Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Háskólabíó kl. 15 Jóla- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinson. Einleikari: Björg Brjánsdóttir. Einsöngur: Jóhann Páll Jóhannesson. Kór Kárs- nesskóla, nemendur úr List- dansskóla Íslands. Langholtskirkja kl. 23 Jóla- söngvar Kórs og Gradualekórs Langholtskirkju. Einsöngvarar: Bergþór Pálsson og Ólöf Kol- brún Harðardóttir. Hljóðfæra- leikarar: Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Monika Abendroth harpa, Jón Sigurðsson kontrabassi, Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel, Kjartan Valdemarsson píanó og Pétur Grétarsson trommur. Stjórnandi:Jón Stefánsson. Tón- leikarnir verða einnig á sunnu- dag kl. 20. Sunnudagur Áskirkja kl. 17 Kammersveit Reykjavíkur. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari leikur fjóra uppá- haldskonserta sína, fjóra fiðlu- konserta, eftir Bach. Með henni leika Daði Kolbeinsson á óbó og Unnur María Ingólfsdóttir á fiðlu. Dómkirkjan kl. 17 Dómkór- inn í Reykjavík og Unglingakór Dómkirkjunnar syngja jóla- söngva. Stærsta verkið sem flutt verður er Fantasia on Christ- mas Carols eftir R. Vaughan Williams í þýðingu Heimis Pálssonar. Einsöngvari eru Bergþór Pálsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó og Steef van Oosterhout á klukkuspil. Saman flytja kór- arnir fjárhirðasönginn Það sem englasveitir sungu eftir M. Praetorius í þýðingu Sigur- björns Einarssonar og Blíða nótt, blessaða nótt í nýrri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Stjórnendur kóranna eru þau Marteinn H. Friðriksson og Kristín Valsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Hásalir, Hafnarfjarð- arkirkju kl. 20 Kór Flens- borgarskólans í Hafnarfirði sem Hrafnhildur Blomsterberg stjórnar heldur, ásamt gestum, árlega jólatónleika. Með kórn- um kemur fram Kór Öldutúns- skóla undir stjórn Egils Friðleifs- sonar. Á efnisskrá eru fjölmörg hátíðarlög og skemmtilög ásamt lögum í útsetningum sem sjaldan heyrast á Íslandi. Áskirkja kl. 21 Kór Áskirkju heldur jólatónleika og eru þeir síðasti liður í afmælisdagskrá sem haldinn hefur verið í tilefni 20 ára vígsluafmælis Áskirkju og 40 ára afmælis Áspresta- kalls. Eingöngur: Bjartur Logi Guðnason, Hjálmar Pétursson og Þórun Elín Pétursdóttir. Stjórnandi er Kári Þormar. Fríkrikjan í Reykjavík kl. 22 Aðventuvaka í umsjá Öllu, Ásu og Önnu Siggu. Kyrrlát dagskrá með kertaljósum, hug- leiðingum og ljúfum tónum. Aðgangur er ókeypis. Mánudagur Víðistaðakirkja kl. 22 Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði er með árlega jólavöku. Auk Þrasta, undir stjórn Jóns Kristins Cortez, kemur fram Lúðrasveit Hafnarfjarðar undir stjórn Þor- leiks Jóhannessonar, Kór Öldu- túnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar og nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Selfosskirkja kl. 22 Jóla- vaka Samkórs Selfosskirkju. Stjórnandi kórsins er Edit Moln- ar. Undirleikari Miklós Dalmay. Gestir Samkórsinseru Katrín Sigurðardóttir, einsöngvari og bóndi í Ásum í Gnúpverja- hreppi, og eldri barnakór Sel- fosskirkj, undir stjórn Glúms Gylfasonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Steingrímur Þórhallsson organisti. Hallveig Rúnars-dóttir sópran ogSteingrímur Þór-hallsson organisti halda kyrrðartónleika í Nes- kirkju kl. 21 á mánudags- kvöld. Hallveig hefur komið fram sem ein- söngvari víða og söng í fyrra hlutverk Fiordiligi í óperunni Cosi fan Tutte eftir Mozart með Óperustúdíói Austurlands. Steingrímur hefur komið víða fram bæði sem einleik- ari og sem undirleikari kóra og í hljómsveitum og má þar nefna tónleika sem hann hélt á Klais-orgel Hallgríms- kirkju í ágúst síðastliðnum. Hann er nú organisti og kantor í Neskirkju. Eru þetta hefðbundnir að- ventutónleikar, Hallveig? „Nei, kannski ekki alveg. Þarna verður ekkert átt við halelúja glohohohohoríu- trillurnar. Það á við á öðrum tímum en það er líka hátíð- legt. Þegar við ákváðum að vera með tónleika um jólin þá vildum við hafa þá svolít- ið öðruvísi. Fólk kemur og hlýðir á fallega aðventu- sálma, Maríukvæði en einnig flytjum við tónlist eftir Bach og Händel, allt á kyrrum nótum. Kirkjan verður ein- göngu lýst með kertaljósum og það verður ekki klappað milli atriða. Tónlistin verður ein samfelld heild í u.þ.b. klukkutíma því Steingrímur verður með spuna milli verkanna. Við reynum að gera eins fallega og eins vel og okkur er mögulegt. En þessir tónleikar eru ekki síst hugsaðir fyrir okkur sjálf til tilbeiðslu og íhugunar. Út frá því valdi ég textana. Við verðum einnig í lág- stemmdri miðnæturmessu í Neskirkju á aðfangadags- kvöld. Þar syng ég í kvartett gamla ítalska miðalda- tónlist.