Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Qupperneq 4
samur maður og atorkusamur og
finnst mér eftirfarandi ljóðlinur lýsa
honum vel.
Með viljanum sterka og vakandi hug.
Þú verkefnin allstaðar sást.
Og umvafðir heimilið ástúð og friði
sem aldrei i lifinu brást.
Þú markaðir hvarvetna
manndáðasporin.
Þitt merki var trúmennska og ást.
Það er fleira en sameiginlegar gleði-
stundir, sem mig langar til að þakka
Hóbert mági minum. Ég vil þakka
honum þá sonarlegu ástúð og bliðu er
hann ávallt sýndi móður minni og
hjálpina, sem hann veitti henni þegar
hún þurfti að vera undir læknishendi i
Reykjavik. Þær ferðir voru orðnar
margar og alltaf var viðkvæðið hjá
mömmu þegar hún kom heim: ,,Ekki
veit ég hvernig ég hefði farið að án
hans Róberts". Og svipuð voru um-
mæli föður mins og okkar systkinanna
eftir lát móður minnar. Siðustu dagar
hennar voru erfiðir, og þá veitti
Róbert okkur öllum slikan stuðning að
engin orð megna að þakka það. En
slikt gleymist heldur ekki.
Þegar erfiðleikar steðja að, finnur
maður bezt, hversu margt gott fólk er
allt í kringum mann. Það hafa Asta og
Róbert fengið að sanna undanfarna
mánuði svo ótrúlega margt fólk hefur
lagt þeim lið, bæði í sambandi við
ófullgert hús þeirra og sjúkleika
Róberts.
Ég get ekki stillt mig um að láta i
ljósi aðdáun á þvi hve vel öll fjölskyld-
an hefur staðið sig alla þessa erfiðu
mánuði. Róbert bar þjáningar sinar af
slikri karlmennsku, að allt fram i and-
látið heyrðist ekki æðruorð né stuna af
hans vörum. Börnin voru einnig ákaf-
lega dugleg og hvernig sem þeim leið,
létu þau pabba sinn aldrei sjá annað en
glaðleg andlit þegar þau komu inn til
hans. En þyngstu byrðina held ég að
eiginkona Róberts hafi borið. Hún
varð strax i byrjun veikinda hans,
hrædd um að þau væru alvarlegs eðlis
og dreif i þvi með röggsemi og festu að
útvega honum læknishjálp og itarlega
rannsókn.
Siðan i júni, er henni var tjáð að
manni hennar yrði ekki bjargað, hefur
öll hennar hugsun snúizt um að hlifa
honum við áhyggjum, hlynna að
honum á alla lund og hjúkra honum
eftir beztu getu. Það er þung raun að
horfa á ástvin sinn kveljast og tærast
upp af banvænum sjúkdómi, en þrátt
fyrir eigin vanheilsu stóð Asta dyggi-
lega vörð um liðan manns sins aílt til
loka og hélt i hönd hans er hann
sofnaði hinzta svefni að morgni hins
22. desember.
Tveimur ungum æviförunautum
ástin reynist sterkur tengiliður
bygginganna bezti efniviður
brotnar ei, i mótgangi og þrautum.
Ég kveð Róbert mág minn, með
beztu þökk fyrir samfylgdina og bið
þess að honum megi liða vel i nýjum
heimkynnum.
Sólveigu móður hans, Astu systur
minni og börnum hennar, votta ég
mina dýpstu samúð.
Nanna Tómasdóttir
Blönduósi.
f
Mitt í vorönnum lifs sins er skóia-
bróöir minn og vinur kallaður á brott
til ævintýrisins mikla, sem biður allra
góðra manna að lokinni vegferð þeirra
hérna megin grafar.
Það er erfitt að sjá á eftir góðum
dreng, aðeins fertugum að aldri, ekki
sizt þegar maður veit, hversu stutt er á
lokaáfangann með nýja heimilið, sem
fjölskyldan vann að sem ein
manneskja. við að búa sér i húsinu að
Látraströnd sem var uppfylling
sameiginlegs draums samhentrar
fjölskyldu.
En þegar vályndur sjúkdómur hefur
verið förunautur um átta mánaða
skeið og sjálfsagt gott betur. verður
maður að bæla niður eftirsjá sina og
beina hugsunum sinum til hæða Drott-
ins með beiðni um styrk og skilning tii
handa ástvinum sem nú trega elsku-
legan eiginmann, föður, son og bróður.
