Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Qupperneq 4

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Qupperneq 4
Bergsteinn Brynjólfsson á Ási Einhverju sinni var það i haustblið- unni fyrir austan, að ég gekk, dapur af alvarlegu tilefni, norður i Stóruvik. Horfði þar yfir að Asi i Fellum og dag urinn skin á hvitan kirkjugaflinn. Við lognslétt Fljótið er ekkert, sem rýfur kyrrðina,og enga hreyfing að sjá undir Asi. Staðurinn fór i eyði 1962. Fáein augnablik koma myndir löngu liðins tima eins og i skuggsjá fram i hugann. Bærinn, sem hér stóð með hverri nýrri kynslóð og kirkjuhúsin öld af öld, héraðsrikir stórbændur og kaþólsku prestarnir, sem þeir héldu til þjónust- unnar, Arnarbælisbók hin fræga, er varðveitt var lengi á Asi, siðaskiptin og eyðilegging sögulegra, dýrra gripa, staðarprestarnir i nýjum sið, er voru hvort tveggja i senn: kirkjuþjónar og stórbændur á þessari viðlendu jörð allt fram til 1884, en siðan endurreist tima- bil sveitarhöfðingjans að hætti hins forna þjóðfélags,en bundið skilyrðum nýs aldarháttar. Að visu er það undarlegt að sjá i eyðileikann, þar sem áður var fjöl- mennt stórbýli i miðri sveit og helztur garður i Fellum. En túnið er i góðri rækt og lundurinn vex i brekkuhallinu innan og ofan við bæinn. Hinn mildi friður, sem umvefur þennan auða staö er eins og hvild sögunnar, heilagt hlé til að hugsa og minnast, unz umskipt verður á ný og heimafólk á ferli i varpanum. Ahrifin i Síóruvik eru sterk. Oftar kom ég þar siðan, þegar hið sama var i efni og septemberdaginn 1968, að dauðinn hafði komið og kallað feigð að fjölskyldunni frá Asi. Enn er hugur minn við Lagarfljót milli staða. Það er ilmur i lofti af lyngi og heyi og mildur blær strýkur um flötinn undir lognkyrrð kvöldsins. Bergsteinn Brynjólfsson, siðasti bónd- inn á Asi, er genginn til feðra sinna Náin og ógleymanleg kynnin við hann og fjölskyldu hans samveruárin á Héraði koma nú i hugaann, og á vit þeirra minninga hverf ég á ný við frið- inni i Stóruvik. Bergsteinn var ekki nefndur bænda- höfðingi, eins og þeir fornu búendur á Asi eða faðir hans og þeir frændur fleiri á Austurlandi, niðjar sira Bergs i Vallanesi. Höfðingjadómur hans var þó óvéfengjanlegur, þvi að hann var i senn trúlyndur maður og glaður, einarður og rökfastur, drengur góður og óvilinn i falli þungra örlaga. Hann féll ekki, nema á kné, og sótti kraft þar, sem margir bugast og hniga. Yfir honum var bjartur svipur hinnar höfðinglegu manngerðar og gleði i augunum, eins og ekki hefði að ráði iskorizti þeirri raun, sem lifið reyndi hann með. Það var ungum presti gæfa að eignast vináttu sliks manns, konu hans og fjölskyldu. Bergsteinn var fæddur i Valla- neshjáleigu 16. desember 1891. Var faðir hans Brynjólfur Bergsson prests i Bjarnarnesi, á Asi og i Vallanesi, Jónssonar prests á Hofi f Alftafirði Bergssonar. Móðir hans var Þorbjörg Sigfúsdóttir, Sölvasonar i Hrafnsgerði, og áttust þau Brynjólfur 1889. Bjuggu i Vallanesi og siðan Hjáleigu, unz fengu ábúð á Asi, er Jörgen Sigfússon, fór þaðan að Krossavik 1894. Þorbjörg varð skammlif. Hún dó 1896. Börnin 3 i frumbernsku, er lifið reyndi þau fyrst i sárum móðurmissi. Unglingur hlaut Bergsteinn að hugga Guttorm, hálfbróður sinn kornungan, er mið- kona föður þeirra, Margrét Guttorms- dóttir, létzt 1908. Jón Gisli var þá að- eins á 1. ári, en Una fór i fóstur til Björgheiðar Pétursdóttur i Egilsseli* og siðar að Birnufelli, en hún var eina barn Brynjólfs, sem ekki ólst upp með honum. Allt um þessi áföll bjó Brynjólfur. áfram búi sinu undir Asi og hélt heimilinu við festu og rausn. Enn stofnaði hann til hjúskapar 15 árum siðar, er hann átti Agnesi Pálsdóttur. Hann lézt 1933, sjötugur, og var lik hans hið fyrsta, er greftrað var i nýja kirkjugarðinum á Asi, Þau Agnes áttu ekki niðja, og lifði hún mann sinn um meir en hálfan fjórða ártug. Er þau giftust Brynjólfur og Agnes, stóð einnig brúðkaup þeirra Berg- steins og Margrétar Jónsdóttur. Var hún fædd i Brekkugerði 9. september 1894, og ólst upp þar og viðar i Fljóts- dal, elzt 8 barna Jóns Péturssonar frá Bessastöðum, Sveinssonar, og konu hans Rósu Hávarðardóttur i Mjóafirði Jónssonar á Grund Torfasonar, en amma Rósu og nafna er talin dóttir Hermanns i Firði i Ættum Austfirð- inga. Bjuggu þau Bergsteinn i tvibýli við föðúr hans framan af en siðar tóku Guttormur Brynjólfsson og kona, Guðriður ólafsdóttir, við þeim hluta jarðarinnar. Stóð svo um sinn, að þrfbýli var á staðnum, mannmargt enn sem áður, búhagir góðir og barna- lán. Þeir bræður báðir taldir hafa fengið hið bezta kvonfang, en saman fóru dugnaður, stilling og kærleikar i sambúð beggja hjóna. Liðu svo árin fram yfir strið. Þá varð það á einn dag i nóvember, að haustið grúfði myrkar og þéttar yfir Ási i Fellum en nokkru öðru byggðu bóli á Islandi. Guttormur hafði gengið með hest út fyrir túnið og voru 3 börn þeirra bræðra með honum. Skyndilega varð þar mikil sprenging og fórust þau öll i einni svipan. Álitið var, að hesturinn hafi stigið á jarð- sprengju, er Bretar skildu eftir á striðsárunum. Guðriður bjó áfram i Asi með 2 börn sin, er eftir lifðu,til árs- ins 1962, er Bergsteinn brá búi, og fluttust þau öll i Egilsstaði. Börn Bergsteins og Margrétar urðu 8. Auk Ragnheiðar, sem fórst i slysinu, misstu þau Einar Óskar og Ragnar unga. Jón ólst að miklu leyti upp hjá Ragnheiði móðursystur sinni á Reyðar firði og er nú búsettur syðra, Brynjólf- 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.