Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 23

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 23
enn glaðværð sinni og kvenlegum þotoka. Eina fósturdóttur, Huldu, eignuðust þau og er hún búsett í Reykjavík. Frá Hornafirði fluttust þau hjón in vestur á land, árið 1943 þegar Knútur varð héraðslæknir í Reyk hólahéraði. Þar voru þau í 4 ár eða til ársins 1947 er þau fluttu austur í Laugarás í Biskupstung- ím þar sem Knútur var héraðs- læknir í 8 ár. Þá urðu enn þátta skil er þau árið 1956 fluttust til Flateyjar á Breiðafirði þar sem Knútur hafði á hendi embætti til ársins 1960. Fluttust þau þá til Reykjavíkur og hafa átt þar heima síðan. Allmörg hin síðari ár hafa þau búið á Hrafnistu þar sem Knútur er nú læknir, og una þau þar vel hag sinum. Af þessari upptalningu á lækn ishéruðum, sem Knútur hefur þjónað má glögglega sjá, að hann valdi sér ekki það hlutskipti sem auðveldast var. Öll þessi héruð, að einu undanskildu, eru í hópi þeirra, sem erfiðust hafa þótt, enda minnst eftirsótt og eru nú læknislaus með öllu, því enginn fæst til að leggja á sig erfiðið og einangrunina og er þó allt mikl- um mun auðveldara nú, því þegar Knútur var læknir á sumum þess- arra staða voru engir vegir utan reiðgötur. Að Reykhólum kom t.d. ekki bílvegur fyrr en á síðari ár um Knúts þar. í Flatey og við ísafjarðardjúp var sjórinn aðalsam gönguleiðin og mun Knútur hafa átt sinn eigin trilubát við Djúp. Annars var aðallega gerðast á hest um eða þá fófcgangandi, og það gat vissulega oft orðið mikið erfiðis- verk, einkum á vetrum, sem þeir munu kannast við, sem þekkja veð urfar og fjallvegi á Vestfjörðum. Hin erfiðu ferðalög létu líka eftir sig varanleg merki á hei-lsu hins ósporlata héraðslækni-s, enda var hann ósérhlífinn og áræðinn. Því eru líka vinsældir hans miklar a. m.k. í þeim fcveim læknishéruðum, sem ég þek-ki til og hann þjónaði. Minnast menn hans enn með þakk látum huga og virðingu, þótt nú sé býsna langt um liðið, og þótt ég þekki ekki mikið til læknis- starfa hans né sé kunnugur fólki í hinu-m öðrum héruðum hans, þykir mér lí-klegt að sömu sögu sé þar að segja af hlýhug og vel- vild, sem hvarvetna hér ljómar um nafn hans og þær minningar, sem við það eru tengdar. Það er sagt að læknar séu tekju hæztumenn á íslandi nú á tímum Eíkki rengi ég það, enda eiga þeir skilið góð laun sv-o mikilvæg sem störf þeirra eru í þjóðfélaginu. Þó munu hérað-slæknar í hinum minnstu læknishéruðum ekki öf- undverðir af launum sínum, enda ótrúle-ga lág og aukatekjur þeirra þar verða sáralitlar miðað við það sem hin stærri héruðin gefa af sér og miðað við tekjur þéttbýlis- lækna. Nú eru líka flest ef ekki öl hin fámennari og afskekktari héruð læknislaus og er það áscand mikið vandamál víða. Knútur Kristinsson virðist enga -rellu hafa ert sér um tekju- hlið málsins, hel-dur haft það eitt í huga, að þörf fólksins, sem býr í afs-kekktum byggð um landsins, er ekki minni en í fjölmenninu, fyrir læknisþjónustu. Hann vissi og veit raunar enn, að mi-klu meira getur verið í húfi, ein mitt úti um hinar dreifðu byggðir, ef snögg og hastarleg veikindi berja að dyrum fól-ks eða ef slys verða á mönnum og hvergi er lækni að finna nema