Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júlí 2004 N orrænu samtímalistahátíðinni Moment- um í Moss í Noregi lauk um síðustu helgi. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin í þessum 30.000 manna bæ rétt utan við Osló. Momentum-hátíðin hefur vakið verð- skuldaða athygli á alþjóðlegum vett- vangi og er viðamesta hátíð af þessu tagi á Norðurlöndunum. Hún samanstendur af stórri myndlistarsýn- ingu, málþingum og öðrum listviðburðum í samvinnu við menn- ingarstofnanir bæjarins. Jorn Mortensen, stjórnandi Momentum, segir að eftir tveggja ára frestun á hátíðinni og ákveðnar efasemdir um virði hennar hafi nú verið gerðar ráðstafanir sem tryggja að samtímalistahá- tíðin í Moss sé komin til að vera. Vegur þar þyngst pólitískt sam- þykki ríkis og bæjar sem fjármagna sýninguna að verulegu leyti, og það að aðalsýningin hefur fengið 2.500 fm húsnæði til fram- búðar sem áður hýsti bruggverksmiðju bæjarins. Viðfangsefni sýningarinnar í ár sé einfaldlega Norðurlöndin sjálf, ekki bara sem landfræðilegt fyrirbrigði heldur einnig sem pólitísk hug- mynd. Málefnum á borð við fjölmenningu, flökkuhópa, stjórnmálatengd trúarbrögð, eftirnýlendustefnu og hnattvæðingu hafi vissulega verið gefinn gaumur áður, en eftir 11. september 2001 séu þessi málefni orðin brennandi. Sýningarstjórarnir eru tveir, Norðmaðurinn Per Gunnar Tverbakk og Ítalinn Carolina Corbette, þau hafa valið 39 listamenn til að taka þátt í sýningunni, 30 karlmenn og 9 konur. Í yfirlýsingu þeirra segja þau að Momentum 2004 velti m.a. upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi Norðurlandanna gefi mögu- leika á því að samþætta meiri menningarfjölbreytni og þjóðleg sérkenni. Verk Ragnars Kjartanssonar Colonism er innsetning sem samanstendur af myndbandi af dönskum nýlenduherra frá fyrri hluta síðustu aldar að níðast á íslenskum kotbónda, blýantsteikn- ingum af skútum og slatta af skemmdu korni á gólfinu. Mynd- bandið ber sterkan keim af leikhúsuppfærslu, er sett upp á kóm- ískan en dramatískan hátt, með hefðbundinni leikmynd og leikmunum. Nýlenduherrann er túlkaður af atvinnuleikara, en Íslendingurinn lúbarði og niðurlægði er leikinn af listamanninum sjálfum. Ragnar sýndi þetta verk fyrst í Danmörku við lítinn áhuga heimamanna sem fannst það ekki einu sinni fyndið. Þá sýndi hann innsetninguna hér heima á síðasta ári í Kling og Bang þar sem það þótti mjög fyndið, á sama hátt og þegar sögulegir at- burðir eru teknir fyrir í áramótaskaupi, og við fáum tækifæri til að hlæja að því hvað stutt er síðan við vorum skítug, illa menntuð og létum fara illa með okkur. Nýlenduherrann er hér tákngerv- ingur siðmenningarinnar og valdsins en kotbóndinn hins frum- stæða og ósiðaða manns sem komið er fram við eins og dýr. Hann situr undir uppnefnum á borð við svín og skítur, og kemur fyrir sjónir sem aumkunarvert úrhrak sem hefur ekki til að bera neinn vott af sjálfstæðum vilja né reisn þar sem hann er emjandi og æj- andi á fjórum fótum meðan nýlenduherrann hýðir hann á beran rassinn. Þetta er hin kaldhæðna sjálfsmynd sem við Íslendingar losnum ekki við eða ríghöldum í á sama tíma og við höfum komist í hóp forréttindaþjóða, „siðmenntast“ að hætti nýlenduherranna, öðlast sjálfstæði