Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Side 4
Guðmundur Þorvaldsson bóndi, Litlubrekku Þann 31. okt. siðastl. andaðist á heimili sonar sins að Tungulæk i Borgarhreppi, Guðmundur Þorvalds- son;fyrrum bóndi á Litlubrekku. Var hann jarðsunginn að Borg á Mýrum þ. 10. nóv. að viðstöddu miklu fjölmenni. Guðmundur var fæddur 4. febr. 1886 að Hofsstöðum i Alftaneshreppi. F"or- eldrar hans voru hjónin Þorvaidur Er- lendsson og Helga Sigurðardóttir frá Háhóli. Bæði voru þau hjón Álfthreppingar af traustu bændafólki á Suður-Mýrum. Þorvaldur var sonur hins merka dugnaðarmanns Erlends Sigurðss. á Alftarósi og fyrri konu hans Guðnýjar Einarsdóttur frá Skipanesi. Þorvaldur mun hafa flutzt að Litlubrekku 1888, þegar Guðmund- ur var á 3. ári. Laust fyrir 1910 hóf Guðmundur búskap á Litlubrekku, fyrst með Helgu systur sinni, sem sið- an giftist Vigfúsi Þormar, hreppstjóra i Geitagerði á Fljótdalshéraði. Árið 1915 kvæntist Guðmundur eftirlifandi eiginkonu sinni Guðfriði Jóhannes- dóttui; ljósmóður frá Gufá, greindri og mikilhæfri konu. Var sambúð þeirra mjög til fyrirmyndar. Sá, er þessar linur ritar, kynntist þeim Brekkuhjónum ekki neitt að ráði fyrr en 1936, en þá bjuggu þau á Arna- brekku. Þá jörð keypti Guðmundur af Guðlaugi Jónssyni. er þar hafði búið. Arið 1928 flutti hann þangað ásamt fjölskyldu sinni. Arnabrekka er sam- týnis Litlubrekku og var þvi stutt að flytja. Guðmundur átti þá báðar þess- ar jarðir. Arnabrekka er gamalt stór- býli að fornu og nýju. Jörðin er land- mikil og mikil hlunnindajörð nú til dags vegna laxveiðinnar i Langá. Eins og fyrr segir, bjuggu þau hjón á Arnabrekku, en flutti þá aftur að Litlu- brekku, eftir að hafa byggt vandað i- búðarhús. Um likt leyti tók Jóhannes, sonur þeirra, við Árnabrekku, og býr hann þar nú ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Stefáni Ólafssyni. Alla tið bjuggu þau .Guðfriður og Guðmundur við mikla rausn og höfðingsskap. Guðmundur á Brekku, en svo var hann ætið nefndur, var glæsilegur maður, hár og þrekinn, og vakti ó- skipta eftirtekt, hvar sem hann fór. Hann var mjög vel greindijr og vel að sér um ýmsa hluti. Hann var sérstak- lega vel að sér i sögu almennt, en þó fyrst og fremst fornsögunum. Hvgg ég. að hann hafi kunnað Egilssögu þvi sem næst utanbókar. Guðmundur var vel hagorður. en fór dult með það. Ég átti þvi láni að fagna að vera heilt sumar á Arnabrekku. fyrst við venjulegar vorannir. en siðar við hey- skap. Þetta var sumarið 1936. Þá voru öll börnin enn i föðurgarði. en tvö þau vngstu innan við fermingaraldur. 011 voru börnin glæsileg,eins og þau áttu kvn til. Um það leyti var Guðmundur með stórt bú. sérstaklega fjárbú. en um langt árabil mun hann hafa verið með fjárflestu bændum i hreppnum. Heimilisfólkið var margt og i mörgu að snúast,eins og eðlilegt var. en þar var stjórnað með lipurð og æðruleysi. Vandalaust fólk hafði það hvergi betra en hjá þessum ágætu hjónum. enda ekkert til sparað, að svo mætti verða. Húsbóndinn ævinlega gaman- samur og hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja, þegar tóm gafst til. Guðmundur var alla tið gleði- maður og hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum. A Brekku heyrði maður aldrei talað illa um annað fólk. Ná- grannarigur,/sem sums staðar hefur viljað við brenna. var óþekkt fyrir- brigði á heimili Guðmundar á brekku. Nú er Guðmundur á Brekku horfinn af okkar sjónarsviði, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Guðfriður og Guðmundur eignuðust alls 10börn,en 7 þeirra náðu fullorðins- aldri og verða þau talin hér i aldurs- röð: 1. Helga Guðfriður f. 28. okt. 1916. Maður Sigursteinn Þórðarson, stöðvar- stjóri i Borgarnesi, nú látinn. Helga býr nú i Reykjavik ásamt börnum sin- um. 2. Jóhannes Magnús f. 28. okt. 1916, (tviburabróðir Helgu), bóndi á Arna- brekku. Kona: Ása ólafsdóttir. 3. Kristin Fanney f. 22. mai 1919, bú- sett i Bandarikjunum. Maður: Hilmar Skagfield endurskoðandi. 4. Ragnheiður Valdis f. 21. júli 1920, búsett i Bandarikjunum. Maður Leonard Pepper lögfræðingur. 5. Jóhanna (Asta Jóhanna) f. 15. febr. 1922. Hún stundaði nám i læknisfræði við Háskóla tslands og átti stutt eftir til lokaprófs. er hún lézt 1955. Maður hennar var Thorolf Smith fréttamaður við Rikisútvarpið. nú látinn. 6. Hjördis Þórhildur f. 20. des. 1923, búsett i Reykjavik. 7. Óskar Guðmundsson f. 23. ágúst 1925. bóndi Tungulæk, sem er nýbýli úr landi Litlubrekku. Óskar hefur hin sið ari ár stundað bifvélavirkjun i Borgar- nesi. Kona: Ragnhildur Einarsdóttir frá Stóra-Fjalli. Guðmundur og Guðfriður fluttu i Borgarnes,til Helgu dóttur sinnar, sem þá var orðin ekkja, en siðast liðið ár voru þau á Tungulæk hjá Óskari syni sinum og tengdadóttur. Ég votta þér, Guðfriður min, börn- um þinum. tengdabörnum og barna- börnum djúpa samúð. Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum. pgp' \ 4 íslendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.