svo langt í burtu að þjónustu hans verður ekki við komið. Gróðamaður hefur hann aldrei verið og hætti læknisstörfum fyr- ir aldurs sakir í þjónustu hins op- inbera næstum því jafnsnauður að veraldarauði og þegar hann byrj aði á Ströndum að vaða skaflana yfir Ifshættulega fjallvegi til að Iina þjáningar fátæklingsins í næsta firði, lækna mein og þerra tár. Þær ferðir urðu fæstar til fjár, endia safnaði hann engum auði og verður nú að drýgja rýr eftirlaun m-eð ým-sum aukastörfum, se-m hann du-gir að ví-su vel til, eins og kennslu og þýðingum, — þvi að hann er bæði góður kennari og á- gætur þýðandi, — en einhvern veginn finnst mér þjóðfélagið ekki meta að verðleikum óeigingjörn þjóðþrifastörf þessarra embættis- manna sinna, sem unnu langt dags verk oft langt umfram það sem þeim bar, af þegnskyldu og skyld-u rækni. Þeir ættu ekki að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur þegar dags- verkinu er lokið. — Ekki mun þó Knútur læknir hugsa neitt þessu líikt, — þetta eru mínar hugrenn- ingar. Hann mu-n enn sem fyrr láta sér nægja þau launin, sem mörg læknisstörf hans áður fyrr voru greidd með, þegar fátt var um krónur í handraðanum: — innilegt þakklæti hinna sjúku, 'ei- vild þeirra og blessunaróskir, og vitundin um að hafa orðið öðrum að nokkru liði. Slku grandar h-vorki mölur né ryð, en fyrir s’íka borgun er heldur ekki hægt að kaupa fæði og klæði til daglegra þarfa. Og þó er það líklegast lífs- nauðsyn hverjum góðu-m mannj á borð við Knút Kristinsson. að nær- ast við vináttu og væntumþykju, og gott ve-ganesti er öllum góðvild in, se-m fylgir slikum mönnum allt til enda lífdaganna og líklegast miklu lengra. Ég, sem þessar linur skrifa. vil að lokum þafcka þessum eóða vini mínum fyrir óverðskuldaða vin áttu nú u-m margra ára skeið. um leið og ég sendi honum einlæaar árnaðar- og hamingjuóskir Og ég vil biðja þess að lokufm, að honum og hans ágæta lífsförunauti end- ist enn langur timi til að iifa sjálf um sér og öðrum til gagns og gleði, breiða birtu og yl allt í kring um sig og safna þanni-g í sinn gilda sjóð meiru af þakklæti, velvild og væntumþyfcju. Þórarinn Þór. Ingibjörg Briem Framhald af bls. 24. beint o-g óbeint. Og mikil var gleði þeirra og alra u-nnenda kirkjunn ar, er hún stóð f-u-lbúin á vígslu- degi. íbúar Melstaðarprestakans vild-u sýna þeim vináttu sína og þafcfclæti, er þeir settu upplýstan kross á turn Melstaðarkirkju til minningar um séra Jóhann látinn. Krossinn minnir á kærleika guðs og það kri-stilega og ljósleitna starf sem þau h-jón unnu í byggðarlag- inu. Ég og fjölskylda min þöfcku-m úr fjarlægð alla tryggð, gestrisni og hjartahlýju frú Ingibjargar og hei-milis hennar fyrr og síðar, þvi að í engu breyttist viðmót hermar og ástúð, þótt hún flyttist á brott. það höfum við og margir aðrir m-ar-gvíslega reynt. Þetta e-ru fátæfclegar en einlæg ar þakkir mínar, er ég hugleiði 30—50 ára minningar mínar og lærdóm um hei-milið á Melstað Við sendu-m héðan vinarkveðju og þá hjartans ósk, að gullinn geislj kær 1-eikans og friðar blessi frú Ingi- björgu og ástvini hennar um alla firamtíð. Guðbjörg S. Gunnlaugsdóttir Kollafossi. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.