og segir
þar meðal annars: „Tvennir tímar, tveir heimar. Við höfum lifað tvenna tíma
og búum í tveim heimum. Takist okkur að vinna úr þeim, hvíla í fangi
fortíðarinnar og faðma um leið samtímann, má segja að allt sé „í haginn
búið undir mikinn saungleik“, einsog segir í Vefaranum mikla …“
„Það er Fjölnismönnum nítjándu aldar að þakka a
að algjörlega steikt, en