Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 FUGLINN á myndinni er skorinn út úr mammútabeini, en myndin birtist nýlega ásamt fleiri slíkum í tímaritinu Nature. Þessar smá- styttur fundust í Hohle Fels- hellinum í Suðvestur-Þýskalandi, en talið er að þær hafi verið skornar út af þeim hópi forfeðra nútímamannsins sem voru hvað fyrstir til að setjast að í Evrópu fyrir u.þ.b. 30.000 árum. Smá- stytturnar eru meðal elstu lista- verka sem fundist hafa og eru taldar veita margvíslegar upplýs- ingar um mannflutninga og trúarsiði þessa fyrstu íbúa álf- unnar. Barenboim hótar að hætta ÁFORM um að bjarga hinum þremur óperuhúsum Berl- ínarborgar voru hætt komin nú í vikunni er Daniel Barenboim, stjórnandi þýsku ríkisóperunnar hótaði að hætta störfum yrði stjórnin sem á að yfirtaka óperu- húsin ekki endurskipulögð. Naumlega var komist hjá því í sumar að óperuhúsin yrðu sam- einuð eða þeim mögulega lokað eftir að borgarstjórn Berlínar náði að sannfæra þýsku ríkis- stjórnina um að koma til hjálpar með fjárveitingu. Einn stærsti liður þeirrar áætlunar var að sameina stjórn og eignir óperu- húsanna. Að mati Barenboims er sú málamiðlun sem listrænni stjórn hans stafar af völdum stjórnarinnar óviðunandi. Hafði þýska dagblaðið Die Zeit m.a. eft- ir honum að núverandi áform veittu stjórninni lokaorðið varð- andi þau verk sem sett yrðu upp í óperuhúsinu. „Án þess að titlum sé breytt þá hafa stjórnendurnir þrír orðið að aðstoðarstjórn- endum af því að allt í einu er ein- hver kominn enn ofar sem segir til um hvað þeir mega og mega ekki gera,“ sagði Barenboim. „Ef ég get ekki sett á svið verk sem ég tel tónlistarlega mikilvægt þá vil ég ekki sinna þessu starfi.“ Óperuhúsin hafa átt í fjárhags- örðugleikum frá því ríkisframlög til þeirra voru dregin saman 1989 og hefur Barenboim barist kröft- uglega allt sl. ár við að bjarga hinni 261 árs gömlu ríkisóperu. Handritalýsingar í Royal Academy HÁTT í 200 handrit sem geyma margar fegurstu handritalýs- ingar sem er að finna má nú sjá á sýningu í Royal Academy í Lond- on. Sýningin nefnist Ill- uminating the Renaiss- ance: The Triumph of Flemish Manuscript Painting in Europe og tekur líkt og heiti hennar bendir til einkum á flæmskum handritum endur- reisnartímans, m.a. verkum manna eins og Roger Van der Weyden auk fjölda óþekktra listamanna. Að sögn gagnrýn- anda Daily Telegraph telst sýn- ingin ein sú merkasta sem sett hefur verið upp í söfnum Lund- úna þetta árið. Hún er líka yfir- gripsmikil á að líta enda tók undirbúningur hennar og sýningarskrárinnar ein tíu ár. Með elstu listaverkum ERLENT María mey í meyjahóp eftir Gerard David o.fl. CARNEGIE-myndlistarverðlaunin hafa, eins og segir í inngangi Lars Bertmar, formanns stjórnar Carnegie, í bók sem fylgir sýningunni, unnið sér sess sem leiðandi myndlistarverðlaun Norðurlanda. Þar kemur allt til, glæsileg umgjörð, fagmennska á öllum stigum bæði hvað varðar val listamanna, sýninguna sjálfa og allt kynningar- efni, og síðast en ekki síst verðlaunaféð sem eftir að sýningin var gerð að tvíæringi, ásamt fleiri breytingum, nemur núna 2,1 milljón sænskra króna, eða 21 milljón íslenskra króna. Sá sem fyrstu verðlaun hlýtur fær milljón sænskar krón- ur, annað sætið gefur 600 þúsund og þriðja sætið 400 þúsund. Þá er veittur einn styrkur til ungs og upprennandi listamanns sem er að upphæð 100.000 sænskar krónur. Upphæð verðlaunafjár- ins tekur sjálfum Turner-verðlaununum langt fram en Turner-verðlaunahafi hvers árs fær 20.000 sterlingspund í verðlaun, eða um 2,5 millj- ónir íslenskra króna. Miðað við allt framantalið er það óviðunandi að Carnegie-verðlaunin snúist um að verðlauna og hampa einum miðli; málverkinu, eða málverkum og einstaka verkum sem dóm- nefndinni á hverjum tíma tekst með oft hálfhlægi- legum krókaleiðum að færa rök fyrir að jafngildi málverki. Það er ekki fallegt að skilja útundan og þess vegna er ég ekki og verð aldrei, fullkomlega sáttur við fyrirkomulag þessarar sýningar. Sýn- ingin stendur ekki fyllilega undir nafni fyrr en málarastimpillinn hefur verið þveginn af og þau verk verði lögð til grundvallar sem endurspegla myndlist í öllum sínum fjölbreytileika, myndlist sem í gegnum ólíka miðla á í lifandi samræðu við samtíma sinn. Með því að flíka málverkinu með jafn stórbrotnum hætti og hér er gert er bæði ver- ið að segja listamönnum að einn miðill sé betri en annar, auk þess sem ýtt er undir þá ranghugmynd að myndlist sé ekki myndlist nema málverk sé. Þó að innan myndlistargeirans hafi málverkið á stundum átt