Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Síða 6
Voru götur þessar sumsstaðar tólf
samliggjandi. Mikið var unnið að
túnasléttun (þökusléttur), bæði haust
og yor á Asi. Bætti þetta brátt nokkuð
úr heyöflun. Ekki „baðaði
búskapurinn i rósum” þá frekar en
fyrri daginn. Eftir 1920 fór ormaveiki-
faraldur að herja á fjárstofninn. Atti
veikin eftir að gera mikið tjon. Bændur
stóðu varnarlausir gegn sýklinum,
sem breiddist óðfluga út. Við tók svo
heimskreppan og fylgdust raunar að.
Bitnaði þetta illa á öllum bændum, þó
verst á þeim er voru að koma sér
fyrir. Veðráttan fór þá hlýnandi og
bætti það mikið úr. Gras og kartöflur
spruttu oft vel. Erfið var afkoma
heimilanna á þessum árum, og enn i
fersku minni þess fólks, sem komið
var til vits og ára. Margt ungt fólk,
hefði þá leitað burt úr sveitinni, ef
nokkurs staðar hefði frézt um betri
hagi*. Lika var alltaf von um að kinda-
heilsa og dollarans batnaði, sem lika
kom á daginn. Bergsteinn tók þessu
öllu æðrulaust og vann mikið. Varð
vaktin stundum löng hjá honum við
smiðarnar, reyndi hann þannig að afla
sér peninga. Margrét var harðdugleg
að hverju starfi, öil verk fóru vel úr
hennar hendi og var þeim ágæt hús-
móðir. Hugsaði ávallt vel um fólk, sem
vann þéim, hafði alltaf nógan og góðan
mat handa þvi, var þar ekkert til
sparað, þó efni þeirra væru ekki mikil.
Margrét er burtkölluð fyrir fjórum
árum. Þeim hjónum fæddust átta
börn, þrjár stúlkur og fimm drengir.
Eigi urðu lifdagar þeirra alira langir,
yngstu dótturina misstu þau á niunda
ári. og drengi tvo á þriðja og sjöunda
ári. Hin eru eftir aldri: Róra, maður
hennar Metúsalem Ólason, búa i
Egilsstaðakauptúni. Þorbjörn, einnig
búsettur þar, Brynjólfur. kona hans
Sigrún Jónsdóttir. búa á Hafrafelli,
Þorbjörg simamær á Egilsstöðum og
Jón skrifstofumaður i Kópavogi. kona
hans Birna Stefánsdóttir. 011 eru þessi
svstkini orðvör og prúð i framkomu og
eiga þau ekki langt sð-sækja það.
Hjá þeim Margréti og Bergsteini i
Asi var eldri maður. sem Einar hét.
Hann var alinn þar upp og þjónaði As-
bændum til æviloka. Hann var barn-
góður og hændust börnin að honum.
Notaði hann hverja stund til að gæla
við þau og leiðbeina.
Aldrei held ég hafi hvarflað að Berg-
steini að hætta búskapnum. þótt á gæfi
stundum. staðurinn var honum kær. og
búskapnum hafði hann gaman af.
Tæplega fjörutiu ár bjó Bergsteinn á
Ási og börn hans með honum seinni
árin. Eftir 1947 hafði hann afnot
jarðarinnar allrar að mestu leyti i
þangað til Ásfólk flytur allt út i Egils-
Áttræður:
Páll Magnússon
Oddeyrargötu 6, Akureyri
Attræður varð 15. janúar Páll
Magnússon, Oddeyrargötu 6, Akur-
eyri. Páll er fæddur 15. janúar 1894 i
Bitru i Kræklingahlið. Voru foreldrar
hans Magnús Tryggvason og kona
hans Sigriður Kristjánsdóttir búandi
hjón þar. Systkin átti Páll 8, tvo
bræður, sem báðir eru látnir, og 6 syst-
ur, sem allar eru á lifi, að ég held.
