Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 18

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 18
STEINN ÁRMANNSSON Steinn var fæddur í Brúnavík í Borgarfirði eystra 7. marz 1884, sonur hjónanna Þórhöllu Steins- dóttur og Ármanns Þorleifssonar. Þau hjón eignuðust 4 börn, tvær dætur er dóu í bernsku, en upp komust Steinn og Sigríður, sem giftist Ólafi Sigurðssyni og bjuggu þau allan sinn búskap í Götu i Holtum. Ungur að árum missti Steinn föður sinn, en móðir hans giftist aftur Guðmundi Jónssyni frá Litluvík. Þau bjuggu fyrst í Vik- um, en 1899 fluttist fjölskyldan til Borgarfjarðar. Eftir það var Steinn vinnumaður næstu ár, lengst í Gilsárvallahjáleigu hjá Hannesi Sigurðssyni hreppstjóra, og á Bakíka hjá séra Einari Þórð- arsyni. Árið 1911 byrjaði Steinn búskap á Desjamýri, og þar giftist hann góðri og glæsilegri stúlku, Þór- hildi Sveinsdóttur, sem alla ævi reyndist honum góður lífsföru- nautur, og er mér óhætt að segja, að þau unnust hugástum alla ævi. Frá Desjamýri fluttu þau hjón út að Bakkagerði og má segja, að þau hafi átt þar heima óslitið slð- an. Aðalstarf hans var ætíð land- búnaðarstörf, en auk þess var hann um mörg ár vegavinnuverk- stjóri og lengi Víknapóstur. Þau hjón eignuðust 5 börn, en þrjár dætur komust til fullorðins- ára. Allar eru þær giftar og mestu myndarkonur. Þau ólu upp frá fórnfýsi og kærleika en jafnframt var hann óendanlega þögull. Maðurinn er vanmáttugur og hverfur héðan af jörð. Það sá Ragn hildur og reyndi. Það er oft nap urt og kalt I kring um mannssál- ina. Það sá Ragnhildur og re.yndi. Guð þekkir kvölina græðir sárin og þerrar tárin i langvinnu sjúk- dómsböli, erfiðleikum og dauða. Það sá hún og reyndi Þegar ég virði nú fyrir mér hinn ótrúlega æviferil Ragnhildar sé ég kærleikann, trúmennskuna nm- hyggjuna, hógværðina, fórnffrsina og þögnina en allt þetta einkenndi líf hennar og starf. Og þegar ég ber svo þetta saman við kaldrana leik og dramb heimsins, koma í hug minn þessar Ijóðlínur: Þú varst sem blóm í vorsins aldingarði er vex í leynd við troðinn göt.ustíg og augnaráð þitt auðmjúkt þögult starði þótt aðrar jurtir litu stórt á sig. Með þessum fáu þakklætisorð- um kveð ég svo mína góðu. hlé drægu og ógleymanlegu frænku, en læt þess að lokum getið, sem ýmsir vita um ævi hennar, að hún var hetjusaga. Sr. Páll Pálsson. frumbernsku dófturdóttur sína, Erlu, sem sitt eigið barn, og eftir að hún giftist dvöldu þau í heimili með þeim hjónum og börnum þeirra um mörg ár. Steinn var sérlega barngóður, og munu nú hinir mörgu afkomendur hans minnast þess. Nokkra síðustu vetur dvöldu þau hjónin á Akureyri hjá Þór- höllu dóttur sinni og manni henn- ar, en voru heima á Borgarfirði á sumrin. Steinn var orðlagt prúðmenni, greindur, dulur í skapi og öllum hugþekkur, er honum kynntust. Glaður og reifur í kunningjahópi, en þó blédrægur, enda var hann vinsæll af öllum, sem þekktu hann. Steinn var alltaf fastur á sinni skoðun, hafði mikinn áhuga fyrir landsmálum og varði sitt viðhorf af festu og einurð og fylgd ist vel með öllu. Hann vann öl sín störf af trúmennsku og áreið- anleik og þelr kostir fylgdu hon um alla ævi. Steinn hafði merkilega dulræna hæfileika. Honum var gefið að sjá og skynja fleira en aðrir, og fékk oft hugboð um margt, er síð- ar kom fram. Honum var bessi dulargáfa helg og flíkaði henni ekki. Hann var sannfærður um lífið eftir dauðann og beið æðru- laus vistaskiptanna, fullviss um að engu væri að kvíða. Hann dvaldist síðustu vikurnar á sjúkrahúsi á Akureyri og andað- íst þar 28. ágúst s. 1. Jarðarför hans fór fram frá Bakkagerðis- kirkju við mikið fjölmenni, og heimabyggð hans kvaddi hann böðuð sólarljóma. Við hjónin vottum samúð öllum ástvinum hans. Borgfirðingar og allir, sem þekkfcu hann, sakna hins góða drengs og prúða manns, sem nú er horfinn úr samfvlgd- inni. Við biðjum honum guðs blessunar í æðra heimi og þökkum honum samfylgdina. Halldór Ásgrímsson. 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.