Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Síða 2
I rikum mæli, og dugnaður og kjarkur forfeðra hennar sagði til sin. Aö lokinni skóladvöl á Blönduósi hélt hún áfram námi, nú i Flensborgar- skóla og lauk þaðan burtfararprófi ár- ið 1904. bað ár gerðist hún kennari við Kvennaskólann á Blönduósi og gegndi kennarastarfi þar og siðar i Asahreppi eða til 1909, að hún var skipuð skóla- stjóri við Barnaskólann i Siglufirði. Ari eftir komuna þangað eða árið 1910 stofnaöi hún Unglingaskóla Siglufjarð- ar, var hún skólastjóri beggja skól- anna um árabil. Veturinn 1916—1917 tók hún sér fri frá kennslu og skólastjórn — fór til Danmerkur og stundar nám við Kenn- araháskólann i Kaupmannahöfn. Hafði hún þá verið gift i fimm ár, þvi þann 30. júli 1911 giftist hún bormóði Eyjólfssyni, kennara og siðar for- stjóra og ræðismanni i Siglufirði. Hann lézt 27. janúar 1959. bormóður Eyjólfsson var skag- firzkrar ættar, fæddur að Mælifellsá 15. april 1882, sonur Eyjólfs bónda þar Einarssonar Hannessonar og konu hans Margrétar bormóðsdóttur, bónda i Artúni við Reykjavik, Ólafs- sonar. bormóður Eyjólfsson lauk kennara- prófi frá Flensborgarskóla 1904 og verzlunarskólaprófi 1908. Hann stund- aði kennslu i Hafnarfirði og Húna- vatnssýslum, frá þvi hann útskrifaðist úr Verzlunarskólanum og þar til hann flutti til Siglufjarðar 1909. bar var hann bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins um mörg ár og umboðsmaður Eimskipafélags Islands og Skipaút- gerðar rikisins o.fl. Af framanrituðu sést, að Guðrún Björnsdóttir og bor- móður Eyjólfsson luku kennaraprófi sama ár, þ.e. 1904. Fimm árum siðar ber fundum þeirra saman á ný, nú norður i Siglufirði. bar beiö þeirra framtiðin — hjónabandið og starfsdag- urinn, sem spannaði yfir hálfrar aldar bil. Arið, sem þau flytja til Siglufjarðar eru ibúar staðarins 637. — Til tiðinda var talið að þrjú timburhús voru byggð á eyrinni það ár. Lofaði það góðu. Ekki fjölgaði fólki að mun i Siglufirði næstu árin. Að þvi kom þó, aö Norðmenn náðu fótfestu á staðnum á fyrsta og öðrum tug aldarinnar og juku umsvif sin ár frá ári. Islendingar læröu af þeim og komu siðar i kjölfar þeirra. Sigluf jörður varð miöstöð sildveiða og sildarverkunar. Olli þvi lega bæjarins svo nærri sildarmiöunum og óvenju góð hafnarskilyrði. Dugmiklir ein- staklingar, sjómenn og útgerðarmenn, studdir skilningsríkum framfara- mönnum stuðluðu að þvi með aðstoð hins opinbera, að þarna varð miðstöð Islenzkra sildveiða og slldariönaður svo sem fyrr segir. Attu þau hjón sinn þátt I þessu uppbyggingarstarfi þar sem bormóöur Eyjólfsson var for- maöur stjórnar Sildarverksmiðja rikisins um árabil og frú Guðrún og bormóður áhrifamikil á sviði stjórn- mála. Frú Guðrún og bormóöur Eyjólfsson reistu heimili sitt yfir þjóðbraut þvera. bar var jafnan mannmargt. — A sumrin gestir innlendir og erlendir — á veturna ungmenni við nám og störf. Eitt þeirra, frú Guðný Jóhannsdóttir, sem nú dvelur erlendis, bað mig að koma á framfæri innilegu þakklæti til frú Guðrúnar, ef svo kynni að fara að þær ættu ekki eftir að sjást aftur. Er það hér með gjört. Nokkru eftir aö þau gengu I hjóna- band, frú Guðrún og bormóður Eyjólfsson, ættleiddu þau systurnar Sigrúnu og Nönnu. Voru þær dætur Páls Guömundssonar, járnsmiðs i Siglufirði, og konu hans, Halldóru Stefánsdóttur. bær nutu i hvivetna ástrikis og umhyggju kjörforeldranna. Siðar kom á heimili þeirra ungur drengur, systursonur frú Guðrúnar, bráinn Sigurðsson, nú garðyrkjubóndi I Hveragerði. Varð hann fóstursonur þeirra og naut hann einnig sama ást- rikis og