Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Blaðsíða 7
Sask. þar til hann lét af störfum 65 ára
gamall. Næstu árin bjuggu þau hjón I
Calgary, Alta, en siðan 1954 var
heimili þeirra i fögrum skógarlundi
suður af Victoria.
Dr. j.P.P. kvæntist 1910 Sigriði
Vigfúsdóttur frá Skógargerði i Fljóts-
byggð, Nýja Islandi, hinni ágætustu
konu, er stóð örugg við hliö manns i
bliðu og striðu i full 60 ár, var „ljós á
vegum hans og lampi fóta hans” er
sjón hans tók að daprast. Hún las og
skrifaði fyrir hann, til þess að hann
þyrfti ekki að hætta bréfaviðskiptum
við vini og vandamenn, og öðrum rit-
störfum. Börn þeirra hjóna eru 4 á lifi,
Haraldur kennari i Victoria, Mr.
Thora Bell, húsfreyja á Vanvouver-
eyju, Sigrún, skrifstofustjóri i Ottawa,
og Mrs. Salin Stewart, ekkja i
Vancouver. Barnabörnin eru 7.
Dr. J .P .P. hóf undur ritstörf, og væri
skáldverkum hans safnað i eina bók,
væri þar mikið og gott lestrarefni.
Hann var einn þeirra fáu manna, er
lengi lögðu Timariti Þjóöræknis-
félagsins til gott efni. Má þar t.d.
benda á hina frábæru minningargrein
um J.M.B. sem sinn andlegan fóstur-
föður, og sýndi honum og konu hans
sonarlega rækt til þeirra hinztu daga.
Má sjá i dagbók J.M.B. (sem enn er
óprentuð) hve innilega þakklátur hann
er þessum gamla nemanda sinum
fyrir alla umönnun hans. J.P.P. ritaði
einnig i timaritiö „Saga” er Þorsteinn
Þ. Þorsteinsson gaf út i Winnipeg, og
smásögur hans, leikrit og Ijóð birtust i
Heimskringlu um langan aldur, og
fjöldi ritgerða um ýmsileg efni, meðal
annars ferðasögur, og var ein þeirra
sérprentuð „Hnausaför min” 1928,
gamansaga og skáldskapur að nokkru
leyti. í bókinni „Vestan um haf”, úr-
val úr vestur-islenzkum bókmenntum,
er gefið út i Reykjavik 1930, á dr.
J.P.P. góðan skerf.
Þeir Stephan G. Stephanson og
J.P.P. voru alúöarvinir á efri árum
Stephans, enda um margt andlega
skyldir, og lét J.P.P. sér mjög annt um
Stephan eftir aö heilsa hans tðk að
bila, enda má glöggt sjá þess merki i
bréfum Stephans, en nokkuð af
bréfum hans til J.P.P. mun vera
óprentað hér i Landsbókasafni.
A siðustu árum sinum hugleiddi dr.
Pálsson mjög heimspekileg efni og
framtið mannkynsins. Þess á milli orti
hann lausavisur, sér til dægra-
styttingar i rökkrinu, er aö siöustu var
oröið algert mykur, þó að það væri
lýst upp af ást og umhyggju konu hans
og barna.
Með honum er til moldar genginn
einn hinna merkilegu manna, er
ótrauðir lögöu liö sitt fram til þess að
islenzk tungu og þjóðerni mættu lifa
sem lengst i þeirra nýja heimkynni i
fjarlægri heimsálfu. Ævistarfi hans og
manngildi verða litil skil gerð með
þessum fátæklegu linum. Þess skal að
siðustu getið, að I júli s.l. gleðst hann
þá mjög farinn að heilsu, yfir þvi að
„...á lslandi...sé enn Paradis, og lifs-
stefnan ráði þar iögum og lofum.”
Þá þætti honum vel, ef við létum það
verða sannmæli i framtiðinni.
28. jan. 1973.
Jóhannes Kjarval
Framhald af bls 8.
seinna leiddu þau kynni til þess, að
hann varð hér heimilisvinur alla þá
stund, sem hann hafði hér bækistöð og
heilsa hans leyfði persónuleg sam-
skipti.
