Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 13
inn, að því undanskildu, að íslenzk
una kenndi Stefán Sveinsson, sá
ágætasti kennari, sem á varð kosið
og frábært ljúfmenni.
Það þarf ekki að fara í neinar
grafgötur um, að fjölþætt kennsla
krefst mikils starfs, ekki sízt, þeg
ar hún er rækt með slíkri alúð,
sean einkenndi Ásgeir Magnússon.
Hann mun sjálfur aldrei hafa kom
ið hér í kennslustund til nemenda
sinna án sérstafcs undirbúnings,
hirort heldur var í fimleikum eða
búblegum fræðum. Ég get rifjað
það upp, að hann kenndi oft með
fyrirlestrum bæði sögu og íleiri
námsgreinar.
Reikning kenndi hann búkar
laust, a.m.k. fyrsta veturinn. Mun
það hafa valdið mestu um, að
stærðfræði hefur verið sú fræði-
grein, er hann hafði tekið ástfóstri
við og ijós þekking á því, að stærð
fræðinám verður að byggjast á
skilningi og rökhugsun“.
Fleiri fluttu ávörp og þakklæti
sitt til skólans, þ.á.rn. síra Valdi-
mar Eylands prestur í Vestur-
heimi. Hann sagði m.a.:
„Mjög er tvísýnt, að ég hefði
nokkru sinni haldið inn á þá braut,
sem ég hef síðan gengið, ef þessi
skóli hefði ekki verið hér á sinn:
tíð. Löngun til náms hafðj ég að
visu, en hana hafa margir haft
og hæfileika, en hún hefur verið
kviksett vegna skorts á tækifær
um.Þessi skóli var mér tækifæri.
Ilér fékk ég frekari hvót til
framsóknar og aukið sjálfst.raust.
Ég tel víst, að þið skólasystkin
mín munið öll ljúka upp einum
munni um það, að skólavistin hafi
orðið ykkur til blessunar hvaða
stöðu eða stétt, sem þér hafið val-
ið yður. Návist yðar í dag ber
vitni um það“. í sjö ár tókst Ás-
geiri að reka þennan skóla sinn við
hina ótrúlegustu erfiðleika. fvrri
h eim sty rj al d ará r i n, h ækk a n di
vöruverð og vöruskort og einn
kaldasta vetur, sem yfir landið
hafði komið. En það, sem bugaði
hann, var, að taugaveiki kom upp
í skólanum. Það kom síðar fram,
að taugaveiki hafði leynzt í hérað-
inu um sumarið, en almennt var
talið, að hún hefði komið upp í
skólanuim og var það álitshnekkir
og of fáar umsóknir bárust. Lýs-
ingu á þessu er að fmna i erindi
því, sem Ásgeir flutti við þetta
sama tækifæri og birt er i bók
bróður hans, Magnúsar Magnús-
sonar, Ég minnist þeirra, ásamt
ræðum þeirra Kristmundar og síra
Valdimars. — Síðar stofnaði Ás-
geir ásamt Unni konu sinni sjóð
til að styrkja námsfólk úr V-Húna
vatnssýslu tii vísindanáms.
Ásgeir lét það ekki á sig fá, þó
að hann yrði að gefast upp við
skólann, heldur stundaði hann ým-
is störf, kennslu og íleira þar til
hann flyzt til Reykjavíkur
1923, en það er frá þeim
tíma, s em endunminningar mín
ar um hann eru. Hann bjó þá
uim skeið á heimili foreldra minna,
en var ráðinn kennari að Miðbæj-
arbarnaskólanum. Mér hafði verið
gefið stafrófskver, meira af rælni
en búizt væri við, að ég mundi
lœra að lesa strax. En þarna fékk
ég kennarann og^ man ég, að ég
hljóp ailtaf til Ásgeirs og bað
hann að segja mér nöfn staíanna
og fyrr en nokkurn varði, var ég
farinn að tengja saman í orð. Ás-
geir prófaði mig 1 Jobsbók og man
ég lítið frá því, enda víst skilið
lítið, en Ásgeir sagði mér frá því
síðar. Hann lét sér mjög
annt um kunnáttu mína og
hafði áhyggjur af, að ég yrði
Mtt skrifandi, en sjálfur skrifaði
hann hina fegurstu hönd, svo sem
kunnugt er af hinum fögru hand-
ritum hans. Hann lét mig því í
einkatíma í skrift, 6 ára gamla, til
Guðlaugar Arason, sem var fræg-
ur skriftarkennari í Reykjavik, en
Htinn árangur mun þetta hafa bor-
ið. Seinna varð hann svo kennari
minn 1 barnaskóla, þar til Mann lét
af kennslu til að gerast fréttastjóri
hins nýstofnaða Ríkisútvarps, árið
1930, mér til mikillar sorgar.
