Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Qupperneq 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Föstudagur 28. desember 1973, 66. tbl. 6. árg. nr. 151. TIMANS
Gísli Guðmundsson
alþingismaður
Kveðja ó
útfarardegi
Ljóst er, aö þeir veröa margir,
sem vilja minnast Gisla
Guðmundssonar i Timanum, og
verður honum þvi siðar helgað
blaö af Islendingaþáttum. Viö
útför hans þykir samt rétt að
minnast nokkuð starfs hans i
þágu þess blaðs, sem hann
stjórnaði við góðan orðstir i
meira en áratug.
Gisli Guömundsson var ritstjóri
Timans á árunum 1930-1940 og
ritstjóri Nýja dagblaðsins, sem
Framsóknarflokkurinn gaf út
1934-1936. Hann var einnig
stjórnarmálaritstjóri Nýja dag-
blaðsins 1933-1938. Heilsubrestur
olli þvi, að ritstjórnarferill hans
varð ekki lengri.
Gisli Guömundsson var i hópi
ritfærustu blaðamanna og
reyndist þvi verðugur arftaki
þeirra Tryggva Hórhailssonar og
Jónasar Þorbergssonar, sem
lengst höfðu verið ritstjórar
Timans á untían honum. I þann
rúma áratug, sem Gisli stjórnaði
Timanum, var hann tvimælalaust
einn af áhrifamestu leiötogum
Framsóknarflokksins. Hann
myndaöi, ásamt þeim Hermanni
Jónassyni og Eysteini Jónssyni,
nýja forustusveit, sem tók við
stjórn Framsóknarflokksins á
þcssum áratug, þótt Jónas Jóns-
son héldi áfram að vera áhrifa-
mikill i flokknum. Stjórn Gisla
Guðmundssonar á Timanum átti
t.d. drjúgan þátt i þvi að
Framsóknarflokkurinn varö jafn-
sigursæll i glimunni við Bænda-
flokkinn og raun varð á. Svo laus-
lega var þá gengið frá skipulagi
Timans, að ritstjórinn gat ráðið
blaðinu, og hefðu úrslitin getað
orðið önnur, ef Gisli hefði látið
Timann snúast á sveif meö
Tryggva Þórhallssyni og þeim
öðrum leiötogum Framsóknar-
flokksins, sem stofnuöu Bænda-
flokkinn.
Það leiddi af stöðu Gisla
Guömundssonar á þessum árum,
að hann mótaöi þá málflutning
Framsóknarflokksins flestum
fremur. Þaö var i átökunum við
Bændaflokkinn, sem Gisli bjó til
hið þekkta vigorð — að vinna eftir
málefnum. Framsóknarflokkur-
inn lá þá undir þeim ásökunum,
að hann væri of hlynntur sósia-
listum og léti jafnvel stjórnast af
þeim. Þessu var ekki sizt beint að
flokknum af Bændaflokks-
mönnum, Ýmsir yngri menn i
flokknum — og var ég einn i hópi
þeirra — vildu svara þessu með
hinu gamla vigorði Tryggva Þór-
hallssonar: Allt er betra en
ihaldið. Gisli taldi réttara að fara
hóflegar i sakirnar og benda fyrst
og fremstá málefnin.sem um var
deilt. Þau vinnubrögð reyndust
sigurvænleg I kosningunum
1934.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og
Bændaflokkurinn gengu i bræðra-
lag fyrir þingkosningarnar 1937