Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Síða 3
Róbert Arnar Kristjónsson franu*eiðslumaður Fæddur 20. október 1933. Dáinn 22. desember 1973. Drottinn að dýrð þina ég sjái dreifi nú ljós þitt frá mér myrkrinu er mig gerir blindan miskunnar leita ég hjá þér. Kom og ver hjá oss herra kær. Hvað fær oss grandað ef þú ert nær. Já viö snúum okkur i bæn til drott- ins, þvi hvert eigum við annað að snúa okkur. Hann tók frá okkur ástvin okk- ar, i blóma lifsins. Við sem eftir stönd- um skiljum þetta ekki. Við stöndum hljóð og harmi erum slegin er hrifur drottinn frá oss vini góða. Þvi við kunnum ekki að rata rétta veginn en rásum áfram blinda götuslóða. Já svo er um marga. Þeir berast með straumnum. En það á ekki við um Varla mun nokkur sá óvandabundinn, karl eða kona, sem ég á jafn miklar þakkir að gjalda og frú Guörúnu Björnsdóttur. Hún haföi slik áhrif á þroska minn, að um það getur enginn vitað nema ég sjálfur. Það var gaman að vera á Siglufirði, þegar ég var að alast þar upp. At- hafnalifið var stórkostlegt. Á sumrum breyttist þessi litli bær við nyrzta haf i aiþjóðlega miðstöð. — en samfélags- kjarnann, bæinn eins og hann var á öll- um árstiðum, þekktum við ein, er þar bjuggum. Þetta var kjarnmikið samfélag. Leiðtogar þess voru margir hverjir hinir mestu skörungar, en enginn var frú Guðrúnu fremri að skörungsskap. Hún var mikil kona, það veit alþjóö. Hitt vita færri, að hún var jafn góð og hún var mikil. Henni var það gefið að geta leiðbeint með þeirri mildi, sem var sem smyrsl á sárin, og um leið þeirri festu, sem hvatti til framsækni. Megi Almættið blessa hana, eins og við, sem þekktum hana, blessum minningu hennar. ^ Þorsteinn Hannesson. þau Róbert og Astu. Engir hafa reynzt mér eins vel i minum veikindum og andstreymi. Ég vil aðeins nota þetta tækifæri til að þakka þeim. Guð geymi ykkur elsku vinir minir og gefi ykkur styrk i raunum ykkar. Þeir sem guöirnir elska deyja ungir, þvi þeirra biöur verðugt verkefni handan grafar. Beztu kveðjur, samúð og þökk frá Lilju Bjarkardóttur f Hversvegna er hlynurinn höggvinn frá rótum þá hæst hann ber móti sól? Sársauki og biturð yfir óréttlæti lifs- ins. er mér ofarlega i huga á þessari kveðjustund. Hversvegna er ungur og ötull maður með ótal verkefni framundan kallaður burtu. þegar svo margir aldnir og sjúkir fá ekki hvildina, hversu mjög sem þeir óska þess. Hversvegna er elskaður eiginmaður og faðir i blóma lifsins. hrifinn frá ást- vinum sinum, þegar einstæðingur sem á alia sina hinumegin fær ekki að fara til þeirra. Hver er tilgangurinn? Hver stjórnar þessu öllu? Ég fæ vist aldrei svör við slikum spurningum. að minnsta kosti ekki hérna megin grafar. En Róbert mágur minn var trú- maður og það er eftirlifandi kona hans og börn einnig. Megi trú þeirra allra milda sorgina á kveðjustundinni og gera þeim biðina eftir endurfundum léttbærari. Róbert A. Kristjónsson var fæddur og uppalinn i Reykjavik sonur hjón- anna Sólveigar Larsen frá Stavanger og Kristjóns Kristjánssonar hús- gagnasmiðs. Hann kvæntisl 19. febrúar 1956 Ástu Heiði Tómasdóttur frá Blönduósi og eignuðust þau tvö börn, Lindu Guðnýju, sem nú er 17 ára og Tómas Kristjón, sem er 12 ára gamall. Ég kynntist Róbert ekki fyrr en við tengdumst fjölskylduböndum og hann kom i heimsókn hingað norður meö systur minni. Foreldrum minum og okkur hjónunum leizt strax vel á þennan glæsilega og prúða pilt og við nánari kynni fór okkur öllum að þykja mjög vænt um hann. Þaö eru ótaldar ánægju- og gleðistundir, sem við i þessari fjölskyldu höfum notið i návist Róberts, bæði hér fyrir norðan og á heimili þeirra hjóna fyrir sunnan. Hann setti sinn svip á fjölskyldufundi okkar, hvort sem tilefnið var afmæli, ferming, brúðkayp eða venjuleg vin- áttuheimsókn. Hann var bæði skemmtilegur gestur og góður gest- gjafi og þau hjónin voru indæl heim að sækja, hvort sem við áttum þar eina kvöldstund eöa dvöldum nokkra daga, sem oft kom fyrir. Róbert var frábær heimilisfaðir og þau hjónin afar samhent um að ala börn sín vel upp með trúna á guð að leiðarljósi. Einnig hefur þeim ætið verið mjög umhugað um menntun barna sinna og er sárt að Róbert skyldi ekki auðnast aö fylgjast lengur með þroska þeirra, þvi að hann var góður félagi barnanna, auk þess að vera ein- hver sá bezti faðir.sem ég hefi kynnzt. Róbert var framreiðslumaður að at- vinnu, lauk prófi árið 1958 og starfaði á ýmsum veitingastöðum i Reykjavik, nú siðast i Glæsibæ. Hann var skyn- islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.