Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 24

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 24
ÁTTR/fÐ: INGIBJÖRG BRIEM FRÁ MELSTAÐ „Altaf að Melstað er koman jöfn og ástríkum skMningi að mæta. Það er ekki verið að nefna þar nöfn og nefnt er ei erfiði og fyrirhöfn, en sérhvers manns böl reynt að bæta“ Þetta erindi, með fleirum, var kveðja „Litlu stúlkunnar á loft inu“ sem hún flutti á 40 ára starfs- afmæli séra Jóhanns Kristjáns Briem og Ingibjargar Jónínu ís- aksdóttur Briem á Melstað, er þeim var haldið samsœti í Ásbyrgi í Miðfirði af sóknarbörnum Mel- staðarprestakalls. Nú hefur frú Ingibjörg nýlega átt 80 ára afmæli. Við fuiltíða Miðfirðingar eigum margar ljúfar minningar um þau hjón. Hjá þeim fór saman hlý vin átta, glaðleg og glœsileg frarn- koma og þrotlaus vilji til að lið sinna og hjálpa. Þau hjónin komu ung í sýsiuna. Séra Jóhann var prestur hér f 42 ár. Hann var sérstætt prúðmenni, sem naut virðingar sóknarbarna sinna fyrir eftirbreytnislega fram komu í kirkju og utan. En við hLið hans stóð á löngum starfsdegi glæsiileg og góð kona. í hugum Okikar voru þau hjónin eitt ' ÖJl- uim greinum starfsins og heimili þeirra það skjól, sem margir leit- uðu tii. Ég man ekki fyrstu komu mína að Melstað, þegar frú Ingibjörg bar mig að skírnarlauginni. Oft sá ég þó síðar, hversu fagurt var að Mta hana með ómálga börn í faðmi sér. Ég man það vel, er ég kom 3ja ára og móðurlaus að Melstað- var skjólið hlýtt í faðmi frú Ingibjargar. Fyrstu peningar mln- ir úr hendi hennar voru furðulegt rikidæmi, en þó man ég brosið hennar ennþá betur. Það lýsti upp skammdegismyrkrið veturinn 1922. Þau hjón voru sérstakir barria- vinir og frá bernsku- ag æskuár um eru þau og heimilið þeirra tengd hinum björtuá(u hátíðaminn ingum mínuim. Ég dvaldj sem ung lingur vetrartíma á Melstað. Ég minnist margs frá þeim tima. Gam ansamt viðmót h úsfreyjunnsr kryddaði „ilim daganna“ hjá okk- ur, sem fjarri voru foreldrahús- um .Frú Ingibjörg er mjög næm á broslegri hliðar tilverunnar. Ég man og kyrrlátar bænastundir heimilisfóliks, áður en gengið var til hvfflu að kveldi .Gestrisni Mel- staðarhjóna var viðbrugðið. IJm þau mátti segja lilkt og kveðið var um aðra húnvetnska prestskonu (Si'gurlaugu Knudsen): „Gestrisninnar göfga mál gall hvað hæst í dyrum þínum ‘ Á Melstað var og miðstöð féiags- lífs sveitarinnar. Þar var sam- komustaður, unz Ungmiennafélag ið Grettir reisti samkomuhús á Laugarbakka, þar sem nú ei fé- lagsheimilið Ásbyrgi. Prestshjónm studdu með ráðum og dáð alla fé- lagsstarfsemi i héraðinu, einkuin þó söng- og leikstarf. Prestsfrúin sá um fjölmargar erfisdrykkjur. Eitt sinn fór fram á heimilinu bún aðarnámskeið, sem stóð í viku. Alan þennan tíma fengu ráðunaut ar og kunningjar úr sýslunni marg víslega fyrirgreiðslu og var þó eng um öðrum gestum vísað frá. Oft var barnaákóli staðsettur á Mel- stað. Voru þar stundum um 20 börn í beimili. Metstaður er og var í þjóðbraut. Þangað bomu gestir víða að úr öllum stéttum og af ýmsu þjóðerni. Það var gaman að vera Miðfirðingur og finna og vita þá rausn og alúð, sem þetta heim- ili veitti ölum þeim, er að garði bar. Þeir vita bezt, sem nána>t þekktu til, hversu þetta jók á ann- ir og umsvif húsfreyjunnar á staðn um. En glæsileg hússtjórn hennar og rausn var víða þekkt. Var þó ekki rafmagn eða önnur nútíma- þægindi komin tit sögunnar Það var þó lærdómsríkara fyrir unglinginn að sjá þá kærleikslurid, sem mæddri konu var sýnd, sem kom að dánarbeði bróður síns. Þá klæddust prestshjónin göngubún- ingi og fylgdu systurinni síðasta spölin heim. Dimmt var vetrar- kvöldið þá, en birta góðvilda»-inn- ar hlýtur að hafa lýst eitthvað upp heim sorgarinnar .Ég man lika viíj ann til að létta í orði og athöfn byrði verðandi móður, sem í anna.5 sinn horfði á rústir vona sinna um að eignast framitííðarheimili Ég minnist unga olnbogabarnsins ur þéttbýlinu, sem sent var einhverra erinda að Melstað. Þar var þvi t°-k ið með hlýrri alúð og glaðværn gamansemi, er fækkaði rauna- hrukkunum um stund. Já: „AlUaf að Melstað er koman jöfn og ást- ríkum skilningi að mæta“ Þar áttu og h-lut að máli fjögur börn þeirra hjóna, sem öll fæddust að Melstað: Steindór, búseitur í Reýkjavík, Ólöf, hjúkrunarkona i Kaupmannahöfn, Camilla, sem æ- tíð hefur dvalið hjá móður smni, og Sigurður, búsettur í Reykjaví'k. Barnabörnin eru sex. Miðfirðingar minnast fjölskyldunnar allrar með þakkílæti. Það var þungt áfall þeim hjón- um, er kirkja staðarins fauk í of- viðri fyrir augum þeirra. En hit ann og þungann af byggingu nýrr ar kirkju báru þau, þótt fjöimarg- ir legðu þar hönd að verkj baiði Framh. á bls. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.