Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 9
má nefna aðstæður skapandi einstaklinga í
gagnrýnni andstöðu við ríkjandi öfl samfélags-
ins. Stephan reyndi einlægt að styðja viðleitni
manna til menntunar og fræða þótt hún væri
fálmandi. Þessir þræðir eru ofnir með ýmsum
hætti inn í meginþráð ævisögunnar.
Um leið og frásögnin veitir yfirsýn myndast
spenna milli heildarinnar og stakra þráða. Sög-
ur af einstaklingum eru ekki línulaga, þær eiga
að sýna margslunginn „vef mannlegra
tengsla“.7 Ljúka þurfti uppkasti að öllu verkinu
áður en hreinritun hófst einmitt til að glíma við
þetta atriði – hvernig einstök atriði tengjast
hinum samsetta vef og heildarframvindunni.
Sjálfssköpun
„Satt er það sem mælt er að engi maður
skapar sig sjálfur“, sagði Grettir sterki en því
neitaði Stephan. Hann var ekki tímaskekkja
eins og Grettir og Don Kíkóti heldur á undan
sinni samtíð. Með fróðleiksfýsn og sköpunar-
þörf að vopni tók hann örlög sín í eigin hendur.
Hann tileinkaði sér hugmyndir Emersons um
sjálfstraust og sjálfssköpun. Þegar Stephan
flutti til Kanada kom hann sér fyrir í útjaðri
mannlegs samfélags og reyndi að skapa sjálfan
sig og hið litla sjálfsþurftasamfélag landnem-
anna. Í þeirri stöðu gat hann ræktað sjálfs-
myndina af bónda sem orti akur og kvað sér til
hugarhægðar. Þegar sú mynd var smíðuð sá
hann heiminn af hærri sjónarhól, greindi hann,
gagnrýndi og skopaðist að honum. En þegar
leið á ævina snerist sjálfssköpunin upp í varn-
arbaráttu þegar stríð, kapítalismi, firring og
nútími þrengdu að. Stephan var sjálfstæður
bóndi sem komst þó ekki hjá því að sá æ meir í
akur óvinar síns þótt hann tæki þátt í pólitískri
baráttu bænda gegn auðmagninu.
Við ritun ævisögunnar þurfti að takast á við
sjálfssköpun Stephans, hvernig hann kynnir
sjálfan sig fyrir framtíðinni í verkum sínum og
bréfum. Hann var fljótur að setja saman sjálfs-
ævisögubrot fyrir Baldur Sveinsson, það sýnir
hve skýr sjálfsmyndin var.8 Óhjákvæmilega
myndast spenna milli sjálfsmyndar Stephans
og þeirrar sögu sem ævisagan rekur. Ævisögu-
höfundur má ekki láta viðfangsefnið taka af sér
völdin. Hann verður sjálfur að túlka athafnir
og innra líf söguhetjunnar og setja fram sem
sitt eigið verk. Þegar menn skrá eigin ævi líta
þeir á ferilinn sem leið að áfangastað. Ævisaga
þarf að ljúka mynd af söguhetjunni en sú mynd
getur hæglega verið brotakennd, mótsagna-
kennd og jafnvel allt önnur en sjálfsmynd
söguhetjunnar.
Spennan milli sjálfskynningar Stephans og
þeirrar myndar sem ævisagan dregur upp sést
vel í frásögninni af síðustu mánuðunum sem
hann lifði. Í bréfum skopast hann að sjálfum
sér og virðist æðrulaus í baráttu við dauðann.
Ekki þarf að fara í grafgötur með að sú barátta
hafi verið mun sársaukafyllri en hann gefur til
kynna með þessum hálfkæringi. Jafnvel Krist-
ur bað föðurinn að taka slíkan kaleik frá sér, í
angist dauðans varð sviti hans eins og blóð-
dropar (Lúk. 22: 42–44). Bréf Helgu og Rósu
bera vott um að barátta Stephans hafi verið
erfið og hann hafi jafnvel örvænt á stundum.
Samt er sem Stephan hafi dáið sáttur. Hann
aflaði sér þekkingar og menntunar, fann striti
sínu skapandi merkingu og mótaði veraldlega
trú á það að yrkja jörðina nýjum kynslóðum.
Með því komst hann út úr þeim vítahring erf-
iðis sem faðir hans hafði setið fastur í. Sú sátt
Stephans var niðurstaðan af fjölþættri átaka-
sögu.