Mitt i söknuðinum brýzt þó gæzka
Guðs fram. eða er það ekki dásamlegt.
að vita af vini sinum ganga fyrir Guð
sinn einmitt þegar sjálf hátið ljóssins,
sem tiieinkuð er fæðingu frelsarans. er
að ganga i garð, vitandi það að þján-
ingum þessa lifs er lokið og að sálin
býr nú i fögnuði Herra sins.? Eftir lifa
minningarnar um góðan dreng.
Hinn 6. júni 1955 hóf Róbert nám i
framreiðslu i Tjarnarcafé undir leið-
sögn Jóns Mariassonar, sem um árabil
var formaður Félags framreiðslu-
manna. Þau kynni sem þá tókust milli
nema og meistara héldust óslitin
siðan, enda báðir miklir félagshyggju-
menn.
Þetta sama ár lágu leiðir okkar
Róberts fyrst saman. en þá hófum við
báðir nám á fyrsta skólaári hins ný-
stofnaða Matsveina- og veitingaþjóna-
skóla Islands.
Það kom strax i ljós, að þar sem Ró-
bert fór, var á ferðinni maður sem bar
höfuðið hátt, maður sem gerði sér fulla
grein fyrir umhverfi sinu og lifinu sem
við blasti og var ákveðinn i þvi að vera
þar fullgildur þátttakandi og spara þar
hvorki vitsmuni sina né tima, til að
takast á við verkefni framtiðarinnar,
enda sannaði námsárangur hans það
við sveinsprófið, vorið 1958.
A námsárum sinum tók Róbert virk-
an þátt i störfum Félags framreiðslu-
nema, jafnframt þvi sem hann átti
sæti I stjórn þess.
Þess varð einnig skammt að biða að
hann veldist til trúnaðarstarfa fyrir
Félag framreiðslumanna, að loknu
sveinsprófi. Auk þess að hafa starfað i
samninganefndum félagsins, átti hann
sæti i stjórn þess árið 1961 og 1962 var
gjaldkeri. I starfi gjaldkera komu
mjög vel i ljós ýmsir af mannkostum
hans. Hann var hamhleypa i þvi starfi
sem og öðrum, samfara mikilli ná-
kvæmni og reglusemi sem mótaði
reyndar lif hans allt. 1 starfi gjaldkera
var hann til sérstakrar fyrirmyndar
og eftirbreytni, ekki einvörðungu fyrir
það starf sem slikt, heldur reyndar
fyrir hvert og eitt starf sem inna þarf
að höndum innan stéttarfélags.
Þá var hann einn af stofnendum
Barþjónaklúbbs Islands og einn af
stjórnarmeðlimum um árabil. I fyrstu
cocktail-keppninni sem klúbburinn
gekkst fyrir, vann hann til fyrstu verð-
launa.
Hann var einnig félagi i Oddfellow-
reglunni og þó svo að hann sökum
vinnu sinnar hefði ekki tök á að sækja
fundi sem skyldi, bar hann hug
reglunnar mjög fyrir brjósti og var
verðugur fulltrúi hennar i öllu liferni
sinu.
Þær eru margar svipmyndirnar sem
koma fram i hugann, af hávaxna,
granna og dökkhærða piltinum, sem
var samferðarfélagi minn. fyrst i
skólanum. siðar sem starfsfélagi i
Tjarnarbúð, áður en hann réðist fyrir
rúmu einu og hálfu ári tii starfa á
barnum i Glæsibæ, til starfans sem
varð hans siðasti, en jafnframt það
starf sem hann batt svo miklar vonir
við og naut sin svo vel i ,,starfi bar-
þjónsins."
Ég sé honum bregða fyrir innan bar-
borðsins á Astra-bar og á Mimisbarn-
um, I salnum á Borginni, Glaumbæ og
i Lidó bæði sem framreiðslumanni og
vert, sem kaupmanni i Lidókjör, en þó
bezt úr Tjarnabúð þar sem við unnum
saman f þrjú ár.
Ég minnist þess er hann fór af stað
með fjáröflun handa sjúkum frænda
sinum. Ég minnist þess með þakklæti,
er hann tók á sig minar vaktir, svo ég
gæti farið tii Danmerkur til að kveðja
tengdamóður mina hinztu kveðjú. Ég
minnist einnig þeirra stunda sem ég
4
islendingaþættir