Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 14
MINNING
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Húsfreyja í Eyvindartungu
S.l. sunnudag lézt í sjúkrahus-
inu að Selfossi Sigríður Jónsdórlir,
húsfreyja í Eyvindartungu í Laug
ardal. Sigríður fæddist að Stiflis-
dal 1 Þingvallasveit 8. maiz 1894.
Hún var í hópi níu barna hjónanna
Jóns Ásmundssoar og Bóthildar ís-
leifsdóttur, sem þar bjuggu um
skeið.
Foreldrar Sigriðar voru efnalítil
eins og algengt var um barnmarg-
ar fjölskyldur á þeim tíma og ekki
þekktist þá aðstoð af hálfu þjóð-
félagsins eins og nú er veitt af al
mannatryggingum.
Þau hjónin munu því hafa ótt-
ast það, að geta ekki fætt og klætt
allan barnahópinn sinn á þann
hátt, er þau töldu viðunandi Þeim
bauðst fóstur fyrir eitt barn hjá
frændfólki sínu í Efstadal i Laug-
ardal og í það fóstur valdist Sig-
ríður. Hún var fjögurra ára gömul
er hún fór að heiman frá foreldr
um sínum að Efstadal.
Sigríði mun hafa tekið sárt að
skilja við foreldra sína og mörg
glaðilynd og ástkær sysfkin.
I Efstadal var efnahagur góður
og að mörgu leyti fyrirmyndar-
heimili, en engin veraldleg gæði
gátu komið í stað ástríkis góðra
foreldra fyrir óþroskaða barnssál-
ina.
Sigríður var að eðlisfari dul í
skapi og hefur vafalaust levnt til-
finningum sinum, svo sem barni
er fært að gera, en auðfundið var
á efri árum hennar, að sárinda
gætti hjá henni yfir því, hversu
ung hún þurfti að hverfa frá for-
eldrum sínum.
Sigríður átti heimili í Efstadal
fram yfir tvítugsaldur eða allt til
þess að hún fór að búa sjálf. þó
hvarf hún að heiman, eins og ungu
fóllki er títt, um tíma til að sjá
sig um í veröldinni.
Einn vetrartíma, þegar hún var
19 ára dvaldi hún i Reykjavík við
að læra fatasaum. En þá varð hún
fyrir þeirri raun að veikjast af
taugaveiki og lá hún I henni um
fimm mánaða skeið og var um
tíma tvísýnt um líf hennar.
Aldrei mun hún hafa beðið þess
bætur að fullu.
Eitt sinn fór hún einnig í kaupa-
vinnu norður í Eyjafjörð og eign-
aðist hún þar vini, sem hún hélt
tryggð við til æviloka.
Tímamót urðu í lífi Sigriðar ár
ið 1917, er ungur sveinn úr Reykja
vífc, Teitur Eyjólfsson að nafni,
fcom að Efstadal. Kynni þeirra
Teits og Sigríðar leiddu til hjóna-
bands þeirra. Þau hófu búskao að
Böðmóðsstöðum í Laugardal vorið
1921 en árið 1923 keyptu þau Ey-
vindartungu, sem varð framtiðar-
heimili þeirra.
Teitur var fjölgáfaður hugsjóna
maður, fullur af athafnaþrá, og
bjó yfir mikilli orku til að koma
áhugamálum sínum áfram. Strax
og þau komu að Eyvindartungu
hófst hann handa um hvers konar
umbætur á jörðinni. Hann var mað
ur nýs tíma og honum fylgdu ný-
ir hættir. Hann ræktaði í stærri
stíl en áður hafði verið gert, beizl
aði Sandá til rafmagnsframleiðslu
fyrir heimilið og byggði bæjar og
skepnuhús úr steinsteypu. Þessum
framfcvæmdum hans fylgdu því
mikil umsvif á heimilinu. En sam-
hliða þessuim miklu umsvifum í
búskap sinum tók hann jafnframt
að sér forystu í sveitarmálum í
Laugardal.
Allt þetta leiddi til þess að mifcl-
ar annir hlóðust á Sigríði við heim-
ilisstörfin, sem einnig urðu mikl
ar vegna vaxandi ómegðar þeirra
hjóna. Þeim fæddust á þessum ár-
um sjö börn, sem öll komust til
þroska. En hjónin voru hvort á
sínu sviði óvenju vel verki farin,
dugleg og áhugasöm-og þvi bless-
aðist afkoman vel.
Þegar kom fram á fjórða ára-
tuginn kom vágestur í islenzkar
sveitir. — mæðiveikin illræmda. í
þessari pllágu hrundi niður fjár
stofn bænda og þanrng fór hjá
hjónunum í Eyvindartungu. Þ°tla
varð til þess að Teitur tei raði fyr-
ir sér um aðrar leiðir til tekjuöfl-
unar til framfærzlu fjöiskyldu
sinnar. Haustið 1939 var 'nann ráð
inn forstjóri vinnuhælisins að
Litla-Hrauni og var hann forstjóri
þess í sjö ár. Eftir það kom hann
heim aftur en fór þó fljótiega að
vinna utan heimilis á ný m.a. tók
hann að sér framkvæmdastjórn við
hafnargerð i Þorláfcshöfn og var
við það í nokkur ár. Seinustu ævi-
árin var hann með iðnrekstur í
Hveragerði. Teitur dó sumarið
1966.
Við þessa breytingu i starfi
Teits færðust aufcnar skyldur á
bak húsfreyjunnar í Eyvindar-
tungu, sem hélt áfram búskapn-
um með börnum sínum, sem þá
voru að vaxa úr grasi. Elzti son
urinn, Jón, tófc ungur við forráð-
‘Uim búsins utanbæjar og hefur um
mörg síðustu árin rekið búið á eig-
in spýtur með móður sinni.
Sigríður var vel verki farin og
affcastamifcil, vann hljóðlega og
14
ISLENDINGAÞÆTTIR