Heimildir:
1 Páll Skúlason. „Hugleiðingar um heimspeki og frá-
sagnir“. Pælingar Reykjavík 1987: 39-40.
2 Sigurður Gylfi Magnússon. Menntun ást og sorg.
Reykjavík 1997: 16-17
3 Mikhail Bakhtin. Speech Genres & Other Late Essays.
Austin 1986: 159-170.
4 Mikhail Bakhtin. „Discourse in the Novel“. The
Dialogic Imagination, Austin 1981: 249-422.
5 Paul Ricoeur. Time and Narrative I. Chicago 1984: 66.
Immanuel Kant. Kritik der reinen Vernunft. Frank-
furt am Main 1974 [1787]: 184.
6 Carlo Ginzburg. „Einasagan: Eitt og annað sem ég
veit um hana“. Molar og mygla. Ritstjórar Ólafur
Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein. Reykjavík 2000:
51.
7 Hannah Arendt. The Human Condition. Chicago 1998:
184.
8 Úlfar Bragason. „Orð vex af orði. Um sjálfsævisögu-
drög Stephans G. Stephanssonar“. Andvari 118 (1993):
110-120.
Höfundur er bókmenntafræðingur í Reykjavíkur-
Akademíunni.
„Svo er annað, í bréfum er oft eina „æfisagan“ að gagni – ég á við þá sem æðst er og innanbrjósts.
Þau eru eins og skjáir á þekju úti, þeim sem inni er, sýna með því hvernig stráin beygjast, hvaðan
vindurinn stendur, það er að segja, þau sem eru um annað en veðurfar og búrdalla,“ sagði Stephan .
F
yrir nokkru mátti fræðast um þær
staðhæfingar Þorvaldar Þorsteins-
sonar í Lesbók Morgunblaðsins (27.
mars 2004) að allir menn væru
skapandi, en fáir vissu af því, og að
það væri misskilningur eða lygi að
listamenn einir réðu yfir sköpunar-
gáfu. Máli sínu til stuðnings stillir
Þorvaldur viðurkenndum klisjum um háleitar list-
ir og þjóna þeirra, listamennina, upp sem and-
stæðu við daglegt amstur venjulegs fólks. Þetta
útspil Þorvaldar er auðskilið og í raun engar frétt-
ir fyrir þá sem lengi hafa barist í því að sinna list-
rænu starfi og hafa efasemdirnar einar með í far-
teskinu. Það sem hins vegar er frétt í málinu er
það að Þorvaldur er þarna að leita til almennings
sem hráefnis (í listaverk?) og það gerir hann
grímulaust. Hann byrjar grein sína, eða auglýs-
ingu eins og hann vill kalla þetta skrif sitt, á því að
tilkynna þá augljósu staðreynd að sköpunargáfa
sé almenn og listirnar takmarkaðar, því þær rúmi
ekki allt mannlegt atferli.
Hann bætir síðan í og leggur áherslu á að hon-
um finnist allt sem venjulegt fólk tekur sér fyrir
hendur vera af sömu rótum runnið og listrænt
starf og því jafnt að gæðum og inntaki. Annað er
varla hægt að ráða af auglýsingunni, enda engu
púðri eytt í að skilgreina sköpunina eða sköpunar-
gáfuna og einungis gefið í skyn að rætur sköp-
unarskilningsins séu ættaðar úr öðrum tíma, að-
stæðum og viðhorfum sem lítið hafi með veruleika
okkar og samtíma að gera. Látum það gott heita.
Nú er það auðvitað þekkt að hugmyndin, eða
eigum við að segja staðreyndin, um upphafningu
listarinnar er gamalt fyrirbæri. Daglegt bjástur
manna og handverk var um langan aldur höfund-
arlaust og í sjálfu sér ekki þörf á slíku í guð-
dómlegu sköpunarverkinu þar sem Höfundurinn
var einn og allir hans þjónar. Þegar hins vegar
listamenn og kaupahéðnar sáu hvers virði original
hugmynd og listaverk gat verið, bæði í andlegum
og veraldlegum skilningi, var stutt í að menn sign-
eruðu sitt pródúkt. Upphafningin hins vegar er
yngra fyrirbæri og á sér rætur í því að menn
reyndu af veikum mætti að skilja þá óumræðilegu
dýpt sem falist gat í vel hugsuðu og óræðu lista-
verki. Þessi skilningsárátta á dulmagni listarinnar
hefur heldur vaxið síðan eins og þekkt er. Upp-
hafning athafnarinnar „að skapa“ er hins vegar
hástig þessa hugsunarháttar og beinist fyrst og
fremst að þeim sem skapar og minna að því sem
hann gerir – þetta er allt að því átrúnaður á Lista-
manninn sem guðlega veru. Skilji ég Þorvald rétt,
þá er hann ekki hrifinn af slíkri dýrkun og vill
hvorttveggja í senn, fella listamanninn af stalli og
upphefja dagsdaglegar athafnir sem hliðstæðu
listrænnar sköpunar.