á brattann að sækja í seinni tíð, er fyrsta spurningin sem listamenn fá á mannamót- um samt ennþá þessi: og hvað ertu svo að mála? En burtséð frá aðfinnslunum er sýningin í háum gæðaflokki. Stórglæsileg í framkvæmd og kepp- endum er mikill heiður og virðing sýnd. Mörg góð verk eru til sýnis og þegar olíulyktin fyllir vitin við yfirferð sýningarinnar er ekki laust við að mann langi að halla sér að terpentínubrúsanum, kreista duglega úr eins og einni eða tveimur olíulitatúbum og hefja stórbrotin átök við strigann. Salurinn á vinstri hönd þegar komið er inn á sýninguna er í heild sinni mjög góður og lifandi. Í salnum er að finna mjög skemmtilegt verk Max Book „Restate“. Þá má nefna gott verk Steingríms Eyfjörð þar sem Hannes Lárusson myndlistar- maður er efniviður Steingríms og einræða Hann- esar um ástandið á íslenska listmarkaðnum er skrifuð á strigann. Þannig endurspeglar Stein- grímur einn hluta íslensku myndlistarumræðunn- ar og fer í fjölmiðlabúning, innan ramma mál- verksins. Verk Anette H. Flensburg sem fékk önnur verðlaun í keppninni eru einnig í þessum sal. Þau eru nokkuð áleitin, draumkennd og litrík, en falleg um leið. Málverkin eru af innra rými brúðuhúsa, sem maður sér ekki fyrr en eftir að hafa staldrað aðeins við. Þessi aðferð, að vinna með módel og smækkaða mynd af raunveruleik- anum, er nokkuð notuð nútímalist í dag og má þar nefna verk Katrínar Sigurðardóttur og Thomas Demand. Næsti salur við hliðina er ekki eins lifandi og þessi fyrrnefndi, það er eins og vanti neistann í heildina, þó að þarna inni séu þó mörg af bestu verkum sýningarinnar. Verkin í salnum eru helst til of eintóna. En af góðum verkum sem prýða þennan sal má nefna verk A K Dolven , „Can wo- men think“, og sérlega skemmtileg verk Jarls Ingvarssonar þar sem hann málar í mjög frjáls- legum en einföldum dráttum ritvél. Það sem kem- ur út úr ritvélinni eru málverk. Þetta eru einna skemmtilegustu og ferskustu verkin á Carnegie- sýningunni. Verk Jens Fange þarna rétt hjá eru einnig áhugaverð. Í neðri hluta myndarinnar er jafnan einhver manneskja í undarlegri stellingu, klædd eins og 18. aldar persóna, og með henni á mynd- inni eru skrautfletir og/eða hlutir. Stór hluti strig- ans er skilinn eftir í einum eða fáum hreinum lita- flötum. Þá má sjá í þessum sal punktamálverk Silju Rantanen og áhugavert er að bera þau saman við verk Olavs Christopher Jensen í salnum við hliðina; eru næstum eins og einfölduð útgáfa af þeim. Verkin höfða þó hvorug sterkt til mín. Síðast en ekki síst eru í þessum sal verðlauna- verk Ninu Roos. Í raun kemur á óvart að dóm- nefndin skuli hafa látið Ninu hafa fyrstu verðlaunin fyrir þessi verk þar sem þau eru ekki mjög spennandi. Lík- lega hefur verið horft til alls höfundarverks Ninu Roos, en hún er mjög góður málari og hefur gert bráðskemmti- leg verk í gegnum tíðina, þó- nokkuð ólík verkunum á sýn- ingunni nú. Neðri hæðin er nokkuð líf- leg. Gamaldags verk Heine Skjerning er skemmtilegt og minnir á þekkt Heklumál- verk Ásgríms Jónssonar frá 1909, þ.e. sjónarhornið og teikningin í forgrunni. Þá eru myndbandsverk Elina Brotherus heillandi, ljóðræn og falleg eins og hennar er von og vísa, en Elina hefur áður sýnt verk hér á landi í gallerí i8, eins og reyndar fyrr- nefnd A K Dolven. Athyglisverðustu verkin á neðri hæð eru hins vegar verk Kiru Wager, Mann- erheimv. 29. Þetta eru málverk þar sem tekist er á við heimilislífið og notuð til þess áhugaverð stíl- brögð. Málunarstíllinn er svo bjagaður að verkin fá á sig einkar ankannalegt og áleitið yfirbragð án þess að verða of óhlutbundin. Ég hefði viljað sjá gert betur við þessi verk á sýningunni, en þeim er stillt upp þremur í röð niðri við stigann og eru þar í hálfgerðum skugga og þrengslum. Carnegie-sýningin í ár er hvorki betri né verri en sýningar fyrri ára, enda eru sumir listamann- anna gamlir kunningjar frá fyrri sýningum. Fátt er hér nýstárlegt, hvað þá framúrstefnulegt á ferðinni. Carnegie-sýningin gerir málverkinu hátt undir höfði og tekst þar ætlunarverk sitt. Það er ósk mín að áherslan á málverkið verði lögð af í framtíðinni og öll myndlist verði metin til jafns. Hinir útvöldu MYNDLIST Gerðarsafn-Listasafn Kópavogs CARNEGIE MYNDLISTARVERÐLAUNIN Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Til 22. febrúar. Miroir eftir Elina Brotherus. Án titils eftir Eggert Pétursson. Án titils frá Habit Suddenly Broken, eftir Nina Roos. Þóroddur Bjarnason Móttökuherbergi 3 eftir Anette H. Flensburg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.