“ Hvernig er samstarfi ykk- ar Steingríms háttað? „Við Steingrímur höfum unnið mikið saman. Við kynntumst í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og höfum verið vinir síðan. Við eigum ofsalega vel saman sem tón- listarmenn. Höfum mjög lík- ar hugmyndir um tónlist, t.d. berum við bæði mikla virðingu fyrir tónlist og lát- um aldrei neitt frá okkur nema það sem við erum full- komlega ánægð með. Tón- listin gengur fyrir hjá okkur og við erum bara farvegur. Það má kannski segja að við séum baksviðs þó við séum aðalleikarar. Við héldum svipaða tónleika í Landa- kotskirkju árið 1998, rétt áð- ur en við fórum bæði utan til náms, ég til London en hann til Páfagarðs. Við komum heim á sama tíma og höfum verið mjög samstiga.“ Finnst þér þessi tími að- ventunnar hávaðasamur? „Já, mér hefur fundist há- vaðinn fara stigvaxandi ár frá ári, en fyrir mér eru þetta ekki jólin. Mér fannst ekkert veita af því að bjóða uppá lágstemmda tónleika. Ég vil gefa fólki færi á að upplifa kyrrðina, fara inná við og finna frið hátíð- arinnar sem í vændum er. Því verða tónleikarnir fyrst og fremst mjög trúarlegir og einlægir.“ Er orgelið ekki hávaða- samt? „Nei, nei, það er hægt að spila á orgel bæði hátt og lágt. En það þarf ansi stórt orgel til að yfirgnæfa mig,“ segir Hallveig og skellihlær. Ekki átt við Glohohohor- íu-trillurnar STIKLA Kyrrðar- tónleikar í Neskirkju helgag@mbl.is Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gallerí Hlemmur: Egill Sæ- björnsson. Til 20. des. Gallerí Skuggi, Hverfis- götu 39: Áslaug Arna Stef- ánsdóttir. Til 21. des. Gallerí Sævars Karls: Claus Egemose. Til 31. des. Gerðarsafn: Carnegie Art- verðlaunin.Til 22. feb. Gerðuberg: Myndskreyt- ingar úr nýjum barnabókum. Til 11. jan. Hafnarborg: Afmælissýn- ing Hafnarborgar. Jólasýn- ing: Fyrstu jólin. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Bragi Ás- geirsson. Til 25. febr. Hús málaranna, Eiðis- torgi: Þór Magnús Kapor og Benedikt S. Lafleur. Til 21. des. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Undir stiganum: Magnús Logi Kristinsson. Til 10. jan. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Fjölbreytt jóla- sýning. Til 4. jan. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið fyrir hópa eftir samkomulagi í desember og janúar. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960–80. Til 11. jan. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ólafur Magn- ússon – konunglegur hirð- ljósmyndari. Til 4. jan. Dom- inique Perrault arkitekt. 21. des. Erró-stríð. Til 3. jan. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Ferðafuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Listhús Ófeigs: Ína Salóme. Til 30. des. Mokkakaffi: Olga Pálsdóttir. Til 10. jan. Nýlistasafnið: Samtímalist í aldarfjórðung – 1978–2003. Til 21. des. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýning. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Breski listamaðurinn Adam Barker-Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teikni- myndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Leiðsögn alla laugardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Staðarlistamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Fredie Beckmans. Til 11. jan- úar. Snorri Ásmundsson. Til 8. jan. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins – Jóhannes úr Kötlum. Hvað er heimsminjaskrá UNESCO? Til 31. des. Leiklist Borgarleikhúsið: Grease, lau. Tjarnarbíó: Ævintýrið um Augastein, sun. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi árdegis á fimmtudegi, á netfangið menning@mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Egill Sæbjörnsson sýnir í Galleríi Hlemmi. Á UNDANFÖRNUM árum hefur skapast hefð fyrir því á Þorláksmessu, að vegfar- endur fái að hlýða á „ten- órana þrjá“ á svölum Kaffi Sólons í Bankastræti kl. 20.30. Söngur þeirra er orðinn hluti af þeirri stemmningu sem skapast í miðborg Reykjavíkur á Þor- láksmessu. Tenórarnir þrír eru ekki þeir sömu ár frá ári, enda ræður oft hvaða stórsöngvari er heima hverju sinni. Í ár eru það Kolbeinn Ketilsson, Þorgeir J. Andrésson og Snorri Wium, sem syngja nokkur vel valin jólalög og þekktar aríur af svölunum. Í ár verður sú nýbreytni höfð á að tenórarnir þrír fá þrjár sópransöngkonur sér til fulltingis, þær Valgerði Guðnadóttur, Huldu Björk Garðarsdóttur og Öldu Ingi- bergsdóttur. Það er Höfuðborgarstofa sem stendur fyrir tónleik- unum. Tenórar og sópranar á svölum Kaffi Sólons Snorri WiumÞorgeir J. Andrésson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kolbeinn Jón Ketilsson er einn af tenórunum þremur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.