Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júlí 2004 Franski leikstjórinn Jean-PierreJeunet (Delicatessen, La Cité des enfants perdus, Alien 4) leggur þessa dagana lokahönd á nýj- ustu mynd sína Un long dimanche de fiançailles sem mætti útleggjast Trúlofunin langa. Þar leikstýrir hann á ný stjörnu síðustu myndar sinnar Amelié, Audrey Tautou í ástarsögu sem á sér stund á tímum fyrri heimsstyrjaldar síðustu haldar. Aðrir leikarar í myndinni eru Jodie Foster og Gaspard Ulliel (The Broth- erhood of The Woolf). Sagan byggist á skáld- sögu eftir Sébas- tien Japrisot og segir frá Mathilde, fatlaðri stúlku sem hefur beðið þess í tvö heil ár að unnustinn snúi aftur til hennar frá vígvellinum í Somme. Þegar hún fær skeyti þess efnis að hann sé látinn neitar hún að trúa því og ákveður að hafa upp á ástinni sinni sjálf. Hún kemst að því að unnustinn hafi verið yfirgefinn ásamt fjórum öðrum í einskis manns landi og er hún staðráðinn í að finna hann þar. Mynd- in ku dramatísk í meira lagi og átaka- senur í myndinni ógnvænlega raun- sæjar. Trúlofunin langa verður frumsýnd í Frakklandi í október.    Óskarsverðlaunaleikarinn DenzelWashington er á heimavelli þegar hann bregður sér í hlut- verk raunveru- legra persóna. Því skýtur það ekki svo skökku við að hann hafi nú í hyggju að leik- stýra sjálfur kvik- myndagerð á ævi- sögu eins dáðasta skemmtikrafts síðustu aldar, Sammy Davis yngri. Myndin verður byggð á ævisög- unni In Black and White: The Life of Sammy Davis Jr. Davis yngri var frægastur fyrir að vera fyrsti svarti skemmtikrafturinn sem náði til al- mennings í Bandaríkjunum og kom reglulega fram í sjónvarpinu. Ævi- löng vinátta hans við Frank Sinatra opnaði honum margar dyr sem ann- ars hefðu verið lokaðar en Davis yngri var virkur félagi í Rottugeng- inu nafntogaða sem réð lögum og lof- um í skemmtanalífi Hollywood og Las Vegas á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Washington hefur leikstýrt einni mynd áður, dramanu Antwone Fish- er, sem hlaut almennt lofsamlega dóma. Þetta annað leikstjórnarverk- efni hans ætti þó að reynast heldur meiri áskorun enda er gert ráð fyrir að um stórmynd verði að ræða. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk Davis yngri.    Kaþólskir biskupar í Bandaríkj-unum fordæmdu sýningu á heimildarmyndinni Celibacy: Am- erica Undercover, sem sýnd var á HBO sjónvarpsstöðinni fyrir rúmri viku. Þar tengir leikstjórinn Anthony Thomas afstöðu kirkjunnar til skír- lífis við mörg helstu vandamál henn- ar, eins og kynferðislega misnotkun og brotthvarf yfir hálfrar milljónar nunna og presta frá kirkjunni frá því á sjöunda áratugnum. Biskupastofan vestra segir höfund- inn ekki skilja að ástæða fyrir skírlíf- inu sé skírlífi Jesú Krists. Hann segi ástæðuna allt aðra en andlega, og haldi því fram að mað- urinn sé ekkert meira en „hnöttur líf- fræðilegra hvata“. Í myndinni gengur Thomas út frá því að kynhvötin sé sterkari hvöt en hungrið, og í myndinni er viðtal við fyrrverandi prest sem lét gelda sig þar sem honum fannst hann ekki ráða við hvatir sínar. Denzel Washington Sammy Davis yngri. Löng trúlofun. Erlendar kvikmyndir Beint og óskilyrt lýðræði er falleg hugsjón.Rödd