Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Síða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 15. marz 16. tölublað 6. árg. Nr. 101 TIMANS
Jóhannes Bjarnason
Jóhannes Bjarnason fæddist aö
Pjallaskaga i Dýrafiröi 10. júli 1915.
Hann var 8. barn foreldra sinna af 14.
t>au voru Gunnjóna Vigfúsdóttir
Nathanaelssonar i Alviöru og Bjarni
Sigurðsson bóndi að Fjallaskaga.
Þegar Jóhannes var 11 ára fluttust
foreldyar hans að Lambadal i sömu
sveit. Bróðir Bjarna, Guðmundur As-
geir, og kona hans tóku hann þá i fóst-
ur að Hólakoti, sem einnig var i Mýra-
hreppi. Þar átti Jóhannes heimili þar
til hann fluttist til Reykjavíkur. Hann
fór strax og aldur leyföi á sjóinn. Þau
störf vann hann unz heilsu hans var
þannig farið, að þau hentuðu honum
ekki. Vann Jóhannes hin siöari ár við
verzlunarstörf hjá Asbirni ólafssyni.
Hinn 23. desember 1950 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sina Margréti
Kristjánsdóttur frá Tröö i önundar-
firði. Þau eignuðust tvær dætur. Sú
eldri er gift en hin ennþá barn að aldri.
Heimili sitt reistu þau i Reykjavik og.
hafa búið þar æ siðan. Hann andaðist
að Landakoti 1. september. 1972.
Það er ekki fyrir daglegan samgang'
eða nána deilingu kjara okkar i milli
umfram það, sem sveitungar og vinir
hittast hér i borginni ýmissa atvika
vegna, sem kemur mér til að minnast
hans nú. Ég þarf heldur ekki að segja
þeim, er þekktu hann, hver manngerð
hans var. En mig langar til að minnast
hans vegna þess, hversu fagurt for-
dæmi hann gaf þeim, er um það vilja
hugsa eða hafa spurnir af, innan hans
stóra frændgarðs eða utan. Jóhannes
fæddist svo sannarlega á mörkum hins
byggilega heims. Opið haf og þver-
hnipt björg umlykja Fjallaskaga. Það
var algjörlega undir náttúruöflunum
komið hvort nokkurrar hjálpar var að
vænta utan að komandi, hvað svo sem
fyrir heföi komiö þar á bænum. 1 dag
væri þaö talin ögrun við heilbrigða
skynsemi að setja fólk þar niður til
búsetu. Við þennan kalda veruleika
glimdi fjölskylda hans og hlaut sigur. 1
þessu algleymi einangrunarinnar
hlaut sál hans slna fyrstu mótun. Hann
fékk fljótt að vita aö hendurnar voru til
aö vinna með, fæturnir til að standa á
og Guösviljinn til að styðjast við. Engra
annarra kosta var völ dreng þess tima,
sem borinn var i miðjum, stórum
barnahópi en biða máttar sins og meg-
ins og taka þá til starfa, sem hann og
gerði svo vel, að eftir er munað af
þeim, er til þekkja. Mér eru mjög
minnisstæöir þeir dagar á sl. sumri, er
við lágum bæöi I Landakotssjúkrahúsi.
Þá töluöum við kannski meira saman
en um ævina fram að þvi til samans.
Hann sagöi mér hve viðbrigöin hefðu
verið mikil að flytja að Hólakoti, þar
sem stutt var til bæja á alla vegu. „Ég
man að lengi vel þorði ég ekki að láta
ókunnuga sjá mig brosa”, sagði hann,
„mér fannst ég svo undur smár og
litilmótlegur”. Eðlislæg feimni hefur
átt sinn þátt I þessu á móti óvananum
að hitta ókunnuga. Hann var hlédræg-
ur og prúðmennskan einkenndi fas
hans alla ævi. — Það voru yfirveguð
orð, sem hann lét falla um þaö, að nú
væri hann samkvæmt Guðsvilja aö
skila þeim höndum, sem hann hefði
fengið til aö vinna meö og þeim fótum
sem hann fékk til að standa á. Hann
vann meðan dagur entist og hann stóð
föstum fótum á þeirri jörö, sem hann
var borinn til. Þar kom til manndóms-
eðli hans, sem var djúpstætt og vilji,
sem var mjög einbeittur. Stærstur
þáttur i farsæld hans var ást hans á
konu sinni og heimili. Hann var þar
lánsmaöur, þvi andinn var einn og
samur þeirra beggja. Heimsins glaum
og glys létu þau vikja fyrir öruggri
uppbyggingu. „Ég er feröbúinn”,
sagöi hann. Ég veit, að það var satt,
svo mjög bar hann skyn á þetta afl,
sem fer um, án spurnar. Hann hafði oft
leitað hinna dýpstu raka, en fengið það
eina svar, að þau lægju enn ekki á
lausu. Sá mikli andlegi styrkur, sem
hann hafði fram aö færa i helstriði
sinu, mun verða mér sem ljós til aö
horfa á, þótt minn biötfmi sé kannski I
dag ekki greindur. Það er lærdómur,
sem kemur á jöfnuð milli gleði og
sorgar aö vera vitni að þvi, að maður á
bezta aldri taki dauðastund sinni sem
hann.
Hann skilaði sinum degi meö sæmd.
Mér varð hugsaö til litla drengsins,
sem ekki þorði að brosa til ókunnugra
fyrir rúmum 45 árum, þegar ég sá, að
þaö hafði verið gert heyrum kunnugt,
að sföasta verk hans hér I heimi var að
ganga frá peningagjöf, sem skipti
hundruöum þúsunda, er afhendast
skyldi heimabyggð hans, Dýrafiröi,
sem gjöf frá konu hans og honum. Það
heföi nægt til að kaupa allar jarðir i
Mýrahreppi á þeim tima, jafnvel
betur. Hinn þröngi stakkur, sem hann
var borinn til, haföi verið lagður til
hliðar. Ég hygg að marga Dýrfiröinga
hafi sett hljóða og hugsað þakklátum
huga tilhans, sem þannig sýndi tryggð
3