Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 22. nóvember 1973 61. tbl. 6. árg. nr. 146 TIMAIUS Jóhannes Hinriksson Ásholti Skagaströnd Fæddur 21. 1.1904 Dáinn 27. 10. 1973 Jóhannes Hinriksson fæddist að Leysingjastöðum i A-Hún. Foreldrar hans voru Helga Jóhannesdóttir og Hinrik Magnússon. Móðir Jóhannesar andaðist, þegar hann var 3ja ára. Hann dvaldi aö mestu hjá föður sinum eftir það og naut uppfræðslu í æsku svipað og önnur sveitabörn á þeim tima. Stundaði hann nám á Hvanneyri 1925-1927 og reyndist ágætur náms- maður, næmur og iðinn. Jóhannes kvæntist 1937 Sigurlaugu Eðvarðs- dóttur frá Helgavatni. Þau byrjuðu búskap að Hólabaki i Sveinsstaða- hreppi, en fluttu þaðan árið 1943 að Háagerði. Árið 1947 keyptu þau hjón Ásholt, sem er litið býli norðan við aðalbyggðina i Skagastrandarkaup- túni. Þar hafa þau búið siðan. Menn mótast að verulegu leyti af þvi timabili og þvi umhverfi, sem þeir alast upp i. Fyrsti þriðjungur þess- arar aldar var að ýmsu leyti sérstæður. Það voru vordagar i islenzku þjóðlifi eftir margra alda fá- tækt og ofriki. Þeir, sem tóku út þroska sinn á þessum timabili, voru vinnusamir og fóru vel með f jármuni, en þeir voru bjartsýnir og félags- lyndir. Þjóðin var fátæk og þvi óger- legt að framkvæma mikið án sam- vinnu og samhjáipar, enda var þetta árabil vaxtaskeið ungmennafélaga og samvinnufélaga. Jóhannes mótaðist eins og fieiri af þessu timabili og þau skapgeröareinkenni fylgdu honum til æviloka. Jóhannes Hinriksson var alinn upp i fögru umhverfi, þar sem eru grösugar engjar, gjöful veiðivötn, viðsýni og fagur fjallahringur. Ég efa eigi, að þarhefði hann gjarnan viljað eyða ævi sinni, en bújarðir lágu eigi á lausu á þeim árum og það mun einkum hafa valdið þvi, að hann flutti til Skaga- strandar. Bóndi var hann þó alltaf i eðli og athöfn. Jóhannes hafði alltaf snoturt bú, fór vel með skepnur sinar og fékk þvi góðan arð af þeim, enda frábær hirðumaður i allri umgengni. Hann var eigi sjómaður, enda erfitt fyrir flesta að byrja á þvi, eftir að þeir eru miðaldra, en hann vann alla venjulega verkamannavinnu. Vinnu- dagurinn var oft langur þvi þegar heim kom þurfti oft að taka til hendi, þó hann nyti góðrar aðstoðar hjá fjöl- skyldu sinni. Jóhannes Hinriksson tók mikinn þátt i félagsmálum eftir að hann kom til Höfðakaupstaðar. Hann vildi leggja lið einhverju góðu máli, var vel skapi farinn og var honum þvi auðvelt aö vinna með öðrum. Hann var góður ræðumaður og talaði jafnan án blaða, þvi að hann var næmur og átti létt með að tjá sig. 1 þessi störf fór mikill timi, en þau voru flest unnin án endur- gjalds. Jóhannes var i hreppsnefnd Höfðahrepps nær 3 kjörtimabil, i stjórn Kaupfélags Skagstrendinga i 14 ár, þar af formaður i 8 ár. Hann var 3 ár i stjórn K.H., eftir að félögin voru sameinuð og i stjórn Búnaðarfélags Höfðahrepps frá 1948 til dauðadags og formaður hluta af þvi timabili. Tók hann mikinn þátt i verkalýðsmálum og var i stjórn verkalýðsfélags Höfða- kaupstaðar um árabil. Þessi störf öll rækti hann af raunsæi og samvizku- semi. Hófsamur var hann i kröfum og lipur i samstarfi. Allir voru þvi fúsir að vinna með Jóhannesi, þvi vitað var, að hans rúm var vel skipað. Gestkvæmt var oft i Asholti. Glað- værð og alúð rikti á heimili þeirra hjóna. Heimilisandinn var þannig, að þar leið öllum vel. Fjölskyldan var samhent og aldrei varð ég var við mis klið á þvi heimili. Jóhannes var oft við útistörf, þegar gesti bar að garði, en jafnan fagnaði hann komumönnum af sömu alúð og gleði, þegar hann hafði lokið störfum. Allir kunnu vel við sig i návist þeirra hjóna og engum fannst sér ofaukið á þeirra heimili. Þau frú Sigurlaug og Jóhannes áttu 3 börn: Eðvarð vélstjóra, kvæntan Margréti Sigurgeirsdóttur, Helgu gifta Sveini S. Ingólfssyni oddvita i Höfðakaupstað, Hinrik skipasmið i Höfðakaupstað. Oft er talað um gæfu eða gæfuleysi einstaklinga. Án efa eru skiptar skoð- anir um merkinu þeirra orða. Ég álit þann einstakling gæfusaman, sem hefur ánægju af hinu timabundna lifs- skeiði. Eigin skapgerð veldur að sjálf- sögðu mestu um, hvernig til tekst i þvi efni. Hið daglega umhverfi og þá einkum heimilið hafa þar eðlilega mest að segja, Ennfremur hefur það veruleg áhrif á lifsánægjuna, að ein- staklingarnir hafi ánægju af þeim störfum, er þeir vinna að. Sé mann- leg auðna metin þannig má fullyrða að Jóhannes Hinriksson hafi verið gæfu- maður. Hann átti ánægjulegt heimili, og vel gefin börn, sem voru honum til gleði. Má vera, að hann hafi eigi haft rrfikla ánægju af þvi að stunda dag- launavinnu, en úr þvi bætti bú- reksturinn. Jóhannes hafði mikla ánægju af dýrum og gróöri. Hann átti að ég held engan óvildarmann, enda

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.