Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Page 3
1 MINNING ÓLAFUR SVEINSSON FRÁ LAMBAVATNI ólafur Sveinsson fyrrum bóndi á Lamibavatni á Rauðasandi and aðist 28. ágúst s.l. að beimili dlótt- ur sinnar í Kópavogi. Hann fædd- ist 4. júní 1882 að Gröf á Rauða sandi og var hann þvi kominn á 88. ár er hann lézt. Útför hans var gerð að Bæ á Rauðasandi laugar- daginn 6. september að viðstöddu fjölmenni, ef miðað er við svo fá- menna sveit. í Bæjarkirkjugarði hvíla foreldrar Ólafs, kona og bræður. Minningarathöfn fór fram í Fossvogskirkju 4. septem- ber og voru þar rnættir margir Rauðsendingar og Vestfirðingar, en séra Grímur Grímsson sóknar- prestur Ólafs heitins í allmörg ár kvaddi hann með hilýrri og fagurri ræðu. Faðir Ölafs var Sveinn Magnús- son fæddur að Gröf 1849 og dáinn að Lambavatni 1929. Magnús fað- ir Sveins var fæd'dur á Brekkuvelli ó Barðaströnd, en alinn upp til 18 óra aldurs í Sauðeyjum. Hann fluttist á Rauðasand og lc/æntist ekkju Jóns Einarssonar, sem hrap aði til bana á Skorarhlíðum. Sveini var flest til lista lagt. Hann gerðist bóndi á Lambavatni, en stundaði einnig sjóróðra og bjargferðir eins Qg siður Rauðsendinga var þá. Hann var mjög hagur á tré og járn og stundaði mikið alls konar smíðar jafnhliða búskapnum. Kunnastur var hann þó fyrir lækn- ingar sínar. Var ekki síður leitað til hans, en læknis, er slys eða sjúkðóma bar að garði. Franskir sjómenn höfðu lengi bækistöð á Patreksfirði, en þar var lengi lækn islaust. Umboðsmaður Frakkanna réði þá Svein til þess að lækna og stunda sjúka franska sjómenn og fórst honum það svo vel, að orð fór af. Sveinn var fróður og vel lesinn bóka- og menningarm.3ður og setti þetta sinn svip á heimilið. Varð þetta börnum hans gott for- dæmi og veganesti. Kona Sveins, móðir Ólafs, var Halldóra dóttir Ólafs Teitssonar bónda í Sviðnum og konu hans Bjargar Eyjólfsdóttur Einarssonar 1 Svefneyjum. Eyjólfur var höfð ingi mikill, dannebrogsmaður, og þingmaður Barðstrendinga 1845— 1849. Hafði hann viðurnefnið eyja- jarlinn. Ólafur Teitsson þótti af- burða smiður, einkum bátasmiðar. Önnur dóttir Ólafs, systir Hall- dóru, Sigríður flutti líka frá Sviðn- um í Rauðasandshreppi og varð seinni kona Einars Thóroddsen í Vatnsdal við Patreksfjörð. Áttu þau mörg börn. Halldóra kona Sveins andaðist árið 1905 rúmlega sextug, Sveinn maður hennar lifði til 1929. Þau Sveinn og Halldóra eignuð- ust 3 sonu. Elztur var Ólafur, f. 1882, svo Eyjólfur f. 1885, dáinn 1941. Hann stundaði nám í Flens- borg og síðan í Noregi. Hann var áratugi kennari í Rauðasands- hreppi, ungmennafélagi og íþrótta maður. Hann var mjög ást- sæll kennari og félagi og var öll- um harmdauði, er hann lézt aðeins hálfsextugur. Þriðji sonurinn, Magnús fæddist 1887 og dó 1958. Hann starfaði allan sinn aldur að búskapnum á Lambavatni. Sveinn átti son áður en hann kvæntist er Magnús hét. Hann hrapaði til bana úr Látrabjargi ungur að árum. Var hann ein af hinuim mörgu fórnum er Bjargið tók af djörfum veiði mönnum. Hálfsystir þeirra Lamba- vatnsbræðra er Helga Sveinsdóttir kona Þórðar á Sæbóli, Þorsieins- sonar í Kópavogi, mikil myndar- og dugnaðarkona. Er hún nú hið eina af börnum Sveins, sem á lífi er. Ólafur ólst upp við venjuleg störf til lands og sjávar, eins og þá var siður á Rauðasandi. Það kom snemma í Ijós, að hann var hand laginn og listfengur, enda átti hann til slíkra að telja i báðar ættir. Tók hann ungur að stunda smíðar með föður sínum og varð það annað aðalstarf hans ásamt búskapnum. Ólafur stundaði nám í Hvítárbakkaskólanum hjá Sigurði Þórólfssyni, sem var fæddur Barð- strendingur. Var Ólafur alla sína tíð mikill bóka- og fróðleikamað ur. Smíðar stundaði Ólafur víðar en í Rauðasandshreppi. Ilann vann við þær í Skagafirði um tíma og einnig í Reykjavík. Einnig var hann verkstjóri við vegagerð í Barðastrandasýslu. Sá er þetta rit- ar, man að hann vann við vega- lagningu yfir Kleifaheiði undir verkstjórn Ólafs. Ólafur kvæntist 1921 Halldóru Torfadóttur frá Kollsvík. Hún var eitt af hinum mörgu og myndar legu börnum Torfa heitins Jóns- sonar. er drukknaði í lendingu í Kollivú'ík. Ólafur missti Halldóru ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.