Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 6
Sigurður Jónsson bóndi Refsstöðum, Hálsasveit Siðbúin kveðja Mér verður það að jafnaði ekki sorgarefni, þegár ég frétti lát gamals manns, sem ég veit að ólæknandi sjúk- dómur hefur bugað, og svo fór enn, er ég frétti lát vinar míns og nágranna. Sigurðar á Refsstöðum. Hann andaðist i sjúkrahúsi Akraness 27. janúar s.l. eftir langt og erfitt dauðastríð. Með Sigurði er genginn traustur og góður bóndi — maður, sem allir, er til hans þekktu, treystu og báru vel- vildarhug til. Sigurður fæddist 29. sept. árið 1900 að Búrfelli i Hálsasveit. Hann var þvi á sjötugusta og þriðja aldursári, þegar hann lézt. Hann var elztur sjö barna hjónanna Valgerðar Guðmundsdóttur og Jóns Þórðarsonar, sem bjuggu aldarfjórðung á Búrfelli. Það mun hafa verið fremur fátitt á fyrstu áratugum þessarar aldar, að auður væri i búi á barnmörgum sveita- heimilum, og svo var ekki heldur hjá hjónunum á Búrfelli, a.m.k. ekki i venjulegum skilningi, en þar var auð- ur samt — auður, sem ekki var siður dýrmæturen veraldargull. Auður Búr- fellshjónanna var fólginn i léttu og glöðu skaplyndi. Þau undu ánægð sinu hlutskipti og létu baslið ekki buga sig. Þau komu barnahópnum upp með nýtni og vinnusemi, og börn þeirra urðu öll góðir og nýtir þegnar. Þennan eiginleika foreldra sinna — hið góða og létta skaplyndi — erfði Sig- urður á Refsstöðum i rikum mæli. Hon um var ekki eiginlegt úrræðaleysi eða barlómur, þótt á móti blési. Hann sá ávallt færa leið og valdi með yfirvegun þá, sem hann taldi bezta, og gekk sið- an hiklaust til verks. Sigurður fór úr foreldarhúsum um fermingaraldur og þá I vinnumennsku eins og tiðast var um unglinga á þess- um árum. Hann var á ýmsum stöðum hér I byggðarlaginu, en þó lengst af I heimasveit. Árið 1920 réðst hann vinnumaður til ömmu minnar, Þor- geröar Hannesdóttur i Stóra-Ási’ og var hjá henni næstu fjögur árin, eða þangað til hún hætti búskap árið 1924. Það ár fluttust foreldrar minir hingað að Stóra-Asi og tóku við búinu, og réðst Sigurður til þeirra næsta ár. Sú vist varð þó lengri, þvi að hann var óslitið hjá þeim i 19 ár og þvi samfellt 23 ár I Stóra-Asi. Arið 1943 keypti Sigurður jörðina Refsstaði i Hálsasveit og hóf þar bú skap, og ári siðar gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, mikla myndar- og dugn- aðarkonu. Þau hófust fljótlega handa viö að byggja og bæta jörðina, en öll slik verk undirbjuggu þau vandlega áður en hafin voru að hætti hinna hyggnu og traustu búenda. Þar var ekki hrapað að einu i fyrirhyggjuleysi. Arið 1955 kom 12ára gamall drengur til þeirra Refsstaðahjóna, Olaf Lillaa að nafni, og hefur hann dvalizt þar sið- an. Hann var stoð þeirra og stytta við búskapinn hin siðari ár. Hann hefur nú tekib við búskap á Refsstöðum ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur. Þrátt fyrir mikla heimatryggð og umhyggju þeirra hjóna fyrir búi sinu og heimili, voru þau ætið boðin og búin að veita hjálp og aðstoð, þar sem þau vissu að við þurfti, og þau biðu þessi ekki ætið, að til þeirra væri leitað. Þau urðu oft fyrri til að bjóða fram aðstoð sina. Sigurður á Refsstöðum var um árabil leitarstjóri á Arnarvatnsheiði. Það starf vann hann — sem önnur — af al- kunnri dyggð sinni og trúmennsku. Ég hygg, að ferðir hans fram á heiði, bæði vor og haust, hafi veriö með mestu gleðistundum i lifi hans. Hann fór sem skilamaður norður I Miðfjarðarrétt samfellt i tiu haust. Honum lét það vel, þvi að hann var glöggur á fé og minnugur á fjármörk. öll störf, sem lutu að samskiptum Rannveig Halldórsdóttir frá Hólmavík Kveð.ia eiginmanns og barna við jarðarför Kannveigar Halldórsdóttur. Ó drottinn minn, hve þung mér þraut sú er, og þrek mitt smátt, að bera harmsins sár, að sjá á bak þvi bezta sem ég hlaut i blessun þinni, gegnum lifsins ár. Hún breiddi sina blessun á mitt lif og birtu sinnar gleði skina lét i kærleikslund og góðleik lifs á leið, sem ljómar hennar minning, hvert mitt fet. Nú stöndum við, sem elskum hana öll viö auða sætið heima, hrygg i raun. En drottinn gaf og drottinn aftur tók, og drottins náð er hennar sigur laun. Við kveðjum þig og blessum, börnin þin og bænir vorar flytjum Guði klökk. Við kistu þina kæra Rannveig min við krýnum minning þina hjartans þökk. Jör undur Gestsson frá Hellu 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.