Upphafning hins almenna og höfnun eða nið-
urfærsla hins háleita er á margan hátt áhugaverð
hugmynd, en að mínu viti ber hún í sér tilbreyt-
ingalausa flatneskjuna. Og þegar hugmyndin er
sett fram með þá blekkingu að leiðarljósi að
„einkaréttur listamanna á hugmyndaflugi og frjó-
um huga [hafi] rænt okkur meðvitundinni um þau
tækifæri sem felast í öðrum starfsgreinum …“ er
eins og allt vit sé úr henni og verið sé að afhjúpa
eitthvert samsæri. Hver rændi hvern hverju?
Hafa listamenn, menningarstofnanir og jafnvel
samfélagið allt rænt almenning „[leyfinu] til skap-
andi tjáningar í lífi sínu og starfi“? Hvernig fór
það rán eiginlega fram og er samfélagið að ljúga
einhverju í sjálft sig? Er samfélagið að gera ein-
hverja vitleysu með því að meta frumlega nýsköp-
un að verðleikum, sama hvaðan hún kemur? Er
ályktun Þorvaldar um jafnræði allra athafna og
athafnamanna sönnun þess að allt og allir séu að
skila af sér merkilegum afurðum af því þeir geta
ekki gert neitt án þess að teljast skapandi? Hér
held ég að Þorvaldur sé á hálum ís, enda ljóst að
það eitt að draga lífsandann telst til sköpunar-
atburðar og vitnar um „… návist sköpunarmátt-
arins í daglegum samskiptum fólks …“ Ég sé ekki
betur en eitthvað annað og duldara hangi á spýt-
unni en löngun hans til allsheljarleiðréttingar á
óþolandi ástandi.
Nú er það rétt hjá Þorvaldi að „sköpunargáfa
mannsins spannar svið sem er langtum víðfeðm-
ara en nokkur upptalning á listgreinum eða
tæknibrellum nær yfir“. Það þarf enga sérstaka
lindarheila til að sjá það í hendi sér, en það sem
hins vegar orkar tvímælis er að það „að gera eitt-
hvað“ beri endilega vott um skapandi huga. Það
að draga menn í hópa eftir athafnasemi sinni ber
ekki vott um annað en að þeir sem sinna sköpun á
því sviði eru nefndir eftir starfsgrein sinni – lista-
menn skapa listaverk og bændur sinna búskap.
Það að bændur og útgerðarmenn og sjómenn hafi
heil ráðuneyti sem ráðskast með störf þeirra ber
ekki vott um annað en það þurfi að koma böndum
á sköpunarþörf þeirra og athafnasemi. Það segir
sitt um mikilvægi starfanna, en ekkert um inni-
hald starfsins sem skapandi framlags, og á sama
hátt má segja að listasöfn og menningarstofnanir
starfi í þágu þeirra sem sinna listsköpun og jafn-
framt þeirra sem vilja heimsækja þau. Hvort
listasöfn hins vegar eru mikilvægari en búgarðar
eða frystitogarar í samfélaginu er algerlega ab-
strakt spurning. Ég reikna með því að margir
listamenn teldu frystitogara merkilegri og áhuga-
verðari vinnustað en listasöfn eða vinnustofur sín-
ar og öfugt, en slík pæling segir akkúrat ekkert til
um mikilvægi sköpunarinnar eða starfanna á
hvorum stað fyrir sig. Það að veiða fisk og verka í
svöngum heimi er göfugt starf og stundum arð-
bært að auki, en ég hef ekki orðið var við það í
mínu lífi að það teldist óæðra starf vegna þess að
það eru til listamenn í samfélaginu og sumir
þeirra meira að segja metnir að verðleikum. Á
sama hátt get ég ekki séð að listamenn séu slíkir
hálfvitar að halda því fram að þeirra störf séu
merkilegri en sjómanna, af því að þeir eru að leit-
ast við að skapa listaverk sem eiga sér fáar ef
nokkrar hliðstæður. Störfin eru bara ólík. Og á
sama hátt get ég ekki séð vitleysuna í því að lista-
söfn safni list, frekar en læknaminjasafnið safni
læknaminjum og báðar stofnanirnar geri þeim
hlutum hátt undir höfði. Eða að Lesbókin sinni
menningu, listum og þjóðfræði og dreifi jafnvel
hugmyndum listamanna og auglýsingum um
námskeið. Það er hlutverk stofnana að rétta fram
afurðir sínar svo aðrir megi njóta þeirra og því
hafna ég kenningu Þorvaldar um að með því móti
sé um leið verið að gera lítið úr öðrum þáttum eða
störfum í samfélaginu og draga menn í dilka.
