Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 21

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 21
1 harðara lagi. Og Olsen v*r af alþýðubergi brotinn, þeirra, sem urðu hörðum höndum að afla sðr lífsbjargar í sveita síns andJits. Pyrir því varð hann svo fljótt sem kraftar frekast leyfðu að taka sinn þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar Um skólagöngu var naumast að ræða aðra en þá í skóla lífsins, og hjá þeirn skóla er erfitt að sleppa, þar verður engu um breytt með klögunum eða kvörtunum skól- inn agar suma hart, hvort sem þeim líkar betur eða ver og hon- um lýkur ekki fyrr en ævin er öll. Þegar Olsen er 16 ára að aídri, ræður faðir hans hann í vinnu í Kristjánssundi. Þegar Olsen yngri birtist svo atvinnurekanda sínum væntanlegum, fékk hann þau svör ein, að þar vantaði menn en ekki smástráka. Sennilega hefur piltin- um sviðið tilsvarið og lí'klega hef- ur hann ekki verið mikill bógur þá. En kjark hafði hann nægan til að drífa sig sem skútukarl til ís lands, og fara ekiki sögur af því siðan mér vitaniega, að Oisen hafi ek'ki þótt afkasta verki á við hvern meðalmann og kannski ríflega það. Hann réðst á skútu, sem Sophie Weatley hét, skipstjóri Jafet Ólafs son frá Ytri-Njarðvík. Síðla þenn- an vetur er það eitt sinn, þegar 6fcúta þessi er að láta úr höfn, að pilturinn verður skyndilega svo sjúfcur, að hann er fluttur á sjúkra iháis. En naumast er sfcip hans fyrr fcomið út úr hafnarmynni Reykja- vSfcur en drengurinn rís up al- heili og kennir sér einskis meins. En til skips hans spurðist það eitt, að það fórst í miklu manndráps veðri undir Mýrum með manni jg niús. Eru svona fyrirbæri alltaf jafn spurul: hvers vegna? En Olsen hefur svarið á reiðum hönd- um fyrir sig: yfir mér hefur altaf verið vakað af ósýnilegri hendi og hættunum bægt frá. Væru dæmi þau, er Olsen getur af þessu sagt, ærin í langar frá- sagnir, sem hér verða ekki blað- festar að sinni. Og Olsen heldur sjómennskunni áfram, gerist vélstjóri á báti þeim, er Gammur hét, eigandi Thor Jen sen, er annaðist um skeið flutn- inga mili Garðs og Reykjavíkur, en reri frá Sandgerði fyrstur vél- báta veturinn 1907. Er Olsen þvi fyrstu starfandi vélstjóri á þeim stað. Um tvítugt lýkur Olsen svo járn smíðanámi á Seyðisfirði. Mundi hvort tveggja vera nær sanni, að námi í járnsmíði þá væri verulega styttra en nú er og nemandinn í fyrra lagi að tileinka sér tækni þessarar iðngreinar eins og hún þá var kennd. Síðan taka við nofckur sjó- mennskuár á Austfjörðum. Hann verður bátaformaður á þessum litlu f'leytum, sem nútímamaður- inn skilur varla í, hvernig fóru að fljóta yfirleitt í flestum veðrum. En þó er það staðreynd, að flestir flutu og þar á meðal Olsen. Þó munaði stundum mjóu, og fyrir kom það, að hinn góði, ósýnilegi andi hans þyrfti að hvísla viðvör- unarorðum eða jafnvei kippa í síýri. Um skeið stjórnaði Ólsen Lagarfljótsorminum fræga, sem gamlir Austfirðingar kannast við, aðrir ekki. Líklega hefur Olsen efcki að öllu leyti unað sér á sjónnm, því svo mikið er víst, að hann ræðst í að gerast vélaviögerðarmaður imeð eigið veikstæði. Þá starfsemi byrjar hann í Hrísey, en f'lytzt til Sigluf jarðar 1929 og stofnar þar vél smiðju, og við það starf er ævi hans síðan tengd. Hér var ekki ætlunin að skrifa saimfeilMa, ítarlega ævisogu Ol- sen, enda á hann sennilega langa ævi enn fram undan. Þó skal bess getið, að ekki er örgrannt um að gamli Olsen sé í lifanda lífi orð inn þjóðsagnapersóna á Siglufirði sakir einstakrar hjálparsemi sinn- ar og furðulegar hugkvæmni í við gerðuim á vélaskrapatólum. Hef ég það fyrir satt, að hvenær sem leitað var til Olsen, hvort heldur var á nóttu eða degi með bilaða vél í bát, sem þurfti að ganga, hvort heldur var af rík um eða fátækum, þá hafi hann alltaf og ævinlega verið reiðubú- inn að hjálpa náunganum á flot, ef hann gat á annað borð staðið á fótunum fyrir þreytu, þess eru jafnvel dæmi, að styðja yrði hann fyrstu skrefin upp úr rúminu í mestu „törnunum.“ Og daglaun voru áreiðaniega ekki alltaf innheimt að kvö’di, og víst sjaldnast um það spurt, hvort greiðslugeta væri fyrir hendi. Starfslöngunum og ánægjan af að rétta náunganum hjálparhönd stjórnuðu gerðurn hans frá bernsku til elli. Þó innheimti hann ekki meiri laun en svo af valda mönnum Siglufjarðar, að hann féfck ekki það pláss, sem hann taldi sig þurfa fyrir vélsmiðju sína. Vald- hafarnir vitnuðu í skipulag og sam kvæmt því átti Olsen að víkja burt með vélsmiðju sína. Og Olsen er löghlýðinn borg ari og flutti burtu — alla leið í Njarðvík suður. Þetta var á ný- sfcöpunarárum Ólafs Thors, og 01 sen var bjartsýnn eins og fleiri þá, viðreisnin var ekki innan gæsa lappa. Hann byggði stóra vélsmiðju, svo stóra á ofckar mælikvarða, ið erfitt reyndist um skeið að finna starfs- grundvöll. En Olsen flaut eins og fyrr, en að lokum hlaut að fara fyrir honum eins og hinum fræ.ga Þór hann féll fyrir Elli kerl ingu, sem mörgurn vöskum hefur á kné fcomið. Olsen varð að eftirláta sonum sínum vélsmiðju sína. Og þeir virð ast hafa erft, ekki aðeins hand- lagni föðurins, heldur einnig gæfu hans, því þegar aðrir starfsmenn þessa „bransa“ draga sarnan segl- in, þá blómistrar þeirra fyrir- tæki. Og er þá komið að síðasta þætti í ævi 01. Olsen, þar setn hann situr á friðstóli heima hjá sér í skjóli barna sinna. Aldurirm hef ur að vísu sett mark sitt á ntann- inn: hann er lítið eitt lotinn í herð- um og hann gengur ekki eins hratt og örugglega og í „gamla daga“ Hár hans er nærri því hvítt En hann fylist vel með öllu vökulum auigum, les dagblöðin og fylgist með flestum viðburðum, innan lands og utan. Ekki aðeins tungl- skotum og öðrum framförum vís- inrclanna, heldur einnig viðreisnar áformum og framkvæmdum, og þá ekki aðeins okkar ríkis- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.