Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Blaðsíða 2
Guðbjörg Oddsdóttir
litla frá Sauðhúsum, sem lét sig aldrei
vanta i heimsókn til Benedikts, er
hann hafði fri i landi.
Á meðan búskapur þeirra stóð yfir,
var allt i sem föstustu skorðum, bæði
utan húss sem innan, hver hlutur átti
sinn stað. Það var á orði haft, að hjá
húsmóðurinni á Sauðhúsum, væri allt
svo fágað og snyrtilegt innanhúss,
þrátt fyrir að ekki byggi hún við dúka-
og flisalöggð gólf. Benedikt húsaði upp
fyrir búpening sinn, stækkaði og
ræktaði túnið að miklum mun,
Vel var Benedikt greindur, hafði
gott minni, sagði skemmtilega frá at-
burðum, einkum og séilagi atburðum
eldri tima, fylgdist vel með sem
gerðist og fram fór i sveitinni. Lét sér
annt um að stunda af trúmennsku þau
störf.sem honum voru falin á hendur.
Góður bóndi, annaðist vel um bú-
pening sinn, hafði alltaf nægan hey-
forða var oft aflögufær, gat þvi miðlað
öðrum, ef þannig stóð á. Vel voru þau
hjón hjúasæl, gott var hjá þeim að
vera, og fyrir þau að vinna. Skila-
maður var Benedikt svo af bar, en
vildi sjálfur að aðrir væru skilvisir,
nákvæmur, stundvis og reglusamur i
öllu þvi, sem honum var trúað fyrir af
sveitungum sinum.
Falin voru honum ýmis trúnaðar
störf fyrir sveit sina, hreppsnefndar-
maður i mörg ár, i stjórn Kaupfélags
Hvammsfjarðar 19 ár, sóknarnefnd
Hjarðarholtskirkju 12 ár, forðagæzlu-
maður um tvo áratugi. Stjórnaði fjall-
leitum á meðan hann bjó á Sauðhús-
um, duglegur og framsækinn ferða-
maður, átti góða hesta, kom það oft i
hans hlut, að flytja og fylgja lækni á
vetrum oft i erfiðu færi og veöri,
stundum um langan veg, margir munu
hans minnast með þakklæti i huga,
fyrir hans framlag oft við erfiðar að-
stæður.
Nú er meira en hálft ár siðan hann
lagði i ferðina, sem allir fyrr eða siðar
fara. Sjálfur trúði hann á framhald
mannlegrar sálar, — og hann var ekki
að öllu leyti vanbúinn ferðinni miklu,
mér var kunnugt um, að hann vissi
meira um hvað við tekur, heldur en
allur fjöldinn.
Að endingu sendi ég Herdisi og börn-
um samúðarkveðju.
Og þér Benedikt þakka Laxdælingar
fyrir góða samfylgd.
Janúar 1973
Benedikt Jóhannesson
f
2
Guðbjörg Oddsdóttir fæddist að Hliði
á Alftanesi, hinn 30. júni 1879. Faðir
hennar var Oddur Erlendsson, bónda á
Svarfhóli i Flóa, Ólafssonar, bónda á
Hnausi,Þórðarsonar, en móðirin, kona
Odds, hét Hallgerður, af hinni kunnu
Bergsætt, Snorradóttir frá Selfossi. —
Foreldrar Guðbjargar bjuggu i Mels-
húsum á Alftanesi. Oddur var formað-
ur og mikill sjósóknari. Hann andaðist
árið 1897, 48 ára að aldri, frá konu sinni
og 4 börnum, en 2 höfðu þau misst. Þá
var Guðbjörg tæpra 18 ára, og fluttist
þá með móður sinni og systkinum til
Reykjavikur. Þar var hún i 3 ár, nema
hvað hún dvaldi vetrarvertiö i Grinda-
vik við matreiðslu sjómanna, en þar
kynntist hún mannsefni sinu, Geir bú-
fræðingi og kennara Egilssyni, hrepp-
stjóra i Múla i Biskupstungum^Páls-
sonar bónda þar.Móðir Geirs var Anna
Jónsdóttir prests á Breiðabólsstað i
Fljótshlið / Halldórssonar. Geir var
fæddur 10. marz 1874.
Þau Guðbjörg og Geir giftust 18. júli
1900 og bjuggu i Múla til 1916, að Geir
andaöist hinn 5. ágúst. Guðbjörg bjó
áfram I Múla til 1919, að hún fluttist
með börn sin til Reykjavikur.
Heimilið i Múla var rómað fvrir
glæsimennsku, glaðværö og gestrisni.
Húsbóndinn, gáfað glæsimenni og
hrókur alls fagnaðar, sérlega vinsæll
félagsmálamaður, naut mikils trausts.
enda falinýmiss trúnaðarstörf. — Að
loknu búnaðarnámi i Ólafsdal vann
hann um hrið að jarðabótastörfum i
Biskupstungum, og gerðist siðan gild-
ur bóndi. Þegar hann féll frá, aðeins 42
ára, varð almennur söknuður, ekki
einungis innan sveitarinnar heldur i
viðu umhverfi. Húsmóðirin þótti góð
heim að sækja, ræöin og skemmtileg,
talin ein af fegurstu konum sýslunnar,
hafði frábært minni, er hún hélt til
dánardægurs, og var þvi stórfróð bæöi
um menn og málefni. A meðan hún
dvaldi hjá dóttur sinni vestan hafs, var
hún þvi mjög eftirsótt af Vestur-ls-
lendingum, var þeim kærkominn fróð-
leiksbrunnur, fyrst og fremst um ætt-
fræði.
Þau hjón eignuðust 4 börn:
önnu, er giftist þeim,er þetta ritar, d.
20. 1. 1933, Oddgerði, er giftist Kristni
T. Stefánssyni, prófessor, d. 2.9. 1967,
Kristinu, gifta Kristjáni S. Eliassyni,
verkstjóra, Egil, bónda í Múla, giftan
Stefaniu Valdimarsdóttur. Þá ólu þau
og upp systur Guðbjargar, Margréti,
er kom til þeirra 8 ára gömul (og er nú
ein lifandi þeirra systkina) og Guð-
laugu Sæmundsdóttur, er var 3 ára.
Eins og fyrr segir, fluttist Guðbjörg
með börn sin til Reykjavikur árið 1919.
Með þvi hugðist hún fyrst og fremst að
bæta aðstöðu barnanna til menntunar.
— Hún rak matsölu i Reykjavik, þar til
hún giftist, hinn 20. sept. 1921,
Zóphóniasi , bifreiðaeftirlitsmanni,
Baldvinssyni, bónda á Bakka i
Svarfaðardal.Jónssonar. Þau eignuð-
ust • eina dóttur, Geiru, sem búsett er i
Seattle á Kyrrahafsströnd, gift banda-
riskum simaverkfræðingi.
Zophónias og Guðbjörg skildu. Eftir
það dvaldi hún hjá börnum sinum og
tengdabörnum til skiptis, bæði hér og
vestan hafs, þar til hún, vegna sjúk-
leika, fór á hjúkrunardeild Hrafnistu,
en þar andaðist hún eftir tæpa ársdvöl
aðfaranótt hins 29. des. s.l. Útför henn
ar var gerð frá dómkirkjunni i
Reykjavik þann 4. janúar.
Ég á margar góðar endurminningar
um fyrrverandi tengdamóður mina,
íslendingaþættir