Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Blaðsíða 7
i unglingaskóla sira Ólafs i Hjarðar- holti i Dölum. Fyrsta búskaparár sitt voru þau ungu hjónin til heimilis að Gröf i Bitru og siðan eitt ár að Lágadal i Nauteyrarhreppi. En árið 1922 tóku þau við búi i Múla og bjuggu þar af rausn og myndarskap um 30 ára skeið, eða til ársins 1952. Var þar við góðu að taka, þvi að heimili þeirra Kristjáns i Múla og Valgerðar var annálað mynd- arheimili. Gerði Kristján út skip sitt frá Bolungarvik á vorvertiðum og var sjálfur formaður, en Valgerður stjórn- aði búi á meðan af miklum skörungs- skap. Fóru af þvi sögur, að hún væri hin mikilhæfasta kona. Heimili þeirra Guðrúnar og Sturlaugs mótaðist af hreinlæti og snyrtimennsku utan húss og innan, enda voru þau hjónin einkar samhuga og samhent i öllu, og bar þar aldrei skugga á. Það var ráðdeildar- semi, sem öðru fremur setti mark sitt á heimilið I Múla. Þeim hjónum bún- aðist vel i hvivetna, byggðu upp húsa- kost jarðarinnar að nýtizkuhætti, juku við ræktun og stækkuðu bústofn. Féð i Múla var af hinu annálaða Kleifakyni, og mun það óviða, ef nokkurs staðar hafa verið til annars staðar, er fjár- skipti fóru fram. Oft var gestkvæmt i Múla, og varð þess aldrei vart, að Guðrúnu yrði ráðafátt að koma öllu vel fyrir, þótt margir ieituðu gistingar i senn. Hið sama var að segja um Guðrúnu i Múla i daglegum störfum hennar. A henni var aldrei asi. Hún virtist hafa nægan tima til allra hluta. Sturlaugur var glaðlýndur félags- hyggjumaður. Gegndi hann margvis- legum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina, var i hreppsnefnd Nauteyrar- hrepps, i skólanefnd Reykjanesskól- ans og tók að öðru leyti þátt i margvis- legu félagsmálastarfi sveitarinnar. A fyrsta búskaparári sinu i Múla eignuðust þau hjónin dóttur, Valborgu að nafni, en misstu hana, er hún var aðeins þriggja vikna gömul. Seinna eignuðust þau tvö börn, sem til þroska komust. Það eru Kristján, trygginga- fræðingur hjá Tryggingastofnun rikis- ins, og Gerður, húsfreyja og útsölu- maður blaða i Kópavogi. A árinu 1952 tók Sturlaugur að kenna heilsubrests. Treystist hann þá ekki til að reka bú sitt af sama harðfylgi og áður, og ákvað þvi að bregða búi. Mun það tæpast hafa verið Guðrúnu og hon- um sársaukalaust. En það er flestra reynsla, að fleira verður að gera en gott þykir. Fluttust þau þá til Isafjarð- ar og keyptu býlið Efri-Tungu i Skut- ulsfirði. Bjuggu þau þar um sig hið bezta, samlöguðust vel umhverfi sinu, tóku þátt i félagslifi og sætt-sig allvel við hið nýja hlutskipti sitt, þótt ólikt væri þvi, sem áður var. En þetta timabil i Tungu varð ekki langt. Eftir sex ár — 1958 — lézt Stur laugur og fluttist Guðrún þá til Gerðar dóttur sinnar, sem skömmu áður hafði flutzt suður og bjó i Kópavogi. Um þessar mundir kynntist Guðrún ágætishjónunum Jónu Guðlaugsdóttur og Sveini Þorbergssyni i Hafnarfirði og bjó hún hjá þeim um sinn, og reynd- ust þau henni með ágætum i hvivetna. En þegar heilsan var þrotin, kunni Guðrún þvi ekki að vera öðrum til byrði og tryggði sér dvöl að Hrafnistu, þar sem hún lézt, eins og fyrr segir, á afmælisdaginn sinn, er að þessu sinni var sjómannadagurinn, 3. júni. Þar kvaddi merk kona af sterkum stofni heim og lif i hárri elli. Hannibai Valdimarsson. t Frú Guðrún Elln Kristjánsdóttir, fyrrum húsfreyja i Múla við Isa- fjarðardjúp, andaðist að sjúkradeild Hrafnistu 3. júni siðastliðinn, 88 ára að aldri. Guðrún fæddist i Múla 3. júni 1885. Hún var dóttir hjónanna Val- gerðar Jónsdóttur frá Laugabóli og Kristjáns Þorlákssonar frá Hvitanesi i ögursveit. Þau systkinin voru Guðrún, Sigurborg og Magnús. Múli var eitt af stórbýlum við Isa- fjarðardjúp, þvi að hjónin Kristján og Valgerður gerðu garðinn frægan með framtaki og myndarskap. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sinum i Múla og naut þar góðrar fræðslu fram undir fermingu, þvi að þar voru alltaf heimiliskennarar á vetrum, þó ekki væri skólaskylda komin i lög á Islandi. Um tvitugsaldur stundaði Guörún nám i Kvennaskóla Islands i Reykja- vik. Hún fékk góðan vitnisburð, sér- staklega fyrir handavinnu. Hún fékk verðlaun fyrir vel gerða muni i handa- vinnu. Guðrún var söngelsk og lærði að spila á orgel hjá Friðriki Bjarnasyni söngkennara i Hafnarfirði. Orgel var i Múla og greip Guðrún oft það i tóm- stundum sínum. Guðrún giftist Sturlaugi Einarssyni frá Gröf i Bitru. Þau bjuggu i Múla meðan heilsan entist. Búskapurinn gekk vel, enda hjónin samhent um dugnað og framtakssemi. Frá Múla fluttu þau að Tungu i Skutulsfirði, og þar var Guðrún, þar til maður hennar dó. Siðan fór Guðrún til Hafnarfjarðar og átti þar heima, þar til hún fór að Hrafnistu. Þau Guðrún og Sturlaugur áttu saman tvö myndarleg börn, Kristján, sem er tryggingafræðingur og Gerði, sem er húsfreyja i Kópavogi. Fóstur- dóttur áttu þau hjón, sem heitir Þor- gerður Jensdóttir og er hún húsfreyja á Flateyri við önundarfjörð. Guðrún hefir nú lokið sinu mikla ævi- starfi. Hún var góð við fátæka og gestrisin. Blessuð sé minnig hennar. Kona frá Djúpi Tilmæli Tíminn fer fram á það, við alla þá, sem óska eftir að birta minningar- eða afmælis- greinar í íslendingaþáttum, að þeir sendi þær vélritaðar. Þeir, sem þó hafa ekki aðstöðu til þess að fá greinar sínar vélritaðar, geta sent þær handskrifaðar, og verða þær þó vélritaðar hjá blaðinu. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.