Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Side 3
Sólveig Guðmundsdóttir Þa5 tókst henni llka með ágætum. Hún átti sinn stóra þátt i hamingju og vel- Sengni barnanna. Og launin fyrir llf hennar og fórn voru fólgin i því barna- láni,sem hún átti að fagna. Þórlaug heitin var gædd miklum sálarstyrk og öruggri trúarvissu um handleiðslu Guös og sigurmátt hins bjarta og góöa i lífinu. Trú hennar og styrkur kom gleggst fram, er veikindi og ástvinamissir sóttu hana heim, en ekki sízt siöustu mánuöina, sem hún liföi og hún háöi sitt dauöastriö af óvenju miklum hetjuskap og hugarró. Þaö var mjög uppbyggjandi og lærdómsríkt aö koma aö sjúkrabeöi hennar, þar sem hún lá á Sjúkrahúsi Akraness, ræddi um daúða sinn eins og eðlileg þáttaskil I lifinu og beiö þess i rósemi og trú, sem Guði þóknaðist aö láta fram við hana koma. Sjálf komst hún svo aö orði, aö þar sem börn sln væru komin upp og þeim vegnaöi vel og að séö væri, aö maður hennar mundi vera áfram á Kjalvararstöðum I öruggu skjóli sonar þeirra og tengda- dóttur, þá sætti hún sig vel við þaö, aö hlutverki sinu væri lokið i þessu lífi. Hún væri þvi tilbúin aö kveðja þaö og hverfa inn i eillfðina, hvenær sem Drottinn vildi. —Tæpum sex vikum áöur en hún dó klæddist hún I siöasta sinn sinum fallega, islenzka búningi og fékk að fara af sjúkrahúsinu og niöur I Akraneskirkju til aö vera viðstödd brúökaup dóttur sinnar. Hún og allir viöstaddir vossu, aö dauöinn var á næsta leiti, en enginn sá henni brugöiö. Heilshugar tók hún þátt I fögnuði og hamingju brúöhjónanna. Þá eins og jafnan á vinafundum bar hún bros á vör og gleði i augum. En dauöinn kom, þegar Drottinn vildi. Hún lézt I Sjúkrahúsi Akraness hinn 3. nóvember=og var jarðsett frá Reykholtskirkju þann 11. sama mán- aöar aö viöstöddu fjölmenni. Allir áttu henni gott að gjalda. Og hún kvaddi lif- iö I trú og sátt og gekk fagnandi og glöð á Guös sins fund. Blessuð sé minning góðrar og göfugrar konu. — „Sælir eru hjarta- hreinir, þvi aö þeir munu Guð sjá”. Jón E. Einarsson. Saurbæ. frá Háeyri F. 26. febrúar 1893 D. 25. janúar 1971 Upp úr veturnóttum 1951 fluttum viö Ingimar Jóhannesson þáverandi fræöslufulltrúi i fræðslumálaskrifstof- unni I húsiö Laugarásvegur 47 I Reykjavik,en það hús höföum viö reist saman. Viö Ingimar höföum veriö kunnugir frá þvl 1941, aö Aðalsteinn Sigmunds- son leiddi okkur saman, en Sólveigu konu hans kynntist ég fyrst, er viö komum undir sama þak. Börn þeirra þrjú voru búin aö stofna eigin heimili og þvl farin aö heiman, en meö þeim var enn Asgerður, sem I skjóli þeirra stofnaöi hjá þeim heimili sitt, er hún giftist Victori Agústssyni. Fyrsta barn þeirra Asgeröar og Victors, Sólveig, mátti segja aö ælist upp hjá Sólveigu ömmu sinni fyrstu árin, þar sem þau ungu hjónin unnu bæði utan heimilis- ins. Ég og kona mln, Asdis, fluttum inn i sameignina meö þeim Sólveigu og Ingimari meö átta börn og mörg ár liðu eigi þar til þau urðu tíu. Þessi börn, sem voru á ýmsum aldri drógu aö sér hóp jafnaldra, svo aö alla daga var mikil umferö og ys innan húss og utan. Hróp og fótatak, huröa- skellir og hlaup um stiga og ganga. Við allt þetta ónæöi bjó hin heima- kæra húsmóöir, Sólveig. Aldrei kom fyrir, að þetta hávaöasama æskulif sambýlisfólksins gengi fram af Sól- veigu — en skeöi óhapp og kvæði viö grátur, þá var hún komin, til þess aö aögæta, hugga og hjálpa. Kæmi til ill- deilna innan hópsins og hún gæfi sig aö vandræðunum, var hin bliöa og ljúfa framkoma hennar til þess aö bera klæöi á vopnin. Sú kona, sem þannig gat umboriö ærsl æskufólks, fylgzt meö þvi og lagt ávallt gott til málanna, hlaut aö búa yfir stillingu, ljúfmennsku en þó festu. Hvert hús á sitt lif og þaö líf, sem þar á sitt óöal, veröur þar fyrir sinni mótun og ber þaöan frumdrætti persónuleika. Húsmóöir, sem vinnur allt sitt starf viö og innan heimilis síns — og sýnir þeirri æsku, sem nærri henni feröast næma athygli, hjálpsemi, umburöar- lyndi og leiðbeiningu, á stóran þátt I uppeldi þess ungviöis, sem er tengt heimilum hússins en ekki sent i leik- skóla eöa barnaheimili. Þegar Ihugaöir eru hæfileikar Sól- veigar til þess að umgangast ungt fólk, þá veröa fyrst fyrir persónuleiki henn- ar. Hógvær framkoma og ljúf- mennska. Þá leiðir athugunin framþá þjálfun og lærdóm, sem störf hennar I lifinu höfðu veitt henni og kennt. Þau eru öll bundin viö heimili — stór heim- ili. Fyrst hiö umsvifamikla heimili á Háeyri á Eyrarbakka. Faðirinn, Guö- mundur Isleifsson, bóndi og útvegs- maður. Móöirin Sigriöur Þorleifsdótt- ir, uppalandi tíu barna, húsmóöir vinnufólks, bús og sjómanna I útvegi manns hennar. A árunum 1911 til 1922 má segja aö Sólveig hafi veriö aðalstoö foreldra sinna viö búsýslu þeirra. Tvl- vegis dvelur hún um eins árs skeiö að Brekku I Fljótsdal, til þess aö aðstoða systur sína, læknisfrú Sylviu, konu Olafs 0. Lárussonar, sem um .árabil • slendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.