fólksins, skoðun meirihlutans,hlýtur alltaf að teljast sá dómur semþyngst vegur á endanum. Lengi vel var álitið að vænlegast væri að kon- ungur, einræðisherra eða menntaður einvaldur hefði vitið fyrir almúganum og ákveddi hvað hon- um ætti að finnast og hugsa. En svo ruddu lýðræð- ishugmyndir sér rúms. Urðu að endingu ofan á, í það minnsta á Vesturlöndum. Raddir fólksins fóru að skipta máli. Eins er farið í heimi menningarinnar, kvik- myndalistarinnar/-iðnaðarins. Framan af voru það blaðamenn og gagnrýnendur sem vitið höfðu fyrir hinum almenna bíógesti og sögðu honum hvað væri gott og vont, hvað hann ætti að sjá eða forð- ast. En nú á seinni tímum virðist sem dregið hafi úr áhrifamætti gagnrýnandans. Í svipinn kemur tvennt til sem skýring á því. Áróðursbrellur fram- leiðenda hafa orðið sífellt áhrifaríkari og viða- meiri. Um leið hefur sjálfstæði hins almenna bíó- gests aukist og rödd hans öðlast vettvang, sem eru gagnvirkir miðlar á Netinu. Þar er loksins orðið til ræðupúlt fyrir hina almennu bíógesti til að láta skoðanir sínar í ljós á kvikmyndum, skrifa gagn- rýni, fella sína eigin dóma. Gefa einkunnir og stjörnur. Þetta er hægt að gera á spjallþráðum eða kvikmynda- og menningarsíðum á borð við Int- ernet Movie Database, kvikmyndavef BBC, net- verslunina Amazon og íslenska vefnum kvikmynd- ir.is. Allt eru þetta mjög gagnlegir vefir sem gefa notendum kost á að segja sitt álit í orði eða með einkunn. Þeir ættu að gefa góða mynd af almenn- ingsálitinu, hvað hinum venjulega bíógesti finnst um þær kvikmyndir sem hann hefur séð. Eftir að hafa fylgst með þessum dómstóli göt- unnar síðustu árin hefur undirritaður greint ákveðna hneigð sem for- vitnilegt er að skoða. Fyrir það fyrsta þá virð- ist hinn venjulegi bíó- gestur sem gefur ein- kunn sína á Netinu almennt jákvæðari en gagnrýnendur – enda hafa síðarnefndu löngum verið ásakaðir um fúl- lyndi og óþarfa nei- kvæðni og smámuna- semi. Þá er tilhneigingin sú að nýjar myndir í bíó byrji jafnan með mjög háa einkunn, oft óeðlilega háa einkunn, sem síðan stiglækkar eftir því sem fleiri taka afstöðu. Ástæð- an fyrir þessu er augljós. Markaðsséníin hafa komist á snoðir um þessi skoðanaskipti bíógesta og eru nú markvisst farin að færa sér þau í nyt í kynningarátaki fyrir nýj- ustu myndir sínar. Með öðrum orðum þá er greini- legt að aðstandendur kvikmynda beita sér mark- visst fyrir því að fólk gefi myndum þeirra háar einkunnir á Netinu, í þeirri von að almenningur falli fyrir því og líti svo á að myndirnar séu að mæl- ast svona vel fyrir. Og hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Þetta er sára- einföld leið, og kostar ekki neitt. Undirritaður hefur auðvitað enga haldbæra sönnun fyrir því að þetta sé stundað en það blasir samt við. Miðað við þann atkvæðafjölda sem er á bak við myndir t.d. á IMDB þá er hægðarleikur fyrir kvikmyndafyrirtæki eða jafnvel kvikmyndahús að fá starfsfólk sitt til að greiða atkvæði og hafa þannig afgerandi áhrif á meðaltalið. Auðvitað koma brestir í rödd fólks- ins við þessa kláru misnotkun og því getur verið varasamt að gleypa hráa slíka dóma, jafnvel þótt sum dagblöð og bíóhús vitni í þá sem sannir og réttlátir séu. Þannig