Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Blaðsíða 6
Guðrún Kristjánsdóttir
frá Múla
A sjómannadaginn, þriðja júni sið-
astliðinn, andaðist á Hrafnistu, Guð-
rún Kristjánsdóttir frá Múla i Isafirði,
áttatiu og átta ára að aldri.
Foreldrar hennar voru Kristján
Þorláksson, útvegsbóndi i Múla, og
kona hans Valgerður Jónsdóttir
Halldórssonar, bónda á Laugabóli.
Systkini Valgerðar voru Magnús bæj-
arfógeti i Hafnarfirði. Kristján bóndi
og sjómaður i Bolungarvik, Þórður
bóndi á Laugabóli, Halldór bóndi á
Rauðamýri og Jón i Tröllatungu. Þetta
eitt nægir til að sýna, að Guðrún var i
móðurætt komin af hinum merkustu
og traustustu bændaættum við Djúp. t
fööurætt hennar var einnig margt táp-
mikilla og dugandi sjómanna.
Börn þeirra Kristjáns i Múla og
Valgeröar voru auk Guðrúnar þau Sig-
urborg, fyrrum skólastjóri húsmæðra-
skólans á Staðarfelli og Magnús, fyrr-
um bústjóri á Korpúlfsstöðum og siðar
að Reykjum i ölfusi.
Guðrún var fædd i Múla 3. júni 1885,
og bar andlát hennar þvi að á afmælis-
daginn hennar, er hún var 88 ára.
Hún ólst upp i foreldrahúsum i Múla
og þar stýrði hún sálf búi öll sin beztu
ár.
Arið 1907, er hún var tuttugu og
tveggja ára, fór hún til Reykjavikur til
náms i Kvennaskólanum. Lauk hún
þar námi á einum vetri með bezta
vitnisburði. Meðan hún dvaldi i skól-
anum, bjó hún hjá sytrum Magnúsar
Stephensen, landshöfðingja, og minnt-
ist hún þeirra ávallt með mikilli virð-
ingu og þakklátssemi. Þannig átti
Guðrún þess kost að njóta náms i æsku
umfram flestar jafnöldrur sjnar, og
bjó hún að þvi alla ævi.
Arið 1919, hinn 9. júli, þegar hún er
34 ára, giftist Guðrún ungum bónda-
syni úr Strandasýslu, Sturlaugi Ein-
arssyni frá Snartartungu i Bitru. Hafði
Sturlaugur notið vakningar og fræðslu
vaðs, keypti hann landspildu og reisti
þar verzlunarhús. 1 þetta hús flutti
Þorsteinn haustið 1927 og gaf þvi
nafnið Hella. Þorsteinn og fjölskylda
hans eru þvi landnemarnir á Hellu,
þeim stað, sem kauptúnið stendur nú
á. Einnig byggði hann sláturhús og
starfrækti það, meðan hann rak
verzlun á Hellu. Með verzluninni hafði
Þorsteinn einnig nokkurn búskap.
Verzlun Þorsteins óx og dafnaði með
eölilegum hætti fyrstu árin, eða
þangað til kreppan skall yfir. Þá komu
erfiðleikar, sem reyndust honum
þungir i skauti. Eftir átta ára
verzlunarstarfsemi á Hellu ákvað
Þorsteinn að hætta að verzla og selur
verzlunina Kaupfélaginu Þór, sem þá
var nýstofnað. Þetta var árið 1935. Þá
um vorið flytur hann að Selsundi á
Rangárvöllum og bjó þar til ársins
1947. Selsund er efst á Rangárvöllum,
undir Heklurótum, og þvi nokkuð af-
skekkt en góð bújörð. Þar er gott beiti-
land og túnið eggslétt út frá bænum.
Þarna bjó Þorsteinn góðu búi i tólf ár,
eða þar til Hekla gaus árið 1947. Þá
ákvað hann að hætta búskap og flutti
til Hafnarfjarðar, þar sem hann hefur
að mestu dvalið siðan. 1 Hafnarfirði
vann hann ýmis störf meðan heilsa
hans leyfði. Fyrir nokkrum árum
missti Þorsteinn sjónina, en tók
þvi eins og öðru mótlæti með mikilli
ró. Hann andaðist að Sólvangi i
Hafnarfirði 27. mai, s.l. og var
jarðsettur frá Oddakirkju 2. júni.
Af þvi, sem hér hefur verið rakið má
sjá,að Þorsteinn hélt ekki kyrru fyrir
um dagana. Hann flytur þrisvar með
foreldrum sinum, býr á fimm jörðum,
verzlar á Rauðalæk og Hellu og dvelur
við Faxaflóa 26 siðustu æviárin. Það
mætti þvi ætla.að Þorsteinn hafi verið
staðfestulitill og stefnulaus maður,
flóttamaður i sifelldri leit að betri
stað. En svo var alls ei. Þessir mörgu
búferlaflutningar voru oftast af ástæð-
um, sem Þorsteinn gat ekki við ráðið.
Þott Þorsteinn ynni ýmis störf var
hann fyrst og fremst bóndi, sem vildi
rækta kvikfé og yrkja jörð sina. Fáir
menn mynduðu sér ákveðnari
skoðanir en Þorsteinn gerði, eða voru
sérbetur meðvitandi um vilja sinn en
hann var. í mörg ár var Þorsteinn
grenjaskytta bæði fyrir norðan og
sunnan. Til að ná þar góðum árangri
þarf sterkan vilja og mikla þolinmæði.
Þorsteinn hafði hvort tveggja i rikum
mæli. Þegar Þorsteinn hafði komizt
að þvi, að eitt var rétt og annað rangt
var ekki auðvelt að fá hann til að
breyta þeirri ákvörðun. Hann var vel
minnugur á það, er hann taldi sér
gerðan greiða eða sýnd vinsemd og
var þvi mikill vinur vina sinna. Þor-
steinn var greindur maður og hafði
mikla frásagnarhæfileika. Kryddaði
hann frásögn sina léttri kimni, þannig
að unun var á að hlýða.
Þorsteinn var tvikvæntur. Fyrri
kona hans var Þuriður Þorvaldsdóttir
prests á Melstað i Miðfirði. Þau skildu.
Börn þeirra voru fjögur: Helga, búsett
á Bessastöðum á Heggstaðanesi,
Gyða, búsett i Hafnarfirði, Björn,
prófessor og Högni dó 15 ára gamall.
Seinni kona Þorsteins var Ólöf
Kristjánsdóttir bónda i Efri-Gróf i
Flóa og lifir hún mann sinn. Börn
þeirra eru þrjú: Sigurður kennari i
Hafnarfirði, Kristin og Sigriður, báðar
búsettar i Kópavogi. Þau sem komust
til fullorðinsa'ra eru öll gift og eiga
börn, mikið dugnaðar og manndóms-
fólk.
Að lokum vil ég þakka Þorsteini
Björnssyni mikil og góð kynni og
margra ára vináttu við mig og mína
fjölskyldu. Eiginkonu hans, börnum og
öðrum vandamönnum votta ég samúð.
Þorgils Jónsson
6
íslendingaþættir