Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Blaðsíða 6
synir viröast ekki óllkir aö skapgerö
og framgöngu, þótt nær 10 alda bil
liggi milli þeirra. Þeir voru engir
glaumgosar, fóru sér hægt, en hugsuöu
djúpt, æörulausir og jafnhugaöir.
Halldór þoldi engum órétt fremur en
Egill Skallagrimsson eöa Ingi frá
Kiöjabergi.
Sagan er boöberi kynslóöanna. Þaö
hefur veriö sagt, aö þeir, sem ná háum
aldri veröi aö þola lífsreynslu aö sjá
samferöamenn slna hverfaeinn af öör
um til dulheima dauöra. Þaö veröur
skarö fyrir skildi, tregi og söknuöur
fyllir hugann. Þaö er sem skóginn
grisji, og maöur standi nær á berangri.
En minningin lifir. Þannig rifjast
upp fyrir mér af kynnum okkar Inga
minningum hollvin, og góöan dreng.
Ingi var gæfumaöur, sem hann sjálf-
ur viöurkenndi. „Guö gaf mér góöa
konu og mikilhæfa og gjörvuleg börn”,
sagöi hann. Hann var vel virtur af
sinni fjölskyldu, sem vera bar.
Aö leiöarlokum þakka ég samfylgd-
ina, og votta eftirlifandi konu hans
Ingibjörgu Jónsdóttur og fjölskyldunni
allri fyllstu samúö mina.
Siguröur Greipsson.
f
Viö Ingi heitinn vorum sambýlis-
menn á Grettisgötu 96 siöastliöin rúm
5 ár. Nú er Ingi er alfarinn vil ég minn-
ast hans meö fáeinum oröum. Hann
var lítiö eitt eldri en ég, hraustmenni
mikiö og heilsugóöur. Taldi ég víst aö
hann ætti mörg ár ólifuö viö góöa
heilsu. En sjálfur taldi hann sig hafa
fengiö skýra feigöarboöa og þeir
brugöust ekki. Hann henti slys á götu
og leiddi þaö hann til dauöa hinn 10.
þ.m. eftir nokkra sjúkrahússlegu.
Ingi var kominn af hraustum,gáfuö-
um og landskunnum ættum. Hann var
uppalinn i sveit. Fór ungur til Dan-
merkur og dvaldi þar viö nám og fleira
i 5 ár. Er hann kom heim, frá Dan-
mörku, geröist hann bóndi, fyrst á
Bergþórshvoli og slöar I Vaönesi. Er
hann haföi stundaö búskap 127 ár flutt-
ist hann til Reykjavlkur áriö 1945.
Geröist hann þá stárfsmaöur hjá~
Póstinum, en slöar vann hann hjá toll-
stjóra.
Ingi var fróöur maður og vel lesinn,
enda átti hann allmikiö af bókum.
Hann var vel hagmæltur og orti þá
gjarnan stundum á dönsku, ef svo bar
undir. Hann var hnyttinn I svörum og
klmni átti hann I rlkum mæli.
Hann kom stundum upp til mln og ég
einnig niöur til hans og áttum viö þá
skemmtilegar rabbstundir. Hann var
mikill hófsmaöur á vln, en tók þó sem
svaraöi fingurbjörg er honum var boö-
iö. Hann baö mig aö gefa sér heldur
brennivln en vodka þvl aö þaö væri
þjóölegra.
Ingi var kvæntur Ingibjörgu Jóns-
dóttur frá Alfhólum og lifir hún mann
sinn. Þau eignuöust þrjá sonu, Sigurö
skrifstofustjóra hjá Póstinum, Sigur-
jón lögregluþjón, og Gunnlaug bygg-
ingameistara og eina dóttur Sofflu,
sem vinnur á Hagstofunni.
Vertu sæll Ingi, viö hjónin vottum
ekkju Inga, börnum og öörum vanda,-
mönnum einlæga samúö.
Kristinn Guömundsson.
t
Enn er einn af okkar gömlu görpum
fallinn I valinn. Ingi Gunnlaugsson
var til moldar borinn mánudaginn 19.
febrúar s.l. Er þar meö lokiö langri og
farsælli göngu mikils ágætismanns.
Ingi hóf störf hjá Póststofunni I
Reykjavik áriö 1946, en einmitt um þaö
leyti uröu miklar breytingar á rekstri
þar. Hann vann aö ýmiss konar póst-
störfum, en út á viö var hann mörgum
aö góöu kunnur fyrir þaö trausta og
ánægjulega samband, sem hann kom á
viö hinar ýmsu stóru rlkisstofnanir,
ráöuneyti, alþingi o.fl., en til þeirra
bar hann póst lengst af sinum starfs-
ferli hjá okkur. Og þarna ,,á æöri stöö-
um” eins og oft er sagt, var hann okk-
ur veröugur fulltrúi. Hann var bóka-
maöur mikill, vel lesinn, og ótrúlega
fróöur á viöu sviöi. Vitum víö fyrir
vist, aö margur maöurinn mun sakna
þess aö hitta ekki Inga lengur og geta
átt viö hann ánægjulegar samræöur.