á blessað lýðræðið stundum til, eins velviljað og það nú er, að vera berskjaldað og gallað. Brestir í rödd fólksins? Sjónarhorn eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Gagnrýnendur landsins gáfu Eurotrip ekki meira en tvær stjörnur á meðan gestir á kvikmyndir.is hafa gefið henni að meðaltali 8,2 af 10 í ein- kunn sem jafngildir þremur og hálfri stjörnu. ’Markaðsséníin hafa komist á snoðir um þessi skoðana-skipti bíógesta og eru nú markvisst farin að færa sér þau í nyt í kynningarátaki fyrir nýjustu myndir sínar.‘ D oktor Oktopus er eitt vinsælasta ill- menni myndasögunnar um Kóngulóarmanninn en þessi átt- fætti skelfir kom fyrst fram þegar myndaröðin var að hefja göngu sína árið 1963. Doktorinn illi er skemmtileg útfærsla „brjálaða vísindamannsins“ sem á rætur að rekja til nítjándu aldar bókmennta og þá ekki síst hins fræga doktors Frankensteins, sem reynir að skáka skapara sínum og öðlast vald yfir lífi og dauða. Ofdramb vísindamannsins leiðir hins vegar til fæðingar skrímslis sem öðlast sjálfstætt líf, og táknar, líkt og mörg önnur skrímsli vís- indaskáldskaparsögunnar, mann- úðarleysi og óstjórnleika rök- og tæknihyggju nú- tímans. Öll raunveruleg illmenni eru jafnframt nokkurs konar spegilmynd hetjunnar, og þekkja því betur veikleika hennar en aðrir. Doktor Ottó Octavius, eins og illmennið nefndist áður en það umbreyttist, og skólapilturinn Peter Parker eiga það sameiginlegt að hafa orðið fórnarlömb ófyr- irsjáanlegrar þróunar djarfra vísindatilrauna og báðir hafa breyst í nokkurs konar samruna manns og áttfætlu. Vísindaáhuginn varð mönnunum sem sagt nokkuð afdrifaríkur, en einn grundvall- armunur er þó á hetjunni og illmenninu: Kónguló- armaðurinn nýtir krafta sína í þágu annarra, en Doktor Oktopus í eigin þágu og illum tilgangi. En hetjan er þó ekki laus við breyskleika, því í Kóngulóarmanninum 2 þarf Peter Parker að velja milli persónulegrar hamingju sem venjulegur mað- ur og hjálparstarfs í glæpahrjáðri stórborginni New York í gervi Kóngulóarmannsins. Gamall aðdáandi Kóngulóarmannsins „Ég bý til skrímsli. Það er mitt fag,“ segir Paul Catling þegar blaðamaður nær tali af honum í síma, en líkt og orð hans benda til hafði Catling yfirum- sjón með því að hanna og útfæra kvikmynda- persónu Doktors Oktopus í Kóngulóarmanninum 2. Það má vel færa rök fyrir því að Catling hafi verið rétti maðurinn í það starf því hann hefur sérhæft sig í að teikna og hanna kvikmyndaskrímsli, en eitt fyrsta verkefni hans var hönnunarvinna við óskapnaðinn sem hrellt hefur margan áhorfandann í kvikmynd Clives Barkers, Hellraiser. Catling seg- ist sjálfur mikill aðdáandi myndasögunnar um Kóngulóarmanninn, og þar hafi Doktor Oktopus verið í uppáhaldi úr röðum illmennanna. „Það er áhugavert verkefni að hanna sögupersónu sem hef- ur verið við lýði svo lengi og þegar verið teiknuð í óteljandi útgáfum. Þannig hefur maður þegar glögga mynd af því hvernig hún lítur út, og fólst mitt verkefni fyrst og fremst í því að „uppfæra“ persónuna fyrir kvikmyndina og reyna að láta hana taka á sig eins illskeytta mynd og mögulegt er,“ segir Catling. Líkt og annað sem lýtur að tæknibrellum og tölvugrafískri hönnun í