Bræður Páls voru Ólafur, lengi sund-
kennari á Akureyri og Tryggvi
stúdent, starfsmaður i pósthúsinu i
Reykjavik til dánardægurs. Systur
Páís heita: Maria, Kristin, Jónina,
Lára, Anna, Septima, en hvar þær eru
búsettar er mér ekki kunnugt. Páll ól.st
upp i Bitru hjá foreldrum sinum, þar
staðaþorp vorið 1962. Byggði Berg-
steinn þar hús með börnum sinum,
sannaðist þar, ,,að enginn ræður sin-
um næturstað.”
Mikil viðbrigði voru vistaskiptin1
fyrir Bergstein. sem var vel hress og
notaðist ennþá við sin gömlu störf
við búskapinn. Gat þó ekki vegna
aldurs og heilsu stundað vinnu á
Egilsstöðum. Enginn heyrði hann
kvarta. Við húsbvgginguna fékk hann
brátt nóg að starfa. þar má sjá hagleik
hans á mörgum hlutum. Auðþekkt
eru öll verk Bergsteins. sem vitna um
vandvirkni hans i hverju handtaki.
Yfirborðsmennska féll honum illa,
og skipti hann sér ekkert af þrasi sam-
tiðarinnar. allt var gjörhugsað. sem
hann mælti og skoðanir hans
ákveðnar. Sóttist þó ekkert til áhrifa i
sveitarmálum. en rækti öll störf með
mikilli trúmennsku. sem honum var
til trúað. Bindindismaður var Berg-
steinn alla ævi og var þeirri köllun
trúr. Starfaði mörg ár i gamla ung-
mennafélaginu i Fellum. Var félagið
lengi árvakur um ýmislegt til
félagsþroska fólksins i sveitinni i leik
og starfi. Heimilisfaðir var Berg-
steinn hinn bezti og ástriki i sambúð
hjónanna. Kær var hann heimilinu.
Heima hjá konu og börnum undi hann
sér bezt, lét sér annt um uppeldi
þeirra.
Bergsteinn var lagður til hinztu
hvildar að Ási. við hlið konu sinnar 5.
september 1973, i faðm þeirrar
moldar, sem honum var kær.
H.H.
til hann var uppkominn og þótti
snemma duglegur og verklaginn til
allra starfa. Páll vann um alllangt
skeið við grjótsprengingar og nam það
starf af sænskum manni, sem nú er
löngu látinn. Varð hann mjög snjall á
þvi sviði og jafnframt gætinn svo slys
hentu hann aldrei. Eftir að hann hætti
þvi starfi var hann um langt skeið
kjötmatsmaður hjá K.E.A. Þótti hann
sérstaklega samvizkusamur i þvi
starfi, svo að orð var á gjört. Hann
vann svo hjá fyrrnefndu félagi, siðast i
bögglageymslu þess, unz hann hætti
störfum fyrir aldurs sakir.
Páll kvæntist vorið 1931 Helgu Jóns-
dóttur frá Oxl i Þingi, mestu myndar-
konu, en börn áttu þau eigi. Helga lézt
1969 eftir langa vanheilsu og hefur Páll
siðan búið einn í Ibúð sinni, Oddeyrar-
götu 6, eins og fyrr segirög séð um sig
sjálfur aö öllu leyti. Er þar snyrtilegt
um að litast, enda er Páll mesta
prúðmenni og umgengni hans til
fyrirmyndar. Páli kynntist ég fyrst
fyrir tæpum 20 árum og urðum við vin-
ir, og hefur sú vinátta haldizt æ siðan.
Hann er greindur maður, glaðlyndur
og gamansamur og fróður um margt.
Hef ég jafnan heimsótt hann, þegar
leið min hefur legið til Akureyrar og
siðast i haust. Höfum við jafnan haft
gaman af að ræða saman. Hann á
bókakost góðan og les mikið. Gaman
hefur hann af vel gerðum visum og
skemmtilegum frásögnum.Páli þakka
ég innilega fyrir góð kynni á liðnum
árum og óska hönum hjartanlega til
hamingju i tilefni af afmælinu.
Guð blessi þig Páll minn.
Bragi Jónsson
frá Hoftúnum
6
íslendingaþættir