Fjöldi listamanna hefur unnið á mörkum hins
almenna og sértæka á undanförnum árum líkt og
Þorvaldur og hefur stundum verið kallað inngrip
eða íhlutun og „intervention“ á erlendum málum.
Ástæður slíkra þreifinga eru margþættar eins og
vænta má, en samandregið má segja að listamenn
hafi með markvissum hætti reynt að stækka
mengi listarinnar og færa út landamæri með því
að auka þátttöku almennings í listsköpun og
draga fram mikilvægi almennrar sköpunar.
Í flestum ef ekki öllum þeim tilfellum sem ég
þekki til er þetta gert af mikilli nærfærni og skiln-
ingi á samfélaginu og framlagi hvers og eins. Þar
er unnið með fólki, en ekki með það. Það hins veg-
ar að líta á fólk sem hráefni í námskeið hjá lista-
manni „til hvatningar fyrir þá sem langar að
kynnast eigin sköpunargáfu og eru tilbúnir til að
taka ábyrgð á því að vera skapandi einstaklingar á
sínum vettvangi“ ber vott um óvenjumikinn hroka
gagnvart skapandi fólki hvar í stétt sem það
stendur. Þarna stendur LISTAMAÐURINN
frammi fyrir hráefni sínu og bíður þess að afhjúpa
leyndardómana í efninu. Þvílík klisja um stöðu
listamannsins! Ég hef ekki séð listamann taka sér
hærri stöðu gagnvart öðru fólki og öðrum störfum
en hér um ræðir, enda algert nýmæli að listamenn
taki aðra skapandi einstaklinga í meðferð í eigin
ágæti. Þetta er „stofnanavæðing sköpunarinnar“ í
sinni leiðinlegustu mynd og hástig handleiðslunn-
ar, enda blasir við að þarna er Listamaðurinn að
setja sjálfan sig í hlutverk afhjúpandi kyndilbera
sannleikans og ég nefndi hástig upphafningarinn-
ar hér að framan.
Í grein í þessari sömu Lesbók er Þorvaldur
sagður „afhjúpa listheiminn sem upphafinn
strúktúr“. Það gerir hann ekki, en mér sýnist
hann miklu fremur afhjúpa Listamanninn sjálfan
sig sem upphafinn strúktúr á námskeiði sem á að
afhjúpa sköpunargáfu annarra með hans eigin
listrænu meðulum. Þarna er Listamaðurinn í há-
sæti og það grágrettnislega er að þetta er enn ein
sönnun þess „að sköpunargáfan [hefur] fyrst og
fremst tekið sér bólfestu í fólki sem tengist háleit-
um listum og viðurkenndu menningarstarfi“ og
ætlar að verða lífseigt fyrirbæri. Þetta er því ekki
góð hugmynd og hittir sjálfa sig fyrir í því að hefja
listamanninn á hærri stall en áður. Nóg er nú
samt.
Höfundur er myndlistarmaður.
ALLIR AFHJÚPAÐIR
Að líta á fólk sem hráefni í námskeið hjá listamanni,
eins og Þorvaldur Þorsteinsson gerði í Lesbók nýlega,
ber vott um óvenju mikinn hroka gagnvart skapandi
fólki hvar í stétt sem það stendur, segir í þessari grein.
E F T I R K R I S T I N E . H R A F N S S O N