Kóngulóarmanninum 2 þykir illmennið snilldarlega útfært, og til- komumikið að fylgjast með viðureign hetju og ill- mennis þar sem þeir þeytast um borgarlandslag New York. Skrímslinu Doktor Oktopus mætti lýsa sem hálfum manni og hálfri vél, en þá mynd tekur vísindamaðurinn Ottó Oktavius á sig eftir að fjórir risastórir vélarmar tengjast taugakerfi hans og fara að stjórna gjörðum hans. Catling segist hafa lagt mikla áherslu á að útfæra hönnunina með þeim hætti að hún endurspeglaði tvíklofið eðli persón- unnar. Stálarmarnir tjá þær mótsagnakenndu til- finningar sem brjótast innra með vísindamann- inum, og tákna það afl sem lokkar hann til þess að láta undan siðlausum mikilmennskudraumum sín- um. „Ég notaði snáka og slöngur sem sjónræna fyr- irmynd, en þaðan fá armarnir að miklu leyti lífræn og lipur einkenni sín. En armarnir þurftu líka að vera sterklegir að sjá, svo að áhorfendur fengju til- finningu fyrir krafti þeirra og eyðingarmætti. Erf- iðasta úrlausnarefnið var í raun það að gefa skrímslinu þá eiginleika að geta í senn kýlt í gegn- um múrvegg og framkvæmt liprar fínhreyfingar,“ segir Catling. Þriggja deilda persóna Það tók Catling rúma fjóra mánuði að ljúka við sinn hluta verkefnisins, og skila teikningum til tækni- deildarinnar. „Mitt starf heyrði í raun undir bún- ingadeildina, og í flestum tilfellum hefði það ein- göngu falist í því að hanna fatastíl persónunnar. En í tilfelli Doktor Oktopus var málið örlítið flóknara,“ segir Catling og hlær við. „Þannig unnu þrjár stór- ar deildir, búningadeild, tæknibrelludeildin og tölvugrafíkdeildin, í nánu samstarfi við að gæða ill- mennið lífi. Ekki má síðan gleyma þætti Alfreds Molina við að fullkomna persónuna, en á köflum þurfti hann beinlínis að „leika á móti“ örmunum ill- skeyttu.“ Catling segir svona starf ekki vænlegt til árang- urs ef ekki er haldið utan um það af góðum leik- stjóra. „Það er stórkostlegt að vinna með Sam Raimi. Hann er líklega fyndnasti maður sem ég hef kynnst, hann hreinlega reytir af sér brandara allan daginn. En fyrst og fremst er hann afar hæfi- leikaríkur, og hefur gott lag á því að vinna með fólki. Það kemur sér vel í stórum kvikmyndum á borð við Kóngulóarmanninn 2, þar sem mikið er um tækni- og tölvubrellur. Hann hefur mjög sterka sýn á það sem hann er að gera en tekst á einstakan hátt að virkja framlag annarra meðan hann stýrir þeim í rétta átt. Ég held að bestu kvikmyndirnar verði til þegar svona fólk er við stjórnvölinn,“ segir skrímslahönnuðurinn Paul Catling. Skrímsli eru mitt fag Leikstjórinn Sam Raimi hefur ekki valdið aðdá- endum myndasögunnar um Kóngulóarmanninn vonbrigðum með kvikmyndum sínum um þennan fima riddara stórborgarinnar. Í framhaldsmynd- inni, Kóngulóarmaðurinn 2, fær hetjan að kljást við illmennið armalanga Doktor Oktopus. Hér er rætt við manninn á bak við vonda karlinn, skrímslahönnuðinn Paul Catling. Ofdramb vísindamannsins brýst fram í Doktor Oktopus (Alfred Molina) eftir að hann verður fórnarlamb misheppnaðrar vísindatilraunar. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Paul Catling segir Sam Raimi vera líklega fyndnasta mann sem hann hafi kynnst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.