Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Page 6
NG Guðný Jónsdóttir frá Múla í Álftafirði Næst siðasta dag hins nýliðna sum- ars lézt i Neskaupsstað að heimili dótt- ur sinnar, Þórunnar Bjargar Björns- dóttur, og manns hennar, Sveinbjörns Jóhannessonar, merkiskonan Guðný Jónsdóttir frá Múla i Alftafirði, þang- að nýflutt til vetrardvalar. Hún var nýstaðin upp frá matborði, er hún hneig niður og var þegar örend. Hún fæddist að Rannveigarstöðum i Alftafirði 21. febrúar 1884. vantaði 3 1/2 mánuð upp á 90 ára aldur. Foreldr- ar hennar voru Jón Björnsson, þá bóndi á Rannveigarstööum, og Vilborg Jónsdóttir kona hans. Jón var sonur Björns bónda á Flugustöðum Antoniussonar að Hálsi, af hinni kunnu Hamarsdalsætt frá Antoniusi á Hamri og bórnýju konu hans Björnsdóttur. En móðir hans var Kristin Sigurðar- dóttir frá Múla, Brynjólfssonar prests Gislasonar i Heydölum og konu hans Kristinar Nikulásdóttur frá Berufirði prests Magnússonar. Sigurður var hreppstjóri hér i sveit og alþingismað- ur 1849. Systkin hans voru mörg. svo sem Snorri prestur i Heydölum. Gisli prestur að Hólmum i Reyðarfirði. sem þar drukknaði uppi við landsteina á blómaskeiði lifsins. Rósa kona sr. Jóns Bergssonar að Hofi og Ingibjörg seinni kona sr. Gunnlaugs Þórðarsonar að Hallormsstað. Kona Sigurðar aö Múla var Ingveld- ur Jónsdóttir prests Þorsteinssonar að Hólmum og konu hans Þórunnar Jóns- dóttur Högnasonar prests að Hólmum. Foreldrar'Vilborgar voru Jón Jóns- son, hingað fluttur úr Austur-Skafta- fellssýslu og ég hygg af Mýrum, dvaldist langdvölum að Hofi hjá séra Þórarni Erlendssyni og maddömu Guðnýju. Jón hafði verið mjög vel gef- inn maður, skáldmæltur og var um fjölda ára forsöngvari við Hofskirkju. Móðir Vilborgar var Sigriður ófeigsdóttir Arnasonar og konu hans Steinunnar Rafnkelsdóttur. bau voru úr Lóni, Jón og Sigríður, eignuðust tvær dætur, en giftust ekki. Vilborgu tóku prófastshjónin á Hofi, og ólst hún upp að öilu leyti hjá þeim, og við hús- stjórn hjá fóstra sinum tók Vilborg er Guöný lézt, og sá um hans heimili þar til hún giftist Jóni 1882. Og til þeirra fór hann, er hann hætti prestsskap 1883, og dvaldist æ siðan hjá þeim eftir eigin ósk, til 1898, að hann lézt, 98 ára. Heimili þeirra Jóns og Vilborgar var ávallt mjög fjölmennt, hvar sem þau dvöldust. Þó mun það hafa verið fjöl- mennast árin, sem þau dvöldust á Hofi. En þá voru i heimili þeirra um og yfir 20 m-anns. Þar dvaldist oft hjá þeim gamalt fólk, sem var orðið las- burða og þurfti aðhlynningar við, sem það fékk eftir beztu getu. Og lézt sumt af þvi á heimili þeirra. Börn Jóns og Vilborgar voru 7, talin hér eftir aldri: Elzt var Guðný, fædd 21/2 1884. bar nafn Guðnýjar Bene- diktsdóttur fóstru sinnar. 2. Kristin, nafn Kristinar móður Jóns. 3. Þórarinn, bar nafn sr. Þórarins á Hofi. 4. Þórunn. nafn Þórunnar á Flugustöð- um. systur Jóns. 5. Björn, bar naf Björns föður Jóns. 6. Sigurjón, nöfn foreldra Vilborgar. 7. Guðrún, nafn Guðrúnar Þórarinsdóttur, sem var gift Carli Tulinius kaupmanni á Eskifirði. Hjá þeim hafði Vilborg dvalizt ung stúlka. 