og fullgildan sess meðal annarra landa í Vestur- Evrópu. Ef gengið er alla leið við að lesa verkið sem sjálfsmynd má álykta sem svo að báðar persónur verksins túlki sjálfsmynd Íslendinga í dag og sé kannski skýringin á einkennum þjóðarsál- arinnar, sem virðist vera blanda af yfirburðamikilmennsku og inngróinni minnimáttarkennd. Það er áhugavert hvað þetta verk hans Ragnars breytist eftir því hvar og í hvaða samhengi það er sýnt, því upplifun á verkinu er allt önnur þegar það er sýnt utan Danmerkur og Íslands í víðara sögulegu eða pólitísku samhengi eins og í Moss. Þá fjallar verkið ekkert endilega lengur um sam- skipti þessara tveggja landa í fortíðinni, eða um sjálfsmynd Ís- lendinga, heldur getur skoðast sem sammenningarlegt fyrirbæri sem hægt er að finna hliðstæður við út um allan heim. Ekki er laust við að hugurinn hvarfli að Íraksstríðinu í þessu samhengi þar sem meintir siðferðislegir yfirburðir ákveðinna þjóða eru notaðir sem réttlæting fyrir innrásum, valdbeitingu og, eftir því sem nýjustu fregnir herma, valdníðslu af verstu sort. Danski listamaðurinn Andreas Schulenburg mótmælir þátt- töku Dana í Íraksstríðinu með verki sínu „There must be some- thing wrong“ þar sem hann hefur búið til fígúrur úr pappamassa, hvít ljóshærð ungmenni sem sitja við eldstæði og grilla pylsur. Fyrir ofan eldstæðið fljúga sprengjuflugvélar og leikhúsreykur er notaður til að framkalla súrrealískan effekt þar sem eldstæðið er orðið vettvangur stríðsins. Hans Hamid Rasmussen, sem á rætur bæði í Noregi og Alsír, vinnur stór hand- og vélbróderuð textílverk. Dúkar hans eru sýndir hangandi eins og þvottur á snúru og innihalda annars veg- ar fígúratífar tölvuskannaðar myndir sem vísa í vestræna myndahefð og hins vegar óhlutbundið skreyti eða ornament sem vísar í austræna myndahefð. Í texta sýningarskrárinnar er sagt að margvítt form verksins leyfi annars konar tengsl en þau sem eru túlkuð með bandstriki, sbr. indversk-amerískur, sem tengi bara tvö menningarsvæði í tilbúna heild, þar sem annað af tveim- ur er alltaf hærra sett eða taki sér forgang framyfir hitt. Fleiri listamenn á sýningunni velta fyrir sér mismunandi menningar- heimum og beina athygli sinni að innflytjendum í norrænu sam- félagi og þjóðfélagsstöðu þeirra sem jaðarhóps. Sirous Namazi, sem býr og starfar í Svíþjóð, sýnir skúlptúr sem hefur sama form og grænmetissöluvagn í fullri stærð. Vagninn er með viðeigandi og samþykktan útbúnað til að tengjast aftan í bíl sem dregur hann á milli staða, eins konar heimili á hjólum. Litríkir ávaxta- og grænmetissölustandar eru algeng sjón í stærstu borgum Evrópu og eru vel metnir sem slíkir. Með því að sýna slíkan vagn gal- tóman vill Namazi vekja athygli á þessum innflytjendum sem lifa og hrærast í samfélaginu á sama tíma og þeir eru í raun fyrir ut- an það, eru einangraðir og upplifa sitt nánasta menningar- umhverfi með tilheyrandi lífsstíl aðeins sem áhorfendur. Hin sænska Margareta Klingberg nálgast viðfangsefni sitt á annan hátt þar sem hún hefur fylgt eftir milli landa hópi Taílend- inga sem koma á hverju ári til Noregs og vinna við berjatínslu fyrir norskar og sænskar sultuverksmiðjur og skrásett í ljós- myndum líf þeirra og starf. Þessi hópur fólks