Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 10

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 10
SJÖTUG Guðrún Jónína Gunnarsdóttir Ijósmóðir Hinn 2. september s.l. átti frú Guðrún Jónína Gunnarsdóttir fyrr verandi ljósmóðir í HJiíðarhreppi, N.-Múl., sjötugsafmæli. Foreldrar Jónínu voru Gunnar Jónsson frá Háre'kisstöðuim í Jökuldalsheiði og Ragnheiður Stefánsdóttir frá Teiga seli, Jökuldal. Tæplega tvítug að aldri fluttist Jónína með forei'drum sínum úr Borgarfirði eystra að Fossvölium í Jökuiisárh'Iíð. Barnahópurinn var stór en hún með eldri systkinum sínum svo sinma þurfti marghált uðum störfum á heimilinu. Um þessar mundir stóð svo á, að það vantaði ljósmóður í sveitina, og sök um þess að Jónína var dugmikil ung stúilka, fór þáverandi sveitar- stjórn þess á leit við hana að læra ljósmóðurstörf, varð það að ráði. Gerðist Jónína þá Ijósmóðir í Hlíð- arhreppi og gegndi því starfi æ alla æfi haft gaman af stuttum ferðalögum og lét oft eftir sér að heimsækja góðvini ásamt manni sínum meðan hans naut við. Þessu hélt hún áfram eftir lát manns síns, þó ferðir yrðu strjáRi og styttri. Hún var mjö.g vina- föst, vdnsæl og vel metin og mikill auðfúsugestur vinum sínum. Hún hafði yndi af lestri góða bóka og ræða efni þeirra við góðkunningja. Hún naut þess vel er útvarpið hafði upp á að bjóða, bæði hljóm list og mælt mál. En eftir því sem aldursárum fjölgaði og elli að leggjast á með sínum þunga og fylgifiskum, daufari heyrn og daprari sjón, urðu ferðir hennar eíkki annað en göngur til góðvina í nærliggjandi húsum. — Þegar svo langt er Ikomið og maðurinn finnur að nú fer að styttast þar til hann býður góða mótt þessari verö'ldu og tekur svo að kanna aðra nýja. Þá segir hann mieð Hailgrími Pétunssyni: „Dauði ég óttast eigi afl þitt né vahjið gilt í Kristi krafti ég segi kom þú sæl þegar þú vilt.“ Konráð Sigurðsson. síðan, þar til hún fluttist með manni sínum til Reykjavíkur fyrir nökkrum árum. Um þetta leyti skeði það, að Jónína gifti sig, maður hennar Kristinn Arngrímisson er Svarfdæi ingur, igreindur maður og gegn Ungu hjónin hófu brátt búskap að Bakkagerði í Hlíðarhreppi og bjuggu þar alla tíð á meðan þau Framhald á bls. 19. f Sæmundur Eggertsson K V E Ð J A Við áttum sainan áður marga stund í önn og striti, merktir regni og skini. En skýrast man ég sól um nes og sund frá sumrum þeim og horfnum tryggðavini. Þótt stundum gerði vætu og vindaþyt og veðrahvinur dyndi í Akrafjalli, svo hrundum svefni, gengum verka á vit og vinnufúsir hlýddum dagsins kalli. En árdagsdúrinn drjúgur stundum er í draumareyk mér hurfu tími og staður. Þú beiðst við hliðið einatt eftir mér, varst árla risinn, hress og morgunglaður. Svo liðu árin, lífið gaf og tók, þau ljósu dægur orðin fjarlæg saga. En nú er líkt og blaðað sé í bók, þau birtast mér að nýju þessa daga. Og þar ber hæst í minninganna mergð, hún máist ei né verður burtu strokin, þín vinatryggð og öll þín innri gerð. Það yljar tregann nú við ferðalokin. Og ennþá, vimir, varstu á undan mér til verka nýrra bak við jarðlífs sviðið. Einn Ijósan dag ég legg á eftir þér, þá langar mig þú bíðir mín — við hliðið. Frímann Jónasson. 10 ÍSLENDÍNGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.