011 voru börn þeirra vel gerð og vel upp alin. Undir þeim aga og þeirri stjórn. sem þá gilti um gott uppeldi, kunnu að vera foreldrum sinum hlýðin og hlita forsjá þeirra i uppvexti. öll voru börn þeirra sönghneigð og kom snemma fram. enda var Vilborg móðir þeirra sönggef in, sem hún hefur sótt til föður sins, sem var einstakur söng- maður. og að auknefni nefndur Jón söngur, en ekki til spotts. Mér var sagt. að er börn þeirra voru að alast upp á Hofi. þá hefði verið nokkuð algild regla þeirra að raða sér á rúmin i rökkrinu og syngja ættjarðarljóð. Enda urðu þau öll mjög söngelsk, og þær systur siðar fulltiða konur mjög söngglaðar, og sungu þá við börn sin og störf. Auk barna sinna ólu þau Jón og Vil- borg upp eina stúlku. Jóninu Jónsdótt- ur frá Rannveigarstöðum. Kom hún til þeirra fjögurra ára, þá á Hálsi, er faðirinn lézt frá stórum barnahópi. Af þessum börnum þeirra eru nú þrjú á lifi: Kristin, á Elliheimilinu Grund i Reykjavik, Þórarinn, á Asi i Hveragerði ásamt konu, og Björn i Reykjavik, og uppeldisdóttirin Jónina, að Melum við Djúpavog. A heimili Jóns og Vilborgar var ávallt gestkvæmt, hvar sem þau dvöldust. Var sem gestir löðuðust að þeirra heimili. Enda samhent að gera vel til gesta sinna. Hann lifsglaður, hýr og spaugsamur, hún hæglát, þægi- leg en stjórnsöm. A þessu fjölmenna heimili og glaða systkinahópi ólst Guðný upp, aðallega að Hofi og Hálsi. Lika dvöldust hjá þeim börn vinnuhjúa. Guðný giftist um tvitugt Birni Jóns- syni frá Flugustöðum, sem þar ólst upp hjá nákomnu frændfólki sinu. Hann var af sama ættstofni og Jón tengdafaðir hans, bæði frá Múla og Hamarsdalsætt. Faðir Björns var Jón bóndi á Mel- rakkanesi Sigurðssonar frá Hamars- seli og konu hans Katrinar Einarsdótt- ur frá Krossgerði. En kona Jóns og móðir Björns var Þórunn Finnsdóttir prests Þorgrimssonar frá Kolfreyju- staö, sem var hálfbróðir (sammæðra) Ingveldar á Múla, móður Kristinar á Flugustöðum. En kona Finns og móðir Þórunnar er Halldóra Antoniusardótt- ir. hálfsystir Sigurðar á Hamarsseli og alsystir Björns á Flugustöðum Antoniussonar föður Jóns Björnsson- ar. Þau Guðný og Björn giftust að Hálsi i júli 1904 hjá foreldrum hennar. Næsta vor, 1905. fluttust þau suður i Alfta- fjörð dalabýlinu Markúsarseli. en að Flúgustöðum vorið 1908, og var þá Björn aftur kominn á sinar æsku- og uppeldisslóðir. Þar bjuggu þau að mestu til 1923. að Björn lézt. Þau eignuðust 3 börn, tvær dætur og einn son, sem lézt á öðru ári. Dæturnar voru Sigurborg. gift Jóni Karlssyni bónda Múla. Hún lézt 1961. Börn þeirra voru 8, þá sum ung. Hin dóttirin, Þór- unn Björg. er gift á Norðfirði, og er maður hennar Sveinbjörn Jóhannes- son. Þau eiga 5 börn. 1929 giftist Guðný seinni manni sin- um. Karli A. Jónssyni bónda á Flat- völlum. nýbýli úr Múla. Hann var þá ekkjumaður og átti börn i uppvexti. Þau eignuðust eina dóttur. Dagnýju, sem er nafn fyrri konu Karls. Hún er búsett á nýbýli úr Múla. gift frænda islendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.