Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 4
Sigríður Einars frá Munaðarnesi F. 14. október 1893 D. 10. júli 1973. Sigriður Margrét Einarsdóttir fæddist i Hlöðutúni i Stafholtstungum 14. október 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Hjálmsson bóndi þar og Málfriður Kristjana Björns- dóttir ljósmóðir frá Svarfhóli. Ekki voru þau lengi i Hlöðutúni en fluttu yfir Norðurá að Munaðarnesi og bjuggu þar allan sinn búskap. Systkini Sigriðar voru fimm. Magnús, sem var ári eldri. Hann tók við búi eftir föður sinn og bjó i Munaðarnesi i rúm 50 ár, en dvelst nú á sjúkrahúsinu á Akra- nesi. Tviburarnir Björn og Hjálmur voru fæddir 24. júli 1895. Björn bjó á Kaldárbakka en Hjálmur var lengst af bústjóri i Þingnesi. Árið 1899 fæddust aðrir tviburar i Munaðarnesi. Drengur, sem dó samdægurs, en var skirður skemmriskirn, Jón, eftir nýlátnum föðurbróður sinum, og stúlka, sem hlaut nafnið Málfriður eftir móður sinni, sem dó af völdum fæðingarinnar. Um þetta leyti fór Jóhann Björnsson móðurbróðir Sigriðar að búa i Bakka- koti (siðar kallað Hvitárbakki) og hann tók hana i fóstur þá sex ára gamla. Hún var hjá honum næstu árin, en 1902 eða 1903 brá hann búi og flutti út á Akranes. Hann tók hana ekki með sér. Sigriður fór þá til.móðurforeldra sinna að Svarfhóli. Meðan hún var i Bakkakoti barst þangað skarlatssótt. Hún veikist illa og beið áf þvi mikinn hnekki. Taldi hún sjálf að minni sitt hefði aldrei orðið jafngott og það var fyrir veikindin. Það kom i hana kyrkingur og heilsuleysi, sem hamlaði henni i mörg ár. Sigriður naut barnafræðslu eins og önnur börn. Hún hafði góðan kennara, sem henni þótti vænt um, og sóttist nám vel. Hún varð snemma lista- skrifari. Skriftina lærði hún hjá konu, sem talin var skrifa frábærlega vel, en svo. vel lét henni að halda á penna að eftir hálfan mánuð var hún orðin betri skrifari sjálf. A unglingsárum langaði hana mjög að fara i skóla. Lagði hún drög að þvi að komast i Kvenna- skólann, þó varð ekki úr þvi. Hún naut nokkurrar tilsagnar i einkatimum hjá dætrum Halldórs Danielssonar, Leópoldinu og Sophie, en var þá þegar öll I að hugsa um skáldskap og yrkingár. Hún tók við búsforráðum hjá föður sinum 16 ára og var i Munaðarnesi til haustsins 1913 er henni bauðst staða hjá móðurbróður sinum Guðmundi Björnssyni sýslumanni á Patreksfirði. Hjá honum var hún þar til hann flutti suður 1918 og var skrifari hans siðustu árin og gengdi þvi starfi einnig hjá eftirmanni hans Guðmundi Hannes- syni næsta ár, en fór þá suður og vann á póstmálaskrifstofunni. Einar I Munaðarnesi dó árið 1921. Þá tæmdist henni svolitill arfur. Hún notaði peningana til utanferðar. Hún vildi afla sér menntunar og hana langaði til að skrifa. Hún dvaldi I Þýzkalandi 1922-1923. Þar vann hún við saumaskap og lagði jafnframt stund á þýzkunám. Árið á eftir vann hún i sparisjóðnum i Borgarnesi en fór svo aftur til Þýzkalands og var veturinn i Meissen og fram á siðsumar 1925 að hún fór til Kaupmannahafnar. Það lýsir vel mannkostum Sigriðar, að þá var samferða henni I lestinni frá Þýzkalandi félaus listmálari. Hún gaf honum aleigu sina 20 danskar krónur svo hann gæti leyst út farangur sinn og komist heim til Islands. 1 Kaupmannahöfn fékk hún vinnu við sauma hjá Magasin du Nord. Það var vellaunuð og eftirsótt vinna, sem hún fékk, þótt hún væri ófaglærð, vegna þess hve góð meðmæli hún hafði frá vinnuveitanda sinum i Meissen. Vinnutiminn var langur og verkafólk réttlaust, en hún lifði góðu lifi þetta ár. Hún hafði herbergi með Málfriði systur sinni, sem einnig var við vinnu i Höfn. Þá voru þar margir ungir íslendingar bæði við nám og störf og gestkvæmthjá þeim systrum. Sigriður var veitul og gestrisin jafnvel úr hófi fram. 1 marz 1926 fór Sigrúður heim og fékk aftur vinnu hjá sparisjóðnum i Borgarnesi. Heldur var nú Borgarnes iágkúrulegur staður og hið versta ihaldsbæli, en þetta voru miklir um- skiptatimar I Evrópu og náðu þær hræringar allar götur þangað. Fúsi vert kom (sem framsóknarboðari) og náði talsverðum itökum, aðrir ungir menn komu frá Þýzkaiandi heillaðir af nazismanum, sem þá var að ryðja sér rúms, samt var nú stofnaður verka- lýðsflokkur i Borgarnesi. Sigriður gekk i hann. Alþingishátiðaráriö 1930 gaf Sigrið- ur út fyrstu ljóðabók sina „Kveður i runni.” t henni voru nokkrar þýðingar á prósaljóöum eftir Sigbjörn Obstfeld- er, sem þóttu nýstárlegar og höfðu áhrif á ungu skáldin, sem voru aö vaxa upp og fundu fyrir lamandi þyngslum islenzkrar ijóðhefðar. A þessum árum bar saman fundum þeirra Sigriöar og Halldóru B. Björns- son og tengdust þær sterkum vináttu- böndum, sem héldust meðan báðar lifðu. Þær'höfðu samflot til Reykja- vikur ári 1932 og stofnuðu fyrirtæki I félagi, kjólasaumastofu á Grundarstig 2. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.