Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 9 Óli: Nei þær eru með vængi. Til hvers ættu þær að vera með heila? Ég: Meinarðu að það sé betra að vera með vængi en heila? Óli: Ég held að það væri best að vera með vængi á heilanum. Þetta eru samræður tveggja drengja úr skáldsögu minni Vængjasláttur í þakrennum. Í fyrstu fundust mér þetta ósköp venjulegar samræður, en smám saman hafa þær orðið boðskapur minn. Ég er með öðrum orðum að segja að við þurfum skáldskap í líf okkar. Við þurfum anda. Við þurfum flug. Vængi á heilann. Nútíminn býður upp á margvíslegar flótta- leiðir og því skiptir máli að finna þennan anda, þetta flug, vængina. Eða kannski ekki að finna, heldur leita, stöð- ugt að leita … Að leita að innihaldi í lífinu er innihald lífsins. … Ég hef heyrt því fleygt að Björk hafi verið spurð að því á blaðamannafundi í Englandi eða Bandaríkjunum hverjir væru helstu persónu- leikar í menningarlífi Norðurlanda. Hún mun hafa svarað að það væru Karíus og Baktus. Nei, ég er svo sem enginn sérfræðingur í því hvernig þjóðir lifa af, en það gera þær líklega alveg óháð öllum skýringum á því hvers vegna þær gera það. Það er auðvelt að reikna þjóðir út af landakortinu og útskýra þær burt. Stundum er þjóðum raðað upp einsog lögum á vinsældalista og svokallaðar stórþjóðir gera tilkall til landa og auðlinda. Nú myndu margir gáfaðir menn álykta sem svo, að fámennar þjóðir einsog Íslendingar, með dreifðar byggðir, eigi sér lítinn tilveru- rétt, nema sem verstöðvar og ferðamannastað- ir fyrir sérvitringa. En þannig er málum ekki háttað: Alþjóða- væðingin veitir þjóðum sem okkar aukna möguleika. Miðpunktarnir í veröldinni færast úr stað, hugvitið getur komið hvaðan sem er. Arðbær samstarfsverkefni á milli þjóða færast stöðugt í aukana. Hugvitið er auðlind sem þurrkar burt landa- mæri, gerir þau óþörf. Heilinn er hálfgerður trotskyisti. En alþjóðavæðingin hefur líka fætt af sér meðvitund um sérstöðu hins stað- bundna. Það er einmitt í slíkri togsreitu sem miklar bókmenntir hafa oft orðið til. Að taka þátt í alþjóðavæðingunni án meðvitundar um hið staðbundna er einsog að búa á tunglinu. Við viljum ekki öll búa á sama flugvellinum. Ungt fólk í dag gerir miklar kröfur. Ef stað- urinn uppfyllir ekki óskir þess þá fer það bara. Það skiptir minna og minna máli hvar maður er. Þetta speglast í flutningi inn á þéttbýlis- svæðin, en líka í flutningi á milli landa. Unga kynslóðin í dag er kynslóð heimsborgara. Þessi staða gerir miklar kröfur til okkar. Við þurfum að halda uppi gæðum þess nútímalífs sem veitir ungu fólki möguleika á að taka þátt í framþróuninni, en líka að styrkja hið stað- bundna ónæmiskerfi með þeim hætti að þetta sama unga fólk finni sín tengsl við umhverfið, já vilji, þegar til lengdar lætur, búa heima hjá sér. Þess vegna skiptir hin menningarlega frjó- semi máli, að sköpunarkrafturinn sé virkjaður. Við þurfum að vera raunsæ og framkvæma hið ómögulega. Eða með öðrum orðum: allt þarf að vera í stöðugri endurskoðun, ekkert má taka sem gefið. Þegar við lesum gömlu rómantísku skáldin vitum við að þau hafa ekki gengið í gegnum sama heim og við, þau hafa ekki hlustað á rokktónlist, þau hafa ekki verið á netinu. En þannig þurfa tímarnir að kveðast á og ræða saman. … Eins varð ég einu sinni vitni að því þegar annað íslenskt söngvaskáld, Megas, sat á spjalli við færeyskan kollega sinn. Sá færeyski segir við Megas að það sé mál manna í Þórs- höfn að hann sé Megas Færeyja. Þá segir Megas: „Já, ég hef líka heyrt að það sé einn í USA.