Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Side 2
og hugðust vinna mikinn
kosningasigur, var það ráð Gisla,
að Framsóknarflokkurinn legði
áherzlu á stöðu sina sem milli-
flokks, er byggöi á samvinnu-
hugsjón og byggðastefnu, og ynni
gegn öfgum til beggja handa, en á
þessum tima áttu kommúnismi
og nazismi blómaskeið hér eins
og annars staöar. Þessi vinnu-
brögð reyndust farsæl, þvi að
Kramsóknarflokkurinn vann
mesta sigur sinn i kosningunum
19IÍ7.
Samkvæmt þvi, sem ég hefi hér
stuttlega rakiö, er það álit mitt,
aö Gisli Guömundsson hafi veriö
málefnalegastur þeirra stjórn-
málamanna, sem ég hefi kynnzt.
bað var honum miklu meira en
sigursælt vigorö i kosningabar-
áttu að vinna eftir málefnum.
Hann taldi þaö skyldu stjórn-
málamannsins að láta málefni
ráöa. Þaö var sú leiðsögn, sem
hann reyndi jafnan að fylgja.
Akvaröanir sinar um þessi efni
tók hann yfirleitt ekki i
skyndingu, heldur að vel ihuguðu
máli. Þótt hann væri flestum
skarpari og fljótari að átta sig á
málum, dró hann oft lengi aö fella
dóm. Hann vildi vera eins viss i
sinni sök og frekast var kostur.
Þeir, sem þekkja stjórnmála-
sögu Gisla Guðmundssonar. vita
glöggt. hvaða málefni það var,
sem hann setti ofar öllu. Að dómi
hans var landið dýrmætasta eign
þjóöarinnar, en þvi fylgdi sú
skylda að byggja það sem bezt og
viðast. A siðari áratugum hefur
enginn Islendingur verið eins
skeleggur og áhrifamikill tals-
maður byggðastefnunnar og Gisli
var. En jafnhliða þvi að rækta og
bæta landiö.ber að bæta og rækta
mannfélagið og einstaklinginn.
Þvi lagði hann megináherzlu i
málflutningi sinum á réttlæti,
jöfnuö og samvinnu, eins og sést i
bók þeirri, sem hann ritaöi um
Framsóknarflokkinn, störf hans
og stefnu, en hún kom út 1953.
Sú bók veitir góða hugmynd
um, hve málefnalegur Gisli var.
Hann skilgreinir stefnu
Framsóknarflokksins eftir þeim
málum, sem hann hefur beitt sér
fyrir. Af þeim beri aö dæma
fiokkinn. „Stundum hefur orðiö
nokkurt umtal um þaö”, segir
hann i bókinni, „hvort telja skuli
Framsóknarflokkinn „miöflokk”
eða „vinstriflokk",en fyrir liggur
samþykkt flokksþings um, að
hann skuli teljast „frjálslyndur
milliflokkur". Slik oröatiltæki
skipta þó ekki höfuðmáli, heldur
stefna flokksins, og hvernig
honum tekst að koma henni i
framkvæmd”.
Gisli Guðmundsson var eins
góöur samstarfsmaöur og
hugsazt gat. Ég vann fyrst undir
stjórn hans sem blaöamaöur og
siöar sem meöritstjóri. Til fárra
manna var ungum blaðamanni
betra að leita ráöa. Hann var fjöl-
fróöur og fljótur aö átta sig á
málum. Ég minnist ekki annars
frá þessum tima en ég hafi jafnan
sætt mig vel við úrskurði hans.
Hann var hlýr i viðmóti, þótt hann
væri hlédrægur, og brá oft fyrir
sig græskulausri kimni. Mér
fannst gott að vera i návist hans.
Hér er aðeins lauslega mmnzt
þess þýðingarmikla starfs, sem
Gisli Guðmundsson vann sem
ritstjóri Timans. Aörir munu
siðar rekja önnur störf hans og
gera persónu hans betri skil.
Timamenn þakka honum
merkilegt starf i þágu blaðs
þeirra og votta konu hans og
dóttur og öðru vandafólki inni-
legustu samúö við fráfall hans.
Þ.Þ.
t
Þá kemur mér hann i hug, er ég heyri
góðs manns getið.