ferðast á milli landa og vinnur árstíðabundin verk á milli þess sem hann vinnur á hrís- grjónaökrum í heimalandi sínu. Í sýningarskrá segir að tími hnattvæðingarinnar einkennist af frjálsu streymi fjármagns, en eins og margir gagnrýnendur hafi bent á sé fólkinu sjálfu ætlað að vera þar sem það er, að minnsta kosti ef það er röngu megin í veröldinni. Taílendingarnir láta sig það engu skipta og fara að dæmi viðskiptalífsins og ferðast hvert sem er þar sem fjármagn og vinnu er að fá til að láta enda ná saman. Við getum séð þetta á jákvæðan hátt miðað við atvinnuástand í heiminum eða kosið að líta á þetta fólk sem arðrænd fórnarlömb hnattvæðingarinnar og fulltrúa undirstéttarinnar á heimsvísu. Verk Magnúsar Sigurðarsonar Diagnosis of the obvius er inn- setning gerð úr mörgum tonnum af gömlum dagblöðum sem hef- ur verið safnað saman í Moss og staflað upp í gríðarstóran vegg. Annar endi veggjarins er hruninn og þar hefur Magnús komið fyrir lúpínufræjum sem eru vökvuð daglega. Verkið er marg- slungið og býður upp á ótal túlkunarmöguleika hvað varðar tengsl menningar og náttúru. Hlutverk og vægi dagblaða er mjög mikilvægt í samfélagi okkar, samfélagi lýðræðis og tjáning- arfrelsis, en líftími blaðanna sjálfra er mjög stuttur og þau verða rotnun að bráð hvort sem þau gegna því hlutverki að þjóna sem klósettpappír eða mjólkurferna í millitíðinni. Hinn mikli massi af upplýsingum samfélagsins, sem er að miklum hluta umfjöllun um fótbolta og frægt fólk, breytist í lífrænan massa þar sem villt náttúran tekur völdin. En náttúran sjálf á undir högg að sækja gagnvart menningunni eins og allir vita. Ilkka Halso frá Finnlandi sýnir fallegar ljósmyndir af stórum stálmannvirkjum í grænni náttúrunni og vill með því beina at- hyglinni að nauðsyn þess að vernda hina ósnortnu náttúru sem er varla til lengur. En hvað telst ósnortin náttúra? Yfirleitt er átt við náttúru eða landslag sem er ósnortið af manna völdum. Ef við gefum okkur að maðurinn sé partur af náttúrunni og taki þátt í að móta hana til betri eða verri vegar eins og önnur náttúruöfl þá má líta svo á að mannvirki okkar séu jafn náttúruleg og hreiður fuglanna. Hin finnska Anu Pennanen skoðar borgarlandslagið í Helsinki út frá upplifun þess sem getur ekki séð, í náinni samvinnu við blindu leikkonuna Johönnu Röholm. Í myndbandinu Kamppi fylgjum við blindri konu um frumskóga borgarinnar, sjáum hana komast klakklaust yfir brýr, götur og tröppur með hjálp allra annarra skilningarvita en sjónarinnar í umhverfi sem vísar öðr- um veginn með sjónrænum kennileitum. Jonas Dahlberg, sænskur listamaður, vinnur röð verka undir heitinu Inviseble Cities sem snúast um blindu borgarsamfélags- ins gagnvart jaðarsamfélögum eins og minni bæjum og þorpum. Annað myndbandsverk hans á Momentum sýnir ópersónulega Pólitískar og samfélagsleg- ar áherslur Eftir Þóru Þórisdóttur tora@hlemmur.is Norrænu samtímalistahátíðinni í Moss í Noregi lauk síðustu helgi. Viðfangsefni sýningarinnar í ár var einfaldlega Norð- urlöndin sjálf, ekki bara sem landfræðilegt fyrirbrigði heldur einnig sem pólitísk hugmynd. Í þessari grein er fjallað um mynd- listina sem sýnd var og umræðuna sem hún vakti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.