“ Í heiðni bjuggu guðirnir í Ásgarði, en Ás- garður var mitt inni í Miðgarði og þar áttu mennirnir heima. Þegar Miðgarði sleppti tók Útgarður við, hin villta náttúra, öræfi og klappir, og hún náði alveg heim að hafinu, en þar bjuggu jötnarnir, óvinir guðanna. Jötn- arnir héldu því fram að þeir væru eldri en guð- irnir og heimurinn því með réttu þeirra. Ég ætla ekki að hætta mér út á hálan ís goðafræðinnar, en bendi á kenningar fræði- manna sem halda því fram að þessi heims- mynd heiðninnar svari til íslenska bóndabæj- arins sem stendur einn úti í víðáttunni, í stöðugum átökum við óblíða veðráttu. Öld fram af öld var Ísland landbúnaðarþjóð- félag og bændur eini rótfasti þjóðfélagshóp- urinn þó að þeir hafi á síðustu árum verið í stöðugri útrýmingahættu. Miðgarður, Útgarður, býlið og óbyggðin. Í byrjun tuttugustu aldar voru sjávarþorpin fulltrúi hins illkynjaða jötnaheims, sem herjaði á sveitirnar og ýtti við upplausn þeirra. Sjó- sóknin dró unga sveina frá Miðgarði til Út- garðs, þar sem spillingin þreifst í mótsögn við hið heilbrigða og menningarlega sveitalíf. Eftir seinna stríð breytist þetta mynstur á þann veg að borgin og landsbyggðin verða fulltrúar þessara andstæðu heima, þó með öðr- um hætti sé. Náið samband okkar við fortíðina helgast ekki síst af því hve ung við erum sem sjálfstæð þjóð, já hve nýr nútíminn er hjá okkur. Á Íslandi er engin þriggja alda iðnaðarsaga, engar „glæstar stéttir“ sem öldum saman hafa lífað við ríkidæmi og sálarflækjur. Sjúkdómar sem herjað hafa á einangraðar yfirstéttir hafa helst tekið sér bólfestu í afskekktum fjörðum á Íslandi. Okkar sögu svipar til sögu „þriðja heimsins“ að því leyti hve stór hluti hennar er saga ný- lendu og vegna þess hve nútíminn hellist skyndilega yfir okkur og lendir í harkalegum árekstri við fortíðina en sameinast henni um leið. Tvennir tímar, tveir heimar. Við höfum lifað tvenna tíma og búum í tveim heimum. Takist okkur að vinna úr þeim, hvíla í fangi fortíð- arinnar og faðma um leið samtímann, má segja að allt sé „í haginn búið undir mikinn saung- leik“, einsog segir í Vefaranum mikla … Höfundur er rithöfundur. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ð ungu Fjölnismennirnir í dag tala gullaldarmál, að vísu með slettum og slangri og alls kyns unglingatöktum, sumt er ýkt fokking böggað geðveikt, ann- þannig á tungumálið að vera, hörku knattspyrna, átök nýjunga og hefða, flott mál sem meitlast og þróast, Megas og Jónas.“ Hugvitið er auðlind sem þurrkar burt landamæri, gerir þau óþörf. Heilinn er hálfgerður trotskyisti. En alþjóðavæðingin hefur líka fætt af sér meðvitund um sér- stöðu hins stað- bundna. Það er ein- mitt í slíkri togsreitu sem miklar bók- menntir hafa oft orð- ið til. Að taka þátt í alþjóðavæðingunni án meðvitundar um hið staðbundna er einsog að búa á tunglinu. Við viljum ekki öll búa á sama flugvellinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.