Frá árinu 1930—40 var hann
fréttastjóri innlendra frétta, en
starfaði jafnfraimt á teiknistofu
bæjarsímans í Reykjavík og frá
1940 vann hann þar eingöngu og
m.a. teiknaði hann þar jarðsíma-
kerfi Reykjavíkur.
Það virðist nú, að þarna sé tal-
ið það, sem nægt hefði til ævi
starfs flestum mönnum en fleira
skal þó til telja. Ásgeir hafði yndi
af búskap og rak um skeið bú að
Ægissíðu við Kleppsveg og eitt
skeið hugðist hann gera búskapn-
uim meiri skil og keypti stórbýHð
Þórustaði í Ölfusi og átti um hríð.
Hann var mjög verklaginn og
reisti sér þrisvar sinnum íbúðar-
hús bæði einhýli og með öðrum og
vildi hafa allt með myndarbrag
En þá er óvikið að ritstorfum
Ásgeirs. Áður var minnzt á áhuga
hans á stjörnufræil og um þau
efni gaf hann út Vetrarbrautina
alþýðlegt fræðirit, prýðilega sam-
ið á fögru má'li. Hann átti bréfa-
skipti við stjarnfræðinga erlenda
og birti oft ^reinar í tímaritum um
þau efni. Lengst mun þó halda
nafni hans á lofti Johsbók, sem
hann sneri í bundið mál íslenzkt.
eftir brezkri þýðingu frá 1885.
Frumritið skrautritaði Ásgeir sjálf
ur og sendi Manitoba háskóla að
gjöf. Þótti það hið fegursta rit.
En sá þáttur í fari Ásgeirs að
gera alla hluti eins vel og kostur
var, olli því, að hann hóf að nema
hebresku, er hann var kominn á
sjötugsaldur og þýddi Jobsbók aft-
ur og sfcrautritaði enn þýðingu
sína og hlaut verðlaun í Kirkju-
ráði fyrir. Var 'hún gefin út ljós-
prentuð ásarnt skrautrituðum þýð
ingum hans af sálmunum, orðs-
kviðunum og predikaranum, 1965
af Menningarsjóði og er ein feg-
ursta bók, er út hefur komið á fs-
landi.
Um Þýðiagu Ásgeirs er það að
segja, að séra Guðmundnr Sveins
son, fyrrverandi kennari við Há-
skólann og lærður í semetiskum.
fræðum, hefur lokið á hana hinu
tnesta lofsorði. Hann bar þýðing-
una saman við frumtextann og seg
ir í einu bréfi til Ásgeirs:
. . mér þykir það eitt hið
skemmtilegasta, sem ég geri, að at
huga þýðingu yðar, og ég er hrif-
inn af því bversu yður tekst að
túlka erlendan texta á fögru máH
og hrynjandi . . .“
Síðari ár Ásgeirs var hann
heiisutæpur, m.a. var sjónin þverr
andi, en samt féli honum aldrei
verk úr hendi og eftir hann liggja
mörg handrit í bundnu máli, rituð
rneð hinni fögru rithönd hans, en
að hann skyldi geta haldið áfram
svo lengi þrátt fyrir heilsuleysi sitt
þakkaði hann konu sinni Unni Ás-
mundsdóttur, sem annaðist hann
af stakri kostgæfni.
Ásgeir var þríkvæntur Fyrsta
kona hans var Ingibjörg Björns-
döttir frá Bæ. Með 2. konu sinni,
Karolínu Sigurbergsdóttur eignað-
ist hann tvær dætur, er iifa föður
sinn.
Af öllu framansögðu má sjá, að
Ásgeir var ákaflega fjölhæfur mað
ur og mætti ætla, að he'ði hann
lifað við þau menntunarskiiyrði, er
nú tíðkast, hefði hann orðið mik-
ill vísindamaður.
Gerður Magnúsdóttir.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
13