dæturnar. Sigrún, sem var elzt, giftist Svavari Guðmundssyni bankastjóra. Nanna giftist Sveini Sigfússyni framkvæmda- stjóra. Eru þeir báðir látnir. Siðari maður Nönnu er Hafsteinn borsteins- son, skrifstofustjóri Landssima Is- lands. bráinn er kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur. Frú Guðrún Björnsdóttir gegndi fjölmörgum störfum i Siglufirði eftir aö hún lét af störfum skólastjóra. Stundakennari við skólana var hún I mörg ár. Hún var kjörin i skólanefnd barnaskólans 1923 og formaður nefnd- arinnar var hún 1928 til 1942. Hún var formaður skólanefndar Gagnfræða- skólans frá byrjun, 1934—1946 og frá 1950 þar til hún fluttist frá Siglufirði 1961 til Hveragerðis. 1 bæjarstjórnar- kosningum 1920 var hún kjörin bæjar- fúlltrúi og gegndi þvi starfi i 4 ár. Hún átti sæti i yfirskattanefnd 1928—1940 og sæti átti hún um skeið i stjórn Kaupfé- lags Siglfiröinga. Auk þess sem að framan er greint vann hún ötullega að liknarmálum i Siglufirði. Formaður Kvenfélagsins Vonar var hún um ára- bil. bað, sem sagt hefur verið hér að framan, er orðið lengra en ég ætlaði. Er þó enn margt ótalið, þvi að fjöl- mörg félagsmálastörf á hinum ólik- ustu sviöum lét frú Guörún til sin taka. Hverju góðu máli og þörfu, að hennar mati, vildi hún leggja lið og sparaði þá hvorki fyrirhöfn né fulltingi sitt, dró jafnan drjúgum um liðveizlu hennar. Hún ritaði fjölda greina i blöð og tima- rit og bókina Islenzkar kvenhetjur. Foreldrar minir og frú Guðrún og bormóður höfðu kynnzt á Blönduósi 1905, þar sem faðir minn vann að byggingarframkvæmdum. bá tókst með þeim vinátta,sem hélzt meðan öll lifðu. bessarar vináttu naut ég fyrst sem barn og siðar sem unglingur og fulltiða maður. Ég var oft gestur á heimilinu i Vetrarbraut 15 og siðar á Hliðarvegi, þangað var ætið ánægju að sækja. Frú Guðrún átti i fórum sinum sama eiginleikann og móðir hennar, hún gat mitt I hríðarbyljum „búið til sólskin”. Nú rifjast upp fyrir mér fjölmargar kvöldstundir þar heima, þar sem ég og nokkrir jafnaldrar minir — æskufélag- ar Nönnu — nutum veitinga og ánægjulegra stunda. — bað voru sól- skinsstundir. í kennslustund var Guðrún Björns- dóttir siveitandi, hún jós af brunni þekkingar sinnar. íslendingasögurnar geröi hún ljóslifandi fyrir okkur nem- endum sinum, og enginn tignaði is- lenzka tungu sem hún. Hún kenndi okkur að bera lotningu fyrir móðurmálinu — hvernig svo sem það hefur tekizt — fyrir landinu og lif- inu. Hún minnti okkur nemendur sina á, að það fylgdi þvi ábyrgð að fara með völd og það fylgdi þvi ábyrgð aö lifa. Hún gerði okkur það ljóst, að áttaviti sá, sem við gætum stýrt eftir i lifssigl- ingunni væri trúnaðartraustið, tillits- semin við aðra og heiðarleikinn i orði og verki. Heilræði hennar fóru stundum inn um annað eyrað og út um hitt eins og titt er hjá börnum og unglingum — en alltaf sat eitthvað eftir og varðaði veg margra. Vera má, að frú Guðrún kunni mér litlar þakkir fyrir skrif þessi — sjálf vildi hún sem minnst um sig tala I lif- anda lifi. Hún hugsaði jafnan meir um aðra en sjálfa sig. Náði vinfesti hennar út yfir gröf og dauða, þvi margra lát- inna vina sinna minntist hún i blöðum við ævilok þeirra. Við upprifjun þeirrar staðreyndar er framanrituð kveðja tilorðin. Hún er sem litill krans sendur að leiðarlokum, fléttaður úr gnótt minninga og þakk- lætis til frú Guðrúnar og bormóðs Eyjólfssonar. Astvinum þeirra sendum við hjónin, börn okkar og tengdabörn, innilegustu samúðarkveðjur. Minning svo mætra hjóna mun lengi lifa. Jón Kjartansson. 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.