Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Qupperneq 7
búskap að nýju, fyrst að Kambi í
Holtum og síðar í Tungu í Vestur-
Landeyjum, en árið 1930 fluttu
þau hjónin búskap sinn að Kana-
stöðum í Austur-Landeyjum, en þá
jörð keyptu þau og bjuggu þar
síðan rausnarbúi, þar til þau fluttu
til Reykjavíkur árið 1945, en þar
hafa þau átt heimili síðan.
Börn Elíasar og Karenar eru
dætur tvær, Kristán, gift Jóni Sig
urjónssyni, forstjóra og Anna gift
Erni Gunnarssyni, kennara við
Heyrnleysingjaskólann i Reykja
v£k.
Elías var vinsæll, enda jafnan
léttur í lund í góðra vina hópi,
gestrisinn með afbrigðum oe hjálp
samur og áttu bæði hjónin þar ó-
skipta aðild að.
■ Á yngri árum var hann áræð-
inn og röskur í klettum og tor
leiði vestfirzku fjallanna, enda ai-
gengt að leita til hans ef bjarga
þurfti fé úr sjálfheldu, sem oft
kom fyrir. f búskap sínum reynd
ist hann forsjáll og dugandi, enda
komst hann þar til góðra bjarg
álna, með aðstoð konu sinnar, sem
, jafnan reyndist forsjál húsmóðir.
Hann var og maður verklaginn og
starfssamur og átti þrátt fyrir há-
an aldur, þvi sjaldgæfa láni að
fagna að halda starfsorku til
hinzta dags.
Útför Elíasar fór fram (mánu-
daginn 8. september), en minning-
in um góðan dreng lifir.
S.J.
MINNING
SIGURÐUR HANNESSON, BAKARI
Oftast virðist dauðimn harður
og miskunnarlaus, en stundum
líkn. Það var harður dómur fyrir
mann eins og Sigurð Hannesson,
fullan lífsorku og starfslöngunar,
að missa heilsuna löngu fyrir ald-
ur fram. 1 tíu ár bjó hann í ná
býli við dauðann, en bar sig
karlmannlega, vitandi þó, að
hverju stefndi. Hann lézt í Heilsu
verndarstöðinni í Reykiavik 21.
september s. 1., nýlega orðinn sex-
tugur.
Sigurður Einar Hannesson, eins
og hann hét fullu nafni, var
fæddur i Reykjavik 7. september
1909 og bjó mestan aldur sinn
hér í borg, starfaði lengst af sem
bakari, en þá iðn hóf hann að
læra í Keflavík, ungur að aldri.
Hinn 17. júlí 1933 var mikill ham
ingjudagur í lifi Sigurðar. Þá
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Laufeyju Benediktsdóttur,
hinni mestu ágætiskonu, sem bjó
honum og bömum þeirra gott
heimili. Börn þeirra urðu fimm,
en fyrsta barn sitt misstu þau,
aðeins sex mánaða gamalt. Syn-
irnir eru þrír, Benedikt, Grétar
og Haukur, sem er yngstur, og ein
dóttir, Erla, allt myndarfólk.
Sigurður heitinn hafði mikla
ánægju af félagsstörfum og átti
m. a. sæti í stjórn Bakarsveinafé-
lagsins og stjórn Knattspyrnufélags
ins Fram. Sá, sem þetta ritar,
kynntist Sigurði, er hann starfaði
fyrir Fram, en störf Sigurðar fyr
ir það félag voru drjúg. Hann
var hændur að unglingum og hafði
mikla ánægju af því að vinna fyr
ir þá. Seint er hægt að gleyma
ánægjusvipnum á Sigurði, þegar
hann var að undirbúa kaffifund
ina fyrir yngstu knattspyrnumenn
félagsins. Hann sparaði hvorki
vinnu né fyrirhöfn til að geta
glatt þá yngstu — og gladdist með
þeim. Framkoma hans var bein
og hrein og hann hikaði aldrei
við að láta álit sitt í ljós, án til-
lits til þess, hvort það aflaði hon
um vinsælda eða ekki. Slíkir menn
eru ekki á hverju strái, eD slíkur
maður var Sigurður.
Fyrir tiu árum varð hann fyrir
því áfalli að missa heilsuna á
einni nóttu. Færustu læknar, bæði
hér og erlendis, reyndu að hjálpa
honum. Og um tíma leit út fyrir,
að hann hlyti einhvern bata. En
fljótlega færðist í sama horf, og
l tíu löng ár beið, þessi annars
hrausti og glaðværi maður, dauða
síns.
Eftirlifandi konu hans og börn-
um votta ég samúð. — alf
Kveðja frá barnabarnum.
Elsku góði afi
okkur hönd þín leiddí,
þú sagðir okkur sösur
sorgunum það eyddi
A hið göfga og góða
gjörðir þú að benda.
sagðir, Guð er góður
geislana að senda
Bentir þú á biómin
bjart þá lýsti sóUn.
sagðir, allt h:ð unga
ylrík þráir skióiin.
Víst þú alla verma
vildir hlýju binni.
Geymdir æskuárin
ætíð þér í nvnrti
Vð þökkum elsku afi
allt hið góða oa biarta.
oft þú okkur veittir
yl frá þínu hjarta.
Minningin þín miðlar
mörgum geislum hlýjum
Alltaf sigrar sólin
sorta af dökkum skýjum.
Okkur barnabænir
blíður oft þú kenndir,
þær sem gull skal geyma.
í gröf ei lífs er endir
Jesú ljós oss lýsi
lífsins skuggum eyði.
Hann, þig elsku afi
inn til dýrðar leiði.
G. G. frá Melgerði.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
7