Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Blaðsíða 3
Asgrímur Sigurðsson
Fæddur 26. jan. 1944
Dáinn 21. október 1973
Oss er svo léttgengt um æskunnar
stig
i ylgeislum himinsins náðar,
og fyrir oss breiða brautirnar
sig
svo bjartar og rósum stráðar.
Vér leikum oss, börnin, við lánið
valt
og lútum þó dauðans veldi,
þvi áður en varir er allt orðið
kalt
og ævinnar dagur að kveldi.
E. Ben.
Enn einu sinni hefur maðurinn með
ljáinn greitt þungt högg. Maður i
blóma lifsins kallaður brott frá
konu og tveimur ungum börnum. Við,
sem eftir stöndum, leitum hnuggnir
eftir svari. Hvers vegna þurfti þetta
endilega að vera hann? Hvers vegna
eru það ekki bara þeir öldnu, sem
deyja, meðan hinir ungu fá að lifa? Við
þessum og þvilikum spurningum fæst
vist ekkert svar, en rök þeirra æðri
máttarvaida, sem ráða örlögum
manna, virðist oft erfitt að skilja.
Asgrimur Sigurðsson fæddist þann
26. janúar 1944, og var þvi aðeins
tuttugu og niu ára. er kallið kom. Hann
varsonur þeirra ágætu hjóna Sigurðar
Sigurðssonar og Ragnheiðar Ásgrims-
dóttur. Við Ásgrimur voru nágrannar
frá þvi að við fyrst litum dagsins ljós
og vorum ekki háir i loftinu, þegar
fyrstu kynni hófust. Við hið sorglega
fráfall Asgrims leita margar bernsku-
minningar á hugann:
Það er barið að dyrum. A
þröskuldinum stendur ' Asgrimur,
árrisull aö vanda. Hann kann þvi illa
að við félagarnir bælum rúmin fram á
miðjan dag. svo það er um að gera að
drifa sig i spjarirnar. Þegar út er
komið, er haldið niður i fjöru. Þetta er
bjartur vordagur i maí. og grásleppu-
karlarnir eru að lenda. þegar við
komuð niður eftir. Við hjálpum þeim
að setja bátana. Siðan hefja þeir
aðgerð. og við fáum nóg af hrogn-
kelsalifur. sem er úrvals beita, Við
höldum þvi næst út á Ufsaklett að
veiða. Fiskurinn gefur sig vel til,
þegar slik beita er annars vegar.
Um hádegisbilið er haldið heim og
ákveðið að fara i knattspyrnu á Fram-
nesvöll eftir hádegi. Þar er lif i
tuskunum, að vanda. Hörð barátta um
knöttinn.krydduð mátulegu rifrildi þar
sem enginn er dómarinn, gera leikinn
meira spennandi en ella. Þó fær þetta
allt farsælan endi, og heim höldum við
móðir og másandi. Við setjum boltann
á sinn vanastað, i gangarskápinn
heima hjá Ásgrimi.
Einhver stingur upp á þvi að halda
upp á efstu hæðina, en þar búa afi og
amma Asgrims, þau indælu hjón,
Asgrimur og Ragnheiöur. Hjá þeim
eigum við strákarnir alltaf vist
athvarf. Og það bregzt ekki frekar en
endranær, að vel sé á móti okkur tekiö.
Við setjumst i stigann og drekkum gos
og borðum smákökur. Þetta er indæl
hressing eftir hlaupin.
Þegar við höfum drukkið, borðað og
skrafað um stund, er haldið út i
örfirisey. Þar er dvalizt fram eftir
degi. Sólin er farin að lækka sig, þegar
við höldum heim, og við erum orðnir of
seinir i matinn. Mæður okkar verða
vfst ekki hýrar á svipinn, þegar við
komum, en við erum nú á þeim aldri,
að við tökum slika hluti ekki alvar-
lega. Við skiljum við dyrnar hjá Ásgr-
imi, og hver heldur til sins heima.
Einn dagur i hamingjurikri bernsku er
liðinn.
Og hvað er betur til þess fallið að
gera æskuárin hamingjusöm en góðir
félagar? Einn slikur félagi var As-
grimur. Hann var einstaklega þægi-
legur i umgengni, glettinn og spaug-
samur og kunni sjálfur vel að taka
grini. Hann var ekki að tvinóna við að
taka þátt i ýmsu ráðabruggi, sem
okkur strákunum datt i hug. Ef vel
tókst til, kunni hann manna bezt að
gleðjast yfir velgengninni. Ef hins
vegar eitthvað fór úrskeiðis, var
honum jafn vel lagið að gera gott úr
öllu saman og sætta sig við orðinn hlut.
Illt umtal og rangsleitni voru honum
fjarri skapi. Gott skap, ásamt sáttfýsi,
ef þvi var að skipta, gerði það að
verkum, að þar sem Ásgreimur var
annars vegar, var aldrei um alvarleg
illindi að ræða, eins og oft vill verða,
þar sem margir strákar koma saman.
En árin liðu. Litlu pollarnir á Holts-
götunni komust á gelgjuskeiðið.
Asgrimur fluttist á brott með
foreldrum sinum i annan bæjarhluta.
Hann lauk verzlunarnámi og hóf störf i
verzlun föður sins. Einstök greiðvikni
hans og lipurmennska gerði það að
verkum, að maður leitaði ósjálfrátt til
hans. Asgrimur kvæntist og eignaöist
tvær dætur, og við sem þekktum hann
sáum að hann var hamingjusamur. En
þvi miður varð sú hamingja skamm-
vinn. Asgrimur veiktist af alvarlegum
sjúkdómi, og þó að sú barátta, sem þá
hófst tæki nokkurn tima, varð endirinn
sá, sem nú er raun á orðin.
Sól er hnigin til viöar og Ásgrimur er
allur. „Eitt sinn skal hver deyja”
stendur að visu einhvers staðar, en
sannleikur þessarar staðreyndar er
þvi bitrari, er i hlut á góður drengur á
bezta aldri. Mér verður hugsað til
eiginkonu, dætra, foreldra, systkina,
afa og annarra nákominna skyld-
menna. öll mátu þau mikiö, þar sem
Asgrimur var, og öll hafa þau þvi
misst mikils. Ég bið góöan guö aö
veita þeim styrk á þeim dimmu
dögum, sem nú fara i hönd.
M.Ó.
e
islendingaþættir
3