Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Side 7
Jóhannes J. Reykdal t örfáum oröum langar mig að minnast þeirra yndislegu kynna, sem ég haföi af þeim Reykdalsmæöginum. Hann var dásamlega góöur viö mig, tók mig oft á kné sér og sagöi mér æv- intýri, og móöir hans þessi mikli fræðaþulur, sem Reykvikingar sendu stundum mann og hest eftir til að segja sögur. Hún kunni stór skáldverk eftir aö hafa einu sinni lesið þau. Ég var alltaf að reyna að hjálpa henni af eig- ingirni til að fá sögu að launum. Hrifn- ust var ég af persónulegum sögum hennar, er verið var að sækja hana að vetrarlagi til konu i barnsnauð. Þá brá hún sér á skiðin, stundum kom hún með hvitvoðunginn bundinn við brjóst sér með ullarþrihy rnunni sem var eina skjólflikin i frosti og snjóalögum, og hafði hann með sinum hópi, þar til hagir bötnuðu. Svo voru það ævintýrin og huldufólkssögurnar, sem hún kunni svo mikið af, en aldrei sagði hún mér trölla- risa- eða draugasögur. Henni hefur ekki fundizt það við barna hæfi. Jóhannes Reykdal festi sér perluna dýru, Þórunni Böðvarsdóttur, kvænt- ist henni 15. mai 1904, þá var hann bú- inn að byggja þeim fegursta húsið, sem ég tel að hafi verið byggt i Hafnarfirði. Þeim Þórunni og Reykdal varð 12 barna auðið 8 þeirra létust, sum i bernsku og önnur um tvitugt og ein dóttir fullorðin. Hin 4 urðu öll mætustu borgarar i Garðahreppi. Jóhannes fór ekki dult með það, að sitt mikla lán hafi hann átt að þakka sinni góðu móð- ur og siöar sinni framúrskarandi eig- inkonu, er báðar studdu við bakið á honum af mikilli fórnfýsi og festu i bliðu og striðu. Móðir hans lézt að heimili þeirra hjóna 1905, og hafði lifað þá miklu stundfrá lýsiskolum i rafljósadýrðina. Blessuð sé minning hennar. Jóhannes Reykdal og fósturfaðir minn voru einlægir trúmenn. Reykdal stóð fyrir byggingu frikirkjunnar, og ég efast um, ef þeirra brennandi á- huga hefði ekki notið við að koma upp frikirkju i Hafnarfirði. hefði hún ekki átt 60 ára afmæli 14. des. 1973. Reykdal byrjaði seint i ágúst að byggingu henn- ar og var henni lokið 14. des. 1913. Hann lét leggja raflögn i kirkjuna. Var hún fyrsta raflýsta kirkja á landinu. Ótalmargt mætti segja fleira um hinn harðduglega bjartsýnismann er fyrstur kveikti rafljós frá raforku. 1 tveimur ljóðum, sem hér fara á eftir.er fóstri minn orti til hans er nánar sagt frá hans fjölþættu störfum. Jóhannes Reykdal lézt 1. ágúst 1946, 72 ára að aldri.en kona hans, frú Þórunn Böðvarsdóttir Reykdal, lézt 3. jan. 1964. Blessun drottins sé með öllum ástvinum á landi lifsins, og afkomend- um þeirra um framtið alla hér á jörð. Guðrún Eiriksdóttir Á sextugsafmælinu 18.-1. 1934 Vér komum nú, Reykdal, svo kátir i lund i kyrrlátu vetrarins húmi, og óskum að mega þig ávarpa um stund i ylriku minninga rúmi. Um þriðjung einn aldar vér þér höfum kynnzt. Þakkirnar fæðast ef á það er minnzt. Að öndvegissúlum þú ei gerðir leit en ákveðin settir þin merki, hvort heldur þau yrðu við sjó eða i sveit.það sanna þú skyldir i verki, og hamingja og dugnaður höföu um þig vörð, þau hétu þér aðstoð við átökin hörð. Þú reistir þér bústað við fengsælan fjörð og festir þér perluna dýru. Við augum þér blasti hin ónumda jörö i árdegisgeislunum skinu, og ásmegin óx þér við dugnað og dáð, en dulrænar hugsjónir festu þin ráð. Þú byggðir út myrkrinu og breyttir i ljós svo bærinn varð skinandi fagur. Enginn kom fyrri sem ávann slikt hrós, þvi orðinn var sifelldur dagur. Skammdegiö hvarf lika og skuggarnir eins skapþungur enginn þá kenndi sér meins. Þú elskaðir landið þitt fagurt og fritt og fyrir þaö vildir þú striða, og óskaðir helzt að hér allt yröi nýtt i umhverfi bæjarins viða nú bera þess merki þin bjartsýnu ráð að bjargföstu takmarki hafir þú náð. A meðan að stendur hinn blómlegi bær og blómin þar jörðina prýða og fegursta rósin i glitskrúði grær á gróðrarstöð vallarins friða. Þá verður þin getið sem mætasta manns, i minnisbók timans um hag þessa lands. Jón Þóröarson Hliði (1934) Sumarljóð 1930 A stuðlabergi stendur einn i störfum lifsins glaður, Jóhannes Reykdal ráöahreinn reyndur afreksmaður. A margt sá leggur haga hönd, hvergi smár að verki. Með kappi hann sin klæðir lönd knýr fram heiðurs merki. Ef margir yrðu makar hans um meginlandið viða Blómgast mundu byggöir lands, bæir hauðrið prýða. Einn hann reyndist áræðinn ýmsir festu i minni,- Hann kom með ljós i kaupstaðinn kveikti i fyrsta sinni. Forðast vil ég fánýtt hól, en festi vinabandið. Brögnum mörgum bjó hann skjól byggði upp kalda landið. Vel hann mældi vatnsins afl vakti foss til iðju. Ungur sat við unnið tafl innst i vélasmiöju. k .Þekktur vel að þreki og dáð þolir ei vil né kviöa. Hann finnur jafnan fjölnýt ráð og fer svo vel aö striða. Honum er lagin tröllatryggð táp og vinafesti Um ævidaginn er sú dyggð ágætt veganesti.- Jón Þórðarson, Hliöi. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.