Kjarvai vann aldrei á sunnudögum.
Kom hann þá oft hér heim og gisti
nokkrum sinnum. Var hann jafnan au-
fúsugestur. Það sem hér er talið, leiddi
til þess, að Kjarval fannst hann verða
að láta eitthvað mikið af hendi rakna i
staðinn. Voru það málverk, bækur og
ýmislegt fleira þarflegra hluta, sem
við þágum úr hendi hans, auk fjölda
bréfa, sem bera fagurt vitni þakklát-
semi hans og tryggð.
Hallaði þvi alltaf meira og meira á
okkur i þessum viðskiptum, eftir þvi
sem lengra leið. Sama sagan mun hafa
gjörzt viðar, þar sem leið hans lá. En
dýrustu gjöfina hefir hann gefið
þjóðinni allri? Alla list sína og lif.
Frá þeim tima, sem Kjarval dvaldi
hér i nágrenninu, eigum við margar
ógleymanlegar minningar. En einna
minnistæðastar verða mér þó kvöld-
stundirnar i litla húsinu hans i
hvamminum - þegar hinn mikli
meistari lina og lita hafði lagt frá sér
pensilinn, tekið brettið af trönunum og
lokað þvi, og naut hvildarinnar eftir
erfiðan dag.
Þá ræddi hann stundum opinskátt
um það, sem var að gerast i islenzku
þjóölífi, skáldskap og listum. Eitt sinn
sagði hann mér frá þvi, hvernig hann
setti sjálfan sig i samband við um-
hverfið, þegar hann væri að mála. Þar
sem búast mátti við umferð, gaf hann
sig ekki svo á vald verkefnisins, að
hann væri ekki fær um að taka á móti
truflun frá umferðinni án þess að fara
úr jafnvægi, „en þegar unnið er langt
frá alfaraleið, stillir maður sig inn á
þögnina,” sagði hann. Eitt sinn var
hann að mála á slikum stað og varð
fyrir óvæntu ónæði:
„Ég varað glima við erfitt viðfangs-
efni og hafði ef til vill náð sambandi
við framliðna meistara. Var búinn að
sjá fyrirmér lausn á vandanum, en átti
eftir að koma henni á léreftið. Þá varð
ég fyrir ónæði og tapaði hugsjóninni.”
Þótt honum þetta mjög leitt, en tók
þó aftur gleði sina eftir einn eða tvo
daga.
Ég tel mér það mikinn ávinning að
hafa kynnzt Kjarval, þessum sér-
stæða og mikla persónuleika. Það
hefir vikkað sjóndeildarhring minn og
auið bjartsýni og trú á þann stofn, sem
borið hefir hina þróttmiklu og laufriku
grein, sem hann var. Mikilmenni
koma jafnan fram i fyllingu timans.
Nú stendur autt litla húsið i
hvamminum - eins og svo mörg önnur i
sveitum þessa lands.
Segja mætti mér það, að á kyrrum
sumarkvöldum, þegar sól gyllir ris-
bratta tinda Dyrfjalla og annarra
fjalijöfra austan Héraðs, að i
hvamminn komi maður, hár vexti,
með hatt á höfði og silfurhvita lokka
niður undan, og með málingarslettur á
fötum og höndum, hafandi með sér
málaratrönur og annað það, sem
starfinu heyrir til, renni athugulum
augum yfir mjúkar linur Selfljótsins,
bakka þess, og siðan fjær yfir ása og
fell, til fjallanna i fjarska, og hefjist
handa.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Þessi fáu og fátæklegu orð eiga að
færa þér innilegasta þakklæti mitt og
fjölskyldu minnar, fyrir vináttu þina
og tryggð, gjafir þinar og allan sóma,
er þú sýndir okkur, ásamt ósk um heill
og hamingju á nýju sviði lifs og list-
ar.
Börnum þinum og öðrum
aðstendendum vottum við inni-
legustu samúð.
Björn Guttormsson
islendingaþættir
7