Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Síða 2
MINNING i' ____ Eyjólfur Þorsteinsson bóndi á Hrútafelli f. 25.6. 1892. d. 16.9. 1972. Þeim fækkar nú óðum, kempunum, sem settu svip á samtíð sina hér undir A.-Eyjafjöllum á þessari öld. Einn af þeim, sem nú hefur horfið af sjónar- sviði lifsins er Eyjólfur Þorsteinsson á Hrútafelli, sem um langt skeið var með beztu bædnum þessarar sveitar, lét málefni hennar til sin taka og var virkur þátttakandi i þeirri þróun, sem orðið hefur hér i átt til framfara og menningar. Eyjólfur ól allan sinn aldur hér i sveit, utan tveggja eða þriggja vertiða, er hann fór til sjós. Hann var fæddur og uppalinn á Hrútafelli. Faðir hans var Þorsteinn Þorsteinsson, son- ur Þorsteins Þorvaldssonar, sem ættaður var úr Arnessýslu og Ingveld- ar dóttur sr. Jóns Jónssonar i Mið- Mörk. Meðal systkina hennar voru Anna. kona Stefáns Ölafssonar, stúdents i Selkoti og Sveinn, sem nefndur var hinn riki, á Rauðafelli. Hjá honum ólst Þorsteinn á Hrútafelli upp. Móðir Eyjólfs var Sigriður Tómasdóttir á Hrútafelli II. Hún ólst upp hjá Eyjólfi Brandssyni á Hrúta- felli og tók arf eftir hann. Hún var af hinni kunnu Vkingslækjar- og Keldna- ætt, svo af framansögðu má sjá, að sterkir stofnar stóðu að Eyjólfi, sem margir öndvegismenn i Rangárþingi og viðar eru af komnir. Snemma varð Eyjólfur að standa vildi hann öllum vel. Umhverfi hans var þvi alltaf óþvingað og ánægjulegt. Andlát Jóhannesar Hinrikssonar bar óvænt að. Hann var alla ævi heilsu- hraustur, en hneig niður við störf sin um miðjan dag. Vera má að það sé bezt að fá að deyja þannig. Vinir og kunningjar Jóhannesar sakna þessa glaöa og góða drengs. Konu hans og börnum votta ég samúð. Söknuðurinn getur veriö sár, en ánægjulegar endur- minningar eru mikils virði. Þeir, sem bera hlýjan hug til samferðarmanna sinna og njóta gagnkvæmrar virðingar þurfa eigi aö kviða fyrir þvi þó skipt sé umdvalarstað. Björn Pálsson. 2 fyrir búi foreldra sinna, þvi árið 1917 varð Rútur, eldri bróðir hans fyrir slysi, sem leiddi hann til bana. Þennan bróðurmissi tók Eyjólfur mjög nærri sér, þvi að samstarf þeirra bræðra var mjög gott. og hlutverk Rúts við umsjón heimilisins hlaut að leggjast á herðar Eyjólfs, en umsvif við hið stóra bú á Hrútafelli voru ærin. Jafnan var þar margt vandalausra. bæði fullráðið ársfólk og kaupafólk á sumrum. Reyndi þá mjög á hagsýni og dugnað Eyjólfs. Systur hans þrjár voru þá búnar að staðsetja sig og stofna heimili, utan Valgerðar, sem dvaldi alla tið á Hrútafelli, ógift og barnlauSj og arfleiddi börn Eyjólfs að öllum eignum sinum eftir sinn dag. Ein syst- ir Eyjólfs drukknaði i sjóslysinu mikla 1901. Arið 1928 hinn 30 marz kvæntist Eyjólfur Helgu ólafsdóttur frá Skarðshlið og eftir það taka þau form- lega við búsforráðum á Hrútafelli. Fljótlega kom i ljós stórhugur, hag- sýni og dugnaður þeirra hjóna beggja i allri umsýslu, enda jafnræði að allra dómi með þeim. — Helga tápmikil skörungskona, sem Eyjólfur kunni vel að meta. Þau eignuðust 10 börn, 5 syni, og 5 dætur, en einn son hafði Eyjólfur eignaztjáður en hann giftist. öll eru þessi systkini hið efnilegasta og glæsilegasta fólk, sem tekið hefur i arf góða eðliskosti foreldra sinna. Eyjólfur var stórhuga afkastamað- ur. Hann hóf fljótt framkvæmdir til endurbóta á jörð sinni, byggði upp öll hús, bæði yfir fólk og fénað. Árrisull var hann alla tið og mun hafa lokið morgunverkum fyrr en fjöldinn. Túnið, sem var kargaþýft, var hann langt kominn með að slétta með gömlu þaksléttuaðferðinn, áður en stórvirkar vélar Ræktunarsambandsins komu til sögunnar, og nú eru túnin á Hrútafelli orðin nálægt 60 ha.jenda búið að sam- eina tvö býli i eitt. Eyjólfur var mikið snyrtimenni heima og heiman. Þótt umsvif væru alltaf mikiil á Hrútafelli, sá maður aldrei rusl né annan úrgang liggja þar á hlaði, eins og viða hefur viðgengizt. Hann fór vel með allan fénað og hafði ætið nóg af heyjum, enda voru afurðir af fénaði hjá honum með þvi bezta, sem gerist hér um slóðir. Eyjólfur var hugmaður og krafðist mikils af öðrum, en þó jafnan mest af sjálfum sér. Hyskni og vinnusvik þoldi hann illa eins og titt er um menn með slika skapgerð, en þeim mun meira mat hann framtak og dugnað, þar sem hann sá að sjálfs- bjargarviðleitni og trúmennska var i heiðri höfð. Eyjólfur var hispurslaus i framkomu og ófeim inn viö að láta álit sitt i ljós um menn og málefni, og kom hann þá jafnan framan að manni. Fékk égstundum að kenna á þvl, sökum þess, að við vorum andstæðingar i stjórnmálum, báðir kannski full skapheitir, en eigi að siður mat ég manninn, þvi hann var svo hreinskiptinn, og fullvel veit ég, að hann bar skjöld fyrir, ef vega átti að mér úr launsátri. Atti hann þá þakklæti mitt óblandið, er ég man alla tið. Þegar við vorum að stofna ung- mennafélagið, var Eyjólfur virkur félagi þar, samvinnuþýður og tillögu- góöur. Sama má segja, þegar Jarö ræktarfélag Eyfellinga var stofnað. Þar var hann áhugasamur og gott meö honum að vinna. Um margra ára skeið sat hann i hreppsnefnd, og sýlunefnd- armaður var hann um árabil og lengi deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.