Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 8
Guðbjörg Sigurðardóttir, fyrrum húsfreyja Hörgshóii, Vesturhópi. Hinn 25. maí 1969 eða á hvíta- sunnudag andaðist Guðbjörg Sig- urðardóttir, áðui- húsfreyja á Hörgshóli í Vesturhópi, en þó um nokkur undanfarin ár vistkona á Eliiheimili Vestur-IIúnavatns- sýslu á Hvammstanga. Hún fædd- isf 17.11 1881 og því nokkuð á á tuttugasta og sjöunda aldursári. Foreldrar Guðbjargar voru hjón in Sigurður Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir. Sigurður var lærður snikkari sem þá var venja að nefna trésmiði. Hann var og jafn- vel oftar nefndur kirkjusmiður, þar eð hann mun hafa starfað að smíði allt að fjórtán kirkna og yfirsiíiiður margra þeirra og standa a.m.k. firnm þeirra enn. Föðurætt Sigurðar mun mega rekja, þó ekki verði gert hér, allt tiil galdi'amannsms Þormóðar í ITveiiTafeý'júm, er sagnír mlklar gengu af sínum tíma, en nú finnast vart nema í þjóðsögum. föðurbróðir Sigurðar var Gísli, móð urfaðir Jakobs Thorarensens skálds. Guðrún, kona Sigurðar, og móðir Guðbjargar, var dóttir Jóns Magnússonar á Saurhóli i Saurbæ, og þar fæddist hún. Var móður- ætt hennar úr Dalasýslu, en föð- urættin af Ströndum. Einnig átti hún galdramann í ætt sinni, því amma hennar var dóttir galdra mannsins Jóns Arnljótssonar — „Glóa“ í Goðdal — nefndur svo fyrir afarmikið glóbjart hár. Bæði höfðu þau hjón, Sigurður og Guð- rún átt eitt barn áður en þau giftust. Barn Sigurðar var Helga, er giftist og bjó Hrafnadal í Strandasýslu. Barn Guðrúnar var Magnús, faðir hins snjalla teikn- ara og listmálara Tryggva Magnús- sonar. En saman eignuðust þau átta börn og lifðu sjö þeirra til aldurs: Steinvör Guðrún f. 1878, látin. Bjarnfríður f. 1879, látin. Guðbjörg, sem þessi minning er helguð, látin. Sigurjón, kaupfélags stjóri Hótaavik síðar bankaritari f. 1884, látinn. Stefán skáld, kenndi sig við Hvítadal, f. 1887, látinn. Sigrún, dó á fyrsta ári, f. 1889. Jón Þorkell, úrsmiður í Reykjavík f. 1891, látinn. Sigurður Torfi, bóndi í Hvitadal, Dalasýslu f. 1896. Þau hjón, Sigurður og Guðrún bjuggu á ýmsum stöðum við Kolla fjörð og Steingrímsfjörð í Stranda sýslu. Þau voru fátæk, en þau voru ekki ein um fátæktina. Öll þjóðin var sárfátæk á þeim árum, og vantaði flest og sumir segja jafnvel allt, sem nú er talið þurfa til þess að lifa mannsæmandi lífi. — Ekkert flutningatæki var til, nema hestbakið, enginn vegar spotti nema slóðir hestafóta og kinda. Engin brú á nokkurri á. — Ekkert tún girt. Við sjóinn var á- standið ek'ki betra. Engdn fleyta svo stór, að farandi væri á milli landa. Aðeins bátar af ýmsum stærðum til róðra fyrir fisk- enda sjóslys og drukknanir tíð. Póstferðir einu sinni í mánuði, lít- ið meir en taska með bréfum milli helztu slaða. Sími var þá ekki til í veröldinni, a.m.k. ekki nálægt ís- landi. Útlendingum — Dönum — varð að knðkrjúpa með aðfJutn- inga til landsins og strandferðir, er höguðu ferðum eingöngu á þann hátt, að þeirra eigin gróði yrði sem mestur. — Þegar svo við bætt ist ilt og erfitt árferði árabilið frá 1882—1890, og raunar allt fram yfir aldamótin, er talið eitt það erfiðasta á nítjándu öldinni. Komu þá ísaár, bvert fram af öðru, er ísinn var meira og minna við land fram á sumar, með gróðurleysi á vorum, kuldum og þurrkleys- um á sumrum. Kreppti þá svo að þjóðinni, að fólksflutningar til Ameríku hófust í stórum stíl. Og margar sveitarstjórnir sáu ekki önnur ráð tll að bjarga barnmöig- umi fjölskyldum, en kosta þær til Ameríku. Þarf þvi engan að furða þó að ekki yrði auður í búi þeirra Sigurðar og Guðmnar. Því auk barnafjöidans, varð ekki hjá kom- ist að hafa allmargt vinnufólk til þess að afla heyja, og hirða bú- stofnlnn, sem allt líf og fram- fœrsla hvildi á. Guðbjörg fæddist á Felli í Kolla firði og tók aian þátt í kjörum fjölskyldunnar, starfi og striti, en innan hennar ríkti einhugur og ástríki, þó að efni væru lítil. Þeg- ar þroski færðist yfir Guðbjörgu greip hana mikil þrá til að leita sér menntunar. En slíkt lá þá ekki á lausu fyrir alþýðu manna. Skólar voru fáir; en þó hamiaði meira hve efni voru liítil og kaup svo lágt, að lítið var meir en föt og fæði. Þó tókst Guðbjörgu, eftir að hún fór að vinna utan heimilis, að afla þess fjór er þurfti til þess að geta stundað nám á Kvennaskól- anum á Blönduósi. Fókkst hún eft- lr það urn hríð við barnakennslu, en 1911 giftist hún Sigurjóní Árna syni á Hörgshóli, og hófu þau bú skap sama ár. Sigurjón f. 1888 „ var mikil'l vexti, gliæsimenni í sjón, góðvilijaður og hjátpsamur svo af bar, söngmaður og lék vel á orgel- harmoníum. Foreldrar hans, Árni Árnason og Rósa Guðmundsdóttir voru af traustuim ættarstofnum í Húnaþingi. Meðal systkina Árna á Hörgshóli voru Sigurður i Kirkju- hvammi, sérkennilegur nokkuð, „forn í skapi, forn í máli“ og Sól- rún, kona Arnbjörns hreppstjóra á Stóra Ósi við Miðfjörð. Einkenni þessar ættmann flestra er: Mikið Mkamlegt atgern, afburðamikiil dugnaður, og hagsýni, og virðist yngsta kynslóðin hafa þar alveg í fullu tré við forfeðurna. Árni ó Hörgshóli var tvíkvæntur. Með- al barna hans af fyrra hjónabandi var Hjörtur Fjeldlsted kaupsýslu maður í Reykjavík og Kristín móð ir hins alkunna unnsvifamikla út- gerðarmanns á Siglufirði, Ingvars Guðjónssonar. Ailsystkini Sigur- jóns Árnasonar voru: Guðmundur, bóndi á Múla í Línakradal og síðar fiskkaupmaður í Reykjavik. Hólm frííðnr, saumakona í Reykjiavlik. Sigrún, gift Stefáni Guðmundssyni 8 ÍSLENDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.