Svo langt sem ég man og gerði mér
grein fyrir mönnum og málefnum,
vissi ég hver var Gisli Guðmundsson,
þingmaður Norður-Þingeyinga. I upp-
vexti minum hlýddi ég oft á lands-
málaumræður — og störf og stefnumál
Framsóknarflokksins voru ætið rikur
þáttur þeirra. Ekki fór hjá þvi, að við
gerðum okkur ljóst, að Gisli var einn
hinna vöskustu i forystusveit flokks-
ins, þeirri, sem tók við á árunum eftir
1930.
Meöan kjördæmi fylgdu sýslum og
hver þeirra átti sinn þingmann eða
þingmenn, voru þingmenn gjarnan við
sýslurnar kenndir, margir sátu lengi á
þingi fyrir sina sýslu, aðrir skemur.
Þeir urðu þvi i hugum fólksins meira
eða minna við þær tengdir.
Enginn hygg ég að betur hafi fyllt
það sæti að vera þingmaður sinnar
sýslu en Gisli. og hvergi held ég að það
hafi verið fastar greipt i huga fólks,
hver var þeirra þingmaöur en i
Norður-Þingeyjarsýslu. Þó var hann
engu minni landsmálamaður en aðrir,
nema siður væri.
Eftir kjördæmabreytinguna varð
Gisli þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra, og siðari árin oddviti
þess hóps, sem fyrir það kjördæmi sat
á þingi. Engum duldist þá fyrir hvaða
kjördæmi hann vann, hann var þess
þingmaður. Þó var hann fyrst og
fremst þingmaður landsins alls i þeim
skilningi, að barátta hans á þingi allan
þann tima markaðist af einni megin
hugsun, þeirri, að við ættum að byggja
allt okkar land, og þaö af þvi aö það
væri þjóðinni allri fyrir beztu. Það
væri ekki rétt að segja, að GIsli hafi
veriö sérstakur þingmaður dreifbýlis-
ins, hann var þingmaður islenzkra
byggöa og barðist á móti borgriki á Is-
landi. Barátta hans fyrir viðhaldi
byggöar, og varnarorö gegn byggða -
röskuninni — oft þung og kyngi mögn-
uö — hafa vissulega borið ávöxt, því að
nú eru það flestir, sem það skilja og
játa, að það var hann, sem var á réttri
leið, og varaði hina við villunni.
Náin, persónuleg kynni min af Gísla
Guðmundssyni voru ekki löng, aðeins
sex-sjö ár, það var stuttur timi miðað
við hans löngu starfsævi, og náði að-
eins yfir brot af hans löngu stjórn-
mála- og þingsögu. Þessi kynni hafa þó
kennt mér margt og haft á mig djúp
áhrif, sem ég vona aö megi endast mér
lengi. Gisli var þó maður heldur dulur
og hélt ekki skoðunum sinum að öðrum
með ákafa eða orðafjölda. Hann
þröngvaði skoðunum sinum á öng-
van, en þegar hann talaði, komst eng-
inn hjá þvi, að finna að hann hafði
skoðun, og hana þaulhugsaða og fast
mótaða. Peráónuleiki hans var slikur,
að á hann var hlýtt og fá orð frá Gisla
Guðmundssyni höföu meiri áhrif en
mörg frá ýmsum öðrum.
Baráttuþrek Gisla Guðmundssonar
var mikið og þaö var þeim mun að-
dáunarverðara fyrir okkur, sem með
honum unnum, að við vissum að
likamlega gekk hann ekki heill til
skógar, og varð ætið að gæta sin af
þeim sökum.
Það er áberandi einkenni ungra
manna að vilja breyta heiminum og
bæta hann, þeir eru ákafir, hugsjóna-
rikir — en skortir oft frekar á þrek og
þolinmæði. Þeir sem halda hugsjóna-
eldi og baráttuþreki sinu fram á efri ár
eru færri. Slikur maður var Gisli Guð-
mundsson.
Ég vil ljúka þessum fáu kveðju- og
þakklætisorðum minum til Gisla Guð-
mundssonar með einlægri ósk um, að
merkið, sem hann reisti, megi lengi
standa, þó að maðurinn sé fallinn, slik
verði gæfa islenzkra byggða.
Jónas Jónsson
t
BANKARÁÐ OG BANKA-
STJÓRN ÚTVEGSBANKA
ÍSLANDS kveðja Gisla Guð-
mundsson.
A fundi bankaráðs Otvegsbanka Is-
lands þ. 16. nóv. minntist formaður
bankaráðsins, Ólafur Björnsson
prófessor.GIsla Guðmundssonar alþm.
með eftirfarandi orðum:
Sú harmafregn barst skömmu eftir
islendingaþæítir