Þegar Ingi komst yfir aldursmark
opinberra starfsmanna, og gat meö
réttu setzt I helgan stein en þaö var ár-
iö 1964, hóf hann störf hjá tollstjóra-
embættinu. Þaö var honum fjarri
skapi aö sitja iöjulaus, enda heilsan og
þrekiö I bezta lagi. Þarna vann hann
þar til nú fyrir siöustu jól, er hann varö
fyrir slysi, sem lagöi hann I rúmiö.
Alltaf hélt Ingi tryggö viö okkur slna
gömlu samstarfsmenn og var hann
tlöur gestur okkar undanfarin ár.
Viö kveöjum þennan trygga félaga
okkar, meö söknuöi, en geymum um
hann góöar minningar.
Póstmannafélag tslands.
f
Móöa tímans fellur fram óstöövandi
og brýtur niöur stofnana, — stundum
fyrr en varir. Þá er saga sögö sem
hvorki veröur breytt né viö aukiö, llfs-
saga samferöamanns á enda skráö.
Þetta er mannleg reynsla, sem allir
þekkja, og einkum þeir sem lifaö hafa
langa ævi. En þegar góöir vinir falla I
valinn gamlir félagar eöa samstarfs-
menn, fer naumast hjá þvl, aö vér
kennum til Hkt og þáttur sé af oss rak-
inn.
Þessar hugsanir leita nú fast á, þeg-
ar ég minnist Inga Gunnlaugssonar,
póstafgreiöslumanns, en útför hans
var gerö frá Dómkirkjunni mánudag-
inn 19. febrúar s.l.
Ingi var kjarnakvistur á merkum
ættarmeiöi. Hann var fæddur á Kiöja-
bergi I Grlmsnesi 19. ágúst 1894 og þvi
78 og hálfs árs aö aldri, er hann andaö-
ist 10. febrúar s.l. Foreldrar hans voru
hjónin Gunnlaugur bóndi og hrepp-
stjóri á Kiöjabergi Þorsteinsson Jóns-
sonar sýslumanns I Arnessýslu og
kancellíráös aö nafnbót, og kona hans
Soffía Skúladóttir prófasts aö Breiöa-
bólsstaö I Fljótshliö og hins merkasta
þjóösagnaritara, en kona sr. Skúla var
Guörún Sigrlöur Þorsteinsdóttir
prests I Reykholti Helgasonar. Þótti
sér Þorsteinn afbragö Islenzkra náms-
manna, en gekk vlst ekki heill til skóg-
ar og andaöist aöeins 33 ára gamall.
Um hann orti vinur hans, skáldiö
Jónas Hallgrlmsson, eitt af beztu
kvæöum slnum. Þar er þetta erindi:
Veit þá engi, aö eyjan hvíta
átt hefur sonu fremri vonum?
Hugöu þeir mest á fremd
og frægöir,
frlöir og ungir hnigu I strlöi.
Svo er þaö enn, atburö þenna
einn vil ég telja af hinum seinni:
Vinurinn fagri oss veik af
sjónum
aö vonum, þvl hann var góöur
sonur.
Ingi ólst upp á Kiöjabergi, yngstur
sex mannvænlegra og vel þekktra
systkina. Voru bræöurnir 5 og ein syst-
ir. Fjögur þeirra eru látin, en tveir
bræöur lifa: Jón fyrrv. stjórnarráös-
fulltrúi, Reykjavik, og Halldór bóndi
og hreppstjóri á Kiöjabergi.
Areiöanlega hefur Ingi ungur haft
hug á aö þvl aö afla sér nokkurrar
menntunar, svo sem bræöur hans allir.
Varö þaö aö ráöi, aö hann fór um tvl-
tugsaldur, til Danmerkur og var þar
tvo vetur viö nám I lýöskólanum I
Askov. Slöar fór hann ööru sinni til
Danmerkur. Kynnti hann sér þá m.a.
nokkuö landbúnaö Dana. Alls mun Ingi
hafa dvalizt erlendis um 8 ár.
Kynntist hann þar ýmsum góöum
mönnum og batzt þeim vináttubönd-
um, þar á meöal dr. Arne Möller,
Kennaraskólastjóra, sem er Islend-
ingum aö góöu kunnur. Eftir heim-
komuna var hann aö minnsta kosti tvo
vetur farkennari I Rangárvallasýslu.
Féll honum þaö starf mjög vel, þó aö
ævistarf hans yröi á öörum vettvangi.
Ariö 1922 hóf Ingi búskap á Berg-
þórshvoli og bjó þar til 1925, eöa I þrjú
6
íslendingaþættir